Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 9
Skógrœkt ríkisins
Hér framreiðir Elín Sigurðardóttir í Stykkishólmi léttar en Ijúffengar veitingar
fyrir fundarmenn í Grensási og þeir bergja á af augljósri ánægju. Mynd: sibl.
Kóngssveppur er konungur íslenskra stórsveppa - og einn allra besti ætisveppur. Hann finnst á stöku stað í birkiskógum.
Einn fundarmanna fann hann á Vestara-Setbergi í Sauraskógi á göngunni um skóginn. Hér útskýrir Haukur Ragnarsson
skógarvörður aðskiljanlegar náttúrur hans en Hólmfríður Finnbogadóttir úr Hafnarfirði, Hólmfríður Pétursdóttir frá
Reykjahlíð og Ólafur Sigurðsson úr Kópavogi hlýða á í forundran. Dr. Jón Gunnar Ottósson úr Mosfellssveit, Þorsteinn
Gíslason úr V-lsafjarðarsýslu og Ólafía Jakobsdóttir úr Fljótshverfi eru hinsvegar upptekin af einhverju öðru undri. Auk
kóngssveppsins eru býsn af berserkjasveppi í Sauraskógi. Mynd: sibl.
Sauraskógur í Helgafellssveit vex á ásum kringum Sauravatn. Þetta er yndislegt land, vaxið birkiskógi frá náttúrunnar
hendi. En Skógræktarfélag Stykkishólms á þar líka gullfallega greniteiga eins og þennan á miðri mynd. Hér virða þau
þetta fyrir sér Sigrún Grímsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal, Aðalsteinn Símonarson frá Laufskálum í Borgarfirði og Stefán
Haraldsson frá Víðidal í Skagafirði. Mynd: sibl.
Birki, fura og greni eru óðum að klæða nakinn og veðurbarinn Grensásinn vestanverðan og bjóða útsynningnum af
Breiðafirði byrginn. Mynd: sibl.
Frá aðalfundi Skógrœktarfélags íslands
fast eftir. Skógrækt á íslandi
verður ekki almenn nema virkj-
aður sé áhugi hins frjálsa bónda.
Við eigum að koma inn í um-
ræðuna um búháttabreytingar.
Stærsta málið nú er að þrýsta á
ríkisvaldið um aðstoð við skóg-
rækt í sambandi við búhátta-
breytingarnar. Við erum að tala
um fjármagn til skógræktar sem
svarar til þess að koma upp ein-
um íþróttavelli í þéttbýli. Við
höfum nóg land en vantar stefnu-
mörkun.
Leið nú dagur að kveldi og dag-
skrá tæmd. Eftir var þó sá þáttur
sem ávallt skipar mikið rúm á
skógræktarfundum, þótt að
mestu fari fram utan dagskrár, en
þar er söngurinn. Og það var
ótæpilega tekið lagið þetta föstu-
dagskvöld og raunar liðið nokk-
uð á nótt þegar síðustu tónarnir
þögnuðu.
Frá Reyðarfirði og upp
á Hérað
Dagskrá laugardagsins hófst
með erindaflutningi þeirra
Björns Johannessens landslags-
arkitekts og Bjarna Guðmunds-
sonar aðstoðarmanns landbún-
aðarráðherra. Ræddi Björn um
skógrækt og útivist en Bjarni um
skógrækt og búháttabreytingar í
sveitum.
Margt athyglisvert kom fram í
þessum erindum. Bent var á að
þörf fyrir beitiland færi þverr-
andi. Nýta þyrfti það vinnuafl
sem losnaði heima í sveitunum.
Skilningur á þýðingu umhverfis-
verndarfæri vaxandi. Alltgreiddi
þetta skógræktinni leið. Efla þarf
kennslu í skógrækt við bænda-
skólana og Garðyrkjuskólann.
Því ekki að færa stóriðjudraum-
inn frá Reyðarfirði og upp á Hér-
að með ræktun stórskóga þar?
Broslegt að skógræktin þurfi að
líða fyrir fjárskort ef rétt er sem
sagt er að 8 millj. kr. hafi verið
eytt í blóm í flugstöðinni og 6
millj. í Kringlunni. Eyfirðingar
og Þingeyingar eru komnir af
stað með bændaskóga án þess að
ríkið hafi staðið þar við sinn hlut.
Fjárveitingar til skógræktar eru
svo knappar að þær nægja ekki
einu sinni til undirbúningsvinnu
frá ári til árs. Að skógrækt þarf að
vinna eftir ákveðinni áætlun þar
sem fjárveitingar eru miðaðar við
áratuga tímabil.
Reykholt næst?
Á sunnudagsmorgun fór svo
fram afgreiðsla mála og kosning-
ar, en frá þeim hefur áður verið
skýrt hér í blaðinu.
Ragnar Olgeirsson gat þess að
á næsta ári yrði Skógræktarfélag
Borgfirðinga 50 ára. Ætti vel við
að halda aðalfundinn þá í
Reykholti.
