Þjóðviljinn - 04.10.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.10.1987, Blaðsíða 12
Guðrún Jónsdóttir, félagsróðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennaframboðsins í helgarviðtali Margréti Thatcher bætist nýr þegn um þessar mundir. Guð- rún Jónsdóttir ætlar að heiðra hana með nærveru sinni í heilt ár. - Og hvað ætlarðu að gera þarna úti á Englandi? sþyr ég. - Læra, ansar Guðrún. Og kannski skrifa ég eitthvað líka. - Þaðvarog. Hvarerþessi skóli? Kannski í Cambridge eða Oxford? - Onei, ég verð í smáborg sem heitir Coventry. Það er eiginlegaúti ísveit. - Coventry? Þeir hafa ansi gottfótboltalið þar, segi ég. Ætlarðuávöllinn? - Nei, segir Guðrún. En ég ætla að gera ýmislegt annað. Guðrún er ekki byrjuð að pakka þegar ég kem í heimsókn daginn áður en hún fer. Þarftu ekki að fara að pakka? spyr ég áhyggjufullur. Úff, mér leiðist það, segir hún. Útrætt mál. - Jœja þá. Segðu mér í staðinn frá uppruna þínum. „Það er auðgert. Ég er skaftfellsk í báðar ættir svo langt aftur sem elstu menn muna. Ég er fædd og uppalin austur í Vík í Mýrdal, en fjölskyldan flutti suður í kjölfar strfðsgróðans um miðjan fimmta áratuginn. En ég ólst semsagt upp í kreppunni og ber þess nokkur merki held ég...“ - Og hver eru kreppumerkin? „Ég á til dæmis mjög erfitt með að henda hlutum, mér finnst það nánast syndsamlegt. Svo get ég ekki hugsað mér að skulda neinum neitt... Vík var og er lítið þorp og atvinnumöguleikar af skornum skammti. Þaðan er til dæmis ekkert útræði. Faðir minn vann við það sem til féll hverju sinni. Ætli hann myndi ekki kall- ast farandverkamaður nútildags. Launin hans voru alltaf lögð inná reikning í búðinni á móti því sem út var tekið til heimilisins. Ég sá ekki peningaseðil fyrren við flutt- um til Reykjavíkur. Þarna fyrir austan stjórnaði verslunin alveg heimilinu.“ Guðrún hugsar sig um. „Ég held að þetta líf hafi ver- ið dæmigert fyrir alþýðu þessa tíma. Á sumrin vorum við krakk- arnir svo alltaf sendir í sveit til að létta undir með heimilinu. Þar var vélamenningin ekki háþróuð: hestasláttuvélar og allt rakað með hrífum...“ Yfirleitt komnar á fast... - Og hvernig var menntakerfið á veg komið þarna fyrir austan? „Eg lauk fullnaðarprófi úr barnaskólanum þar. Þegar við komum til Reykjavíkur fór ég í Kvennaskólann. Mig langaði mikið til að læra og eftir stríðið opnuðust dyr fyrir börn alþýðu- fólksins, dyr sem áður voru lukt- ar. Kvennaskólinn var mjög strangur og nánast eins og nunnu- skóli. Strákar voru til dæmis eitthvað sem maður þekkti ekki og forðaðist eins og heitan eldinn. En svo fór ég í MR og útskrifaðist þaðan árið 1953...“ - Bíddu nú við. Var ekki fjör í menntaskólanum? „Ég var nú aldrei í fjörinu í MR,“ segir Guðrún, „flestir af krökkunum sem héldu uppi fé- lagslífinu voru börn embættis- manna, sem mörg hver þekktust fyrir, ekki síst úr undirbúnings- deild Einars gamla Magg. Við hin komum svo sitt úr hverri áttinni og létum fæst að okkur kveða. En þessir krakkar sem voru mest áberandi voru greindir og dug- legir og með mikið sjálfsálit.. - En þú sjálf? „Ég var nú afskaplega feimin og hlédræg og sjálfstraustið ekki upp á marga fiska í þá daga,“ segir Guðrún og brosir. - Og hvað tók svo við eftir stúd- entinn? „Síðasta veturinn hlýddi ég á fyrirlestra Matthíasar Jónassonar um sálarfræði og þeir hrifu mig svo, að minn stóri draumur var að verða sálfræðingur. Ég komst hinsvegar fljótlega að raun um að það nám var alltof tímafrekt og kostnaðarsamt, þannig að ég valdi félagsráðgjafanámið. Ann- ars heyrði það nú frekar til und- antekninga að stúlkur héldu áfram námi. Yfirleitt voru þær komnar á fast, eins og það heitir, og orðnar uppteknar við heimilis- hald og barnauppeldi. Við vorum bara tvær, ef ég man rétt, sem héldum áfram eftir menntaskóla. En ég fór til Svíþjóðar og var þar við nám í þrú og hálft ár.