Þjóðviljinn - 19.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.09.1987, Blaðsíða 6
Smellandi viðtal við dönsku skáldkonuna Dorrit Willumsen ..„verkið sprettur af tilfínningahvata.. og persónurnar kynna mér örlög sín... “ Dorrit Willumsen er fíngerð og lítil og næmleikinn tindrar í and- liti hennar. Það hafa komið út eftir hana 14 bækur - ljóð - smásögur - skáld- sögur, og hún hefur skrifað leikrit fyrir sjónvarp og útvarp. Nýjasta bók hennar heitir: „Styn - hjarta.“ Dorrit er dönsk - fædd í Kaup- mannahöfn 1940. Fjölskyldan bjó þröngt á Norðurbrú - Dorrit, yngri systir hennar - móðir - amma og afi. Faðir hennar var óperusöngvari, en hann hélt á burt og ferðaðist og söng, en sinnti fjölskyldunni ekki... og bókin „Styn - hjarta“ er sjálfs- ævisaga að miklu leyti, þótt að þar sé faðirinn (píanóleikarinn) sjáifsagt frábrugðinn föður Dor- rit, þá er afinn í bókinni hinsveg- ar raunverulegur. í fyrstu bók sinni „Snaginn“ sem kom uppúr módernismanum í Danmörku, lýsir Dorrit fram- andieik konunnar í karlsins heimi, þar sem konan er nánast einn margra safngripa karlsins og stígur aldrei fæti inná helgað at- hafnasvæði hans. Sú bók sem Dorrit hefur skrif- að og vakið hefur mesta athygli og aflaði henni Gullna lárviðarl- aufsins árið 1983 - er bók hennar María. Bókin um Madame Tuss- aud. Fyrr á ferli sínum hafði Dor- rit líka fengið verðlaun dönsku Akademíunnar árið 1981. Á sviði sjónvarpsverka er þekktast leikurinn „Drottningin" frá 1972. Það fjallar um sælan draum nútímamanneskjunnar um ágæti allsnægtanna og hvern- ig peningavaldið læðir lymsku- legum áróðri inní fólk og líf þess. - Við Dorrit sitjum saman - ræðum hvað hún sé að gera nú, skrifa - um innblástur - um hvernig hugmyndir fæðast - og um ferlið að yrkja og skrifa - um það að lifa af ritstörfum... um það að vera skáldkona... skáld og kona... Dorrit: ...núna er ég að reyna... að skrifasmásögur. En á því stigi, að ég hef ekki hugmynd um, hvenær ég lýk þeim - ein smásaga liggur kannski í gerjun í fleiri mánuði - önnur verður fljótt fullsköpuð. En þessu ræður maður ekki sjálfur. Það er óút- reiknanlegt. Sem dæmi gat ég sagt að þegar ég vann við bók mína „Maður sem tilefni“ (1980) fann ég fljótlega að hann ætti að deyja og ég vissi hvernig hann skyldi deyja og hvernig sú setning myndi hljóma sem lýsti dauða hans. En - síðan - þegar hann var dáinn - þá vissi ég ekki, hvað myndi verða um konurnar í verk- inu - þær höfðu breytzt svo á ferl- inu... ...maður þekkir svona nokk- urnveginn sálarástand persóna sinna - samt veit maður ekki uppá hverju þær kunna að taka - hvað kemur fyrir þær - örlögum þeirra kynnist maður á meðan þær dvelja hjá manni - meðan maður er að vinna og skrifa verk- ið. Ég hef aldrei skrifað útfrá neinu plotti. Það sem kemur mér á stað er kannski ein setning sem ég heyri af tilviljun. Eða smáupplifun sem ég verð fyrir. Oftast sprettur þetta úr einskonar tilfinninga- hvata... ég veit ekki alltaf h vemig þetta gerist. En ég veit og man hvernig efnið í „Maður sem til- efni“ og „María“ kom til mín: - „Maður sem tilefni “ kom þann- ig... að ég var á gangi eftir aðalg- ötunni, - á leið til innkaupa og horfði á nærliggjandi hús og fór að gera mér í hugarlund hvað væri að gerast innf