Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 1
Evrópukeppni Jafntefli í Sviss Ítalír faerðu sig nær toppnum í 2. riðli Evrópukeppninnar með jafntefli gegn Sviss á útivelli, 0-0. Þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað var leikurinn nokkuð op- inn og skemmtilegur. Martin Brunner, markvörður Svisslend- inga varði mjög vel og einnig starfsbróðir hans, Walter Zenga. ftalir eru nú einu stigi á eftir Svíum, en eiga leik til góða. Þjóð- irnar eiga eftir að leika, á Ítalíu. Staöan í 2. riðli: Svíþjóö.........7 4 2 1 11-3 10 Ítalía..........6 4 1 1 11-3 9 Sviss...........6 1 3 2 8-8 5 Portúgal........5 13 15-5 5 Maita...........6 0 1 5 3-19 1 -Ibe/Reuter Handbolti Auðvelt hjá ÍBV ÍBV vann auðveldan sigur yfir Ármenningum í 2. deild karla. Vestmannaeyingarnir sigruðu, 28-16. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og í hálfleik var staðan 7-12, ÍBV í vil. Vestmannaeying- arnir tóku svo við sér í síðari hálf- leik og gerðu út um leikinn með góðum kafla. Sigurbjörn Óskarsson, Páll Scheving og Elías Bjarnhéðins- son voru markahæstir í liði ÍBV með 6 mörk hver. Björn Jóhann- esson skoraði flest mörk Ár- menninga, 8 og Björgvin Barðdal 4. -lbe Staðan í 2. deild: HK....................3 3 0 0 72-52 6 IBV...................2 2 1 0 80-62 5 Grótta................3 2 1 0 94-77 5 Seltoss...............3 2 0 1 62-76 4 Haukar................3 1 1 1 71-61 3 Ármann................3 1 1 1 60-68 3 UMFA..................3 1 0 2 62-70 2 Reynir................3 1 0 2 62-71 2 UMFN..................3 0 0 3 71-76 0 Fylkir................3 0 0 3 49-72 0 Blak Þróttur sigraði Þróttarar sigruðu í Haustmóti BLÍ sem haldið var að Laugar- vatni. Breiðablik sigraði í kvennaflokki. Það voru Þróttur og ÍS sem mættust í úrslitaleik. Stúdentar sigruðu í fyrstu hrinu, 15-6, en Þróttarar sigruðu í tveimur síð- ustu, 16-14 og 15-6. Það voru að- eins leiknar tvær hrinur. HK hafnaði í 3. sæti, sigraði HSK 15-3 og 15-3. Breiðablik sigraði Víking í úr- slitaleik kvenna, 15-9 og 15-5. Þróttur hafnaði í 3. sæti, sigraði HSK 15-13 og 15-3. Deildarkeppnin í blaki hefst svo um næstu helgi. -Ibe Staðan í 1. deild karla: FH..............5 5 0 0 165-109 10 Valur...........5 4 1 0 109-77 9 Víkingur........5 4 0 1 135-116 8 Stjarnan.......5 3 0 2 119-127 6 UBK.............5 3 0 2 96-102 6 KR..............5 2 0 3 115-117 4 ÍR..............5 2 0 3 102-115 4 KA..............5 1 0 4 97-116 2 Fram............5 0 1 4 110-133 1 Þór.............5 0 0 5 99-135 0 íslandsmótlð í karate var haldið um helgina. Árni Einarsson vann tvöfalt. Hér er hann einbeittur á svip í úrslitaviðureigninni í - 65 kg þyngdar flokki. Mynd: E.ÓI. Sjá bls. 10. Landslið Mörg verkefni framundan Haldið á sterkt mót íSviss. Handboltabrauð á markaðinn. Piltalandslið í keppnisferð Það er ýmislegt á seyði hjá landsliðsmönnunum í handknatt- leik. Þeir eru nú á leið til Sviss þar sem þeir taka þátt í sterku móti ásamt Austur-Þjóðverjum, Austurríki og Sviss. Áður en þeir lögðu af stað brögðuðu þeir á nýju „handboltabrauði“. Landssamband bakaram- eistara hélt samkeppni um bestu uppskriftina að hollu og góðu brauði og í gær brögðuðu lands- liðsmennirnir á brauðunum. Besta brauðið verður svo sett á markað sem „handboltabrauð". Verðið á brauðinu verður hið sama og á hliðstæðum brauðum, en HSÍ fær þrjár krónur af hverju seldu brauði. Það verður þó ekki fyrr en um miðjan nóvember að kemur í ljós hvaða brauð verður valið. