Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Blaðsíða 3
_____________ÍÞRÓTTIR___________ Ítalía Loks skoraði Rush Hafði ekki skorað á Ítalíu í tvo mánuði Ruud Gullit skaut Napoli á kaf er liðið tapaði sínum fyrsta leik á tírnabilinu. Napoli var ekki svipur hjá sjón þegar A.C.Miian sigraði 4-1. Það voru þó meistararnir sem náðu forustunni á 10. mínútu er Carr- ega skoraði á meðan leikmenn A.C.Milan vildu fá dæmda rang- stöðu. Leikmenn Milan efldust þó við mótlætið og náðu upp frábæru spili sem hlaut að enda með Ajax Cruyff hættir Johan Cruyff hefur lagt fram uppsögn sína sem framkvæmda- stjóri hjá Ajax. Cruyff mun hafa sagt leik- mönnum Ajax frá ákvörðun sinni en ekki gefið neitt uppi um hvort hann væri búinn að ráða sig hjá einhverju öðru félagi. Enginn forráðamanna Ajax var tilbúinn til að tjá sig um málið í gær. Cruyff hefur verið orðaður við nokkur félög í Evrópu m.a. Paris Saint-Germain. -ih/reuter marki. Og það kom á 20. mínútu eftir að Gullit hafði leikið á hvern andstæðinginn á fætur öðrum og gefið fallega sendingu á Angelo Colombo sem sendi knöttinn í netið. Aðeins fjórum mínútum síðar tókst Antonio Virdis að komast inn fyrir vörn Napoli og skora annað mark Milan. Fyrirliði Napoli, Diego Mara- dona, var ekki nema skugginn af sjálfum sér en hann kom til Nap- oli á laugardaginn eftir erfitt ferðalag frá Argentínu þar sem hann eyddi jólaleyfinu. Það voru ekki nema 15 mínút- ur liðnar af síðari hálfleik er Gul- lit bætti þriðja marki Milan við. Og það var Roberto Donadoni sem rak smiðshöggið á frábæran leik Milan er hann skoraði fjórða markið á 77. mínútu. Með sigrinum færðist lið Milan upp í annað sæti ítölsku 1. deildarinnar og er nú aðeins 3 stigum á eftir Napoli. I Tórínó fór fram leikur milli Torino og Juventus. Bæði liðin hafa aðalbækistöðvar sínar í Tór- ínó og var leikurinn frekar grófur og einkenndist af baráttu og sig- urvilja beggja liða. Leiknum lauk þó með jafntefli 2-2. Velski landsliðsmaðurinn Ian Rush sem ekki hefur gengið vel að skora á Ítalíu sagði fyrir leikinn að svona baráttuleikir legðust alltaf vel í sig. Honum hlyti að ganga vel í þessum leik. Og það gekk líka eftir, Rush skoraði sitt fyrsta mark frá því 1. nóvember. Að vísu var þetta mark nokkuð umdeilt þar sem ýmsir töldu að leikmaður Torino, Ezio Rossi, hafi snert knöttinn áður en hann fór í markið. Rush sagði eftir leikinn að hann héldi að Rossi hafi skorað sjálfsmark. Síðara mark Juventus gerði Ang- elo Alessio en mörk Torino þeir Massio Cripp of Tullio Gritti. Roma féll úr öðru sætinu í það fjórða eftir að hafa tapað 1-0 gegn Fiorentina. Fiorentina hafði fyrir leikinn tapað hverjum leiknum á fætur öðrum. Það var Roberto Baggio sem skoraði mark Fiorentina. Sampdoria sem er í þriðja sæti í 1. deild náði aðeins jafntefli gegn Internazionale, 1-1. Staðan Napoli......... 13 9 3 1 26-11 21 Milan.......... 13 7 4 2 17-7 18 Sampdoria...... 13 6 6 1 19-11 18 Roma........... 13 7 3 3 22-12 17 Juventus....... 13 6 2 5 17-14 14 Internazionale... 13 4 5 4 17-17 13 Verona..........13 4 5 4 14-14 13 Cesena......... 13 4 5 4 12-12 13 Fiorentina......13 4 4 5 14-13 12 Pescara........ 13 5 2 6 13-25 12 Ascoli..........13 3 5 5 17-17 11 Pisa............13 3 5 5 12-16 11 Torino......... 13 2 7 4 14-17 11 Como............ 13 2 5 6 11-18 9 Avellino....... 13 1 4 8 10-24 6 Empoli........ 13 3 3 7 9-16 4 (Empoli byrjaði með 5 refsistig eftir að hafa lent í hneykslismáli um ákvörðun úrslita fyrirfram) -ih/reuter Portúgal Porto enn ósigrað Porto sem virðist vera ósigrandi hóf nýja árið eins og það endaði það gamla, með sigri. Fórnarl- ömbin að þessu sinni voru leik- menn Rio Ave sem töpuðu leiknum 7-0! Fernando Gomes, fyrirliði Porto, skoraði þrjú markanna og átti möguleika á því fjórða en hann skaut yfir úr vítaspyrnu. Hin mörkin gerðu Rui Barros, Antonio Sousa og Inacio en eitt marka Rio Ave var sjálfsmark. Sigurinn sem var sá ellefti tryggir Porto efsta sætið um sinn. Liðið hefur nú 4 stiga forystu á næsta lið, Benfica, og á auk þess einn leik til góða Benfica sigraði Belenenses 2- 0. Það var Svíinn Mats Magnus- son sem gerði fyrra mark Benfica með skalla. Hið síðara skoraði fyrirliðinn Diamantino eftir frá- bæran einleik aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Urslit RioAve-Porto......................0-7 Benfica-Beleneses.................2-0 Braga-Sporting....................1-0 Academica-Guimares................1-0 Chaves-Portimonense...............0-1 Farense-Boavista..................0-0 Salgueiros-Setubal................0-4 Espinho-Varzim....................1-0 Penatiel-Covilha..................3-2 Elvas-Maritimo....................1-1 Staðan Porto......... 14 11 3 0 40-9 25 Bentica....... 15 8 3 3 21-9 21 Boavista.......15 7 6 2 17-10 20 Guimares.... 15 6 6 3 27-16 18 Setubal...... 15 7 4 4 27-21 18 -ih/reuter Vinningstölurnar 2. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 11.920.864,- og skiptist hann á milli 7 vinningshafa, kr. 1.045.835,- á mann 2. vinningur var kr. 1.378.240 og skiptist hann á 584 vinningshafa, kr. 2.360.- á mann 3. vinníngur var kr. 3.221.779.- °g skiptist á 18.623 vinningshafa, sem fá 173 krónur hver. ' V Í ; j ^ V - "t ,r . krónaj ' ári' itals 850 Vr 1-459M - aa Mítbóte ert þú fj^aý^f sanýaji rni P^tírðir ivisja Vcxtf erU J . fcrónt* árió >‘->87 góðan SGNI BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.