Þjóðviljinn - 25.09.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 25.09.1987, Page 15
ÍÞRÓTHR Júdó Bjami keppir á nýjan leik Bjarni Friðriksson, mesti af- reksmaður íslands i júdó fyrr og síðar, keppir á morgun í fyrsta skipti frá því hann meiddist illa í keppni í aprfl sl. Hann tekur þátt í opna sænska meistaramótinu sem fram fer í Lundi en þar keppa einnig Halldór Hafsteinsson og hinn efnilegi 17 ára piltur Eiríkur Ingi Kristinsson. Bjarni sleit liðbönd í hné í apríl og var í gipsi í nokkrar vikur. Hann er nú að byggja upp kraft á nýjan leik og mótið í Lundi er nokkur prófsteinn á hve vel á veg hann er kominn. Ef allt gengur að óskum má reikna með honum í fullu fjöri á heimsmeistaramót- inu sem fram fer í nóvember. -VS Ólympíukeppnin Siriar skelttu Spánverjum Svíar, Tékkar og Vestur- Þjóðverjar styrktu stöðu sína í undanriðlum knattspyrnukeppni ólympíuleikanna með sigrum á þriðjudag og miðvikudag. Svíar sigruðu Spánverja 2-0 í Skellefta með mörkum frá Jonasi Thern og Jan Hellström. Staðan í C-riðli er þessi: Svíþjóð...........7 5 1 1 11-5 11 Ungverjaland......5 4 0 1 8-4 8 Sviss Spánn.................4 0 2 2 4-7 2 Irland................5 0 2 3 4-7 2 Frakkland.............3 0 1 2 3-7 1 Tékkar unnu Finna 2-0 á heimavelli í Dunajska Streda. Moravcik og Drulak skoruðu mörkin. Staðan í E-riðli: Júgóslavía...............3 3 0 0 8-1 6 Tókkoslóvakía............4 3 0 1 6-2 6 Austurríki...............5 2 0 3 7-7 4 Belgía...................3 1 0 2 4-5 2 Finniand.................5 1 0 4 2-12 2 Loks vann Luzem Luzern, lið Sigurðar Grétarssonar, vann sinn fyrsta leik í svissnesku 1. deildinni á þessu keppnistímabili í fyrrakvöld. Það var 1-0 á heimavelli gegn Ziirich en liðin voru jöfn í 9.-10. sæti af 12 liðum fyrir leikinn. Luzern hefur nú 8 stig að loknum 11 umferð- um og er í 9. sæti dcildarinnar. -VS/Reuter Vestur-Þjóðverjar sigruðu Grikki 3-0 í Offenbach. Frank Mill skoraði 2 markanna og Wol- fram Wuttke eitt. Staðan í A- riðli: Danmörk............3 3 0 0 15-1 6 Rúmenía............4 1 1 2 2-10 3 V.Þýskaland........2 10 1 3-1 2 Pólland............1 0 10 0-0 1 Grikkland..........2 0 0 2 0-8 0 Sigurliðið úr hverjum riðli kemst á sjálfa Ólympíuleikana í Seoul næsta haust. -VS/Reuter Anne Johanson sýnir ungum ÍK-ingum réttu handtökin. Sænskur tennisþjálfari Sænskur tennisþjálfari, Anne Johanson, sem hefur leikið I landsliði Svíþjóðar, kom við hér á landi fyrir skömmu og hélt námskeið fyrir þjálfara ÍK og nokkra yngri leikmenn. Þar kynnti hún m.a. „mini-tennis" fyrir börn og byrjendur sem hefur náð mikilli útbreiðslu víða erlendis. Anne Johanson stundar íþróttanám í Bandaríkjunum og þjálfar þar tennisfólk. Hún fékk styrk frá Flugleiðum til að geta komið við hér á leið sinni vestur yfir haf. Fyrirhugað er að hún komi aftur hingað næsta sumar á vegum ÍK og haldi þá námskeið, m.a. fyrir íþróttakennara. / Noregur-Island Ragnarök á Ullevaal! Verra en það versta Erum allavega betri í skíðastökki! Lífvörðurinn betri en landsliðið Frá Baldri Pálssyni fréttamanni Þjóðviljans I Noregi: „Ragnarök á UIlevaal!“ var fyrirsögnin hjá Verdens Gang, stærsta blaði Noregs, þegar það fjallaði í gær um landsleik Noregs og Islands í knattspyrnu sem háð- ur var á miðvikudagskvöldið. íþróttafréttamennirnir á Dag- bladet tóku líka djúpt í árinni og notuðu fyrirsögnina „Verra en það versta!“ Þetta sýnir vel hversu mikið áfall það var fyrir Norðmenn að tapa leiknum gegn íslendingum á Ullevaal-leikvanginum í Osló í fyrrakvöld. Stolt þeirra var sært svo um munaði, þeir töldu sig aldrei hafa haft betra landsliði á að skipa en einmitt nú og kölluðu Noregur Biyne tapaði Frá Baldri Pálssyni fréttamanni Þjóð- viljans í Noregi: Bryne tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu norsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrrakvöld - beið þá lægri hlut gegn Tromsö, 0-1. Þegar leiknar hafa verið 19 umferðir af 22 eru Gunnar Gíslason og félagar í Moss efstir sem fyrr með 38 stig, Molde hef- ur sömuleiðis 38 en Bryne er í þriðja sæti með 34, og hefði náð 37 stigum með sigri á Tromsö. Atii E&valdsson hélt íslenska lið- inu saman, segir norska Dagbladet. heim tíu atvinnumenn til leiksins, marga hverja hátt skrifaða í evr- ópsku knattspyrnunni. Verdens Gang skrifaði meðal annars: „Lífvörður konungsins sýndi fyrir leikinn og í hálfleik að hann spilar þjóðsönginn betur en norska landsliðið leikur knatt- spyrnu....