Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1988, Blaðsíða 4
IÞROTTIR Enska knattspyrnan Davíð - Golíat Wimbledon mœtir risanum Liverpool í úrslitum ensku bikar- keppninnar. JohnAldridge komfram tvöföldum hefndum fyrir Mersey-liðið gegn unglingunum frá Skírisskógi Forest á stigatöflunni með sigri á Porsmouth 2-l(l-l). Kevin Dill- on kom Porsmouth yfir á 27. mín- útu fyrri hálfleiks en Adrian He- ath jafnaði sjö mínútum síðar. Trevor Steven innsiglaði svo sigur Everton á 19. mínútu síðari hálfleiks. Southampton tók Arsenal í bakaríið 4-2 og vakti sautján ára nýliði, Alan Shearer, mikla at- hygli með því að skora „Hat- trick“ eða þrennu. Mark Blake skoraði fjórða mark Southamp- ton en annað mark Arsenal var sjálfsmark og hitt gerði Paul Da- vis. Chelsea kom á óvart með að sigra Derby 1-0 á „brúnni“ og endaði þar með 21 leikja ógöngu liðsins. Mike Hazard skoraði fyrir Chelsea og er þetta þriðja mark hans í jafnmörgum leikjum. Watford klórar í bakkann með 3-0 sigri sínum á Oxford sem gengur alveg hörmulega um þess- ar mundir. Það er næsta víst að þessi tvö lið falli í aðra deild nú í vor. Glyn Hodges skoraði tvö fyrir Watford og Mick Holden eitt. Millwali er nú á mikilli siglingu í 2. deild og virðist liðið ætla að tryggja sér 1. deildarsæti nú í vor. Á laugardaginn lögðu þeir Plym- outh að velli 3-2 í leik sem byrjaði með miklu markaregni. Eftir að- eins 12 mínútna leik var staðan 3-1 og höfðu Ted Sheringham, Tony Cacarino og Kevin O'Cal- laghan skorað fyrir Millwall en Kevin Hodges fyrir Plymouth. Kevin Summerfield minnkaði muninn í eitt mark á 25. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki. Baráttan í 2. deild er sem fyrr mjög mikil og verður fróðlegt að sjá hver verður framvinda mála á þeim vígstöðum. -þóm John Fashanu átti stóran þátt í að koma liði sínu, Wimbledon í úrslit bikarkeppninnar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Luton og átti góðan leik að vanda. Markahæstir Markakóngarnir voru ekki á skotskónum um helgina. Stuart Rimmer er enn á toppnum með 28 mörk en hann hefur þó aðeins skorað eitt mark fyrir núverandi lið sitt, Watford. John Aldridge skoraði sem kunnugt er tvö mörk gegn Nottingham Forest og er því kominn með 25 mörk. 1. deild 28 Stuart Rimmer Watford 26 Brian McClair Man. Utd 25 Leroy Rosenior West Ham 25 John Aldridge Liverpool 2. deild 28 Jimmy Quinn Swindon 26 David Currie Barnsley 26 Paul Stewart Man.City -þóm Það var hart barist og tvísýnt um úrslit í undanúrslitum enska FA-bikarsins á laugardaginn. Það var mál manna að þá hefði hinn raunverulegi úrslitaleikur keppninnar farið fram því stór- liðin Liverpool og Nottingham Forest mættust á Hillsborough í Sheffield á meðan Wimbledon og Luton áttust við á White Hart Lane í Lundúnum. legt mark og hans 25. mark á tímabilinu var staðreynd. Litlu munaði að Liverpool bætti þriðja markinu við á næstu mínútum. Það kom því nokkuð á óvart þeg- ar Nigel Clough minnkaði mun- inn úr þröngu færi á 66. mínútu og setti Clough jr. þannig pressu á leikmenn Liverpool. Þeir héldu pressuna þó út og nú stefnir allt í að Liverpool vinni bæði bikar og deild í ár. John Aldridge var hetja Liverpool í bikarslagnum gegn Nottingham Forest um helgina þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Hann hefur þar með gert 25 mörk fyrir Liverpool í vetur. Þar sem Liverpool þykir nú nær öruggt með sigur í deildar- keppninni var ljóst að þeir myndu leggja allt að veði í þenn- an undanúrslitaleik gegn Forest og reyna þannig að vinna tvöfalt í annað skipti á tveimur árum. Þar að auki höfðu ungu strákarnir hans Brians Cloughs vogað sér að stugga við þessum mikla risa enskrar knattspyrnu aðeins viku áður í 1. deildarkeppninni. ís- lenskir knattspyrnuáhugamenn