Þjóðviljinn - 19.09.1987, Page 4
LEIÐARI
Skrítin tilætlunarsemi
Þaö voru eölileg viðbrögö hjá forystumönnum Al-
þýðusambandsins að hafna svokölluðu tilboði VSÍ-
manna nú í vikunni.
Tilboðið verður að skoða í tvennskonar Ijósi. Ann-
arsvegar var það sett fram til að reyna að ná frum-
kvæði í þeim kjarasamningum sem framundan eru í
samfélaginu. I samtökum launafólks eru menn enn
að hugsa þessi mál, og víða hefur gengið erfiðlega
að ná samstöðu, til dæmis í Verkamannasamband-
inu sem enn sleikir sárin frá formannafundinum um
daginn.
Þessa biðstöðu í verkalýðshreyfingunni voru skrif-
stofumennirnirá Garðastrætinu að reyna að notfæra
sér. Þeir voru að freista þess að auka á sundrungu
innan verkalýðshreyfingarinnar, og skapa sér betri
stöðu í því áróðursstríði sem nú sem fyrr fylgir
átökum stéttanna við kjarasamninga.
Hinsvegar var tilboð VSÍ-manna sett fram í því
skyni að reyna að stöðva þá hækkun sem guð og
menn sjá að hlýtur að koma í hlut launafólks næstu
mánaðamót vegna almennrar verðhækkunar langt
framúr áætlunum. Það var verið að bjóða forystu-
mönnum launamanna uppá að versla með þá hækk-
un, - en þó bauð VSÍ ekkert fyrir hana!
Þessi kauptilraun VSÍ var greinilega skipulögð í
nánu samráði við handhafa ríkisvaldsins, sem sést
best á þeim fréttum að í tillögum sínum um fjárlög
inní ríkisstjórninni gerði fjármálaráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins ekki ráð fyrir neinni launahækkun
umfram rauða strikið nú 1. október.
„Það er enginn í verkalýðshreyfingunni tilbúinn að
versla með hækkunina," sagði Björn Grétar Sveins-
son formaður Jökuls á Höfn í samtali við Þjóðviljann í
gær. „Þetta er hækkun sem við eigum.“ Og Björn
Þórhallsson varaforseti ASÍ vakti í Þjóðviljasamtali
athygli á þeim undarlegu rökum VSÍ-manna að þeir
gætu því miður ekki greitt þeim lægstlaunuðu meira
þarsem þegar væri búið að yfirborga aðra.
Það var athyglisvert að forseti Alþýðusambands-
ins, Ásmundur Stefánsson, sagði í tilefni af þessu
tilboði að í rauninni hefði verkalýðshreyfingin ein
staðið við sinn hlut í því þríhliða samkomulagi við VSÍ
Kvikmyndahátíð
Það er skammt stórra högga á milli í menningar-
efnum hér í Reykjavík þetta haustið. í vikunni stóð
hér bókmenntahátíð með blóma miklum, og ungir
tónlistarmenn norrænir frömdu sinn seið af kappi,
þótt lægrafæri. í dag hefstsíðan áttunda kvikmynda-
hátíð Listahátíðar með úrvali kvikmynda frá sautján
löndum.
Það er því miður hætt við að þegar menningar-
veislur eru haldnar af þvílíkum snarpleik komist færri
að en vilja, og þarf ekki annað en að hugsa til þess
helmings fslendinga sem ekki á daglega leið í höfu-
ðborgina. En það verður víst ekki við öllu séð.
Á kvikmyndahátíðinni í Laugarásbíói verða sýndar
og ríkið sem tíðkast hefur undanfarin ár. Atvinnurek-
endur hafa teygt sundur launastigann með miklum
yfirborgunum á hálaun í svokölluðu launaskriði með-
an láglaunamenn hafa flestir setið eftir, ríkisvaldið
hefur ekki haft neina stjórn á verðlagi og nú síðast
meira að segja gengið í berhögg við skuldbindingar
sínar með sérstökum sköttum á almenna neyslu-
vöru.
Þessi orð Ásmundar ríma við þau ummæli Þrastar
Ólafssonar framkvæmdastjóra Dagsbrúnar í nýrri
Vinnu að hann sjái engar forsendur fyrir
„þjóðarsáttar“-samningum að þessu sinni.
í Laugarasbíó
myndir sem eiga erindi við miklu fleiri en fámennan
hóp áhugamanna. Fyrirfram er til dæmis óhætt að
benda á meistaraverk Kurosawa og Fellinis, hina
rómuðu sovésku stríðsmynd „Komið og sjáið" og
þriggja mynda framlag fóstbræðra okkar frá Finn-
landi.
Það er full ástæða til að þakka aðstandendum
Listahátíðar fyrir að opna okkur þessa sýn í sjón-
heimi sem hérlendis mótast fyrst og fremst af engil-
saxneskri iðnaðarvöru. Þær þakkir bera menn best-
ar fram með þvf að leyfa sér að eiga skilið að njóta
kvikmyndalistarinnar í Laugarásbíói af fordóma-
lausum áhuga. -m
| LJÖSQPÍÐ
Mynd: E.ÓI.
þlÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
RiUtjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjórf : Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn.-GarðarGuðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Ingunn Ásdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, OlafurGíslason
Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir
Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson
Útlltatelknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Margrót Magnúsdóttir
Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guörún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýalngaatjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýaingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðala: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrala, afgreiðslo, rltatjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333.
Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrot og ætning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausaaölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áakrlftarverð á mónuöi: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. aeptember 1987