Það ætti að stofna sér- stakan riðil þar sem Norðmenn, Grænlendingar, Færeyingar og Luxemburgarar leika eingöngu og aðrir fá ekki aðgang!....Það er einn Ijós punktur, bráðum kemur snjórinn og Norðmenn eru alla- vega betri en Islendingar í skíða- stökki!“ Þá segir blaðið að það verði að viðurkennast að heimavöllur og heimadómari hafi ekki nýst gegn íslensku liði sem vantaði fimm af sínum lykilmönnum. Norðmenn séu greinilega ekki betri en þetta. Ekki megi eingöngu skella skuld- inni á sænska þjálfarann Tord Grip, leikmenn norska liðsins beri líka mikla ábyrgð á hvernig fór. Nú sjáist engin ljósglæta í ná- inni framtíð, eftir séu útileikir gegn Frökkum og Austur- Þjóðverjum og ekki sé hægt að gera sér vonir um góða útkomu þar. Verdens Gang gefur norsku leikmönnunum einkunnir á bil- inu 1-10 og þeir hæstu fá 5 sem þýðir að þeir hafi rétt verið í meðallagi, og sumir fá 2 sem er afspyrnuslakt. Dagbladet segir að íslenska lið- ið hafi leikið mjög skynsamlega, kalt og rólega. Það hafi haft öll tök á leiknum og spilað í sam- ræmi við það. Liðið hafi verið jafnt og gott en Atli Eðvaldsson þó nefndur sem sá lykilmaður sem hélt því saman. Sem sagt, heildartónninn er sá að ekki sé hægt að komast neðar í alþjóðlegri knattsmyrnu en að tapa tvívegis fyrir Islandi. Það er gaman að vera fslendingur í Nor- egi þessa dagana, skólafélagarnir læðast með veggjum til að forðast að ræða leikinn og það er greini- legt að norska þjóðin verður lengi að jafna sig eftir þetta áfall. Frjálsar Kastnám- skeið ÍR Neskaupstaður Nýr grasvöllur Fyrir skömmu tóku knatt- spyrnumenn í Neskaupstað í notkun nýjan grasvöll en fram til þessa hefur einungis malarvöllur verið í Neskaupstað og er nýi völlurinn því knattspyrnu- mönnum staðarins afar kærkom- inn. Nýi völlurinn er í eigu bæjar- ins en félagar í íþróttafélaginu Þrótti tyrfðu völlinn í sjálfboða- vinnu sl. sumar. dór Þorbergsson og Þórður Þórð- arson tóku upphafsspyrnuna. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og stóðu heimamenn lengi vel í 1. deildarliðinu, en undir lokin skorti úthald og KR-ingar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. Að loknum leiknum þáðu gestirnir svo veitingar í boði bæjarstjórnar. -hb Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir kastnámskeiði sem hefst á morgun, laugardaginn 26. sept- ember, á kastvellinum í Laugar- dal kl. 15. Námskciðið stendur í fjórar vikur og æft verður tvisvar til þrisvar i viku en þátttökugjalds er ekki krafist. Erlendur Valdi- marsson, Islandsmethafi í sleggjukasti og fyrrum methafí í kringlukasti, stjórnar náms- keiðinu. Nánari upplýsingar fást hjá formanni deildarinnar, Sig- urði Erlingssyni, í sima 671890 eða Jóhanni Björgvinssyni í síma 71023. Vígsluleikurinn var föstudag- inn 28. ágúst sl. og áttust þá við 3. deildar lið Þróttar og 1. deildar lið KR. Fyrir leikinn fluttu ávörp þeir Guðmundur Ingvason, for- maður knattspyrnudeildar Þrótt- ar, Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri og Ellert B. Schram for- maður KSÍ en við þetta tækifæri afhenti hann Þórði Þórðarsyni, skrifstofustjóra og bæjarfulltrúa í Neskaupstað gullmerki KSÍ. Þórður hefur um langan tíma ver- ið í forystu fyrir knattspyrnu- íþróttina í bænum og á 40 ára af- mæli KSÍ fyrir skömmu sam- þykkti stjórn sambandsins að veita honum gullmerki KSÍ. Að lokinni afhendingunni hófst leikurinn með því að Hall- ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 1X2...1X2...1X2... 1X2... 1X2... 5. vika > *- C\| ^ «0 —' j-- Ö)*0 m o £ > E coO >,:o ■§' n.SQh-QírcQCOCO 1. Arsenal-West Ham 2. Derby County-Oxford 3. Everton-Coventry 4. Manch.Utd-Tottenham 5. Newcastle-Southampton 111111112 1 2 1 x 1 1 x 1 x 111111111 2 1 1 1 x 2 1 1 x . 21 1 ? ? 1 P 1 Y 6. Norwich-Nottm.Forest.. 7. Portsmouth-Wimbledon.. x 2 1 x 2 2 2 1 2 8. Q.P.R.-LutonTown 9. Sheffield Wed.-Charlton 10. Watford-Chelsea 11. Crystal Palace-lpswich 12. Leeds-Manchester City 1 1 1 1 1 X x 1 1 111x11111 Hæsti getraunavinningurinn til þessa kom í 4. viku. Árbæingur var einn með 12 rétta og fékk rúma miljón, eða 1,222.745 krónur, á gulan 16 raða seðil Með 11 rétta voru 37 raðir og hlaut hver um sig 5,520 krónur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.