Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTHR Handbolti hjá Víkingum búnir að jafna sig er þeir mættu Þór, en léku ekki sérlega vel. Þórsara virðist skorta úthald. Þeir standa sig vel framan af, en þegar líða tekur á leikinn er eins og þeir gefist upp. Ömggt Eftir þrjú töp í röð kom að því að íslandsmeistarar Víkings unnu sigur. Þeir sigruðu Þórsara á Akur- eyri með yfirburðum, 19-27. Víkingar byrjuðu vel, en Þórsar- ar voru ekki langt undan. Þórsarar náðu forystunni um tíma, en þá tóku Víkingar við sér og leiddu í hálfleik, 9-12. f síðari hálfleik juku gestirnir for- skotið smám saman og sigur þeirra öruggur. Víkingum hefur gengið mjög illa í síðustu leikjum, enda ekki auðvelt að leika fimm leiki gegn toppliðum á 14 dögum. Þeir virtust þó vera Akureyri 14. nóvember Þór-Víkingur 19-27 (9-12) 0-3,1 -4, 5-4, 7-7, 8-11,9-12,11 -13, 12-15, 13-17, 118, 15-22, 17-23, 19- 27. Mörk Þórs: Árni Stefánsson 6, Sig- urpáll Árni Aðalsteinsson 5 (3v), Sig- urður Pálsson 3, Jóhann Samúelsson 2, Gunnar Gunnarsson 2 og Ólafur Hilmarsson 1. Mörk Víkings: Guðmundur Guð- mundsson 7, Bjarki Sigurðsson 6, Sig- urður Gunnarsson 5(3v), Karl Þráins- son 5(2v), Hilmar Sigurgislason 3 og Árni Friðleifsson 1. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson - þokkalegir. Maður leikslns: Kristján Sig- mundsson, Víkingi. Kristján Sigmundsson var bestur í liði Víkings, varði 18 skot. Bjarki Sigurðsson og Guðmundur Guð- mundsson voru sterkir í hornunum og Einar Jóhannesson var sterkur í vöminni. Hjá Þór var Árni Stefánsson besti maður og Axel Stefánsson varði ágætlega. -GG/Akureyri V-Þýskaland Ásgeir átti stórleik Frá Jóni H. Garðarssyni, frótta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson átti frábæ- aran leik í sínum fyrsta leik eftir langvarandi meiðsli. Hann fór á kostum þegar Stuttgart sigraði Framarar hafa tekið við sér eftir slæmt gengi í fyrstu leikjum sínum. Þeir hafa endurheimt lykilmenn og greinilegt að það skilar sér í mun betri leik. Þeir unnu sanngjarnan sigur yfir Stjörnnuni, 21-25 í ágæt- um leik. Framarar byrjuðu mjög vel og Digranes 14. nóvember Stjarnan-Fram 21 -25 (8-11) 0-3, 3-4, 4-7, 7-8, 8-11, 12-16, 15- 17,15-19,16-20,18-21,20-25,21-25. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 6, Sigurjón Guðmundsson 4(3v), Sig- urður Bjarnason 4(2v), Skúli Gunn- steinsson 3, Einar Einarsson 2og Her- mundur Sigmundsson 2(2v). Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 7(3v), Birgir Sigursson 5, Atli Hilmars- son 5, Pálmi Jónsson 4, Egill Jóhann- esson 3(2v) og Hermann Björnsson 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson - góðir. Maður lelkslns: Guðmundur A. Jónsson, Fram. Bayern, 3-0 og átti stærstan hlut í mörkum Stuttgart. Stuttgart tók völdin strax í upp- hafi og það var Ásgeir sem réð á miðjunni. Hann átti frábærar sendingar og ein þeirra gaf fyrsta markið. Hann sendi yfir þveran náðu strax undirtökunum. Þeir voru 2-3 mörk yfir lengst af í fyrri hálfleik, en Stjaman náði að minnka muninn í eitt mark. Þá