Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 14
Tónleikasnarl í Casablanca og alvörusnarl á kassettu 2. des. Um leið og ég greini hérfrá útkomu Snarlsins hins síðara, vil ég notatækifærið og benda fólki á tónleika með þremur þeirra sveita er á því (Snarlinu sumsé) spila. En á fimmtudaginn kemur mæta Mosi frændi, Daisy Hill Puppy Farm og S.H. Draumur í Casablanca, og skilstmérað þeir ætli allt að æra. Ég þykist viss um að Reykvíkingarog nærsveitarmenn fjölmenni á þessa samkundu, en allur er varinn góður og því hvet ég landsmenn alla til að mæta og hvetja sína menn. Ég vona baraaðHerjólfurverðiílagi... En, og þetta átti nú að vera aðal- efni þessa pistils, safnspólan Snarl 2: Veröldin er veimiltíta, mun koma út annan desember ef áætlun stenst. Fimmtán hljóm- sveitir eiga þar tvö lög hver, og eru það því ekki færri en þrjátíu lög sem þessa kassettu heiðra með áveru sinni, ef mér hefur verið kennt að reikna rétt. En um slíkt er auðvitað aldrei hægt að fullyrða á þessum síðustu og verstu tímum. Á hlið eitt verða Sogblettir, E-X, Sextán eyrna- hlífabúðir, Daisy Hill Puppy Farm, Yesminis Pestis, Óþekkt andlit, Múzzólíní og Sykurmol- arnir. Á hlið tvö er það Blátt áfram sem hefur leik en á eftir fylgja Bleiku Bastarnir, QTZJÍ QT2TÍ QTZJÍ, Balli og Blómálf- arnir, Gult að innan, Mosi frændi og S.H. Draumur. Og þessi fimmtán nöfn segja ekki alla söguna, því færri kom- ust að en vildu. Það gæti því orðið um Snarl 3 að ræða, en skv. áreið- anlegum upplýsingum yrði þar um LP-plötu að ræða ef að líkum lætur ... Semsagt, snarl á Ieiðinni - fáið ykkur endilega að smakka ... upphafi ÞegarDóra fóraðslóra ogeydditíma íaðglíma viðaðríma ígegnum síma þá ég vildi aðhúnskyldi hættaþessu faraímessu berjaíklessu Ijóta skessu semaðvildi aðégskyldi giftastsér en ekkiþér ómínkæra kærustmæra égvileifara fráþérbara elskubesta ástin mesta sem kannt að ríma ígegnumsíma ígegnum tíma múrinn bakvið... hesthúsið Bjartmar skoðar heiminn og glottir við tönn. Bjartmar Guðlaugsson: í fylgd með fullorðnum Bjartmar hefur á undanförnum árum veriö aö hasla sér völl sem einn af okkar albestu eitur- spaugurum og textasmiðum. í þessari nýju plötu sinni sýnir hann landsmönnum rækilega fram á að hann er á réttri leið, og meira að segja langt kominn. Það er sama hvar gripið er niður, alls staðar er hann jafn meinfyndinn og vandaður í framreiðslu sinni á þessari fyndni sinni. Húmorinn liggur svona misjafnlega Ijós fyrir, en skín þó alls staðar í gegn, Týnda kynslóðin 1 og 2 og Járnkallinn, hljóta að teljast púra grín með illa duldum meiningum, á meðan titillagið og Sánd of mjúsík eru dæmi um púra ádeilu með illa duldum húmor. Hitt er svo alls staðar þarna á milli. Það virðist nokkuð sama hvar Bjartmar leitar fanga, aflinn er alltaf góður og vel frá honum gengið í neytendapakkningarn- ar. Þetta á við um textana. Söng- urinn er svo annað mál og lítið leiðinlegra. Hann syngur alveg hreint stórskemmtilega strákur- inn. Kallinn. Hmmm. Jæja. En syo eru það lögin. Þar hefur hon- um ekki farið ýkja mikið fram frá því síðast. En þetta er svo sem ágætt til síns brúks, sem er að koma hinum stórgóðu textum til þjóðarinnar. Textum sem jafnvel gætu fengið löngu látna spindil- kúlunasista til að brosa, svo ég steli nú aðeinsfrá B.G. (ekki með Ingibjörgu). En það sakaði þó ekki að leita í