Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1988, Blaðsíða 1
Stjörnuhlaup FH Kristján Skúli vann Á laugardag fór fram í Hafnar- firði stjörnuhlaup FH og var lagt af stað frá líkamsræktarstöðinni Hress. Kristján Skúli sigraði Jóhann Ingibertsson á spennandi endaspretti og munaði ekki miklu á tíma. Hlupu keppendur í karlaflokki 7,5 kílómetra. f kvennaflokki vann Steinunn Jónsdóttir nokkuð örugglega. Björn Pétursson kom á óvart og sigraði í drengjaflokki. Hlupu konurnar og drengirnir þrjá kíló- metra. Úrslit: Karlaflokkur: Kristján S. Ásgeirsson ÍR..24,54 Jóhann Ingibertsson FH......24,59 GunnlaugurSkúlasson UMSS 25,48 Gunnar P. Jóakimsson ÍR.....26,38 Sigmar Gunnarsson UMSB......28,04 Kári Þorsteinsson UMSB.....28,11 IngvarGarðarsson HSK........29,57 Gísli Ásgeirsson FH.........32,12 Kvennaflokkur: Steinunn Jónsdóttir ÍR......11,50 Margrét Guðjónsdóttir UBK...14,08 Drengjaflokkur: Björn Pétursson FH..........9,51 Finnbogi Gylfason FH........10.03 Björn T raustason FH.......10,11 Hergill Sigurðsson FH.......15,15 Þorvaldur Hjaltason FH......21,03 -ste „Hvar er boltinn?" Dæmigerð mynd úr leik K.R. og F.H. á sunnudaginn. Og þetta líka... Ekkert helgarfrí fyrir leikmenn Bayern Munchen segir þjálfari þeirra Jupp Heynckes. i innanhússmóti töpuðu þeir fyrir PSV Eindhoven 6-1 og síðan gegn Stutt- gart 7-0. Þetta varð til þess að þeir þurfa nú að mæta viku fyrr til æfinga. Forseti félagsins var meðal áhorf- enda og sagði hann að þetta væri mesta skömm sem hann hefði lent í. I sama móti meiddist markvörður þeirra, Jean-Marie Pfaff, og verður að taka sér 10 daga frí. 687 lotur á 24 tímum Iþróttafélag fatlaðra efndi til boccia- maraþons um helgina. Tóku þátt í því 25 spilarar og léku stanslaust I 24 tfma, frá 14 á laugardegi til 14 á sunnudaginn. Var tilefnið að safna áheitum fyrir keppnisferð sem þeir fara um miðjan febrúar næstkom- andi. Verður haldið til Svíþjóðar á svokallað Malmö Open. Tennisstjörnunni Martinu Navratilovu sem nú er stödd I Ástralíu var boðið að prufa ýmsar gerðir tennisvalla sem Ástralir eru að setja upp á risastóru æfingasvæði. Navratilova sem jafnan hefur sagt að vellir skiptu hana engu máli þáði boð- ið. En hún sannaði það enn hversu litlu máll vellirnir skipta hana er hún kom á æfingasvæðið akandi á Porsc- hinum sínum. Hún skildi bílinn eftir ( gangi gekk út að vellinum, tók bolta og kastaði honum á einn völlinn. „Hann er fínn," sagði Navratilova, settist upp í bílinn og hvarf í rykmekki. -ih Knattspyrna Franska landsliðið á mót í ísrael Frakkar tilkynntu í gær 20 manna hóp er heldur til ísraels síðar í þessum mánuði. Forseti franska knattspyrnu- sambandsins sagði að þrátt fyrir óróa í ísrael um þessar mundir myndi franska landsliðið fara þangað. „Við erum ekki háðir neinum stjórnmálum. Þessi ferð er aðeins á grundvelli íþrótta alls óviðkomandi stjórnmálum" sagði Jean Fournet-Fayard. Blaðafulltrúi sambandsins sagði að ef arabaríki óskuðu eftir að fá að leika við franska lands- liðið myndu þeir athuga það mál. Hann sagði einnig að Frakkar myndu mæta Svíum í vináttu- landsleik í Stokkhólmi 27. apríl. Heimsbikarkeppnin Allirheiiir íslenska handknattleiksliðið kom tii Svíþjóðar í fyrradag. Páll Ólafsson og Alfreð Gíslasson eiga við einhver meiðsli að stríða en allar líkur eru á að þeir spili samt með. Að öðru leyti var allt gott að frétta og allir heilir. í dag eiga þeir að spila við Austur- Þýskaland og hefst leikurinn klukkan 19.00. Rás 2 verður með beina útsendingu og byrjar hún kl. 18.00. Aðeins tveir nýliðar eru í franska liðinu sem er