kom góður kafli hjá Fram og að sama skapi slæmur hjá Stjörnunnni. Framarar þéttu vömina og Stjarn- an skoraði ekki mark í tíu mínútur. f hálfleik var staðan 8-11, Fram í vil. Stjarnan náði ekki að vinna upp forskot Framara í síðari hálfleik. Framarar léku af skynsemi og héldu Stjörnunni ávallt í öruggri fjarlægð. Guðmundur Arnar Jónsson varði mjög vel í marki Fram og þeir Atli Hilmarsson og Birgir Sigurðs- son léku vel, einkum í síðari hálf- ' leik. I Hjá Stjömunni var Sigmar j Þröstur Óskarsson besti maður, varði mjög vel og Gylfi átti góðan leik. -GG völlinn, beint á Scháfer og hann gaf viðstöðulaust á Klinsmann sem skoraði með glæsilegri hjól- hestaspyrnu. Ótrúlegt mark og 70.000 áhorfendur á heimavelli Stuttgart bókstaflega trylltust. Fritz Walter bætti öðm marki við á 71. mínútu og Hartmann innsiglaði sigurinn á síðustu mín- útunni, 3-0. Þetta var fyrsti sigur Stuttgart yfir Bayem á heimavelli í fjögur ár og greinilegt að endurkoma Ásgeirs hafði góða áhrif á liðið. Það gekk ekki jafnvel hjá hin- um íslendingaliðunum. Uerding- en gerði jafntefli við Mannheim, 1-1. Kirschoff náði forystunni fyrir Uerdingen, en Lippmann jafnaði fyrir Mannheim. Kaiserslautern sýndi einn sinn besta leik, en tapaði samt fyrir Numberg, 1-2. Allevie kom Ka- iserslautern yfir, en Stenzel og Eckstein skomðu fyrir Nurn- berg. Láms og Atli léku ekki með liðum sínum og vom ekki á vara- mannabekkj unum. Úrslit í Bundesligunni: Stuttgart-Bayern Munchen..........3-0 Kaiserslautern-Nurnberg...........1-2 Uerdingen-Mannheim...............1-1 Schalke-Köln......................2-2 Karlsruhe-Gladbach................2-2 Hanover-Frankfurt.................1-2 HamburgSV-WerderBremen............0-0 Leverkusen-Dortmund...............2-2 Handbolti Framarar á batavegi Kvennahandbolti Fram heldur toppsætinu Framarar áttu í mesta basli með sprækar Víkingsstúlkur. Þær höfðu þó sigur í lokin 16-14 og halda toppsætinu. Það var þó Víkingur sem hafði undirtökin lengst af og hafði þrig- gja marka forskot um tíma í fyrri hálfleik. Framarar tóku við sér í hálfleik og leiddu með 1-2 mörkum. Vík- ingum tókst að jafna 14-14, en Framarar skoruðu tvö síðustu mörkin. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 8(2v), Svava Baldvinsdóttir 3, Eiríka Ásgrímsdóttir 1, Valdís Birgisdóttir 1 og Sigurrós Björnsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdótt- ir 7(5v), Arna Steinsen 3, Oddný Sig- steinsdóttir 2, Jóhanna Halldórsdóttir 1, Ingunn Bernódusdóttir 1, Ósk Víð- isdóttir 1 og Hafdís Guðjónsdóttir 1. Stjörnustúlkur gefa ekkert eftir þrátt fyrir að hafa misst Erlu Rafnsdóttir. Þær sigruðu KR um helgina, 23-21. Leikurinn var jafn framan af, en Stjaman hafði þó fmm- kvæðið. í hálfleik var staðan 10- 10. Síðari hálfleikurinn var jafn og spennandi, en Stjörnustúlkur vom sterkari á endasprettinum. Herdís Sigurbergsdóttir og Ragnheiður Stephensen voru bestar í liði Stjörnunnar, en Sig- urbjörg Sigþórsdóttir var allt í öllu hjá KR. