Þjóðviljinn - 04.10.1987, Blaðsíða 21
Hrun fiskneyslu í Þýskalandi:
Mig dreymdi að ORMAR
skriðu upp úr innkaupatöskunni
Kona nokkur, sagði fisksal-
inn, sem hefur keypt af mér
fisk í tíu ár, kom til mín og
sagði: Gjarnaviiég halda
áfram að borðafisk, en í nótt
dreymdi mig að ormar margir
og Ijótir skriðu upp úr inn-
kaupatöskunni minni.
Þetta var eftir að í vesturþýsku
sjónvarpi birtist þátturinn frægi
um orma í sfld, sem á skömmum
tíma kollvarpaði fiskmarkaði í
landinu. Og hafa menn síðan rif-
ist mikið í því landi um það, hvort
sjónvarpsþátturinn hafi verið
heiðarleg gagnrýni á sóðaskap í
matvælaiðnaði eða svívirðilegur
rógur æsingamanna. Héðan af ís-
landi hefur svo sú kenning verið
fram borin ( Guðbergur Bergs-
son í DV) að þessi geigvænlegi
ótti við orma í fiski verði helst
skýrður með því að skelfileg
ormahrollvekja hafi fylgt Germ-
önum allt frá dögum Sigurðar
Fáfnisbana.
Þetta er
ekki réttlátt
Nema hvað - þegar þýska viku-
ritið Stern fór á stúfana og svip-
aðist um í fiskverslunum og fiski-
ðjuverum í Bremerhaven í síð-
asta mánuði, þá ríkti þar dapur-
leiki og bölsýni. Blaðið heimsótti
fyrst lítið fyrirtæki manns sem
Kronshcnapel heitir og hefur haft
fimmtán manns í vinnu. Kronsc-
hnapel tók við fyrirtækinu af
föður sínum, sem hafði erft það
eftir afa sinn: nú hefur hann sjálf-
ur um tuttugu ára skeið lagt niður
sfld og búið til sfldarsalöt. Vara
hans er víðfræg fyrir gæði, sjálfur
hefur hann reglulega sent sín
kryddsfldarflök og salöt á
rannsóknarstofu og alltaf fengið
hina bestu einkunn. Og laun
heimsins eru vanþakklæti eins og
fyrri daginn: á svipstundu kippti
sjónvarpsþátturinn frægi grund-
vellinum undan Kronschnabel og
hans fólki. Salan hefur minnkað
um 80 prósent og um miðjan
september áttu 10 manns að
hætta vinnu hjá þessu litla fyrir-
tæki. Og þetta fjölskyldufyrir-
tæki er eitt af mörgum sem eru að
því komin að leggja upp laupana
eða hefur þegar neyðst til þess.
Og sfldarkarlar í þrjár kynslóðir
geta fátt til ráða tekið annað en
bíta á jaxlinn og segja:
Þetta er ekki réttlátt.
Ormamálið er mikið áfall fyrir
Bremerhaven. Þar var mikið
atvinnuleysi fyrir ( 17%) og fisk-
iðnaðurinn var orðinn eina
atvinnugreinin sem stóð með
nokkrum blóma. Nú er hvert fyr-
irtæki á því sviði í hættu. Og svip-
aða sögu segir Stern frá Hamborg
og Cuxhaven.
Var nokkur í hœttu?
f sömu frásögn er þess getið að
þeir sem tóku saman ormamynd-
ina fyrir fréttaskýringaþátt sem
nefnist Monitor, hafi sjálfir verið
mjög hissa á hinum sterku við-
brögðum sem hann vakti upp.
JurgenThebarth, einn af höfund-
um þáttarins, segir sem svo:
„Við ætluðum barasta að
benda á hættur fyrir heilsufar
manna sem óvandvirkir fisk-
vinnslumenn bera ábyrgð á“.
Prófessor Horst Noelle, mat-
vælafræðingur starfandi í Brem-
erhaven, lítur þetta mál öðrum
augum. Hann segir að í sjón-
varpsþættinum hafi ekki verið
um hlutlægar upplýsingar að
ræða heldur aðeins samtíning til
að vekja upp viðbjóð og ótta.
Hann bætir því við í samtali við
Stern, að ekki verði um það deilt
að ekki geti nokkur maður beðið
heilsutjón af fiski sem unninn er
af fagmönnum. Sama megi raun-
ar segja um allan fisk sem hefur
verið djúpfrystur, soðinn eða
steiktur. Raunveruleg hætta er,
segir hann , ekki í neinu samræmi
við allar þar neikvæðu rokufyrir-
sagnir sem mál þetta hefur teymt
á eftir sér.