þannig skipað: Markverðir: Joel Bats og Bruno Martini Varnarmenn: Manuel Amoros, William Ayache, Basile Boli, Bernanrd Casoni, Sylvian Kast- enduech og Yvon Le Roux. Tengiliðir: Dominique Bijotat, Pascal Despeyroux, Luis Fern- andez, Jean-Marc Ferreri, Ger- ald Passi, Faderice Poullain og Jose Toure. Sóknarmenn: Bruno Bellone, Eric Cantona, Philippe Fargeon, Jean-Pierre Papin og Yannic Stopyra. -ih Þorbergur með á ný „Mér líst vel á að spila með þeim,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gærkveldi en hann kom í herbúðir íslendinga í gær. „Annars gengur mínu liði mjög vel. Við erum efstir í deildinni og er nær öruggt að við komumst upp,“ sagði Þorbergur einnig og er víst að hann mun styrkja líðið mikið. -ste l.deild kvenna Spennandi lokamínútur í Digranesi Um helgina var ein umferð leikin í l.deild kvenna í hand- knattleik. A laugardaginn mætt- ust lið Stjörnunnar og Vals í Iþróttahúsinu Digranesi. Stjarnan-Valur 20-21 Valsstúlkurnar leiddu nær all- an leikinn. Staðan í hálfleik var 9-12. Það leit allt út fyrir stórsigur Vals en Stjarnan var á öðru máli. Þær náðu upp góðu samspili á meðan Valsstúlkur léku eins og þær væru með unninn leik. Þegar 5 mínútur voru til leiks- loka þá jafnaði Stjarnan leikinn í fyrsta sinn. Og um Ieið vöknuðu leikmenn Vals upp við vondan draum. Þær fóru aftur í gang og náðu að knýja fram sigur þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Markahæstar í liði Vals voru Kristín Arnþórsdóttir (6), Guð- rún R. Kristjánsdóttir (4) og Magnea Friðriksdóttir (4). Markahæstar í liði Stjörnunnar voru Ragnheiður Stephensen (7/ 5) og Ingibjörg Andrésdóttir (6). Haukar-Víkingur 16-17 Á sunnudaginn fóru fram þrír leikir. í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði kepptu lið Hauka og Víkings. Leiknum lauk með sigri Víkinga 17-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn 8-8. Víkingsstúlkurnar voru ekki mjög sannfærandi í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. Þær misnot- uðu m.a. 5 vítaköst. Þróttur-Fram 10-37 í Seljaskóla fóru fram tveir leikir. Fyrri leikurinn var viður- eign Þróttar og Fram. Leikurinn var heldur slakur enda mótstaðan gegn Fram nær engin. Fyrir vikið varð leikurinn leiðinlegur á að horfa. Allir leikmenn Fram skoruðu mörk í leiknum. Marka- hæstar voru systurnar Guðríður og Hafdís Guðjónsdætur og Jó- hanna Halldórsdóttir allar með 6 mörk. Ágústa Sigurðardóttir skoraði 3 mörk fyrir Þrótt. K.R.-F.H. 13-25 Seinni leikurinn í Seljaskóla var viðureign K.R. og F.H. Leikurinn var ekki spilaður fyrir áhorfendur enda voru þeir fáir sem héldu út allan leikinn. Stund- um var eins og stúlkurnar vissu ekki með hverjum þar voru í liði. Markahæstar í liði F.H. voru Eva Baldursdóttir og Hildur Harðar- dóttir með 6 mörk. í liði K.R. var Sigurbjörg Sigþórsdóttir marka- hæst með 5 mörk. Þorbergur Aðalsteinsson Stórmót SÍ og Adidas Fram vann Á laugardag fór fram í íþrótta- húsinu Akranesi hið árlega Stór- mót Samtaka íþróttafréttamanna og Adidas. Var keppt í innan- hússknattspyrnu og gaf Adidas umboðið verðlaunapeninga til mótsins. Alis átta lið komu til keppni, ÍA af Skaganum, Þór og KA frá Akureyri, ÍBK frá Keflavík, Fram.Valur og KR úr Reykjavík ásamt úrvaii íþróttafréttamanna. í úrslitum léku saman Fram og KR og sigraði Fram 8-7 í geysi- spennandi leik en KR lenti í öðru sæti. Um 3.-4. sæti léku Þór og ÍBK og sigruðu Keflvíkingamir með sjö mörkum gegn sex Akur- eyringa. .ste Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Þriðjudagur 5. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.