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 10(8v), Herdís Sigur- bergsdóttir 5, Hrund Grétarsdóttir 5, Anna Guðjónsdóttir 2, Ingibjörg Ant- onsdóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 1 og Drífa Gunnarsdóttir 1. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 9(2v), Karólína Jónsdóttir 5, Birthe Jensen 4, Bryndís Harðardóttir 2 og Nellý Pálsdóttir 1. Naumt hjá FH FH vann nauman sigur yfir ná- grönnumsínum, Haukum, 14-11. Leikurinn var jafn, en sveiflu- kenndur. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu mikið af mistökum í fyrri hálfleik. í leikhléi var stað- an 6-5, FH í vil. FH náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og sigraði nokkuð sann- gjarnt, en naumt. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 6(3v), Inga Einarsdóttir 3, Eva Baldursdóttir 2, Kristín Pétursdóttir 1, Heiða Ein- arsdóttir 1 og Sigurborg Einarsdóttir 1. Mörk Hauka: Hrafnhildur Pálsdóttir 3, Margrét Theodórsdóttir 3(3v), Ragnhildur Gunnarsdóttir 2, Elva Guðmundsdóttir 2 og Björg Beni- diktsdóttir 1. -MHM 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Vinningstölurnar 14. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.755.129.- 1. vinningur var kr. 2.883.072.- og skiptist hann á milli 8 vinningshafa, kr. 360.384,- á mann. 2. vlnningur var kr. 864.675.- og skiptist hann á 675 vinningshafa, kr. 1.281.- á mann. 3. vlnningur var kr. 2.007.382.- og skiptist á 11.878 vinningshafa, sem fá 169 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. W532 Háöinn Gilsson og Geir Sveinsson háðu marga hildi í leik FH og Vals. Hér tekst Geir að stöðva Héðinn, en það gekk ekki of vel. Mynd:E.OI. Hafnarfjörður 15. nóvember FH-Valur 19-19 (12-12) 0-1, 1-5, 4-5, 6-7, 7-9, 8-10,10- 12, 12-12, 13-13, 15-14, 15-17, 19-17, 19-19. Mörk FH: Héðinn Gilsson 9, Óskar Ármannsson 5(2v), Einar Hjaltason 3, Þorgils Óttar Mathie- sen 1 og Gunnar Beinteinsson 1. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Valdimar Grímsson 6(2v), Júlíus Jónasson 3, Geir Sveinsson 2 og Jakob Sigurðsson 1. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson - komust þokkalega frá mjög erfiðum leik. Maður leiksins: Héðinn Gils- son, FH. Handbolti Stórmeistarajafntefli Risarnir FH og Valur skilUu jafnir íhörkuleik í Firðinum:Héðinn fórá kostum og skoraði níu Það er ekkert vafamál hvaða tvö lið eru þau bestu á íslandi í dag. FH og Valur tóku af ailan vafa í spennandi og skemmtilegum leik í Hafnarfirði á sunnudag. Rúmlega þúsund áhorfend- ur fylgdust með viðureign þessara stórliða, sem endaði með jafntefli, 19- 19. Það var allt útlit fyrir FH-sigur á lokamínútunum. Þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka var staðan 19-17, FH-ingum í vil. Valsmenn jöfnuðu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar héldu boltanum og þegar níu sekúndur voru til Ieiksloka braust Héðinn Gilsson í gegn og fékk dæmt vítakast. Það var Guðjón Arnason sem fékk það erfiða hlutverk að taka vítakastið, en hann skaut í stöng og janftefli staðreynd. Óskar Ármanns- son hafði reyndar tekið tvö vítaköst fyrir