smiðju annarra, eins og dæmið með hinum tveimur BéGéum sannaði. í fylgd með fullorðnum er bara - ja - svona - bara alveg helv... skemmtileg ... Stingur stóri Nothing Like The Sun heitir annað sólóafkvæmi söngvarans góðkunna úr söngsveitinni Pol- ice, sem gerði garðinn frægan í Dölunum hér um árið. Það er skemmst frá því að segja að þetta er hinn ágætasti gripur í alla staði. Falleg mynd af stráknum á umslaginu, sögukorn um hvert lag á bakhlið umslagsins, allir textar fylgja á vönduðu textablaði með fleiri myndum af Sting, og svo má ekki gleyma lögunum tólf en þau eru semsé líka ágæt. Þessum tólf lögum er dreift á tvær plötur og er það vel. Sumir hefðu sjálfsagt sparað sér aurinn og þrykkt þessu öllu á eitt og sama plastið, en þar sem flest lögin eru nokkuð löng (frá 41/2 uppí 7 mín.) hlyti það að hafa komið niður á tóngæðum. Og slíkt er náttúrlega óhæft þegar um vandaða vöru er að ræða. Platan eröll í rólegri kantinum, þó stundum komi smásprettir inná milli, til að vekja þá dottgjörnustu meðal hlustenda. Spileríið er eins og best verður á kosið, hvort sem það er hjá fastagenginu eða gestaspilurunum. Á meðal hinna síðarnefndu eru þeir kollegarnir Clapton og Knopfler, en þeir leiða saman strengi sína i einu sterkasta lagi plötunnar, They dance alone, sem fjallar um sam- viskufanga og konur þeirra, mæður og dætur, í myrkviðum Pinochet-stjórnarinnar. Honum (Sting) liggur greini- lega ýmislegt á hjarta, en það of- keyrir þó hvergi tónlistina, hún er númer eitt og þrjú á gripnum, boðskapurinn kemur svo þar á milli. Hún fer í sparihilluna þessi. Sting: Vönduð vara. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. nóvember 1987 . UndraheimurAusturlanda fyrir aðeins 345 þúsund 934 krónurog 50 aura! Einhvern veginn finnst mér þessi setn- ing viðeigandi byrjun á þess- arigrein. Eðaviðtali. Eigin- lega er þessi grein, þetta við- tal, hvorki fugl né fiskur, enda ekki til þess stofnað. En meiningin með þessu ersem- sagt að fræða lesendur örlítið um hljómsveit eina, eigi óá- gæta, sem af einhverjum or- sökum nefnist mamma var rússi. Af hverju? Jú, sjáðu til, við erum á mála hjá Rússum. Þessi hljómsveit er upphafið að byltingunni á ís- landi, okkar hlutverk er að grafa undan ríkjandi hefðum í íslensku þjóðfélagi, skapa ringulreið og óvissu og undirbúa þannig jarð- veginn fyrir það sem koma skal. Þabblaþa. En þessa sveit skipa sjö misfríð ungmenni, fimm af hinu svokallaða sterkara kyni og tvær yngismeyjar, svona til and- litslyftingar og dægrastyttingar. Þær eru sérstaklega nauðsynlegar á tónleikum að mati blaðamanns, því ekki get ég ímyndað mér að nokkur vilji horfa á strákana, jafn ljótir og þeir eru (sjá mynd). Annars eru þetta svo sem engin unglömb. Ekkert nema gamlir seppar. Fjórir Fræbblar og einn úr Q4U. Og svo auðvitað kven- fólkið. Þær eru alsaklausar af því að hafa nokkuð komið nálægt svona vitleysu fyrr og telst þetta því fyrsta brot, en eins og lands- menn vita er jafnan tekið vægar á fólki við þær kringumstæður. Og hvað kemur til? Að þeir eru Af rússneskum mæðrum komnir af stað aftur? Þrá eftir fomri frægð? Eitthvað svoleiðis. Allir svakalegir exhibisjónistar inn við beinið (slíka menn kallaði Flosi Qlafsson sýnifíkla hér einu sinni). Annars eru þetta mest hugmyndir sem hafa verið að gerjast með okkur allan tímann síðan við lögðumst í