Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 4
LEIÐARI
1. DES.
Fyrir réttum 69 árum eða þann 1. desember
1918 varð ísland frjálst og fullvalda ríki. Þá
vannst stærsti sigurinn í langri sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga. Með rökum má halda því fram
að lýðveldisstofnunin 17. júní 1944 hafi ekki
verið jafnmikilvægur áfangi í sjálfstæðisbarátt-
unni og formleg stofnun íslensks ríkis 1918.
Engu að síður hefur 1. des. smám saman verið
að falla í skuggann af 17. júní í huga íslenskrar
alþýðu. Menn kunna á því ýmsar skýringar og
sumar furðu einfaldar, eins og þá að júnímán-
uður sé heppilegri til fjölmennra hátíðahalda en
skammdegið í desember.
Skólabörnum hefur um áratuga skeið verið
gefið frí 1. des.en fyrir mörgum þeirra vefst samt
að útskýra hverju er verið að fagna í dag. Má
vera að hversdagslegt yfirbragð dagsins, sem
hjá flestum er ósköp venjulegur vinnudagur,
geri það að verkum að 1. des. renni saman við
mánaðarfrí eða upplestrarfrí fyrir jólaprófin. Hér
skal ekki gerð krafa um að íslendingar leggi
niður störf þennan dag en hvatt til þess að í erli
dagsins reyni menn að staldra við eitt andartak
og rifja upp hvaða merkingu 1. des. hefur fyrir
íslensku þjóðina.
Um margra alda skeið var æðsta yfirvald á
íslandi útlent. Það er ekki sjálfgefið að efnahag-
ur alþýðumanna hefði verið eitthvað skárri þótt
valdakerfið hefði verið alíslenskt og þeir menn
íslendingar sem sátu í efstu þrepum þess. Það
er jafnvel unnt að finna dæmi þess að íslenskir
embættismenn vildu ganga harðar gegn alþýðu
en vilji var fyrir hjá erlendum valdsmönnum. En
hvað sem líður vangaveltum um manngæsku
íslenskra höfðingja, þá er Ijóst að (sland var
nýlenda. Hinir erlendu nýlenduherrar heimtu
arð af landinu og hér varð ekki til sá auður að
nýta mætti til varanlegrar uppbyggingar.
Þetta skynjaði íslensk alþýða og því varð sú
þjóðfrelsiskrafa, sem hófst með byltingar-
kenndum hugsunarhætti og rómantísku ákalli
íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn,
smám saman að voldugum ómi í brjósti allra
íslendinga. Menn þokuðu sér saman í þétta
fylkingu, furðanlega einhuga. Stundum var deilt
um leiðir en markmið allra var hið sama: Frjálst
og óháð ísland. Þegar leið að lokum síðustu
aldar þyngdust kröfur íslendinga og danska rík-
ið tók að láta undan síga. Endanlegur sigur
vannst 1. des. 1918.
Þótt ísland lyti áfram konungi var það frjálst
og fullvalda ríki. Það var nánast söguleg hend-
ing að konungur íslands var jafnframt konungur
Danmerkur. Rúmlega25 árum síðarvarð ísland
lýðveldi. Eftir 1. des. 1918 hafði danska ríkis-
stjórnin ekki lengur neitt um það að segja hvern-
ig málum var skipað á íslandi. Litið var á áfram-
haldandi umsjá Dana með utanríkismálum ís-
lendinga sem heppilega bráðabirgðalausn á
vanda sem íslenskir stjórnmálamenn töldu sig
ekki fullkomlega reiðubúna að kljást við.
Nútímamönnum er hollt að líta annað veifið til
fortíðarinnar. í ævarandi sjálfstæðisbaráttu
smáþjóðar ber vissulega að horfa sem mest
fram á veg og reyna að stýra hjá þeim boðum
sem sjá máframundan. Þeireru eru bæði marg-
ir og válegir. En það er tæplega unnt að stinga
út stefnu á þeirri siglingu nema menn hafi veður
af fortíðinni og spyrji um sig og sína þjóð: Hví
erum við hér komin?
Sé hugsað til fyrritíðar manna, sem margir
hverjir lögðu allt í sölurnartil að ísland yrði sjálf-
stætt ríki, þá fer ekki hjá því að spurt sé hvernig
íslenska þjóðin hafi ávaxtað sinn arf. Hvað með
sjálfstæði íslands í dag? Er íslandsbyggð eng-
um öðrum þjóðum háð?
