Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 4
Þegar
Það hefur vart farið fram hjá neinum að Jón
Baldvin Hanníbalsson hefur lagt fram frumvarp
til fjárlaga fyrir árið 1988. Engu er líkara en lögð
hafi verið á það sérstök áhersla að gera þennan
atburð að stórfrétt og koma því inn hjá fólki að
hér sé ekki um neitt venjulegt fjárlagafrumvarp
að ræða.
Rétt áður en leggja á fram frumvarpið, rjúka
ráðherrar upp með andfælum og telja nauðsyn-
legt að skoða málin eina ferðina enn. Eftir-
vænting og spenna magnast.
Þegar frumvarpið svo loks lítur dagsins Ijós er
það kynnt undir slagorðinu „Gefið upp á nýtt“.
Orðalag í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytis-
ins og reyndar sums staðar í frumvarpinu sjálfu
leiða hugann frekar að líflegri auglýsingastofu
en æskilegum virðuleika stjórnarráðs. Formæl-
endur þess hrópa á torgum um að nú sé komið
að tímamótum. í frumvarpinu sé kveðið á um
róttæka endurskipulagningu og gert ráð fyrir
stjórnkerfisbreytingum í valddreifingarátt. Þar
sé ríkisstjórnin að kljást við Grettistök sem hún
lyftir í varnargarða gegn vaxandi þenslu, verð-
bólgu og viðskiptahalla, svo að notað sé orða-
lag í athugasemdum fjármálaráðherra með
frumvarpinu.
Já, það er stórt orð Hákot.
En þegar skarkalanum linnir og púðurreykn-
um svifar frá, kemur í Ijós að byltingin er síður en
svo riðin í garð. Þvert á móti eru á ferðinni
gamalkunn íhaldsúrræði sem fólgin eru í niður-
skurði og hræðslu við að leggja skatta á þá aðila
________LEtÐARI_______________
fjallið tók jóðsótt
sem breiðust bökin hafa og færir eru um að
borga. Fjármálaráðherra virðist hafa brugðið
hnífnum góða frá Verslunarráðinu á ýmislegt
fleira en skegg sitt.
Fyrir hálfri öld setti Roosevelt Bandaríkjafor-
seti pólitíska stefnu sína fram undir kjörorðinu
að gefa þyrfti upp á nýtt. Hann lagði áherslu á að
bæta þyrfti stöðu þeirra þjóðfélagsþegna sem
byggju í lélegum húsakynnum klæðlitlir og van-
nærðir: íslenska fjármálaráðherrann hefur nú
rámað í þetta snjalla slagorð. En hann hefur
ekki munað eftir því að hjá Rooseveit forseta
fylgdu orðum athafnir. Hann fékk samþykkt lög
um ódýrt íbúðarhúsnæði og lög um lágmarks-
laun sem urðu til að stytta mjög vinnutíma
verkafólks. Það hefur ekki verið lenska í
þessu blaði að telja bandarísk stjórnvöld vera
heppilega fyrirmynd íslenskum ráðamönnum.
En það skal fúslega viðurkennt að gott væri að
Jón Baldvin Hanníbalsson fjármálaráðherra
gaumgæfði feril Roosevelts forseta nákvæm-
lega úr því að hann hefur nú tekið upp slagorð
hans um nauðsyn þess að stokka spilin upp á
nýtt og gefa aftur.
Fjárlagafrumvarp formanns Alþýðuflokksins
getur tæpast talist alvarleg tilraun til að stokka
upp spilin. Þar er ekki að finna mikið af djörfum
hugmyndum um aukna félagslega uppbygg-
ingu. Þvert á móti er það uppfullt með stór-
hættulegar hugmyndir um niðurskurð en þær
eru að vísu sveipaðar velsæmisblæju og kallað-
ar valddreifing, kerfisbreyting eða endurskil-
greining.
Og þar sem niðurskurðurinn nægir ekki til að
brúa bilið eru lagðir á nýir skattar. Og þar ríkja
ekki þau sjálfsögðu jafnaðar- og réttlætis-
sjónarmið að hver skuli greiða eftir efnum og
aðstæðum þannig að þeir sem mest eiga aflögu
greiði hlutfallslega hæstu gjöldin. Nei, það er
gripið til þess ráðs að skattleggja matvæli. Þar
mun greiða hlutfallslega stærstan skerf það lág-
tekjufólk, sem eyðir mestum hluta launa sinna
til kaupa á lífsnauðsynjum.