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSf sagðist vonast til að þessi styrkur myndi ná 1-2 milljónum króna fram að Ol- ympíuleikunum á næsta ári. Um miðjan nóvember verður gert hlé á keppni í 1. deild og þann tíma mun landsliðið nota til keppni og æfinga. Farið verður á mót í Danmörku og Noregi og leikið gegn Póllandi, Júgóslavíu, S-Kóreu, Portúgal og fsrael hér heima. Piltalandsliðið lagði í dag af stað í keppnisferð til Vestur- Þýskalands og mun mæta Norð- mönnum, Tékkum og V- Þjóðverjum. _ibe Drengjalandslið Skellur í Svíþjóð Islenska drengjalandsliðið fékk slæman skell gegn Svíum í landsleik þjóðanna í undan- keppni Evrópukeppninnar. Svíar sigruðu, 5-0. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 3-3 og fsland þurfti því að sigra í síðari leiknum til að komast áfram. Svíar gerðu hins- vegar út um leikinn með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Staðan var því hálf vonlaus og liðið náði sér ekki á strik í síðari hálfleik, en Svíarnir bættu þrem- ur mörkum við. Það verða því Svíar sem halda áfram í lokakeppnina, en hún er á Spáni næsta vor. Þeir verða þar í riðli með Sovétmönnum, Júgósl- övum og Búlgörum. -4be V-Þýskaland Stórleikur Kristjáns Sigurður skoraði 11 mörk. Gummersbach með fullt hús England Enn kaupir Uveipool Keypti Ray Houghton frá Oxford fyrir 825.000pund Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamani Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Kristján Arason átti enn einn stórleikinn þegar Gummersbach sigraði Milbertshofen, 22-20. Kristján Arason var tekinn úr umferð, en var engu að síður besti leikmaður vallarins og markahæstur með sjö mörk. Sigurður Sveinsson var einnig í miklu stuði. Hann skoraði 11 mörk fyrir Lemgo gegn Núrn- berg, en það nægði ekki. Núrn- berg sigraði 19-18 í mjög spenn- andi leik. Lið Essen átti sinn besta leik er það sigraði Hofweier, 31-15. Það er greinilegt að hornamaðurinn sterki Fraatz hefur góð áhrif á lið- ið. Quarti var markahæstur í liði Essen með 9 mörk, Alfreð Gísla- son skoraði 8 og Fraatz 4 mörk. Essen lék einnig í vikunni, en tap- aði þá fyrir Kiel, 21-22. Páll Ólafsson lék vel með Dússeldorf og skoraði tvö mörk. Dsseldorf sigraði, 19-16 og er nú óvænt komið í 3. sæti. Wallau-Massenheim kom á óvart og sigraði Grosswallstadt, 23-20, Swabing sigraði Dort- mund, 26-18 og Göppingen og Kiel gerðu jafntefli, 23-23. Gummersbach er í efsta sæti með fullt hús, 14 stig, Grosswall- stadt og Dússeldorf eru með 10 stig, Swabing 8, Kiel og Essen 7 stig, Wallau-Massenheim og Dortmund með 6 stig. Númberg, Milbertshofen, Lemgo , Hofwei- er og Göppingen hafa hlotið fimm stig og á botninum situr Dormagen, með þrjú stig. Liverpool keypti í gær Ray Ho- ughton frá Oxford fyrir 825.000 pund. Houghton hafði neitað til- boðum frá mörgum liðum. Houghton neitaði fyrir helgina tilboði frá Nottingham Forest og sagði að hann hefði aðeins áhuga á að leika með Tottenham eða Liverpool og honum varð að ósk sinni. Houghton hafði áður neit- að tilboðum frá Rangers, Celtic, Arsenal og Derby. „Ég veit satt að segja ekki hvað ég get gert til að bæta Liverpool liðið,“ sagði Houghton í gær. „Það verður allavega mjög erfitt að komast í liðið.“ Kenny Dalglish sagði:„Góðir leikmenn eru ekki á hverju strái og þegar þeir losna er um að gera að reyna að krækja í þá. Það eru ekki 11 einstaklingar sem skipta máli, heldur allur hópurinn.“ -Ibe/Reuter Umsjón: Logi B. Eiðsson Þriðjudagur 20. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.