Ætli nokkurn hafi órað fyrir því þann 1. des-
ember 1918, að 69 árum síðar hefði erlendur
her setiö í landinu áratugum saman og haft til
þess samþykki íslenskra ráðamanna? Slíkar
hugrenningar eiga tæpast heima á glampandi
sumardegi þegar þjóðin tekur sérfrí, fer í skrúð-
göngu og leikur sér að gasfylltum blöðrum.
Þess vegna er það við hæfi að 1. des. skuli vitja
okkar ár hvert í svartasta skammdeginu.
KUPPT OG SKORIÐ
Áhyggjur af
Gorbatsjov
Morgunblaðið mæðist í mörgu
eins og fyrri daginn. Nú hafa
þungar áhyggjur af Míkhafl Gor-
batsjov, aðalritara Kommúnist-
aflokksins sovéska, bæst ofan á
andvökur út af ráðhúsi, Borgara-
flokki og öðru heimilisböli hægri-
manna. Merkilegast við þann
Gorbatsjovhnút sem blaðið hefur
hnýtt sér er það, að engu er líkara
en blaðið hafi þungar áhyggjur
bæði af því að Gorbatsjov takis t
að breyta sovésku samfélagi og
utanríkisstefnu þess og svo af því
að honum takist það ekki. Önnur
hægrimálgögn í heiminum láta
sér um þessar mundir nægja að
velja annanhvort þessara a-
hyggjuefna, en Morgunblaðið
leggur á sig bæði tvö.
En mestar og alvarlegastar
áhyggjur hafa þeir Morgunblaðs-
menn blátt áfram af því að Gorbi
karlinn sé alltof vinsæll á Vestur-
löndum. Að hann hafi gerst eins-
konar rauður senuþjófur á fjöl-
miðlaleiksviði heimsins, og þar
með skákað Reagan Bandaríkj-
aforseta einmitt á þeim palli, þar
sem Reagan átti að kunna manna
best allar innkomur og útgöngur.
Óþekkt
Steingríms
Þetta kom allt fram á Ijúfan og
skemmtilegan hátt á dögunum,
þegar bók Gorbatsjovs um per-
estrojku kom út á íslensku. Þá
var haldinn blaðamannafundur
og Steingrímur Hermannsson var
þar viðstaddur við hlið sendiherr-
ans sovéska og minnti menn á að
hann hefði talað við Gorba sjálf-
an. Morgunblaðsmönnum
sortnaði um stund fyrir augum,
en svo mönnuðu þeir sig upp og
ekki gósialÍBma í
nm ...
Með þvi að tala um
sóeialiama í kjólfótimi
sklrskotar Svavar til
þeirrar áaýndar sem
hann telur að flokkurinn
muni þjúpaat verði hann
leiddur af prúfessor
Ólafi Ragnari.
Og nú hefur það ein-
mitt gerst Gegn vitja
nœr allra þingmanna og
forygtumanna flokkaina
á vettvangi verkalýðe-
hreyfingar er Ólafur
Ov
or ikraauTin
SorétríkjmaaM og túlkur hant o*
Bók Mikhails Gorbatsjov
komin út á íslensku
Fundurinn með Gorbatsjov hafði veruleg áhrif á afstððu
mína til heimsmála, segir utanríkisráðherra
BÓK tftir Gorhatajov aAaMtum allri. 1 bóldnni kemur Gorhátajov
einnig þeirri andstöðu sem tilraunir
hant tá að opna aovéakt umMig
11
niður og skrá sinar hugsanir og I
hugmyndir ( bók fynr almenning. I
Utanrikkráðherra aagði einnig að I
ifflÉlr
Ergelsið í Mogga
spurðu að því í Staksteinum hvort
nokkur annar utanríkisráðherra
vestræns ríkis, og það meira að
segja Natóríkis „hefði talið það í
sínum verkahring - eða samrým-
ast þeirri stöðu sem hann gegnir -
að vera eins konar meðreiðar-
sveinn sovésks sendiherra við
kynningu á meintu áróðursriti
aðalritara Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna".