þeim - ímynd- unaraflið hélt af stað... En varðandi „María" gerðist það í London í safni Madame Tussauds, að setning í sýning- arskránni kom mér í gang. Þar stóð að Mardame Tussaud hefði þekkt vel - og þótt vænt um - það fólk sem hún síðan gerði vax- myndir af. Ég varð mjög undr- andi og upptekin af þessu... og fór að velta því fyrir mér, hvernig hún hefði getað gert þetta án þess að brotna niður - falla saman - ég varð að vita, hverslags kona hún hafði verið. - Og ég ky nnti mér líf hennar og þann tíma sem hún lifði. Og ég kynntist henni og fór að skilja hana. Og ég kynnti mér, hversu dauðinn var fólki á þess- um tímum og allan þann hroða og þær ógnir sem hún varð að þola og lifði samt af. Ég held hún hafi stundum verið sterkari en hún sjálf hefði viljað... Ég var þrjú ár að nálgast hana og lifa mig inní hana... síðan var ég fljót að skrifa bókina. Það tók 6 mánuði. Ég skrifa helzt meðan sonur minn - 16 ára - eina barnið mitt, er í skólanum, þá hef ég 4-5 klukkutíma. En stundum - aðal- lega í byrjun verks - og á enda- sprettinum, skrifa ég í 13-15 tíma í senn. Seinni árin hef ég getað lifað af ritstörfum mínum - ég hef nú gert það síðan ég var 27 ára - en ef ég ætlaði ein að sjá fyrir fjölskyldu, gæti ég það ekki - maðurinn minn er ljóðskáldið Jess Örnsbo... í Danmörku fá bæði yngri og eldri rithöfundar starfsstyrki - það er einskonar öryggisnet - svo getur bók selst vel - já og líka illa - slíkt veit maður aldrei. .. .Dorrit þarf að stökkva af stað - hún er að fara upp í Kvennaskóla að lesa upp fyrir nemendur þar. Og næsta dag á hún að lesa upp f Verslunarskólanum. En áður en hún fór ræddum við um það að vera skáldkona. Þær umræður koma þó ekki með í þessu spjalli. Afhverju ekki? Afþvíbara... nei af því að það þarf að skrifa um það margar blaðsíður... margar... Viðtal: Nína Björn Árnadóttir Sjúkraliðar Sjúkraliðaskóli íslands heldur endurmenntunar- námskeið í nóvember 1987 ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 84476 milli kl. 10 og 12. Skólastjóri Bílakaup ríkisins 1988 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 130 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1988. Lýsingu á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 23. október nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. simi 26844 Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar í Skjólgarði - heimili aldraðra, Höfn Hornafirði. Húsnæði til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 25 hjúkrunarsjúklinga og 23 ellivistmenn. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Amalía Þor- grímsdóttir og Ásmundur Gíslason ráðsmaður í símum 97-81221 og 97-81118. Skjólgarður - heimili aldraðra Landslög á tónleikum Á tónleikum UMN- hátíðarinnar í Langholtskirkju síðastliðið þriðjudagskvöld var aðeins eitt verk sem vakti sér- staka athygli undirritaðs. Það var tónverkið 5 Iandslög fyrir fimm hljóðfæraleikara (bassaklarínett, saxófón, horn, víólu og gítar) eftur Hauk Tómasson. Þetta verk er eins og titill þess gefur til kynna í fimm aðskildum þáttum, sem á ytra borði eru ólíkir, en eftir fyrstu hlustun fer mann að gruna að þættirnir séu tengdari en ytra borð þeirra gefur til kynna. Sú spurning flýgur óvart í gegnum hugann