Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 1
íþróttamaður ársins Kjöri frestað Kjöri íþróttamanns ársins sem fara átti fram í gær var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær kjörið fer fram. -ste Ogþetta líka... Islenska unglingalandsliðið í körfuknatt- leik heldur utan 6. janúar til Bel- fast á írlandi. Þar verður tekið þátt í fjögurra landa móti sem hugsaö er til undirbúnings fyrir Evrópumót unglingalandsliða er verður í Finnlandi í april á þessu ári. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Rúnar Árnason, Steinþór Helgason og Svein- björn Sigurðsson UMFG, Gauti Gunnarsson og Lárus Árnason KR, Ragnar Þór Jónsson og Hannes Haraldsson Val, Egill Viðarsson ÍBK, Rúnar Guðjóns- son Haukum og Björn Bollason ÍR. Schalke sem gengur ekkert of vel í Bund- esligunni, hefur ráðið nýjan þjálf- ara. Sá nýi heitir Horst Franz og er aðallega frægur fyrir að bjarga liðum frá falli. Hefur hann meðal annars bjargað Dielefeld og Fort- una Dusseldorf. Hann leysir af hólmi Rolf Schaftstall sem fór til annars fallkandídats, Bayer Uer- dingen. Æfingaferö A-landsliðs kvenna í körfuknatt- leik gekk ekki nógu vel. Haldið var til Luxemborg og dvalið þar þrjá daga. Leiknir voru 2 leikir við landslið Luxemborgar og einn leikur við vestur-þýskt félagslið úrþýsku Bundessligunni. Töpuð- ust allir leikirnir með þrjátíu til fimmtíu stiga mun. Vert er þó að benda á að oft hefur munurinn verið meiri, þetta var æfingaferð og að um helmingur íslenska liðsins voru nýliðar. Verstu ólæti á knattspyrnuvöllum Kýpur urðu a laugardaginn að sögn íþrótta- fréttamanna þar. 13 áhoiiendur slösuðust, þaraf tveir lögreglu- menn þegar áhangendur liðsins Ael ruddust inná völlinn eftir að mótherjar þeirra, Apoel, höfðu skorað úr vítaspyrnu þegar ein mínúta var til leiksloka. Lögregl- an þurfti að beita táragasi og þrýstivatnsbyssum þegar lýður- inn reyndi að kveikja í stúkum og fleiru. Birgir Sigurðsson skoraði 15 mörk í fyrri leiknum. Handbolti Fyrsta tap Islands gegn Færeyjum í handknattleik B-landslið íslands tapaði íhræðilegum leik gegn landsliði Fœreyja eftir að hafa sigrað með sextán marka mun Það er að mestu liðin tíð að landslið okkar í handknattleik leiki gegn Færeyingum. B- landslið Islands lék þó tvo lands- leiki gegn Færeyjum um helgina, sigraði í fyrri leiknum 36-20, en tapaði í síðari leiknum 23-22 í hræðilega slökum leik. Þetta er fyrsta tap íslands í landsleik við Færeyjar í hand- knattleik frá upphafi, en þjóðirn- ar hafa leikið sjö leiki. Þrátt fyrir að þetta hafi verið B-landslið ís- lands er þetta slök framistaða einkum í ljósi þess að fyrri leikur- inn vannst með 16 marka mun! Óruggir í fyrri leiknum í fyrri leiknum sýndu íslend- ingar góðan handbolta, byrjuðu leikinn af krafti og náðu fimm marka forystu strax, 6-1. Birgir Sigurðsson lék sérstaklega vel, var öruggur á línunni enda skoraði hann 15 mörk. Færeying- ar reyndu vel en komust ekki í gegnum sterka vörn okkar stráka. íslendingar juku jafnt og þétt á forskotið og var staðan í leikhléi 18-6. Þegar leið á seinni hálfleik tók að bera á kæruleysi hjá okkar mönnum þó að þeir héldu áfram að auka forskotið. Færeyingar náðu ágætum köflum inná milli, en munurinn var of mikill og þrátt fyrir að þeim tæk- ist að minnka hann voru íslend- ingar fljótir að breyta stöðunni að nýju og sigurinn öruggur 36-20. Bestur af íslendingum var tví- mælalaust Birgir Sigurðsson, mjög öruggur á línunni og sterkur í vörninni. Dómarar voru Gunnar Kjart- ansson og Rögnvaldur Erlings- son og dæmdu þeir