Hákon Bjarnason, fyrrum
skógræktarstjóri, þakkaði fyrir
að þeim hjónum skyldi enn vera
boðið að sitja aðalfundi Skóg-
ræktarfélagsins þótt 10 ár væru
liðin síðan hann lét af störfum.
Því næst var fundi slitið og þóttu
hafa ræst óskir Sigurðar Agústs-
sonar að fundurinn yrði verka-
mikill.
Setberg og Grensás
Sá hefur verið siður að fulltrú-
ar á aðalfundum Skógræktarfé-
lags íslands og aðrir þeir sem
fundinn sitja noti hluta af sam-
verutímanum til þess að skoða
trjálundi þá sem komið hefur ver-
ið upp í nágrenni fundarstað-
anna. Skógræktarfélag Stykkis-
hólms á tvo slíka og báða í Helga-
fellssveit, að Saurum og Grens-
ási. Þangað var nú för stefnt
síðari hluta laugardagsins.
Ekki varð komist á bíl alla leið í
Sauraskóg en enginn lét spölinn
aftra sér, enda gönguveður gott.
Upphafið að Sauraskógi er það
að árið 1953 var land í Setbergi
friðað en það var tekið undan
þegar ríkið seldi Saura árið 1920.
Skógræktarfélag Stykkishólms
girti þarna strax 15 ha en viðbót
fékkst síðar í Langási í Saura-
landi. Skógræktarskilyrði eru
þama góð og hefur vöxtur sumra
trjátegunda verið með því besta
sem gerist hérlendis. Einkum
hafa blágreni og sitkagreni vaxið
vel. Gengið var á Setbergið og áð
þar um stund. í góðu skyggni,
eins og nú mátti heita, er þaðan
hið fegursta útsýni yfir Breiða-
fjörð og raunar til allra átta.
í Grensási var fyrsta girðing
félagsins sett upp árið 1948, 1,5
ha að stærð. Nú er friðað land
þarna orðið um 10 ha og má heita
að fullplantað sé í það. Landið
þarna er tiltölulega opið fyrir
veðrum og sjávarseltu og jarð-
vegsskilyrði einnig lakari en á
Saurum en þó hefur vöxtur trj-
ánna yfirleitt reynst í góðu
meðallagi.
í hlýlegu rjóðri í Grensásskógi
var áð um stund og þar buðu
heimamenn upp á vel þegnar
veitingar, sem þakkaðar voru
bæði með orðum og hressilegum
söng. Og þar söng svo sannarlega
„hver með sínu nefi”.
„Það var kátt hérna um
iaugardagskvöldið
Ekki verður skilist svo við
þessa frásögn að gengið sé fram-
hjá hófinu sem heimamenn héldu
aðkomufólki á laugardagskvöld-
ið. Hófið, sem hófst með borð-
haldi, setti Jón Magnússon sýslu-
fulltrúi, en síðan tóku þeir Sturla
Böðvarsson og Sigurður Ágústs-
son við veislustjórn.
Fjölbreytt og skemmtileg dag-
skrá var flutt undir borðum.
Bjarni Lárentínusson og Njáll
Þorgeirsson sungu tvísöngva við
undirleik Erlends Jónssonar.
Einnig þær Hulda og Elín Sigurð-
ardætur. Rakarakvartett þeirra
Hólmara söng nokkur lög, Ár-
nesingar sungu lag við ljóð sem
mér skilst að fæðst hafi á fundin-
um. Árni Helgason, sá gamal- og
góðkunni skemmtimaður söng og
las nokkur frumsamin ljóð. Loks
fór Sveinbjörn Beinteinsson með
nokkrar stökur og endaði á þess-
ari:
„Ykkur hjálpi heilög völd,
hverju sem þið trúið.
Pakka ég fyrir þetta kvöld,
en það er ekki búið. ”
Og var orð að sönnu því eftir
var dansinn, sem stóð með miklu
fjöri lengi nætur, enda sagði Sig-
urður Blöndal við undirritaðan
þegar þeir buðu hvor öðrum góða
nótt, eða því snifsi sem eftir var af
henni: „Mikið helvíti var þetta
skemmtilegt ball.”
Óþarft þil
Þess er áður getið að fjölmargir
fundarmenn bjuggu „úti í bæ”.
Einn þeirra var Sveinbjöm á
Draghálsi. Hann hafði veður af
því að í herbergi hið næsta honum
byggi stúlka, en þunnt þil skildi
herbergin að. Þótti Sveinbirni að
innrétting á húsnæði þessu hefði
mátt fara betur úr hendi og varð
að orði:
„Eitt er sem ég ekki skil,
- annað mál er hvað ég vil -
mér finnst eins og þetta þil
þyrfti ekki að vera til. ”
Og látum þetta vera lokaorðin
að þessu sinni. -mhg
Flmmtudagur 15. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9