“ Að fara eða fara ekki - Feimin og hlédrœg og stjálfs- traustið svona og svona, sagðirðu. Var þetta þá ekki mikið átak? „Jú, vissulega,“ segir Guðrún sannfærandi. „Ég eignaðist barn 3. ágúst og var síðan farin út þremur vikum síðar. Það þætti sennilega ekki góð latína í upeld- isfræðum nútímans, en ég skildi barnið eftir hjá foreldrum mín- um. í mínum huga var þetta eng- in spurning: Ég varð að fara. Ég vissi að ef ég færi ekki þá - þá færi ég alls ekki. Misserið á undan var ég kokkur á sfldardalli og átti þessvegna dálítið af peningum. Ég gat valið milli þess að nota þá í námið eða eyða þeim í vitleysu." Það verður þögn í dálitla stund. „Ég fékk mikla hvatningu frá fólkinu mínu að fara - og ég skellti mér út...“ - En varstu þá ekki komin á fast eins og hinar? „Nei, ég eignaðist barnið nú eiginlega í lausaleik, eins og það heitir víst,“ segir .Guðrún. Ekki orð meir um það. - Svo komstu semsagt heim. Hvaða störf buðust fél- agsráðgjöfum þá? „Ég var víst sú fyrsta sem kom heim með þessa menntun. Und- arlegt nokk fékk ég samt vinnu hjá borginni eins og skot. Ég held að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir áttu að gera við mig og ég vissi það enn síður. En svo fór ég fljótlega að vinna hjá barn- averndarnefnd við eftirlit í bragg- ahverfum - þessum hverfum sem menn eru nú að mæra í skáld- skap.“ Ódaunn, rottur, ofbeldi - Og hvurslags eftirlit var það? „Þetta var eftirlit með fólki sem vanrækti börnin sín. Ég átti að koma heimilisfólki að óvörum og athuga hvort allt væri í lagi. Þetta var gífurlega erfitt starf og tók mikið á mig... Annarsvegar var einsýnt að illa var að börnun- um búið en ég var hinsvegar aldrei sátt við þá lausn að taka börnin af fólkinu. Það var sffellt verið að hóta foreldrunum: Ef þau ekki hættu að drekka-ef þau ekki hættu að gera hitt og annað, þá... Og stundum urðum við að standa við hótanirnar. Þetta var meira og minna eins og lögreglu- hlutverk.“ Guðrún hugsar sig lengi um. „Það er nú ekki margt sem ég fyrirverð mig fyrir en þetta er eitt af því. Ég gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum unnið við svona lagað aftur. Þetta var alveg hryllilegt. Og lífið sem fólkið í braggahverfunum lifði var ótrúlegt. Eina raunsanna lýs- ingin á því sem ég hef lesið er í bókinni Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon. Það var ekkert fallegt, skemmtilegt eða mannbætandi við þetta líf: Ódauninn lagði uppúr gólfunum, það var stöðugur rottugangur og frumskógariögmálið gilti. Of- beldi og aftur ofbeldi... Nú er ég orðin svo döpur af að rifja þetta upp að ég fer næstum því að gráta.“ Hún kveikir sér í sígarettu. „Ég hætti strax og ég fékk aðra vinnu. Um 1960 fór ég að vinna hjá sál- fræðideild skóla sem þá var sett á laggirnar. Ég vann með börn sem áttu í erfiðleikum og á þessum tíma byrjuðum við að byggja upp sérkennsluna. Þetta var ákaflega gefandi starf og ég vann við það f ein tíu ár. Þaðan lá leiðin svo í greiningarstöð ríkisins í Kjarvals- húsi sem þá var nýstofnað. Mitt starf var í því fólgið að vinna með foreldrum og börnum. Það var ákaflega skemmtilegt og lær- Og fyrr en varðl fórum við að hugsa eins og hinir: Getum við sagt þetta án þess að missa atkvæði... dómsríkt. Svo dreif ég mig til Englands árið 1973 og var í eitt ár. Eftir að heim kom fór ég að kenna við Fósturskólann og Æf- ingadeild Kennaraháskólans. 