Þjóðviljinn - 19.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1987, Blaðsíða 7
ERLENPAR FRETTIR Afvopnun Leiðtogafundur í Washington Shultz og Shevardnadze tjáðufréttamönnum ígœr að bráðabirgðasamningur þeirra um eyðingu allra meðaldrœgra kjarnflaugaúrheiminumyrðistaðfesturáfundileiðtoga risaveldanna í haust Sorphaugamatur! Bandarískir sérfræðingar vinna að uppsetningu Pershing II. flaugar á vesturþýskri grundu. Von bráðar munu þeir hefjast handa á ný og rífa þær í sundur. Bráðabirgðasamningur utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um útrýmingu svonefndra meðaldrægra kjarn- flauga úr heiminum markar sögu- leg þáttaskil og hefur vakið vonir manna um að samskipti risaveld- anna muni breytast verulega til bóta á komandi mánuðum og árum. Peir félagar Shultz og Shevar- dnadze sögðu í gær að húsbændur sínir, Ronald Reagan og Míkael Gorbatsjof, myndu eiga með sér fund einhvemtíma á næstu mán- uðum og staðfesta samkomulagið með undirskrift sinni. Þetta er fyrsta sinni frá því „atómöld“ gekk í garð fyrir 40 árum að samningar takast með stórveldunum um útrýmingu á- kveðins flokks kjarnvopna. Enn- fremur er þetta fyrsti afvopnun- arsamningur þeirra um langt ára- bil. Reagan og Shultz svöruðu báð- ir spurningum fréttamanna á biaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn lék við hvern sinn fingur og sagðist vera í sjöunda himni yfir því að geta tjáð við- stöddum að aðilar væru á einu máli um öll kjarnaatriði og því ekkert því til fyrirstöðu að samn- ingar yrðu undirritaðir. Shultz tók í sama streng og sagði aðeins vera eftir að ganga frá ýmsum tækniliðum og það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma. í sovéska sendiráðinu í Was- hington efndi Shevardnadze einnig til fundar með frétta- mönnum. „Þetta voru mjög erf- iðar samningaviðræður en það flökraði ekki eitt andartak að mér að við myndum ekki semja. Bæði ég og amerískur kollegi minn eru sannfærðir um að samn- ingar verði undirritaðir fyrir árs- lok.“ Bandaríkjamenn og Sovét- menn gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu í gær og þar segir að nauðsynlegt sé að halda leiðtog- afund til að ganga formlega frá samningi. „Fundurinn verður haldinn nú í haust en utanríkis- ráðherrar samningsríkjanna munu ákveða dagsetningu á fundi sínum í Moskvu í október." Reagan og Gorbatsjof hafa tví- vegis mælt sér mót áður. Fyrri fundur þeirra fór fram í Genf en sá síðari hér í Reykjavík einsog hvert mannsbarn veit. Talið er fullvíst að þeir muni næst hittast í höfuðborg Bandaríkjanna. Þótt samningurinn marki tíma- mót í samskiptum risaveldanna er hann fremur talinn hafa póli- tískt en hernaðarlegt gildi því flaugar þær sem samið er um eyðingu á eru aðeins hluti af kjarnvopnabúri ríkjanna. Bandaríkjamenn eiga 348 með- aldræg kjarnskeyti af gerðinni Pershing II. og Cruise, en Sovét- menn hvorki fleiri né færri en 1,500 og heita þeirra tegundir SS- 20, SS-4, SS-12 og SS-23. -ks. Leikskólinn Álftaborg Safamýri 32 Vantar starfsmann til uppeldisstarfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 82488. Laus staða Staða safnvarðar í Listasafni islands er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólprófi í listasögu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. október næstkomandi. 