Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Blaðsíða 1
Evrópukeppni Hadjuk í bann Strangir dómar UEFA Aganefnd UEFA dæmdi júgó- slavneska iiðið Hadjuk Split í tveggja ára bann frá Evrópu- keppni um helgina. Bannið er til- komið vegna táragassprengju sem kastað var inná völlinn í leik Hadjuk gegn Marseille í UEFA- bikarnum. Pá hafa allir leikir á vegum UEFA verið bannaðir á velli liðs- ins í tæp þrjú ár. Hadjuk Split, sem stendur mjög illa fjárhags- lega, hefur áfrýjað þessum dómi. Forráðamenn félagsins segja að helstu tekjur liðsins komi af leikjum í Evrópukeppni og nú sé eins víst að félagið verði gjald- þrota. Á fundi aganefndar UEFA voru mörg mál tekin fyrir og dómar yfirleitt þungir. írska lið- inu Linfield hefur verið bannað að leika Evrópuleiki á heimavelli næstu tvö árin eftir óspektir í leik liðsins gegn Lilleström. PSV Eindhoven var dæmt í rúmlega 400.000 kr. sekt fyrir ólæti áhorfenda í ieik þeirra gegn tyrkneska liðinu Galatasaray. Tryrkirnir voru einnig sektaðir um 200.000 kr. fyrir ólæti stuðn- ingsmanna sinna. Margir leikmenn voru dæmdir í 2-4 leikja bann. Liam Brady er einn þeirra og það verður líklega til þess að hann missir af lokak- eppni Evrópukeppninnar næsta sumar. Portúgalski landsliðs- maðurinn Helio Soussa var einn- ig dæmdur í fjögurra leikja bann. -Ibe Umsjón: Logi B. Eiðsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Handbolti Stóimót norðan heiða Fjögurra þjóða mót á Akureyri og Húsavík um nœstu helgi. Pólland, Portúgal og ísrael. Fandsleikir við Pólverja í Faugardalshöll á morgun og fimmtudag Fyrri umferð íslandsmótsins er nú lokið og við tekur undirbún- ingur landsliðsins fyrir Olympíu- leikana í Seoul 1988. Um næstu helgi verður fjögurra liða mót á Akureyri og Húsavík og þar munu mæta til leiks Pólverjar, Portúgalar og ísraelsmenn, auk íslendinga. Mótið sem er styrkt af KEA hefst á föstudag. Þá mætir ísland ísrael á Akureyri. Á laugardag mæta íslendingar Portúgal á Húsavík og síðasti leikurinn er gegn Pólverjum á Akureyri. Reykvíkingar fá einnig sinn skammt því á morgun og fimmtudag munu íslendingar mæta Pólverjum í Laugardals- höll. Auk þess mun íslenska ung- lingalandsliðið mæta Portúgal og ísrael. íslenska landsliðið er svipað og í mótinu í Sviss fyrir skömmu. Bjarni Guðmundsson leikur þó ekki með, en Atli Hilmarsson og Birgir Sigurðsson koma í liðið að nýju eftir meiðsli. Þrátt fyrir að Portúgal og ísrael séu ekki með þekktari þjóðum á handknattleikssviðinu er þær langt frá því að vera auðunnar. ísland hefur leikið sex leiki gegn ísrael, sigraði í þremur, tap- aði einum og tveimur hefur lokið með jafntefli. ísland og Portúgal hafa aðeins einu sinni leikið. Það var 1977 og þá sigraði ísland. Pólverjar er tvímælalaust erf- iðasta liðið. íslendingar hafa leikið 29 leiki gegn Pólverjum, sigrað í 8, einum hefur lokið með jafntefli, en Pólverjar hafa sigrað 20 sinnum. íslendingar fá því tækifæri til að rétta aðeins hlut sinn, en liðin leika alls þrjá leiki í vikunni. Það er KEA sem styrkir þetta mót og gefur glæsilegan bikar. Besti varnarmaðurinn og mark- maðurinn fá verðlaun og einnig markakóngurinn. Það er ekki aðeins A- landsliðið sem verður á ferðinni á næstunni. U-21 árs landsliðið heldur til Júgóslavíu í byrjun des- ember og tekur þátt í heimsmeistarakeppni U-21. ísland leikur gegn Norð- mönnum, Sovétmönnum og Ungverjum. Liðið þarf að sigra í tveimur af þessum leikjum til að komast í milliriðla. Ekki er ljóst hvort hægt verður að senda sterkasta liðið, en marg- ir af leikmönnum þess eru í prófum um jólin. Það skýrist þó á næstunni og vonandi að hægt verði að senda sterkasta liðið út. -Ibe Staðan 1. deild handknattleik Valur 9 7 2 0 191-140 16 UBK 9 6 0 3 189-190 12 Víkingur 9 5 0 4 224-205 10 Stiarnan 9 4 1 4 202-217 9 IR 9 324 191-204 8 KA 9 2 3 4 175-189 7 KR 9 3 1 5 189-204 7 Fram 9 2 1 6 202-223 5 Þór 9 0 0 9 175-228 0 Urvalsdeild körfuknattleik UMFN 5 5 0 474-342 10 KR 4 3 1 324-277 6 IBK 4 3 1 281-261 6 UMFG 5 3 2 355-348 6 Valur 4 2 2 322-269 4 Haukar 4 2 2 286-273 4 ÍR 4 2 2 286-273 4 Þór 5 0 5 385-484 0 UBK 5 0 5 268-484 0 V-Þýskaland Hamburg kaupir Hamburg SV hefur átt í mestu vandræðum með markverði sína. Þeir ráku Uli Stein í upphafi keppnistímabilsins og nú fyrir skömmu ráku þeir júgóslavneska markvörðinn Pralija. Nú hafa þeir keypt Jupp Ko- itka frá 2. deilarliðinu Wattensc- heid. Koitka er 35 ára gamall. -Ibe/Reuter Knattspyrna Pleat til Grikklands David Pleat, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Totten- ham nú fyrir skömmu, á nú í við- ræðum við gríska liðið Olympi- akos og liklegt er að hann taki við liðinu. Olympiakos hefur unnið meistaratitilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum, en hefur gengið mjög illa það sem af er. Leikið sjö leiki án sigurs. -Ibe/Reuter Héðinn Gilsson átti frábæran leik í toppleik 1. deildarinnar FH-Valur. Leiknum lauk með jafntefli 19-19. Hér svífur Héðinn hátt yfir Valsvörn- inni. Þorgils Óttar Mathiesen, Geir Sveinsson og Þorbjörn Guðmunds- son bíða eftir lendingu. MyndiE.ÓI. Sjá opnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.