FH og skorað úr báðum, en hann meiddist í auga og gat ekki tekið það síðasta. Það voru reyndar Valsmenn sem höfðu undirtökin framan af og byrj- uðu af miklum krafti. Þegar tíu mínút- ur voru liðnar af leiknum var staðan 1-5, Valsmönnum í vil. Forskot Vals- manna var 1-2 mörk allt þartil á síð- ustu mínútu fyrri hálfleiks. Þá skoruðu FH-ingar tvö mörk og í hálf- leik var staðan jöfn, 12-12. FH-ingar seinir í gang FH-ingar byrjuðu frekar illa og það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á leikinn að þeir komust á skrið. Þeim gekk illa að komast í gegnum sterka vörn Vals og þegar það tókst sá Einar Þorðvarðarson yfirleitt við þeim. Valsmenn léku hinsvegar á als oddi fyrstu mínúturnar og vörn þeirra var gífurlega traust. í sókninni gekk allt upp og þeir virtust ætla að gera út um leikinn strax á fyrstu mínútunum. FH-ingar lifnuðu þó við og þéttu vömina. Sóknarleikur þeima tók stakkaskiptum og forskot Valsmanna hvarf. Síðari hálfleikurinn var jafn framan jaf, en þegar staðan var 15-14, FH- ingum i vil, komu þrjú mörk frá Val í röð. FH-ingar svömðu með fjóram mörkum í röð, en Valsmenn náðu svo að jafna á lokamínútunum. Sanngjörn úrslit Jafntefli hljóta að teljast sanngjörn ; úrslit í leik sem þessum. Bæði lið léku mjög vel og þrátt fýrir að töluvert hafi verið gert af mistöícum, er þetta án efa besti leikur íslandsmótsins. FH hefur hingað til verið talið sókn- [ arlið fyrst og fremst, en Valur varnar- I lið. Það var ekki að sjá í þessum leik. Varnir beggja liða voru mjög sterkar og sóknarleikurinn góður. Segja má að liðin hafi bætt sig þar sem þau vora veikari fyrir og þessi leikur var tvímæalalaust sá besti sem liðin hafa átt. Valsmenn voru utan vallar í 12 mín- útur, en FH-ingar í sex mínútur. Valsmenn fengu fjögur vítaköst og skoruðu úr tveimur, en FH-ingar fengu þrjú vítaköst og skoruðu einnig úr tveimur. Stórleikur Héðins Héðinn Gilsson átti stórleik og skoraði 9 af 19 mörkum FH-inga. Hann hefur sjaldan leikið betur, ef nokkrun tímann og það virtist sama hvað hann gerði, allt gekk upp. Hann var FH-ingum mjög mikilvægur, eink- um þó í síðari hálfleik, en þá skoraði hann fimm af sjö mörkum FH-inga m.a. tvö síðustu mörkin. Þorgils Óttar Mathiesen átti einnig mjög góðan leik. Hann var sterkur í vöminni og í sókninni opnaði hann vel fyrir Héðni. Óskar Ármannsson lék einnig vel og sama má segja um FH- iiðið heild. Einar Hjaltason kom á óvart í fyrri hálfleik. Skoraði þrjú góð mörk og fiskaði vítakast. Markverðirnir Bergsveinn Berg- sveinsson og Magnús Árnason vörðu vel, samtals 13 skot í leiknum. Frábær markvarsla Einar Þorvarðarson var besti maður Valsmanna. Hann varði mjög vel, alls um 20 skot. Júlíus Jónasson, helsta skytta Valsmanna var tekinn úr um- ferð lengst af, og þá losnaði um Jón Kristjánsson og hann stóð sig mjög vel. Valdimar Grímsson var sterkur í hominni og eldfljótur í hraðaupp- hlaup. Geir Sveinsson átti góðan leik. Batt vörnina saman og var sterkur á línunni. Mótið hálfnað íslandsmótið ef hálfnað og nú verð- ur gert