Þjóðviljinn - 04.10.1987, Blaðsíða 7
Myndir: Sigurður Mar o.fl.
Fjöldl barna 1 daRvlst h.1á Reykjavíkurborg árlð 1973 - 1986-
Aðjafnaði 1700
börn á biðlistum í
Reykjavík. Fóstru-
skortur eykst stöðugt.
Þjóðfélagsþróun
gerirskiptinguífor-
gangshópa úrelta. Á
að fœra menntun
fóstra á háskólastig?
Dagvistargjöld þri-
svar sinnum dýrari á
Ósisem rekiðeraf
foreldrafélagi.
Dagvistarskattá
atvinnurekendur?
Texti: Hrafn Jökulsson
Þarf að stokka
kerfið upp?
Að jafnaði eru um 1700 börn á
biðlistum fyrir pláss á leik-
skólum og dagheimilum
Reykjavíkurborgar. Meðal-
biðtími er frá fjórum og upp í
rúma sextán mánuði, eftir því
til hvaða hópsforeldrarnirtelj-
ast: Námsmenn, einstæðir
foreldrarog stafsfólkdagvist-
arheimila hafa forgang að
plássum dagheimila. Af 8.400
börnum á aldrinum 0-5 ára
vistast um það bil 43% þeirra
á dagvistarstofnunum.
Launakjör fóstra hafa verið
mjög til umræðu síðustu mánuði,
enda er gífurlegur skortur á fag-
lærðu fólki til starfa. Þrátt fyrir
mikla baráttu náðu fóstrur litlum
árangri í kjaradeilum sínum og
svo virðist sem margar þeirra hafi
hreinlega gefist upp og hætt. En
launakjörin eru í augum fóstra
aðeins hluti af vandamáhnu. Þær
telja að starf þeirra sé almennt
lítils metið og njóti ekki við-
eigandi viðurkenningar. Fóstrur
bera sig gjaman saman við kenn-
ara og telja sig hafa jafnmiklu
hlutverki að gegna við uppeldi
bama. Þá verða þær raddir æ há-
værari í þeirra hópi sem vilja að
fóstrumenntun verði færð upp á
háskólastig eins og hjá t.d. kenn-
umm og hjúkrunarfræðingum.
Ljóst er að fóstrur em langþreytt-
ar á því sem þeim finnst vera lítil-
svirðing við starf þeirra og launa-
hækkanir einar sér myndu duga
skammt.
Meirihluti allra
barna í dagvistun
Á Norðurlöndunum er fóstm-
menntun sambærileg við BA-próf
frá háskólum og í Bretlandi og
Bandaríkjunum er litið á fóstrur
sem forskólakennara.
Fósturskólinn hér á landi þykir
gegna hlutverki sínu vel miðað
við aðstæður en öll teikn benda til
þess að fóstrumenntun þurfi að
taka til gagngerrar endurskoðun-
ar. Öllum ber saman um að við
endurmat á fóstmstarfinu þurfi
öflugt fmmkvæði af þeirra hálfu,
en nokkuð hefur þótt á skorta að
fóstrur reyndu að byggja upp
virðingu fyrir starfinu og umræðu
um eðh þess.
Eftirspumin eftir dagvistar-
rými mun án nokkurs efa stór-
aukast á næstu ámm enda fer það
að heyra til undantekninga að
konur vinni ekki að einhverju
leyti úti. Það fyrirkomulag sem
tíðkast hefur með forgangshópa
er því í raun úrelt og er aðeins
réttlætanlegt vegna þess að þörf
einstæðra foreldra og náms-
manna fyrir dagvistarrými er
mest.
Skipting bama á dagheimilum
Reykjavíkurborgar er sem hér
segir:
Börn einstæðra foreldra: 65%
Börn háskólanema: 15%
Börn annarra námsmanna: 7%
Börn giftra foreldra: 13%
Hvað síðasta Uðinn varðar er
að mestu leyti um böm starfs-
manna að ræða, enda tilheyra
þeir forgangshópunum.
Af Reykjavíkurborg era nú
rekin 28 dagheimili með 1.1156
plássum og 29 leikskólar með
2.477 plássum. Að auki hafa um
það bil 400 dagmæður leyfi til að
hafa börn, og er þannig borð-
Uggjandi að mikill meirihluti
bama á forskólaaldri er í ein-
hverri dagvistun. í kjölfar þeirrar
þenslu sem verið hefur í þjóðfé-
laginu mun dagmæðmm hafa
fækkað talsvert, enda er nú meira
framboð á vinnu en í annan tíma.
Að sögn Jóhönnu Kristjónsdótt-
ur, formanns Félags einstæðra
foreldra, hefur skortur á dag-
mæðrum þegar bitnað iliilega á
einstæðum foreldrum.
Helmingshœkkun
á gjöldum?
Kostnaður borgarsjóðs á síð-
asta ári vegna Dagvista barna
nam rúmlega 253 milljónum
króna og 60 milljónir að auki fóm
í kostnað vegna gæsluleikvalla,
niðurgreiðslur á dagmæðragjöld-
um og í rekstrarstyrki til annarra.