Fyrir kosningar var á það bent að ekki yrði hjá
því komist að auka skattheimtu. Öðru vísi væri
ekki unnt að loka fjárlögum nema með stóru
gati. Spurningin væri hvort sá skattur yrði
lagður á þau fyrirtæki sem hafa á undanförnum
misserum rakað saman gróða, eða hvort al-
menningur yrði skattlagður. Ríkisstjórnin hefur
nú upplýst þjóðina um hvora leiðina á að velja.
Matarskattur er það lausnarorð sem bjarga skal
fjármálum ríkisins.
Það er grátlegt að það skuli vera Alþýðuflokk-
urinn, flokkur sem eitt sinn gerði kröfu til að vera
talinn málsvari launafólks, að það skuli vera
krataflokkur sem berst nú fyrir því að auka
álögur á almenning.
Erskrumlátum auglýsingamennskunnar linn-
ir standa staðreyndirnar eftir: Jón Baldvin er
ekkert klárari íhaldsmaður en Þorsteinn Páls-
son.
ÓP
KUPPT
Skammarkrókur
Fyrir dyrum stendur lands-
fundur í Alþýðubandalaginu, og
á þeim fundi verður kosinn for-
maður einsog flestir vita af nú-
orðið.
Um þau mál fjallar Sigurjón
Bjarnason í nýjasta tölublaði
Gálgáss, sem Alþýðubandalags-
menn á Héraði gefa út, og Sigur-
jón skrifar grein sína í dálk sem
heitir „Skammarkrókurinn",
enda nokkur ádrepa til flokks-
manna.
Babelsævintýr
Sigurjón segir þar að Alþýðu-
bandalaginu hafi verið ætlað að
verða eitt bitrasta vopnið í bar-
áttu vinnandi fólks gegn arðráni
og auðvaldi. Nú, þegar átaka er
þörf sé flokkurinn hinsvegar
aflvana: „hvað sem valdið hefur
þá er nú komið svipað fyrir Al-
þýðubandalagsmönnum og
mannkyninu eftir Babelsævintýr-
ið fræga, þeir skilja ekki lengur
mál hver annars.“
„Margir virðast líka búnir að
steingleyma hinum upphaflegu
markmiðum, og þó íhald og kap-
ítalismi ríði nú atvinnulífi og
efnahag þjóðarinnar á slig í miðju
góðærinu virðist þeim standa
hjartanlega á sama.“
„Hitt láta menn sig miklu
varða hvernig raðað er til
mannvirðinga innan flokks sem
utan. Losni embætti eða vegtylla
upphefst óðara þvílíkt orðagjálf-
ur að jafnvel fjölmiðlahrafnarnir
lækka í sér hávaðann og halla
undir flatt,“ segir Sigurjón.
Á meðan
Róm brennur
Og Sigurjón tekur í karphúsið
deildir og arma og vægir hvergi:
„Nú verðum við að kjósa
konu,“ gellur fyrst í nokkrum
móðursjúkum pilsvörgum, sem
virðast styðja þennan flokk í því
augnamiði einu að tylla sér á
valdastól án þess að hafa hug-
mynd um hvaða stefnu á síðan að
framfylgja.
„Hér verður landsbyggðin að
eignast sinn fulltrúa,“ drynur í
dreyfbýlingum, sem margir
hverjir hafa asklok fyrir himin og
huga lítt að þjóðarheild eða
skiptingu þjóðarauðsins.
„Mann með háskólagráðu,
helst doktorspróf,“ er krafa
dreissugra háskólaborgara, sem
margir hverjir hafa fyllt flokk
þennan af lítillæti sínu.
Síðan kemur verkalýðsforyst-
an með sínar athugasemdir,
flok kseigendafélag, pj óðvilj akiíka
og hváð þau heita öll þessi fyrir-
brigði, sem standa að þessum
annars umkomulausa vesalingi.