tæplega tveggja mánaða hlé. Þessi síðasti leikur fyrri umferðarinn- ar var tvímæalalaust hápunkturinn og þessi lið leika einnig síðasta leik fs- landsmótsins. Þá verður leikið í Vals- heimilinu eða Laugardalshöll og sá leikur kemur líklega til með að ráða úrslitum. -ibe Viggó Sigurðsson, þjálfari FH: „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið góður leikur sem bauð uppá allt sem góður handknattleikur getur boðið uppá. Bæði lið léku vel og úrslitin voru að mínu mati sanngjörn. Ég hélt við myndum hafa þetta á síðustu mínútunum, en okkur vantaði herslumuninn. Það er þó ótrúlegt hve 18 ára strákar komu vel út gegn þrautreyndum landsliðsmönnum. Héðinn átti stórleik, þann besta sem ég hef séð. Ég var ekki ánægður með dómar- ana. Þeir gerðu byrjendamistök og mér fannst þaö'bitna á okkur. Við áttum að vinna þetta, en ég er engu að síður ánægður með mína menn. Þetta var erfiðasti leikur sem við höfum leikið og strákamir stóðu sig vel. Síðari umferðin verður erfiðari. Lið eins og Fram, Breiðablik og KR fá góðan tima til að bæta sig og verða sterkari. Ég held þó að úrslitin ráðist í síðasta leiknum gegn Val.“ Stanislav Modrowoki, þjálfari Vals: „Þetta var góður leikur og úrslitin fannst mér frekar sanngjörn. Ég hefði ekki viljað tapa þessum leik, en er mjög ánægður með stigið sem við fengum. Það er ekkert vafamál að þetta eru tvö sterkustu liðin í dag. Við lékum vel og FH-ingarnir líka. Einkum þó Héð- inn og það var erfitt að stöðva hann. Ég trúi ekki öðru en að áhorfendur hafi skemmt sér vel og mér fannst þetta stórskemmtilegur leikur." Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði FH: „Maður er aldrei sáttur við annað en sigur, en þetta voru sanngjörn úr- slit. Héðinn átti stórleik, var í heimsklassa og menn spila sjaldan svo vel. Ég hef aldrei séð hann eins góðan, en það vantaði meira frá öðrum. Vömin var þó mjög góð. Mér líst vel á síðari umferðina. Hin liðin fá að vísu góðan tíma til að undir- búa sig fyrir síðari umferðina og ég held það sé ekki rétt að afskrifa Vík- inga. En hvernig sem fer þá held ég að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðustu umferðunum." Geir Sveinsson, fyrirliði Vals: „Á heildina litið er ég ánægður. Það er ekki auðvelt að ná í stig hérna. Við byrjuðum vel, svo kom slæmur kafli og Héðinn fór að raða á okkur. Við fáum á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik sem er of mikið miðað við fyrri leiki okkar. Bæði liðin bættu sig, FH í vörn og við í sókn og leikurinn var skemmti- legur. Lið eins og KA, Fram og Víkingur verða án efa mun sterkari í síðari um- ferðinni og það kæmi mér ekki á óvart þó Valur og FH myndu tapa stigum í síðari umferðinni. En ég held að úr- slitin ráðist ekki fyrr en í síðustu um- ferðinni." Héðinn Gilsson: „Það var slæmt að missa niður tveggj a marka forskot og okkur virðist ekki ganga vel að halda hraðanum. Þetta var lang erfiðasti leikur okkar og ég held að úrslitin séu sanngjörn. Við áttum von á að Valsmenn spil- uðu flata vöra og vörn þeirra er mjög sterk. Okkur gekk illa framan af og það var eins og við værum hræddir, en svo kom þetta. Síðari umferðin verður erfið og ég held að lið eins og Fram, Stjarnan og ÍR komi til með að stela stigum. En mótið verður ábyggilega spennandi.