Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1988, Blaðsíða 2
Sturla Örlygsson reynir skot að körfu ÍR-inga. Karfa r ÍR-ingar ógnuðu íslandmeistumnum Voru yfir í hálfleik í hörkuleik ÍR-ingar virtust ætla að vinna íslandsmeistarana frá Njarðvík í Seljaskóla á laugardaginn en mis- stu niður forskotið og töpuðu leiknum. Breiðhyltingar leiddu leikinn strax í byrjun og höfðu yfirhönd- ina allan fyrri hálfleik. Njarðvík- ingar héldu þó í við þá og voru alltaf rétt á eftir. Var staðan í leikhléi 39-33. Fljótlega í síðari hálfleik tókst Njarðvíkingum að jafna 43-43 og ná síðan yfirhöndinni. Var þá kominn talsverður hiti í leikinn og var Sturlu Örlygssyni vikið af leikvelli. Dómararnir misstu tökin á leiknum og virkuðu dóm- ar þeirra ekki vel á köflum enda var þetta hitaleikur. ÍR-ingar létu þetta mótlæti koma niður á spi- linu og náðu suðurnesjamenn að færa sér það í nyt og unnu leikinn með fiögurra stiga mun, 67-63. Af IR-ingum var Ragnar Tor- fason bestur og Valur Ingimund- arsson í liði Njarðvíkinga. íþróttahús Seljaskóla Laugardaginn 16. janúar Úrvalsdeildin (R-UMFN 63-67(39-33) Stig |R: Jón Örn 21, Ragnar 14, Björn 12, Vignir 8 og Jóhannes 8. Stig UMFN: Helgi 16, Valur 18, Hreiðar 10, Teitur 8, (sak 6 og Sturla 6. -ste Aðrir leikir um helgina 1. deild kvenna: (R-UMFG 65-31 Kr-Haukar 55-64 1. deild karla: (S-Reynir 71-60 UMFS-HSK 57-62 Úrvalsdeild: KR-UMFG 75-67 Úrvalsdeild: 1. UMFN...............................9 8 1 789-637 (152) 16 2. ÍBK................................8 7 1 652-489 (163) 14 3. Haukar.............................9 5 4 652-613 (39) 10 4. Valur..............................8 5 3 632-553 (79) 10 5. KR.................................9 5 4 706-656 (50) 10 6. UMFG...............................9 4 5 646-666 (-20) 8 7. (R.................................9 3 6 594-689 (-95) 6 8. Þór................................9 1 8 696-847 (-151) 2 9. UBK................................8 1 7 426-643 (-217) 2 1. deild karla: 1. UMFT............................. 8 8 0 667-499 (168) 16 2. UlA................................7 7 0 491-383 (108) 14 3. ÍS.................................6 4 2 372-348 (24) 8 4. Léttir.............................8 4 4 528-558 (-30) 8 5. HSK................................7 3 4 459-459 (0) 6 6. ÍA.................................7 2 5 415-500 (-85) 4 7. Reynir.............................7 1 6 398-497 (-99) 2 8. UMFS...............................8 0 8 506-592 (-86) 0 1. deild kvenna: 1 - ÍR................................9 8 1 497-408 (89) 16 2. IBK................................7 5 2 394-313 (81) 10 3. (S.................................7 4 3 318-391 (27) 8 4. Haukar.............................8 4 4 420-401 (19) 8 5. UMFN...............................9 3 6 339-372 (-33) 6 6. UMFG...............................9 3 6 317-407 (-90) 6 7. KR.................................9 2 7 375-468 (-93) 4 -ste ÍÞRÓTTIB Slagsmál Matti Nykaenen sagður nefbrotinn en neitar Finninn ungi Matti Nykaenen sem hefur verið i fremstu röð skíðastökkvara í nokkur ár er sagður nefbrotinn ef marka má lögregluna í Salzburg. Var hann staddur á