Hér skín mjög í gegn gömul og
ný trú Sjálfstæðismanna á að þeir
einir viti, að þjóðfélagið hrynji ef
þeir eru ekki sjálfir í stjórn og þá
að engum sé treystandi til að
ræða hvorki við Bandaríkjamenn
né Sovétmenn nema þeim sjálf-
um. Og því er það að, ef einhver
Krati leyfir sér að gagnrýna
bandarískan yfirgang í Mið-
Ameríku eða ef einhver Fram-
sóknarblesinn situr á eintali við
Rússa, þá lyftir Morgunblaðið
sínum geigvænlega uppeldisfingri
og áminnir sína rellnu grislinga í
Kattholti stjórnarherbúðanna:
Svona láta ekki góð börn.
Ef Reagan
skrifaði bók
En ekki nóg með það. í fyrr-
nefndum harmagráti Staksteina
yfir syndafalli Steingríms Her-
mannssonar breyttist Morgun-
blaðið allt í einu úr ströngum sið-
ameistara í afbrýðissaman
krakka:
„Yrði efnt til svipaðs blaða-
mannafundar hér ef Ronald Re-
agan tæki sig til í sumarfríinu og
gengi frá nokkrum ræðum sínum
til útgáfu í bók með sama auglýs-
ingabrölti og Gorbatsjov?“
Með öðrum orðum: af hverju
vilja allir vera með þessum Gor-
ba, af hverju eru allir vondir við
hann Ronní okkar?
Skemmtilegast er það, að
spurningin er allsendis óþörf.
Það dettur engum manni í hug að
efast um það, að Steingrímur
Hermannsson mundi með
glöðum fúsleika mæta á blaða-
mannafundi til að auglýsa hvaða
bók sem væri - ef höfundurinn
ræður yfir þeirri frægð sem varp-
ar ljóma yfir sjálfan hann
Þetta veit ritstjóri Tímans, Ind-
riði G. Þorsteinsson, líka ofurvel
og skrifar um það í einn af dálk-
um sínum á dögunum. Vitanlega,
segir hann, væri enginn maður
betri til að tala á blaðamanafundi
um ritlíst Reagans en Steingrím-
ur. En það er barasta ekki á dag-
skrá:
„En á þetta hefur ekki reynt
því að Reagan hefur engar ræður
tekið saman, og hefur ekki svo
vitað sé reynt að breyta þjóðfé-
lagi Bandaríkjanna. Það er því of
snemmt fyrir Morgunblaðið að
gerast heilagra en páfinn“.
Veifað dulu
rauðri
Ansi laglega saman pressuð
þessi pilla Indriða. Takið til dæm-
is eftir þessum orðum hér: „og
hefur ekki svo vitað sé reynt að
breyta þjóðfélagi Bandaríkj-
anna“. Þar með er veifað rauðum
stríðinsklút framan í Morgun-
blaðsbola. Gorbatsjov er maður
breytinganna en Reagan ekki.
Og ögrun Indriða er þeim mun
grimmari sem það er vitað, að hér
fer hann með rangt mál. Reagan
hefur vissulega reynt að breyta
bandarísku þjóðfélaagi - í þá átt
að snúa við hjóli tímans, brjóta
niður það gloppótta velferðark-
erfi sem komist hafði á í landinu
og gera hina ríku ríkari og skattf-
rjálsari en þeir höfðu verið um
langt skeið. Þetta hefur Reagan
tekist svo vel, að hann er mjög
rúinn trausti heima fyrir og grípur
nú á það ráð sér til hressingar í
almenningsáliti, að semja við
þann skálk Gorbatsjov um af-
vopnunarskref og láta hann tala í
þinginu hjá sér. Þannig er nú það.
Ekki nema von að þeir á Morgun-
blaðinu finni sér hvergi hæli í
hemi tryggt.
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson.
Rltatjórar: Árni Bergmann, össurSkarphéðinsson.
Fróttastjórl: LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH.
Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrlta- og prófarkalostur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljóamyndarar: Einarólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlltateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýainga8tjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýaingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
brelðslu- og afgreiðsluatjóri: Höröur Oddfríðarson.
breiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir.
greiðala: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
iheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjornsson.
keyrala, afgroiðola, ritstjórn:
öumúla 6, Reykjavík, aími 681333.
iglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 6811310.
nbrotog setning: Prentamiðja Þjóðvlljanahf.
Verð (lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áekrtftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. desember 1987