dvala. Allt troðfullt af hugmyndum, af hverju bara 7 lög? Spyr ég. Of- boðslega grimmur. Negia þá. Af hverju? Spyrja þeir. Undrandi. Saklausir. Það bara hefur ekki unnist tími til að vinna úr þeim öllum. Og það er dýrt að gera plötu. Þú verður að athuga það væni minn (föðurlegur um- hyggjutónn) að við erum vinn- andi menn og ábyrgðarfullir fjöl- skyldufeður. Svona flestir alla- vega. Stebbi glottir og skálar við aðra meðlimi sveitarinnar. Og hvemig tónlist skyldi þetta svo vera? Góð. Alveg rosalega góð. Það besta á markaðnum í dag, hiklaust. Eitthvað annað en allt hitt. Við erum að gera skurk í tónlistarlífi íslendinga. Er ekki nóg að gera það einu sinni? Nei! Það þarf að hreinsa til. Þetta er bylting maður. Það má segja að við séum í svipaðri aðstöðu nú og hér áður fyrr. Það vantar eitthvað nýtt ög ferskt. Það vantar- okk- ur! Og við ætlum að yfirtaka tón- listarstefnu borgarinnar. Svar við Qla Laufdal. Það verður engum vært nema með okkar samþykki. Og það þarf svona menn eins og okkur til að opna augun á liðinu. Ef þetta væri almennileg Davíðs- laus borg, þá væri ástandið kann- ski skárra. Það vantar alla að- stöðu fyrir bönd að æfa sig, einn góðan skúr með 10-20 lókölum. Og tónleikastað í miðbæinn. Það þýðir ekki að halda tónleika uppá fjöllum svo að enginn kemst heim. Við ætlum að leysa þetta mál. Það er ofarlega á dagskránni að hefja rekstur á tónleikahöll og leggja þangað járnbrautarteina. Flytja liðið bara með lest og hafa rimla í gluggunum. Þá þarf ekki að brjóta fleiri strætóa. Einfald- ast væri auðvitað að hafa þetta í miðbænum. Reiðhöll á Austur- völl! Það er okkar mottó. En þrátt fyrir þessar stóryrtu yfirlýs- ingar virðast þetta hinir vænstu piltar. Mér tókst að tína til þetta sem birtist hér að ofan svona til að þeir falli inní myndina sem ég gerði mér af þeim fyrirfram. Ég meina, þetta voru nú pönkarar hér í den. Þeir alverstu. Eða bestu. En núna eru þetta bara fjölskyldumenn með skyldur sínar á hreinu. Nema náttúrlega Stebbi. Hann sagði svo sem ýmis- legt krassandi. En ég má því mið- ur ekki hafa það eftir. Off the record, skiljiði. Og svo yrði ég ábyggilega rekinn ef ég gerði til- raun til að birta það. En þeir sögðu þó þetta sem á undan er gengið. En þeir hafa stillst. Það hefur tónlist þeirra líka. Ekki svo að skilja að hér sé eitthvert auð- melt froðupopp á ferðinni. En áferðin er mýkri en áður. Þeir eru líka orðnir eitthvað mýkri. Kann- ski við séum bara að verða gaml- ir. Segja þeir. Kannski, hugsa ég, efins. En þeir hafa þá elst vel. Platan kom út á föstudaginn. Vonandi. Tónleikahald byrjar í desember. Vonandi. mamma var rússi. Ja hver andsk ... Kinda- kjötið á lága verðinu. Kaupfé- lögin. Clannad: Sirius írska sveitin Clannad hefur átt á brattann að sækja meðal ís- lenskra plötukaupenda af ein- hverjum ástæðum. Kannski hef- ur hún bara ekki verið nógu vel auglýst. Þessi staðreynd er ill- skiljanleg þar sem hér er um af- bragðssveit að ræða. Á þessari plötu virðast þjóðlagaáhrifin eitthvað hafa minnkað, þó enn sé hin gamla írska þjóðlagahefð ríkj- andi að mestu. Þau hafa þó poppast eitthvað, til dæmis ber nú mun meira á hljómborðum en áður. Þetta virðist þó ekki koma að sök og falla nokkuð vel inn í heildarmyndina. Þó finnst mér Clannad alltaf standa sig best í allra rólegustu lögunum (sbr. In A Lifetime sem