diskóteki þegar slagsmál brutust út og segir lög- reglan að gert hafi verið að sárum hans á sjúkrahúsi þar í borg. Matti neitar öllu og segir að hann hafi farið snemma heim. „Ég er ekki slasaður og hef ekki slasað mig uppá síðkastið." Þrátt fyrir að vera einn besti skíðastökkvari heims og hafa framtíðina fyrir sér hefur Nyka- enen tvívegis verið sendur heim af keppni vegna slæmrar hegðun- ar og drykkju á þessu keppnis- tímabili. Nýlega gifti hann sig og þykir mönnum hann hafa slakað verulega á í drykkjulátum við það. ste París-Dakar rall Hóta að hætla keppni Ari Vatanen ennþáfyrsturþráttfyrir áföll Keppendur í París-Dakar rallýinu hótuðu að hætta keppni á laugardaginn vegna okurs á bens- íni. Fyrst buðu sölumenn bensín sem var blandað með vatni. Leiddi þetta til þess að bflar bil- uðu og varð einn keppandi að tappa öllu eldsneytinu af bíl sín- um. Þá buðu skipuleggjendur bensín sem hafði verið flutt um 700 kílómetra leið og var þó- nokkuð dýrara. Vegna hótana keppenda var verðið lagfært og keppnin heldur áfram. Finninn Ari Vatanen heldur enn forystu þrátt fyrir að það hafi tvívegis sprungið hjá honum á síðustu leiðum. Röð efstu manna 1. Vatanen(Finnland)/Berglund- (Svíþjóð) Peugeot 2. Kankkunen/Piironen(Finn- landi) Peugeot 3. Shinozuka(Japan)/Magne- (Frakkland) Mitzubishi 4. Tambay/Lemoyne(Frakkland) Range Rover 5. Cowan/Syer(Bretland) Mitzu- bishi -ste NBA-karfa Boston vann Nokkrir leikir voru í NBA um helgina. Lið Boston Celtics „bur- staði“ kóngana frá Sacramento en lið Péturs Guðmundssonar tapaði gegn Indiana. Philad. 76ers-NY Knicks....119-104 Boston C.-Sacram. Kings.....122-86 Detroit P.-Clevel. Cavaliers.97-93 IndianaPacers-SASpurs.......112-108 Seattle Supers.-Utah Jazz..112-125 Gonden State W.-LA Clippers.123-116 - ste Úlfar með iK-boltann í lukkupottinum. (Mynd: E.ÓI.) Getraunir Datt í sprengipottinn Ulfar Ottarsson einn með 12 rétta og vann tœpar 2,7 milljónir króna. Hœsti vinningur til einstaklings frá upphafi Úlfar Óttarsson datt heldur betur í lukkupottinn á laugardag- inn er hann var einn með 12 rétta leiki á íslenska getraunaseðlin- um. „Ég vissi ekki um vinninginn fyrr en á laugardagsnóttina en þá hringdi ég í símsvara getrauna til að fá röðina,“ sagði Úlfar í viðtali við Þjóðviljann. „Ég var í matar- boði á laugardaginn og hafði því ekki tækifæri á að fylgjast með úrslitunum sjálfur. Frændi minn sagði mér þegar hann leit yfir seðilinn að ég væri örugglega með 11 rétta. Þess vegna hringdi ég-“ Og hvað skyldi milljónerinn ætla að gera við peningana? „Ég er nú ekki þúinn að ákveða það í smáatriðum. En ég hugsa að ég fái mér allavega jeppa og sennilega reyni ég að fjárfesta eitthvað í skuldabréfum.1’ „Ég svaf nú lítið á laugar- dagsnóttina. Á sunnudaginn átti ég að fara að keppa með ÍK í Höllinni og félagar mínir þar höfðu áhyggjur af því að ég myndi ekkert geta. En okkur tókst að sigra í okkar riðli og komumst upp í 1. deild. Það má því segja að þetta hafi verið lukku-helgin mín,“ sagði Úlfar Óttarsson milljóneri að lokum. -ih 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 19. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.