hvort eitthvað fleira en þáttaskipan verksins og hljóðfæraskipan þess stjórnist af tölunni fimm. 5 landslög eru skemmtilega tyrfið verk en skýrt tónmál og fjölbreytilegur vefur gerir það engu að síður aðgengilegt og skemmtilegt áheyrnar. Osjálfrátt ber maður þetta verk Hauks sam- an við ýmis tónverk bróður hans, Jónasar Tómassonar, sem hann samdi á síðastliðnum áratug. Verk Jónasar þóttu þá oft mjög tyrfin í hlustun, óaðgengileg og ekki nógu töff og glæsileg í fram- setningu og formi. En tímarnir breytast og mennirnir með, og nú í dag er það einmitt tyrfin tónlist með hrjúfri áferð sem er það sem kemur úr smiðjum ungra fram- sækinna tónskálda - og er það gott svo framarlega sem skáldin hafa eitthvað að segja með tónlist sinni. Það virðist Haukur Tómas- son hafa. Það var hópur íslenskra hljóð- færaleikara sem lék þetta verk Hauks undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Nokkursóör- yggis gætti í leik einstakra hljóð- færaleikara og eins var alls ekki nógu gott jafnvægi á milli ein- stakra hljóðfæra (gítar alltof veikur, saxófónn alltof sterkur), en engu að síður var heildarblær flutningsins sannfærandi og má það líklega þakka markvissri stjórn Guðmundar Óla. Annað íslenskt verk var á þess- um sömu tónleikum: Fimm smá- myndir fyrir trompetta eftir Eirík Örn Pálsson. Það mátti heyra margar fallegar tónhugmyndir í þessu verki, en það er undirrituð- um hulin ráðgáta hver voru tengsl þessara hugmynda hver við aðra og hvað knúði verkið áfram ef það var þá eitthvað. Ásgeir H. Steingrímsson, Sveinn Birgisson og höfundurinn sjálfur léku þetta verk af mikilli leikni og fallegri tónmyndun. Tvö dönsk tónverk heyrðust þetta sama kvöld: Jeu de la Nuit eftir Lars Graugaard og Lapidary Landscapes eftir Jesper Koch. Fyrra verkið, sem skrifað er fyrir brasshljóðfæri og flautu, var með eindæmum tíðindalítið verk og virtist tónskáldinu ekki liggja mikið á hjarta. Sömu sögu má segja um hitt danska verkið, sem Jóhanna Þórhallsdóttir söng ásamt lítilli hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla. Það eina sem situr í manni eftir flutning þessa verks er aðdáun á flytjend- unum fyrir að nenna að eyða tíma og orku í æfingar og flutning á eins óinteressant verki og þetta var. Öllu áhugaverðari voru Fimm bagatellur fyrir píanó eftir finnska tónskáldið Jyrki Linj- ama. í glæsilegum flutningi Tapio Tuomela var þetta á köflum glæsileg tónsmíð, sérstaklega þó annar kaflinn (Scherzo) sem var í senn kraftmikill og haldinn lag- rænni spennu og svo lokakaflinn (Chorale) sem byggir á sundur- bútaðri línu í bassasviðinu. Síðasta verk tónleikanna var Poemas eftir sænsk-norska tón- skáldið Peter Tornquist. Hann skrifar þetta verk fyrir tvær söng- raddir (sópran og alt) og kamm- ersveit. Flæði og framvinda þessa verks minnti á verk gömlu imrp- resssjónistanna, en án þess þó að vera nógu skýrt og hnitmiðað til þess að vekja verulegan áhuga hjá hlustandanum. Söngraddirn- ar drukknuðu í miklu litaflóði hljóðfæranna og fyrir bragðið skildist texti Harriet Löwhjelm engan veginn. Líklega má þó að einhverju leyti kenna flutning- num og heyrð hússins um þá' ein- hæfni sem einkenndi þetta verk um of. Hjálmar H. Ragnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.