1978 hóf ég síðan stundakennslu við Háskólann og var skipuð kennslustjóri ’81... Á ég að rekja lífshlaupið áfram?“ - Já, takk fyrir. „Jæja. Árið 1981 var kvenna- framboðið að fara af stað og ég velti þeim málum mikið fyrir mér. Ég hafði nú satt að segja ekki starfað mikið innan rauð- sokkahreyfingarinnar en fylgdist alltaf með úr fjarska. En ég dreif mig á opinn fund sem haldinn var á Borginni um hugsanlegt kvennaframboð og leist mjög misjafnlega á málflutninginn. Eftir það fór ég samt niður á Hót- el Vík þar sem aðalstöðvarnar voru - og svona leiddi eitt af öðru. Ég hreifst með og þessi vet- ur og kosningabaráttan í kjölfar- ið er tími sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af. Það er svo erfitt að lýsa þessu með orðum. - Þetta var nánast eins og að endurfæðast," segir Guðrún og er mikið niðri fyrir. „Okkur gefst ekki oft kostur á að taka þátt í svona löguðu. í þessari bar- áttu hugsuðum við eiginlega aldrei um hver árangurinn yrði - mér persónulega var hjartanlega sama um hvað við fengjum af at- kvæðum. Síðan fengum við tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn - og ég varð satt að segja hálfskelkuð! Og síðan komu spurningarnar: Hvað getur maður unnið í svona kerfi - næst einhver árangur? Það er svo auðvelt að kæfa fólk í formsatriðum. Við vörðum gífur- lega miklum tíma í að setja okkur inn í málin og reyndum að vinna eins vel og við gátum. En við fengum engu áorkað. Alls engu. Eftir því sem leið á kjörtímabilið varð ég æ sannfærðari um að þessi leið hentaði ekki í kvenna- baráttunni. Það er ekkert auðveldara en að ganga inn kerfi eins og björg. Týnast. Borgar- stjórn er ekkert annað en leikhús og það er svo mikil hætta á að menn gleymi því af hverju þeir eru þarna - gleymi hugsjónunum - og fari bara að leika með. Kvennahreyfingin á að vera róttækasta aflið og við tefldum djarft með því að aðlaga okkur kerfinu. Og fyrr en varði fórum við að hugsa eins og hinir: Getum við sagt þetta án þess að missa atkvæði? Og ef við segj um þetta - vinnum við þá atkvæði? En ég komst semsagt að þeirri niður- stöðu að við ættum að hætta eftir eitt kjörtímabil. Valdaflokkarnir gætu þá alltaf átt kvennaframboð yfir höfði sér seinna - ef við svo kysum. Að mínu mati átti þetta að vera einangruð aðgerð í bar- áttunni - það er svo margt annað sem við verðum að gera upp. Og við verðum að byrja á okkur sjálfum...“ Fjölskyldan er kúgunartœki! - Byrja á ykkur sjálfum já. Hvað felst í því? „Við þurfum að byrja á að gera hreint heima,“ segir Guðrún sposk, „jafnréttisbaráttan er ekki bara fólgin í því að fá jafnmargar konur í nefndir og stjórnir. Við þurfum líka að ræða hverju við viljum breyta í einkalífinu, en ekki vera svona uppteknar af ytra forminu. Ef við hefðum verið búnar að ræða þetta þá hefðum við þorað að vera róttækari en Kvennalistinn virðist ætla að verða. Það er til dæmis mjög sérkennilegt að Kvennalistinn skuli setja fjölskyldumál á oddinn og krefjast þess að undir- stöður fjölskyldunnar verði styrktar: Það er einmitt þetta form sem er eitt helsta kúgunar- tækið gagnvart konum. Þessi mál þurfum við að stokka upp. Kvennabaráttan á að vera háð allsstaðar - við eigum að láta hundraðþúsund blóm spretta!" - Hvaða breytingar á einkalífi ertu að tala um? „Eins og nú háttar til er það aðalmálið hjá ótrúlega mörgum konum að ná sér