Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna íslandsmotið í innanhússknattspymu íslandsmótið í innanhússknattspymu hefst um næstu helgi. Þá verð- ur keppt í 2. deild, 3. deild og2. flokki karla. Mótið hefst áföstudag kl. 15 með keppni í 2. flokki karla. Á laugardaghefst keppni í 3. deild kl. 9 og í 2. deild kl. 13:24. Mótið heldur síðan áfram á sunnudag. Leikið er fram til kl. 22 alla dagana. Helgina 22.-24. verður leikið í 1. og 4.deild og meistaraflokki kvenna. Dregið hefur verið í riðla og skipast liðin þannig: l.deild karla A-riðill: B-riðill: C-riðill: D-riðill: Fram Valur K.R. Fylkir Selfoss H.S.Þ.b K.S. I.A. K.A. Þróttur.R I.R. Grótta i.B.V. Víkingur.R Víðir Leiftur 2. deild karla A-riðill: B-riðill: C-riðlll: D-riðill: Í.B.K. Ármann U.B.K. Njarðvík F.H. Þór, Ak. Haukar Í.K. Víkverji Reynir.S Höttur Þróttur.N. Einherji Grindavlk Leiknir.R Skallagrímur 3. deild karla A-rlðill: B-riðill: C-riðlll: D-riðill: Völsungur Bolungarvik Reynir.Á Vorboðinn Valur.Rf Austri.E Stjarnan Neisti Hveragerði Grundarfj. Leiknir.F Augnablik I.B.I. Svarfdælir Léttir Skotf.Rvík 4. deild karla A-rlðill: B-riðill: C-riðill: Ægir Hvöt Höfrungur Geislinn Neisti.H U.S.A.H.b U.M.F.A. Hrafnk.F Hvatberar Sindri Ösp F-riðlll: D-riðill: E-riðill: ögri Snæfell Árroðinn Kormákur Hafnir Tindastóll Árvakur Eyfellingur Baldur Þórsmörk Vaskur París-Dakar rallið Tveir dánir og margir slasaðir Ari Vatanen heldur enn forystu Áföllin halda áfram í París- Dakar rallinu og eru uppi hávær- ar raddir um að stöðva keppnina. Á föstudaginn var hætt við svo- nefnda “dauðaleið“ vegna skorts á eldsneyti á þyrlur þær sem not- aðar eru til sjúkraflutninga. Á laugardag fórst Hollendin- gurinn Kees Van Loewvezijn þegar DAF trukkur hans valt. í veltunni slösuðust einnig bifvéla- virki hans og aðstoðarökumaður alvarlega og voru þeir þegar sendir með þyrlu til Parísar. Eru þeir nú úr lífshættu en munu þurfa að ganga undir miklar skurðaðgerðir. Var atvikið sýnt í franska sjónvarpinu og sést að trukkurinn er á mjög mikilli ferð þegar hann veltur. Fór hann margar veltur en ökumaðurinn kastaðist út um framrúðuna. Á sunnudaginn brann franski aðstoðarökumaðurinn Patrick Canado til dauða þegar Range Rover jeppi, sem hann var í, lenti í árekstri í Nígenu. Margir mót- orhjólaökumenn hafa slasast og þar af tveir alvarlega þegar þeir hafa misst vald á hjólum sínum í gljúpum eyðimerkursandinum. Á þeim 10 árum sem keppnin hefur verið haldin hafa orðið tut- tugu dauðsföll. Skipuleggjandi rallsins, Rene Metge, viðurkenn- ir að þetta sé erfiðasta keppnin til þessa en mótmælir að hún sé hættuleg. „Vandamálið er ekki að rallið sé hættulegt heldur að ökumennirnir keyra mun hraðar og taka meiri áhættu en áður.