Annars vinsælt umræðu- og
rifrildisefni eru starfshættir, lög
og reglugerðir flokksins. Hvað á
að kjósa marga í þessa stjórn eða
ráð, hve oft halda skal fundi,
hvernig og hvar á landinu.
Þessu fer fram á meðan Róm
brennur, segir Sigurjón, - meðan
afturhaldið kemst upp með efna-
hagsstefnu sem einkennist af
þessu:
Árið í ár er metár í hernaðar-
framkvæmdum á íslandi.
Tekjum landsmanna er svo
hrikalega misskipt að líkja má við
öld lénsveldis í Mið-Evrópu.
Fjármagnseigendum hefur nú
verið heimilað óprúttnara vaxta-
okur en nokkurs staðar þekkist
hjá siðuðum þjóðum.
Öll samhjálp ríkissjóðs hefur
verið á undanhaldi fyrir ásókn
braskgefinna einstaklinga, sem
vilja gera sér félagslegar þarfir al-
mennings að féþúfu. Má þar
nefha Iæknishjálp, menntun,
samgöngur o.m.fl.
Svört framtíö
Og menn kann að reka í roga-
stans þegar afleiðingarnar koma í
ljós, segir Sigurjón:
Þegar hluti þjóðarinnar hefur
ekki efni á að hagnýta sér þá
heilbrigðisþjónustu sem rekin er í
landinu.
Þegar menntun barnanna
verður komin undir fjárhag for-
eldris.
Þegar vaxtaokrararnir hafa
svelgt til sín meginhluta sparifjár-
ins og lagt undirstöðuatvinnuveg-
ina í rúst.
Þegar kjarasamningar hafa
verið lagðir niður og í staðinn
kominn uppboðsmarkaður á
vinnuafli.
Þegar sveitir landsins hafa ver-
ið lagðar í auðn og þjóðin trakter-
uð á verksmiðjuframleiddu kjöti,
innlendu sem erlendu.
OGSKORID
Þegar peningavaldið verður
ekki lengur í höndum okkar eigin
Seðlabanka, heldur komið undir
erlendum bönkum í einkaeign,
sem hafa komið sér upp velrekn-
um útibúum á íslandi.
Uppúr dýinu
Það þarf að hala flokkinn upp-
úr dýinu, segir að lokum í
„Skammarkróknum“ þeirra á
Héraði: „Verkefnin liggja á
borðinu. Aðeins þarf að hefjast
handa og skerast í leikinn þegar
færi gefst.“
Þetta er þörf ádrepa að austan,
nú þessa dagana þegar teikn eru á
lofti um að átök í Alþýðubanda-
laginu séu að harðna fyrir for-
mannskjörið á landsfundinum.
Val forystumanna er auðvitað
mikilvægara mál en Sigurjón gef-
ur í skyn í sfnum þarfa reiðilestri.
Ætli flokksmenn hinsvegar að
fara að orðum Sigurjóns, hala sig
uppúr dýinu og taka til við hin
brýnu verk, - þá verða þeir að
muna að val nýrrar forystu, þar á
meðal formannskjörið, er hvorki
fegurðarsamkeppni né hrútasýn-
ing, heldur pólitískur verknaður.
Til forystu þarf að veljast það
fólk sem flokksmenn treysta best
til að hafa með höndum verk-
stjórn og leiðsögn í þessum verk-
um. Það fólk verður að velja eftir
pólitískri hæfni þess, eftir því
hversu gæfulega það lítur út í
fylkingarbrjósti pólitískrar end-
urnýjunar, í vinnubrögðum og
hugmyndum.
Persónulegar væringar verða
að víkja, flokksmenn verða að
hafa styrk til að takast í hendur
óháð sjóndeildarhring sérhóps,
arms, deildar, klíku.
Annars geta menn alveg eins
hætt þessu strax. ~m
þlÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Frótúistjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, „
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlltstelknarar: SævarGuðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Margrót Magnúsdóttir
Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist-
insdóttir.
Sfmvarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgrelðslustjórl: Hörður Oddfrfðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson.
Utkoyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333.
Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Ðlaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 55 kr.
Helgarblöö: 65 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 15. október 1987