í kall og tryggja örugga afkomu. Komast í örugga höfn. Og það eru ótrúlega marg- ar konur sem eru ófrjálsar í hjónabandinu og geta ekki losað sig af efnahagslegum ástæðum. Konur eru ofurseldar þessu fjöl- skylduformi. Skilnaður hefur svo gífurlegt rask í för með sér að sumar konur treysta sér ekki til að ganga í gegnum hann, - eða koma sér strax í sömu aðstöðuna aftur... Ég vil útópíu - nýtt sam- býlisform. Og ef við hugsum ekki iangt fram í tímann missum við sjónar á markmiðum okkar. Gleymum fyrir hverja við erum að berjast. Við þurfum að breyta þessu þjóðfélagi sem lítur á börn og gamalmenni sem úrhrök, en hugsar bara um þarfir vinnu- aflsins. Og ef þróunin heldur svona áfram á aðgreiningin eftir að vaxa til mikilla muna.“ - Og nú er við hcefi að spyrja um þitt einkalíf. „Þú segir nokkuð! Þar hittirðu kannski á dálítið veikan punkt, því ég er búin að vera gift sama manninum í 30 ár! Vissulega hafa komið tímabil þegar ég hef viljað breyta og lifa lífinu öðruvísi. Ég er þó mjög sátt við að hafa ekki breytt. Én þó að mér hafi gengið vel er ekki sömu sögu að segja af öllum.“ - Hvaða leiðirfinnst þér að eigi að fara í kvennabaráttunni - fyrir utan hugmyndafrœðilega ný- sköpun? „Við þurfum nú til dæmis að efla Samtök kvenna á vinnu- markaðinum," segir Guðrún. „Við vorum nokkrar konur sem settum þesi samtök á laggirnar árið 1984 og það var mikill hugur í okkur í upphafi. Þetta eru þver- pólitísk samtök og í þeim eru konur úr öllum starfshópum. Ég tel að við verðum að bíta í það súra epli að hafa lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf - þangað til við getum alveg slitið okkur frá launþegasamtökun- um.“ Stríð ó öllum vígstöðvum! - Þú vilt stríð á öllum vígstöðv- um... „Helst,“ segir Guðrún afdrátt- arlaust. „Það veitir ekki af. Ég vil ekki dráp og morð heldur baráttu fyrir málstað kenna. Og við þurf- um að breyta þjóðfélaginu til að ná fram markmiðum okkar.“ - En eiga karlar og konur ekki sameiginlegra hagsmuna að gœta - er þessi aðgreiningarstefna ekki úrelt? „Nei, aðgreiningin er alls ekki úrelt. Konur eiga umfram alla aðra hópa sameiginlegra hagsmuna að gæta sem ein heild. Það er sjálfsagt munur á mér og einstæðri móður sem vinnur sex- tán tíma á sólarhring í verk- smiðju. En báðar höfum við orð- ið varar við lítilsvirðingu karla- Samfélagsins og fundið hversu lít- ils við megum okkar. Þessvegna getum við skilið hvor aðra. En breytingar á stöðu kvenna eru körlum ekkert síður í hag. Þeir skilja fyrr eða síðar að það er ekki verið að ógna þeim og margir karlar eru áreiðanlega ekkert of sælir með hlutverk sitt.“ - Nei, sjálfsagt ekki. En verð- urðu aldrei þreytt á þessari bar- áttu? Langar þig aldrei til að gefast upp. Hœtta? „Nei. Aldrei. Og vonandi verð ég aldrei þreytt. Ég er í eðli mínu þrjósk og ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það sem skiptir mig mestu máli er að fylgja þeim málum eftir sem standa mér næst. Það er, þegar fólk er beitt misrétti eða kúgun.“ - Og nú ertu að fara til Eng- lands. „Já, þar ætla ég að kynna mér þau mál sem ég hef verið að vinna við hér heima síðasta árið; sifja- spell og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum. Ég er sannfærð urn að það er ekki veigaminnsta kúgunartækið..." - Svo heldur baráttan áfram? „Já. Svo heldur baráttan áfram.“ - En þú œtlar ekki á völlinn í Coventry? „Nei,“ segir Guðrún, „en ég ætla að gera ýmislegt annað.“ -hj. Viðtal: Hrafn Jökulsson - Mynd: Ari Jóhannesson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.