þennan auðvelda leik vel. Mörk íslánds: Birgir Sigurðs- son 15(5v), Guðmundur Alberts- son 4, Héðinn Gilsson 4, Stefán Kristjánsson 4, Hans Guðmunds- son 3, óskar Árnasson 2, Her- mann Björnsson 2 og Aðalsteinn Jónsson 2. Kæruleysi í síðari Það mátti strax sjá í upphitun- inni að leikmenn Islands litu á þetta sem auðveldan leik. Og greinilegt að þeir tóku hann ekki alvarlega. Þeir sýndu enga bar- áttu eins og í fyrri leiknum og áhugaleysið var algjört. En Fær- eyingarnir tóku á og héldu í við íslendingana og uppskáru að lok- um sigur 23-22. Var gleði þeirra gífurleg sem vonlegt var en ís- lensku áhorfendurnir voru ekki að sama skapi glaðir. Voru menn mjög svekktir enda eitt að tapa í landsleik gegn Færeyjum og ann- að að horfa uppá svona mikið virðingarleysi gagnvart áhorf- endum. íslendignar leiddu framan af, en Færeyingar tóku sig á í síðari hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. Besti maður leiksins var fær- eyski markmaðurinn sem varði mjög vel. Dómarar leiksins voru Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ólsen og voru þeir einu íslend- ingarnir sem komust skammlaust frá leiknum. Mörk íslands: Birgir Sigurðs- son 7, Hans Guðmundsson 6, Hermann Björnsson 3, Stefán Kristjánsson 2, Óskar Árnason 2, Guðmundur Albertsson 1 og Gunnar Beinteinsson 1. -stef Rallý Paris-Dakkar rallýið byrjaö Yfir 600 farartœki með í byrjun Það var allskrautlegt saman- safn af farartækjum sem lögðu af stað frá Versalahöll síðastliðinn föstudag. Um 600 bflar, mótor- hjól, jeppar og allskyns trukkar lögðu af stað í þetta 13,000 kfló- metra rall. Þaraf er reiknað með að ferðin yfir Sahara- eyðimörkina taki að minnsta kosti 20 daga og er viðbúið að flestir sem falla úr keppni falli úr þar. Þetta er tíunda rallið með þessu nafni og er talið verða það erfiðasta. Bflaverksmiðjur í heiminum eru farnar að leggja talsvert í þessa keppni og binda Frakkar miklar vonir við Peugeot- farartækin, en þeim fylgja sjö vörubílar og 62 bifvélavirkjar. Meðal keppenda frá þeim eru Ari Vatanen frá Finnlandi, sem var sigurvegari síðasta árs, ásamt rallheimsmeistaranum Juha Kan- kkunen einnig frá Finnlandi. Aðrir frægir kappar eru Jacky Ickx og Jacques Lafitte, Formula eitt kappakstursmenn sem aka á Porsche. Japanir náðu góðri byrjun á Mitshubishi Pajero en þeir unnu bfla- og trukka-flokkinn í fyrra. Honda vonast til að vinna í þriðja skiptið í röð í mótorhjóladeild- inni þar sem þeir hafa lent í fyrsta og öðru sæti tvö síðastliðin ár. Skipuleggjendur keppninnar vonast til að margir þátttakendur detti úr keppni áður en kemur að Sahara-eyðimörkinni, því annars gæti skapast vandræðaástand þegar allur sá fjöldi áhorfenda, blaðamanna og hjálparmanna sem fylgir keppendum flykkist til þeirra vanþróuðu Ianda er verða á leið þátttakenda. -stef Knattspyrna Blokhin til Austumíkis Oleg Blokhin, líklegast einn frægasti knattspyrnumaður So- vétrflcjanna hefur samþykkt að spila með 2. deildarliðinu Vorwa- erts Steyr næsta leiktímabil. Steyr er 30,000 manna bær f Austurrfki. Blokhin var staddur á móti í Austurríki ásamt liði sínu, Dy- namo Kiev, þegar hann ákvað fé- lagaskiptin og talið er að hann sé þegar búinn að fá þau samþykkt hjá sovéskum yfirvöldum. Hann skoraði 6 mörk á þessu móti. Blokhin sem er 35 ára gamall og var kosinn knattspyrnumaður Evrópu 1975 sagði að hann væri ekki hættur og vildi enda feril sinn sem atvinnumaður erlendis. -ste Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Þriðjudagur 5. janúar 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.