Framlag borgarsjóðs nam 71,6%
af heildarkostnaði en dvalargjöld
stóðu undir 28,4%. Samkvæmt
lögum um byggingu og rekstur
dagvistarheimila fyrir böm á
framlag sveitarfélags að standa
undir 60% af kostnaði, dvalar-
gjöld 40%. Til að lögunum yrði
fiillnægt þyrftu dvalargjöld að
hækka um helming.
Pláss á dagheimili - þ.e.a.s.
heilsdagsvistun - kostar nú 4.160
krónur fyrir hina svokölluðu
forgangshópa en 6.330 fyrir aðra.
Fjögurra tíma vistun á leikskóla
kostar 2.660 og fimm tíma 3.325
krónur. Tvöföldun á gjaldinu
yrði þungur baggi fyrir bæði ein-
stæða foreldra og námsfólk og
næsta óvíst að það næði fram að
ganga þrátt fyrir að ákveðnir
valdamenn séu þess fýsandi. í
þessu sambandi er fróðlegt að
bera saman gjöldin á Ósi sem rek-
ið er af foreldrafélagi. (Sjá næstu
opnu). Þar kostar nú heilsdags-
vistun 13.000 krónur - eða þri-
svar sinnum meira en hjá borg-
inni. Ósi er ekki skylt að sinna
forgangshópunum enda munu
giftir foreidrar vera í meirihluta
þar. Þrátt fyrir að gjöldin á Ósi
séu margfalt hærri en annarsstað-
ar nýtur heimilið styrks úr borg-
arsjóði.
Lögin um dagvistarheimili,
sem áður er vitnað til, gera ráð
fyrir að sveitarfélög og áhugafé-
lög, svo og húsfélög fjölbýlis-
húsa, starfsmannafélög og aðrir
þeir aðilar sem reka vilja dagvist-
arheimili fái framlög úr ríkis-
sjóði.
Ekki hefur mikið reynt á þessa
klásúlu. Gerðar hafa verið til-
raunir af húsfélögum til að reka
dagvistarheimili, en það gekk illa
og Dagvistun Reykjavíkur tók
heimilin yfir.
Það er ekki langt síðan Davíð
Oddsson borgarstjóri viðraði
hugmyndir um að dagvistarstofn-
anir borgarinnar yrðu meira og
minna settar í hendur einkaaðila.
Þessar hugmyndir mættu harðri
andstöðu enda mun það viðtekin
skoðun, hvar í flokki sem menn
standa, að ríki og sveitarfélög
geti ekki vikist undan þeirri
skyldu að sjá fyrir dagvistarpláss-
um frekar en til dæmis að tryggja
öllum aðgang að menntakerfinu.
Skatt á
atvinnurekendur?
Samkvæmt heimildum Sunnu-
dagsblaðsins er allsstaðar á
landinu mun meiri eftirspum
eftir dagvistarrými en framboð
og eins gætir þess í ríkjandi mæli
hve erfitt er að fá fólk til starfa.
Mörgum virðist gjarnt að líta á
það sem náttúrulögmál eða sjálf-
sagðan hlut að biðlistar telji þús-
undir; aðeins afmarkaðir hópar
fái aðgang og skortur sé á starfs-
fólki. Með breyttri þjóðfélags-
þróun verður það hinsvegar ein
aðalkrafa fólks að fyrir hendi séu
góð dagvistarheimili fyrir þá sem
þess þurfa. Það er þannig beint
hagsmunamál atvinnurekenda
ekki síður en launþega, sem kem-
ur best í ljós nú þegar þúsundii
fólks vantar til starfa.
í Finnlandi er lagður sérstakur
skattur á atvinnurekendur sem
notaður er til að standa straum af
uppbyggingu dagvistarheimila.
Atvinnurekendur þar bera sig
ekki upp undan þessum skatti
enda líta þeir svo á að um sam-
eiginlega hagsmuni sé að ræða.
Það er því umræðu vert hvort
ekki beri að taka upp samskonar
skattlagningu hérlendis. Jafn-
framt er bent á að stómm at-
vinnurekendum sé í lófa lagið að
reka dagvistarheimili fyrir starfs-
fólk sitt, eins og víða tíðkast er-
lendis. Enn sem komið er hafa
sjúkrastofnanir hérlendis verið
einu fyrirtækin með slíka þjón-
ustu, og vel að merlria aðeins
fyrir hluta starfsfólks. ónnur fyr-
irtæki hafa athugað málin en ekk-
ert komið út úr því enn þá.
Einkarekstur hérlendis virðist
ekki eiga upp á pallborðið og
verður aldrei lausn nema fyrir
lítinn hluta fólks. Það dæmist því
á ríki og sveitarfélög að vista böm
á forskólaaldri hér eftir sem hing-
að til. Spumingin er: Hvort og
hvemig á að bregðast við þörfinni
og þeirri augljósu þróun í þjóðfé-
laginu sem kallar á stóraukið dag-
vistarrými. Jafnframt þessu verð-
ur að taka launa- og menntunar-
mál fóstra til gagngerrar endur-
skoðunar svo takast megi að
manna dagvistarheimilin með
fólki sem hefur þá þekkingu og
menntun sem til þarf.
-hi-
Sunnudagur 4. október 1987 ÞJ6ÐVILJINN - SÍÐA 7
DAGVISTUNARMÁL