“ Einn keppenda mótmælti þessu og sagði:„Ef að líkum lætur kem- ur Metge til Dakar aleinn, því hann ferðast í þyrlu“. -ste Karfa Samkölluð stigasúpa ívar Webster lék með. Ekki búið að dæma Á sunnudaginn fóru fram nokkrir leikir í Bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Var athyglisvert hve mikill stiga- munur var í leikjunum hjá meistaraflokki. ívar Webster spilaði með Haukum því það er ekki búið að dæma hann fyrir hið margfræga kjaftshögg. Óhætt er að segja að stigasúpa helgarinnar hafi verið í leik UMFG og UMFS en þar voru skoruð hvorki meira né minna en 224 stig. hann Úrslit: Meistaraflokkur karla: ÍR-Þór.................102-65 UBK-ÍA..................96-59 UMFN b-ÍSa..............56-53 UMST-Haukar............75-91 UMFG-UMFS..............139-85 KR b-Valur..............50-90 Meistaraflokkur kvenna: Grindavík-Haukar........42-52 í kvöld leiða saman hesta sína ÍBK og Njarðvík. Er þetta einn aðalleikurinn í Bikarkeppninni og hefst hann klukkan 20.00 í Keflavík. -ste M.fl.kv. A-riðill: B-riðill: C-riðlll: D-riðill: K.R. Stjarnan I.A. K.A. Afturelding I.B.K. Fram U.B.K. I.B.I. K.S. Þór.Ak. Valur F.H. Grundarfj. Skallagrímur Borðtennis Tómas vann 2. fl. karla A-riðill: Leiknir, R Fylkir K.R. I.K. B-riðill: I.A. U.B.K. Stjarnan Fram C-riðill: Ægir Valur Haukar Selfoss Amannótið Um 90 keppendur D-riðill: Reynir, S Þróttur, R I.B.K. I.R. E-riðill: Víðir Sindri Grindavík F-riðill: Víkingur Ármann F.H. í F-riðli 4.deildar, D-riðli Meistaraflokks kvenna E- og F-riðli eru aðeins 3 lið og verður leikin tvöföld umferð. Ríkisfang Gæti valdið milliríkjadeilum Bretar herða reglur um búsetu Nefnd sem skipuleggur Sam- veldisleikana ákvað á fundi sín- um á laugardag að lengja þann tíma sem menn verða að búa í landi til að geta skipt um ríkis- fang. Áður þurfti aðeins að hafa búsetu í landi í sex mánuðu af tólf en eftir að nýju reglurnar komu til þarf að hafa búsetu í þrjú ár af fimm. Er þetta aðallega til komið vegna Zolu Budd og sundkon- unnar Annette Cowley en þær skiptu um ríkisfang rétt fyrir Ed- inborgarleikana 1986. Hefur það leitt til versnandi samskipta þjóð- anna sem í hlut eiga og sögðu áh- rifamenn í Nýja-Sjálandi að Zola Budd væri ekkert sérlega vel- komin á mót sem þeir héldu.-ste I Hið árlega Arnarmót í borð- tennis var haldið á laugardaginn. Var það nokkuð fjölmennt eða um níutíu keppendur og voru úr- slit nokkuð eins og við var að bú- ast. Úrslit Meistaraflokkur karla: 1. sæti Tómas Guðjónsson KR 2. - Kjartan Briem KR 3. - Albrecht Echmann Stjörnunni 4. - Kristinn M. Emilsson KR Tómas vann Kjartan 21-10, 21- 11, 17-21 og 21-1 í úrslitaleik um fyrsta sætið. Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti Ásta Urbancic Erninum 2. - Elísabet Ólafsdóttir KR 3. - Elín Eva Grímsdóttir KR Ásta vann Elísabetu 21-17, 21-11 og 21-9 í úrslitaleik um fyrsta sæt- ið. 1. flokkur karla: 1. sæti Ólafur H. Ólafsson Erninum 2. - Jónas Kristjánsson Erninum 3. - Halldór Björnsson Víkingi 4. - Davíð Pálsson Erninum Ólafur vann Jónas 21-6,14-21 og 21-16. Gleðilegt er að siá Ólaf spila aftur en hann var Islands- meistari hér á árum áður. 1. flokkur kvenna: 1. sæti Berglind Sigurjónsdóttir KR 2. - Hjördís Þorkelsdóttir Víking 3. - Hrafnhildur Sigurðardóttir Víking 