Þjóðviljinn - 19.09.1987, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
—SPURNINGIN-
Ertu ánægð(ur) með þá
ákvörðun meirihluta
borgarstjórnar að heim-
ila lengri opnunartíma
verslana í Reykjavík?
(Spurl meðal afgreiðslufólks í
Glæsibæ)
Anna Pálmarsdóttir:
Nei, mér finnst það ekki sniðugt.
Vinnutíminn er nógu langur eins
og er.
Sigríður Sigurbjörnsdóttir:
Nei, ég er náttúrlega á móti
þessu, en við fáum engu að ráða.
Sonja Kristinsdóttir:
Mér finnst þetta hlægilegt. Það er
bara verið að auka við okkur
vinnuna, og verður til þess að fólk
mætir seinna til að versla en nú
er.
Björg Bjarnadóttir:
Nei, ég er ekki nógu ánægð með
þetta. Mér finnst alveg nóg að
vinna frá níu til sex.
Sigrún B. Ingvadóttir:
Þetta er sjálfsagt ágætt ef maður
er að fara að versla, en ekki ef
maður vinnur sjálfur í búð.
Fiskiðnsýningin ’87
Opnar í dag
Sýningin stenduryfir frá 19.-23. september.Opin daglegafrá 10.-18. Stœrsta sinnar
tegundar í heiminum í ár. Gríðarlegur áhugi fyrir henni í sjávarplássum landsins
í
dag klukkan 10 opnar stærsta
sýning sinnar tegundar sem
haldin hefur verið í heiminum í ár
á sviði sjávarútvegs. Sjávarú-
tvegssýningin í Laugardaf verður
opin frá klukkan 10 til 18 til og
með næstkomandi miðvikudegi
23. september. Aðgangseyrir er
krónur 300.
heildarfjöldi starfsfólks verði á
bilinu 1440-2160 manns, fyrir
utan allan fjöldann sem kemur til
að sjá, skoða og kaupa.
Búist er við miklu fjölmenni á
sýninguna og er þegar allt hótel-
rými á höfuðborgarsvæðinu og
næsta nágrenni yfirfullt. Vitað er
um mikinn áhuga víðs vegar um
land fyrir sýningunni og sem
dæmi má nefna að í Grímsey
verður fátt manna um helgina
vegna gríðarmikils áhuga eyjar-
skeggja sem fjölmenna suður.
Gera má ráð fyrir að svipaða sögu
megi segja frá öðrum sjávarpláss-
um úti um allt land.
grh
Alls eru það 460 aðilar sem
sýna á sýningunni framleiðslu-
vörur sínar á sviði sjávarútvegs.
Þar af eru innlendir framleiðend-
ur um 125 að tölu. Á sýningunni
verður að finna allt það nýjasta á
sviði sjávarútvegs frá 22 löndurn
víðs vegar að úr heiminum. Frá
Evrópu, Asíu, Afríku og Amer-
íku.
Nettósýningarsvæðið er á
sjötta þúsund fermetrar og þar af
eru um fimm þúsund fermetrar í
sérstökum tjöldum sem sett hafa
verið upp við hliðina á Laugar-
dalshöllinni. Sjálf rúmar höllin
ekki nema um V3 af allri sýning-
unni, sem sýnir hversu stór hún er
miðað við aðrar sýningar sem
haldnar hafa verið hér á landi.
Á sýningunni eru um 360 sýn-
ingarbásar og við hvern bás vinna
4-6 manns við kynningu og aðra
starfsemi. Búast má við að
Huga þarf að mörgum smáatriðum svo allt verði í lagi þegar Laugardalshöllin opnar fyrir almenninq klukkan 10 í dag.
(Mynd: E.OI.)
Auðveldar markaðsöflun
Kristján Guðmundsson hjá Félagi dráttarbrauta ogskipa-
smiðja: Fluttum út tæp 700 tonn afvélum og tœkjum til
sjávarútvegs á síðasta ári. Aukningin íútflutningi á árunum
1985-1986 um 80-90%
Alls eru það 125 íslensk fyrirtæki sjávarútvegssýningunni í Laugar-
sem sýna framleiðsluvörur sínar á dal. grh
Mikiðlagt
í sölumar
Heildarupphœð viðskipta á sýningunni gífurleg
Sjávarútvegssýning sem þessi
hefur geysilega þýðingu fyrir
innlenda framleiðendur á sviði
sjávarútvegsvara til útflutnings.
