Þjóðviljinn - 30.12.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.12.1987, Qupperneq 2
SPURNINGIN— Ertu búinn aö ákveða áramótaheitið? Hlynur Reimarsson sjómaður: Já, að vera góður við konuna mína. Ingibjörg Sverrisdóttir bókasaf nsf ræði ng u r: Nei, ég geri það yfirleitt ekki. Rúnar Backman rafvirki: Nei, ég er ekki búinn að því og geri það yfirleitt ekki. Hildur Viggósdóttir nemi: Nei,ég geriþaðekki fyrren kl. 12 á gamlárskvöld. Bergþór Sigurðsson innheimtumaður: Nei, ég er hættur því. Nýi miðbœrinn íbúunum ekki svarað íbúasamtök nýja miðbœjarinsfá engin svör við fyrirspurnum sínum frá borgaryfirvöldum. Guðrún Eyjólfsdóttir: Mikil reiði meðalfélagsmanna rátt fyrir ítrekaðar bréfa- skriftir íbúasamtaka nýja miðbæjarins í Kringiumýri, til borgaryfirvalda varðandi umferð og öryggismál í hverfinu, hafa engin formleg svör borist sam- tökunum. íbúasamtökin sendu fyrst bréf til borgaryfirvalda 16. júní sl. sumar, aftur 24. ágúst, þá 7. nóv- ember og nú síðast 10. desember. Engu þessara bréfa hefur verið svarað. - Við erum bæði leið og reið vegna þessa. Við viljum eiga gott samstarf við borgaryfirvöld en það er undarlegt á hvern hátt þau starfa. Fyrir kosningar er gjarnan talað um mikilvægi íbúasamtaka og þá stendur ekki á svörum um hverfamál hjá borgarfulltrúum, en þess á milli virðist viljinn til samstarfs enginn, sagði Guðrún Eyjólfsdóttir formaður íbúasam- takanna í samtali við Þjóðvilj- ann. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins tóku þetta mál fyrir á fundi borgarstjórnar fyrir hátíð- arnar og bókuðu gegn þessu virð- ingarleysi borgaryfirvalda í garð íbúasamtakanna. - Það er ekki hægt að sjá að erindi samtakanna hafi verið sinnt rátt fyrir góð orð þar um í upphafi og erindinu hef- ur ekki einu sinni verið svarað þrátt fyrir ítrekanir, segir í bók- uninni. -ns. Gylfi Már Guðjónsson varaformaður Trósmiðafélags Reykjavíkur, afhendir Vigni Benediktssyni framkvæmdastjóra Steintaks hf. og Kristjáni Snorrasyni trésmíðameistara viðurkenningu fyrir aðbúnað á vinnustað. Mynd: E.OI. Aðbúnaður á vinnustað Steintak hf. fær viðurkenninguna í ár Trésmiðafélag Reykjavíkur veitirárlega viðurkenningu til vinnustaða Trésmiðafélag Reykjavíkur veitir nú í þriðja skipti viður- kenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað og það er byggingafyr- irtækið Steintak hf. sem fær hana. Trésmiðafélagið tók á árinu 1985 upp þá nýbreytni að veita fyrirtækjum á félagssvæði sínu viðurkenningu fyrir góðan að- búnað starfsfólks á vinnustað. Ástæðurnar fyrir viðurkenning- unum voru m.a. þær að hvetja fyrirtæki og yfirmenn að bæta að- búnað og að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem til fyrirmyndar eru. Atriði sem koma til skoðun- ar þegar aðbúnaður á vinnustað er metinn eru t.d. hreinlætisað- staða, kaffistofa, aðbúnaður í fatageymslu, lýsing, loftræsting o.fl. Undanfarnar vikur hafa starfs- menn Trésmiðafélags Reykjavík- ur kynnt sér hvernig aðbúnaði er háttað í fjölmörgum fyrirtækjum > byggingariðnaði á höfuðborgar- svæðinu, og það var síðan Steintak hf. sem fær viðurkenn- inguna að þessu sinni fyrir að- stöðu þess við Faxafen við Skeifuna í Reykjavík. -ns. Bændur Uppgjör utandag- skiár Ragnar Arnalds fór I gær fram á það við Þorvald Garðar Krist- jánsson, forseta sameinaðs þings, að utandagskrárumræða færi fram sem fyrst um uppgjör við sauðfjárbændur. Lögum samkvæmt átti uppgjör vegna slátrunar í haust að fara fram fyrir 15. desember, en það hefur ekki farið fram enn. Þorvaldur Garðar mun hafa lofað því að umræðan færi fram við fyrsta tækifæri. Það tækifæri gæti gefist í dag því þingsályktun- artillaga um staðfestingu samkomulags um loðnuveiðar Norðmanna, frá utanríkismála- nefnd á eftir að fara í gegnum aðra umræðu í sameinuðu þingi fyrir áramót. Væri þá möguleiki á að taka uppgjörið við bændur á dagskrá. -Sáf Lögreglan Lýst eftir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Inga Jóhanni Hafsteinssyni, en til hans hefur ekki spurst síðan 3. nóvember sl. Ingi Jóhann er 35 ára gamall, 180 cm á hæð og í meðal holdum. Hann er frekar breiðleitur, með alskegg og ljóst, litað hár. Síðast sást til ferða Inga Jóhanns á Skagaströnd 3. nóvember sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans frá þeim tíma eru beðnir um að gefa sig fram við lögregluna. _ns 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 30. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.