4. - Auður Þorláksdóttir KR Bergling vann Hjördísi í úrlslita- leik 21-16 og 21-17 2. flokkur karla: 1. sæti Sigurður Bollason KR 2. - Snorri Briem KR 3. - Stefán Sigurjónsson KR 4. - Páll Kristinsson KR Sigurður vann Snorra í úrslitaleik 21-16 og 21-14. Hann flytst í 1. flokk. -ste \ 0g þetta liía... McEnroe búinn að vera segir Ivan Lendl um þennan skapheita starfsbróður sinn. Lendl segir að sex mánaða straff sem John McEnroe fékk 1986 og tveggja mán- aða á síðasta ári hafi í raun verið 18 mánaða því á meðan að honum fór aftur hafi öðrum farið fram. „Hann er ótrúlega hæfileikamikill en þetta er bara of mikil hvíld," sagði Lendl að lokum. Thompson kominn á fullt. Daley Thompson, sá stórsnjalli tugþrautarmaður, sýndi það um helgina þegar hann kom fram í fyrsta skipti síðan í Róm að hann ætlar sér stóra hluti á Seoul í haust. Hljóp hann hraðar en nokkru sinni áður og bætti sitt persónulega met. Það sáust ekki nein merki um meiðslin sem hann fékk í Róm. Rúmenar hafa ákveðið að taka þátt í ólympíu- leikunum í haust. Munu þeir vera fimmta þjóðin sem tilkynnir þátttöku frá löndum austan járntjaldsins. Áður höfðu Ungverjaland og Austur- Þýskaland gefið svar og skömmu síð- ar bættust Búlgaría og Pólland í hóp- inn. Búist er við að Sovétmenn taki ákvörðun í þessari viku. Ekki er búist við að þeir hunsi leikanna. Kuwait jók möguleika sína á að komast til Seoul þegar þeir gerðu jafntefli við Saudi-Arabíu. Eru þeir nú efstir í sín- um riðli. írak vann Qatar 4-1 og var leikurinn ekki haldinn í írak því Al- þjóðaknattspyrnuráðið hefur bannað að leika landsleiki í írak vegna ó- tryggs ástands þar í landi. Brest sem er næstneðst í frönsku knatt- spyrnudeildinni fékk ekki leyfi hjá frönskum knattspyrnuyfirvöldum til að nota Paraguaska leikmanninn Ca- banas en eins og kunnugt er mygluðu þeir honum úr landi fyrir skömmu. Eiga þeir einnig á hættu að þurfa að borga 90.000 dollara og missa for- mann fólagsins í fangelsi í Kólombíu í eina viku. Vildu yfirvöld ekki sveigja reglur sambandsins og leyfa þrjá er- lenda leikmenn í hverju liði en Brest hefur fyrir tvo Argentínumenn. Karfa Los Angeles Lakers unnu Lið Péturs tapaði Nokkrir leikur voru í NBA deildinni á föstudag og laugar- dag. föstudag: Atlanta Hawks-Cleveland Cavaliers 101- 97 Boston Celtics-Washington Bullets 125-109 New Jersey Nets-New York Knicks 118-111 Philadelphia 76ers-Los Angeles Clippers 117-103 Los Angeles Lakers-Detroit Pistons 106-104 Utah Jazz-Milwaukee Bucks.111-107 Portland T rail Blazers-Sacramento Kings 98- 91 laugardag: Atlanta Hawks-Denver Nuggets 113-105 Los Angeles Lakers-lndiana Pacers 101- 98 New York Knicks-Bosto Celtics.... 106- 98 Philadelphia 76ers-Cleveland Cavaliers 126-110 Washington Bullets-Los Angeles Clippers 108- 76 Chicago Bulls-Utah Jazz.......113- 91 Houston Rockets-PhoenixSuns 104- 98 Seattle Supersonics-San Antonio Spurs 141-133 Dallas Mavricks-Golden State Warriors 115- 99 -ste \ 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.