Aðstandendur fréttaskýringa-
þáttarins Monitor hafa reynt að
svara fyrir sig. Snemma í sept-
ember skýrðu þeir frá því, að þeir
hefðu vitneskju um 40 dæmi þess
að menn hefðu sýkst af ormum í
fiski. Og fyrrnefndur JurgenThe-
barth lætur að því liggja, að í
rauninni hljóti dæmin að vera
miklu fleiri. Peir hjá Monitor
bera ýmsa vísindamenn fyrir
þessari tölu, fjörtíu manns. Með-
al annars vitna þeir til fræði-
manns sem Heino Möller heitir
og er dósent við Haffræðistofnun
Kielarháskóla. Möller hafði
tekið saman vegna bókar sem í
smíðum var sýkingartilfelli frá
tuttugu ára tímabili. En hann
kveðst sjálfur ekki vita hvort á
þessum langa tíma hafi það gerst
fjörtíu sinnum að ormar í fiski
hafi lagt menn í rúmið.
Reinhard Meiners, formaður
sambands fiskvinnslufyrirtækja í
' Bremerhaven, telur röksemda-
færslu sjónvarpsmanna næsta
furðulega. Hann segir sem svo: Á
hverju ári éta menn um 800 þús-
und tonn af fiski í Vestur-
Þýskalandi. Hafi fjörtíu manns
fengið í magann af fiskáti á tutt-
ugu árum, þá segir líkindareikn-
ingur mér, að ég þurfi að éta fisk í
þrjá miljarða máltíða áður en ég
verð fyrir heilsutjóni!
En sjónvarpsgarparnir sem
setja saman Monitor telja sig
engu að síður hafa unnið nokk-
urn sigur í sínu máli. Þeir til-
kynntu að nú um skeið hefðu
fiskvinnslufyrirtæki skorið þunn-
ildi af fiskflökum, en þar er helst
orma að finna. Fiskkaupmenn
láta sér fátt um finnast: fiskiðnaði
hafi lengi verið skorin burt þunn-
ildi ef að grunur lék á ormum.
Önnur
matvœlahneyksli
En hvernig sem allt veltist: það
stendur til að setja ný lög um fisk-
vinnslu í Vestur-Þýskalandi, hver
sem raunveruleg þörf er fyrir
slíka löggjöf. Kannski eru menn
að vona að nýjar reglugerðir og
strangari endurveki traust þýsks
almennings á fiski. Þeir sem fisk
selja og úr honum vinna eru í erf-
iðri stöðu meðal annars vegna
þess, að ormamálið kemur í
kjölfar margra matvælahneyksla
sem voru miklu alvarlegri. Upp
komst um allskonar hæpin rot-
varnarefni og litarefni í kjötvöru,
östrogen í kálfakjöti, stropuð egg
í kökudeigi, frostlög í hvítvíni og
þar fram eftir götunum. Og alltaf
ráku framleiðendur upp stór
augu og reyndu að gera sem
minnst úr öllu saman og sóru og
sárt við lögðu að aldrei hefðu þeir
gert illt af sér vísivitandi og að
enginn heilsufarslegur háski væri
á ferðinni. Þessi slæma reynsla
gerir neytendur mjög tortryggna,
og þeir taka miklu minna mark á
þeim sem mæla með fiski en þeim
sem bregða upp skelfilegum
myndum á sjónvarpsskjánum.
Samanber konuna sem dreymdi
ormana og vitnað var til í upphafi
þessarar samantektar.
Fundinn sökudólgur
Sjónvarpið er svo sterkur mið-
ill að það vekur hæglega upp
múgsefjun sem í þessu dæmi
beinist gegn fiski. Tiltölulega
saklausir fisksalar segja frá því,
að daglega komi til þeirra roskið
fólk sem illt er í baki eða maga og
slengi því framan í þá, að allt sé
þetta andskotans ormum í fiski
að kenna. Við eitrum ekki fyrir
fólk, segja fisksalarnir - en orð
þeirra mega sín náttúrlega lítils
þegar sjálft sjónvarpið er annrs
vegar.
ÁB tók saman.
Frá fiskmarkaði í Bremerhaven meðan allt lék í lyndi: verður hægt að endur-
reisa orstír fiskmetis?
Sunnudagur 4. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21