“ Handbolti Gísli stal stiginu Skoraði af línunni á lokasekúndunum Það er ekki á hverjum degi sem markverðir skora og þegar það gerist þá er það venjulega yfir þveran völlinn. Gísli Felix Bjarnason, markvörður KR, er á annarri skoðun og hann skoraði jöfnunarmark KR gegn KA, 24- 24. Hann stökk inn af línunni og skoraði þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og tryggði KR annað stigið. KA hafði undirtökin framan af, en munurinn var 2-4 mörk. í hálfleik var staðan 9-12. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og jafnt á flestum tölum. Lokamínúturnar voru spennandi og endirinn dramatískur. KR-ingar voru slakir framan af, en smátt og smátt skánaði leikur þeirra. Þeir mega þó teljast heppnir að ná öðru stiginu. Gísli Felix Bjarnason varði vel og þeir Konráð Olavsson og Þorsteinn Guðjónsson léku vel. Sóknarleikur KA var góður framan af, en inná milli komu slæmir kaflar. Erlingur Kristjáns- son og Axel Björnsson voru bestu menn KA og Friðjón Jóns- son átti einnig góðan leik. -ÁV Körfubolti ■ ■ ------------ r Oruggur ÍR-ingar sigruðu crkfjendurna frá því í fyrra, Þórsara, í baráttu- leik í Seljaskóianum, 97-87. Sigur ÍK var nokkuð öruggur þrátt fyrir mjög slæman kafla undir lok leiksins. sigur IR son. Þá átti Björn Steffensen einnig góðan leik. Hjá Þór voru Guðmundur Björnsson og Eiríkur Sigurðsson bestu menn og Jón Már Héðinsson lék einnig vel undir lokin. _ibe LaugardalshöH 14. nóvamber KR-KA 24-24 (9-12) 1-3, 4-4, 6-8, 6-10, 9-12,11-13, 14- 14,16-16,16-18,19-18,20-19, 20-21, 21-21. Mörk KR: Guðmundur Albertsson 5, Konráð Olavsson 5, Stefán Krist- jánsson 4(2v), Þorsteinn Guðjónsson 3, Sigurður Sveinsson 1, Ólatur Lárus- son 1, Gísli Felix Bjarnason 1 og Jó- hannes Stefánsson 1 (1 v). Mörk KA: Friðjón Jónsson 6, Axel Björnsson 4, Erlingur Kristjánsson 4(1 v), Eggert Tryggvason 3, Guð- mundur Guðmundsson 2 og Pétur Bjarnason 2. Ðómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson - sæmilegir. Maður lelkslns: Gísli Felix Bjarna- son, KR. Leikurinn var jafn framan af, en ÍR-ingar náðu smám saman undir- tökunum. í hálfleik var staðan 47- 37. ÍR-ingar juku forskot sitt smám saman og munurinn varð mestur 23 stig, 90-67. Þá var eins og fR-ingum finndist nóg komið og í góða stund "skoruðu þeir ekki stig. Þórsarar bættu sig hinsvegar og náðu að minnka muninn í sjö stig, 90-83. Það var ekki fyrr en þá að ÍR- ingar vöknuðu upp við vondan draum og tókst að gera út um leikinn með góðum kafla á síðustu mínútunum. ÍR-ingar léku lengst af ágætlega. Tveir menn báru af, Karl Guð- laugsson og Jón Örn Guðmunds- Seljaskóli 14. nóvember ÍR-Þór 97-87 (47-37) 8-8,15-10,16-17, 35-25, 42-29,47- 37,59-42,73-52,79-63,90-67,90-83, 97-87. Stlg ÍR: Karl Guðlaugsson 30, Jón Örn Guðmundsson 23, Björn Stef- fensen 21, Vignir