Sérstaklega fyrir þau fyrirtæki
sem eru að hasla sér völl í fyrsta
sinn á erlendum mörkuðum. Því
hingað koma fulltrúar frá öllum
heimshornum til að sjá og skoða
það nýjasta sem boðið er uppá á
þessu sviði, segir Þráinn Þorvalds-
son framkvæmdastjóri Útflutn-
ingsráðs íslands.
Að sögn Kristjáns Guðmunds-
sonar frá Félagi dráttarbrauta og
skipasmiðja, hefur útflutningur
íslenskra fyrirtækja á vélum og
tækjum til sjávarútvegs marg-
faldast á undanförnum árum.
Árið 1981 voru flutt út 18 tonn af
vélum og tækjum ýmiss konar, en
í fyrra var útflutningurinn kom-
inn upp í tæp 700 tonn. Aukning-
in á milli áranna 1985-1986 var á
bilinu 80-90%. Þetta sýnir vel
gróskuna sem verið hefur í inn-
lendri framleiðslu á vélum og
tækjum til sjávarútvegsins. Því
má búast við að sjávarútvegssýn-
ingin í Laugardal verði mörgum
fyrirtækjum mikil hvatning til
frekari dáða á sviði útflutnings.
Umfang sjávarútvegssýningar-
innar í Reykjavík sýnir vel að
íslendingar eru viðkennt stór-
veldi í fiskveiðum og vinnslu.
Ekki hefur verið upplýst hvað
sýning á borð við þessa kostar en
(jóst er að þar er ekki verið að
velta fyrir sér smáaurum. Hvers
vegna leggja þeir, sem framleiða
og selja tæki til veiða og vinnslu,
svo mikið fé orku í sýningar?
Sýningin vekur mikla athygli
erlendis eins og sjá má á því að
alþjóðlegt blað, „Fishing News
International", gefur út sérstakt
96 síðna aukablað í tilefni hennar
og auk þess fylgir því 32 síðna
blaðauki þar sem eingöngu er
gerð grein fyrir þeim dönsku
fyrirtækjum sem kynnt eru á sýn-
ingunni.
Reikna má með því að sýning-
argestir, útgerðarmenn og stjórn-
endur fiskvinnslufyrirtækja í
ýmsum löndum, kaupi varning
fyrir hundruð miljóna, jafnvel
miljarða. Ljóst er að sýningar
sem þessar borga sig því að þegar
er farið að auglýsa þær næstu: í
Noregi og Frakklandi á næsta ári
og Danmörku 1989.
Ef til vill má svo búast við nýrri
Reykjavíkursýningu 1991 en síð-
ast var hér haldin sýning 1984.
-óp
Marel hf
Tölvustýrð
flokkunarbönd
Þola velting um borð í
fiskiskipi
Tölvuvogir, trollhlerar, bobb-
ingar, bátar, flokkunarvéiar og
færavindur. Þetta er lítið brot af
því sem 125 íslensk fyrirtæki sýna
á sjávarútvegssýningunni sem
hefst í dag í Reykjavík. Á sumum
sviðum er um endurbætur að
ræða en í öðrum tilfellum er gam-
alrcyndur varningur kynntur.
Ekki er vitað hvort íslendingar
koma fram með einhverjar bylt-
ingarkenndar nýjungar á sýning-
unni en á örtölvutímum má búast
við miklum breytingum.
Heyrst hefur að íslenska fyrir-
tækið Marel hf muni sýna tölvu-
stýrt flokkunarband sem hentar
til notkunar í veltingi úti á rúm-
sjó. Slíkt flokkunarband mun
ekki vera til á markaðnum en
eftirspurnin gæti orðið veruleg.
Um borð í frystitogara má með
slíku flokkunarbandi t.d. velja
saman flök í neytendapakkningar
af ákveð-inni þyngd.
Lækkun á yfirvigt í slíkum
pakkningum getur sparað við-
komandi útgerð stórfé.
-óp
.2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. september 1987