einhverjir ættu að kannast við frá því f fyrra), og er lagið Skellig kannski bestadæm- ið um það. Nokkrir aukamenn koma við sögu á þessari plötu, og nægir þar að nefna þá Steve Perry og Bruce Hornsby, sem báðir skila hlutverkum sínum með sóma. Gæðagripur. Rúnar Þór: Upp og ofan. Rúnar Þór: Gísli Ég settist niður í hrúgu af for- dómum, sem ég hafði komið mér upp í tilefni þess að nú ætlaði ég að fara að hlusta á þessa tilteknu skífu. Þeir hrundu sem betur fer flestir undan mínum svínslega þunga, þannig að eftir stóð, vona ég, nokkurn veginn fordómalaus gagnrýni. Það er skemmst frá því að segja að fæstir textarnir þola að mikið sé í þá rýnt. Bragfræði- legar villur, smekkleysur og málmisnotkun eru ekki sjaldséðir hlutir á þeim bænum. Þó eru sæmilegustu hlutir inná milli svo- sem textinn Ertu í takt. Jónas Friðgeir á tvo texta á plötunni og er annar þeirra; Qkomin, þolan- legur, en Astin, hinn texti Jónasar er hin mesta hrákasmíð og reyndar er sú meðferö sem hinn gamli Stones slagari fær þar hin mesta hneisa fyrir alla viðkom- andi. Textinn er aö vísu ritaður skv. kúnstarinnar reglum, stuðl- ar, höfuðstafir og rím "er allt á sín- um stað, en innihaldið... jæja, þar er best að fjölyrða ekki um það. Útsetningin er svo algert morð. Og lagið er ekki eftir Rol- ling Stones svo sem sagt er á textablaði, heldur Arthur Alex- ander. Stones gerðu þaö frægt, en það er allt önnur Ella. En þrátt fyrir hina ýmsustu misbresti í textagerðinni er Rúnar alls ekki afleitt tónskáld, svona á réttan mælikvarða. Lögin eru flest hin ágætustu, og flutningur þeirra einnig, enda góðir menn að verki. Annað sem er upp og ofan er söngur Rúnars. Hann hefur dim- ma og dulítið seiðandi rödd, sem oftast virkar ágætlega, en það er eins og hann ætli stundum að verða meira seiðandi en hann ræður við, dregur seimin og eyði- leggur áhrifin. Vantar smá stjórn og aga... Hmmm. Ekkert spes, en alltí lagi - nema textar... Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun óskar að ráða starfsmann til rekstrar- og stjórn- unarráðgjafar Starfiö felst í vinnu aö umbótum í ríkisrekstri, einkum með ráðgjöf og aðstoð við stjórnendur ríkisstofnana. Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu á sviði stjórnunar og reksturs. Æskilegt er að um- sækjendur hafi þekkingu á opinberum rekstri. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt, eiga gott með samskipti og sýna frumkvæði í starfi. Starfið býður upp á fjölþætta reyslu af ríkisrekstri og tækifæri til að kynnast nýjungum í stjórnun og rekstri. Umsóknarfresturertil 15. des. nk. Nánari upplýs- ingar ásamt starfslýsingu fást hjá deildarstjóra hagsýsludeildar fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli. Þangað skal skila umsóknum ásamt helstu persónulegum upplýsingum. Fjárlaga- og hagsýslustofnun er ætlað að vinna að alhliða hagræðingu í ríkiskerfinu. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða stjórnendur og starfsmenn ríkisstofnana við að gera reksturinn árangursríkan og hagkvæman. í tengslum við stofnunina er starfrækt Stjórnsýslufræðsla ríkis- ins sem stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum um stjórnun og rekstur ríkisstofnana. Barnabílstóll - bílpúði - belti! Notar barnið þitt öryggisbúnað í bílnum? yUMFERÐAR RÁÐ Sunnudagur 22. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.