17. september 1987 Menntamálaráðuneytið Þessi hjón voru í hópi hálfrar miljónar Mexíkana er misstu heimili sín í jarðskjálftanum mikla í hittifyrra. Enn þann dag í dag býr fjöldi þeirra í hreysum og tjöldum. Mexíkó Húsnæðislausir í hreysum Tvö ár eru liðinfrá jarðskjálftunum miklu í Mexíkó og enn hefstfjöldi manna við í kofahreysum og tjöldum Fyrir réttum tveim árum eða þann 19. september árið 1985 gengu höfuðskepnurnar ber- serksgang í Mexíkóborg. Að minnsta kosti 8 þúsund manns fórust i gífurlegum jarðskjálfta og um 100 þúsund fjölskyldur, 500 þúsund manns, misstu heimili sín. Þorri þessa fólks býr nú í bæri- legum vistarverum sem stjórn- völd og einkaaðilar hafa orðið þeim úti um en að minnsta kosti 15 þúsund fjölskyldur bíða enn aðstoðar svo þær geti stofnað heimili á ný. Af þeim hírast nú 8 þúsund, um 40 þúsund einstak- lingar, í tjöldum og kofahreysum sem þær reistu af eigin rammleik nærri rústum húsa sinna skömmu eftir hamfarirnar. Nokkurar gremju gætir meðal þessa fólks í garð ríkisstjórnar- innar. Það fullyrðir að ráðamenn láti sér hlutskipti húsnæðisleys- ingjanna í léttu rúmi liggja og það komi berlega í ljós í skipulagi uppbyggingarstarfs sem sé mjög í skötulíki. Ibúar hreysahverfanna hyggjast ganga fylktu liði í dag um götur höfuðborgarinnar og láta ekki staðar numið fyrr en á aðaltorginu þar sem efnt verður til fundar. í byrjun þessa mánaðar ávarp- aði Miguel de la Madrid forseti þjóð sína í sjónvarpi. Hann gerði örlög fórnarlamba jarðskjálft- anna að umtalsefni og fullyrti að hálf miijón manna hefði fengið ný híbýli. Húsnæðismálaráð- herra stjórnar hans sagði skömmu síðar að 80 þúsund fjöl- skyldur byggju nú í nýju húsnæði og 15 þúsund til viðbótar gætu gert sér vonir um að fá úrlausn sinna mála „innan skamms.“ En fólk tekur orðum þeirra með mikilli varúð. Leticia Roble- do er 32 ára gömul. Hún hefur síðastliðin tvö ár átt heima í kof- askrifli úr bárujárni sem er fjórir metrar á breidd og sex metrar á lengd. Auk hennar hafast þar við að staðaldri eiginmaður hennar, mágur og fjögur börn. Skúrinn er einn 22 slíkra og er hverfið nefnt „Búðir númer sjö“. í kofunum er rafmagn en ekkert rennandi vatn né salerni. Eitt slíkt er til afnota fyrir alla íbúa hverfisins, ein sturta svo mann- skapurinn geti skolað af sér skítinn og eitt eldhús er til sam- eiginlegra nota. Á þessum slóð- um eru morð og rán daglegt brauð íbúanna. Robledo er ómyrk í máli. „Ríkisstjórnin hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að létta okkur lífsbaráttuna," segir hún en bætir því við að aðstoð hafi borist frá Rauða krossinum í Sviss auk hjálparstofnunarinnar CUD. Framkvæmdastjóri CUD, Cu- auhtemoc Abarca, fullyrti nýlega í viðtali að yfir 40 þúsund manns hefðu farist í jarðskjálftunum í hittifyrra. Hann sagðist hafa þessar upplýsingar frá íbúasam- tökum vítt og breitt um höfuð- borgina. Yfirlýsingar stjórnvalda um tölu látinna hafa löngum verið dregnar í efa. í fyrstu kváðu ráða- menn 3 eða 4 þúsund manns hafa beðið bana. Skömmu síðar sagði þáverandi sendiherra Banda- ríkjastjórnar í Mexíkó, John nokkur Gavin, að minnsta kosti 10 þúsund hafa dáið og að vel gæti verið að fórnarlömb væru helmingi fleiri. Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum kváðu síð- an upp úr með það að 8 þúsund lík hefðu fundist og síðan hefur ríkisstjórnin staðhæft að sú væri tala fallinna. -ks. '*IS'** Forval Útboð Fjármálaráðuneytið f.h. Fasteigna ríkissjóðs hyggst reisa viðbyggingu við norðurenda húss- ins Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Viðbyggingin verður tvær hæðir, hvor um 260 fm. Áætlaður verktími við jarðvinnu og uppsteypu er 15. október 1987 til 6. mars 1988. Verktakar, sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðnir að sækja forvalsgögn (umsóknareyðu- blað) til Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík og skila þangað útfylltu, sama dag, mánudaginn 21. sept. 1987. Útboðsgögn verða afhent næst 6 verktökum (lok- að útboð) hinn 25. september 1987. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7. POSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVIK. Á Tilraunastöð háskólans í meinafræði er laus staða skrifstofustjóra, sem sér um dag- legan rekstur, bókhald og fjármál. Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar forstöðumanni fyrir 15. október 1987. Laugardagur 19. aeptembar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.