Hilmarsson 8, Krist- inn Jörundsson 5, Björn Leósson 4, Jóhannes Sveinsson 2, Bragi Reynis- son 2 og Halldór Hreinsson 2. Stig Þórs: Guðmundur Bjömsson 19, Eirlkur Sigurðsson 17, Hrafnkell Tulinius 11, Jón Már Héðinsson 10, Björn Sveinsson 9, Jóhann Sigurðs- son 7, Ágúst Guðmundsson 6, Bjami össurarson 4, Einar Karlsson 2 og Konráð Óskarsson 2. Dómarar: Ómar Scheving og Berg- ur Steingrimsson - ágætir. Maður lelksins: Karl Guðlaugsson, IR. Jón Þórlr Jónsson átti góðan leik með Breiðbliki. Hér er hann kominn framhjá Frosta Guðlaugssyni og skorar. Mynd:E.OI. Handbolti Óheppnir ÍR-ingar! Töpuðu fyrir Breiðbliki í spennandi leik Eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu þremur leikjum á lokasek- úndunuin kom að því að ÍR-ingar fengju að kynnst óheppni! Þeir töpuðu fyrir Breiðbliki í hörkuleik, 24-25, og vantaði aðeins herslu- muninn uppá að jafna. í upphafi síðari hálfleiks leit reyndar allt út fyrir að Breiðablik myndi vinna öraggan sigur. Staðan þá 13-19. En ÍR-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu 24-24 þegar rúm mínúta var til leiksloka. Hans Guð- mundsson skoraði 25. mark Breiðabliks þegar 50 sekúndur voru eftir. ÍR-ingar héldu boltan- um og þegar sex sekúndur voru til leiksloka reyndi Ólafur Gylfason skot, en Guðmundur Hrafnkelsson varði vel. ÍR-ingar fengu aukakast þegar tíminn var útrunninn, en Guðmundi Þórðarsyni tókst ekki að leika sama Ieikinn og gegn Stjömunni. Fyrri hálfleikurinn var jafn og, spennandi og ótrúleg stemmning í' íþróttahúsi Seljaskólans. í hálfleik var staðan 13-15, Blikum í vil. Breiðablik virtist hafa leikinn í hendi sér, en ÍR-ingar gáfust ekki Seljaskóli 15. nóvember ÍR-UBK 24-25 (13-15) f5 1-2, 5-5, 8-9, 8-12, 11- 14, 13-15, 13-19, 17-21,18- 22, 21-24, 24-24, 24-25. Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 6, Guðmundur Þórðarson 6(6v), Bjarni Bessason 5, Frosti Guð- laugsson 2, Finnur Jóhannsson 2, Magnús Ólafsson 2 og Orri Bollason 1. Mörk UBK: Hans Guðmunds- son 7(3v), Björn Jónsson 6, Jón Þórir Jónsson 4, Aðasteinn Jóns- son 4, Kristján Halldórsson 2 og Þórður Davíðsson 1. Dómarar: Björn Jóhannesson og Sigurður Baldursson - slakir. Maður leiksins: Ólafur Gylfa- son, ÍR. upp og með þrautseigju náðu þeir að jafna, en voru óheppnir á loka- sekúndunum. Það er ekkert vafamál að ÍR er „spútniklið" 1. deildar. Fæstir áttu von á miklu frá nýliðunum, en ann- að hefur komið á daginn. Liðið er sterkt og getur staðið í hvaða liði sem er. Ólafur Gylfason átti mjög góðan leik. Sterkur í vöminni og skoraði góð mörk. Guðmundur Þórðarson var einnig sterkur í vörninni og Frosti Guðlaugsson lék vel. Blikarnir hættu of snemma og það hafði næstum því kostað þá sig- urinn. Þeir léku þó ágætlega. Jón Þórir Jónsson átti góðan leik og stal boltanum hvað eftir annað. Hans Guðmundsson og Björn Jónsson voru drjúgir í sókninni. IR-ingar geta vel við unað eftir fyrri umferðina. Þeir eru um miðja deild og hafa staðið sig vonum framar. -Ibe Þrlðjudagur 17. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.