sem hafa eflaust setið límdir við skjáinn og fylgst með leiknum í beinni útsendingu urðu þrumu lostnir er Nottinghamliðið tók leikinn í sínar hendur á fyrstu mínútunum. En Liverpool efldist við mótlætið og uppskáru mark í sinni fyrstu sókn á 12. mínútu leiksins. Steve Chettle braut á John Barnes innan vítateigs og Courtney dómari dæmdi víta- spyrnu sem John Aldridge skoraði úr. Eftir markið reyndu leikmenn Nottingham Forest án afláts að jafna leikinn en lítið varð um marktækifæri það sem eftir var hálfleiksins. Síðari hálfleikur hófst einnig með miklum látum og á 53. mínútu skoraði Aldridge aftur í dæmigerðri Liverpool skyndisókn. Peter Beardsley gaf á Barnes sem sendi síðan fyrir markið hvar Aldridge „hamrað*- ann“ viðstöðulaust í netið. Glæsi- Wimbledon í úrslit Það var ekki síður hörkuleikur á White Hart Lane, heimavelli Tottenham, þegar „litlu liðin“ Wimbledon og Luton mættust í hinum undanúrslitaleiknum. Wimbledon, sem var í 4. deild fyrir aðeins fjórum árum, átti fyrri hálfleikinn algerlega en tókst ekki að skora. Þegar síðari hálfleikur var nýhafinn náði Mick Harford forustunni fyrir Luton. Þetta var aðeins tii að kynda í baráttuhug Wimbledon og 6 mín- útum síðar jafnaði John Fashanu úr vítaspyrnu. Hinn óreyndi markvörður Luton Andy Dibble gaf Wimbledon vítaspynu á silf- urfati þegar hann felldi Terry Gibson eftir hornspynu. Þegar aðeins 10 mínútur voru til leiksloka skoraði Denis Wise síðan langþráð sigurmark Wim- bledon og kom þannig þessu fyrr- um utandeildarliði í úrslit FA- bikarsins í fyrsta skipti í sögunni. Það verður eflaust gaman að fylgjast með hvernig þeim vegnar gegn einhverju albesta knatt- spyrnuliði heimsins í dag, nefni- lega Liverpool. Chelsea á uppleið Fátt markvert gerðist í 1. deildinni á laugardaginn. Evert- on skaust upp fyrir Nottingham 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. apríl 1988 Fótbolti Zico vill frekar í bamakennslu Brasilíski knattspyrnukappinn Zico hefur hug á að hætta knatt- spyrnuiðkun þegar samningur hans við Flamengo rennur út í júlí og byrja með knattspyrnuskóla fyrir japönsk börn í Tókíó. Zico hefur þrívegis leikið með brasilíska landsliðinu í heimsbik- arkeppni og skorað yfir 700 mörk á 17 ára atvinnumannsferli sín- um. „Ég er orðinn þreyttur á meiðslunum og kannske er minn tími kominn. Eg hef gaman af að spila fótbolta en síðasta tímabil hef ég mest allan tímann setið á bekknum vegna meiðsla." „Það væri skemmtilegra að vera með knattspyrnuskóla hér í Brasilíu, en þar sem það er ekki hægt vil ég frekar fara til Japan en vera í fótboltanum.“ Forseti Flamengo segir að hann muni reyna allt hvað hann getur til að fá Zico ofan af þessum fyrirætlunum og reyna að fá hann til að spila að minnsta kosti eitt ár enn. (fit / W ■ • '0$ Zico hyggst snúa sór að kennslu. Enska knattspyrnan Bikarinn Nottingham Forest-Liverpool Wimbledon-Luton 1. deild Chelsea-Derby 1-2 2-1 1-0 Coventry-Charlton 0-0 Everton-Porsmouth 2-1 Newcastle-QPR 1-1 Southampton-Arsenal 4-2 Watlord-Oxford 3-0 2 . deild Birmingham-Sheffield Utd.. 1-0 Bradford-Hull.... 2-0 Crystal Pal.-Aston Villa 1-1 Middlesbrough-Manch.City 2-1 Millwall-Plymouth 3-2 5-1 Reading-Barnsiey 2-1 Swindon-Blackburn 1-2 1-1 3 . deild Preston-Bristol Rovers 3-1 Rotherham-York 0-1 Brentford-Gillingham 2-2 Brighton-Wigan 1-0 Bristol City-Blackpool 2-1 Bury-Notts County 0-1 Chesterfield-Aldershot 1-0 Grimsby-Fulham 0-2 Port Vale-Chester 1-1 Southend-Sunderland 1-4 Walsall-Doncaster 2-1 Northampton-Mansfield 2-0 4 . deild Burnley-Halifax 3-1 Colchester-Rochdale 1-0 Crewe-Darlington 3-1 Exeter-Bolton .. 1-1 Hartlepool-Stockport 1-3 4-1 Newport-Peterborough 0-4 Scarborough-Hereford 2-1 Swansea-Tranmere 1-2 2-0 2-1 Staðan 1 . deild Liverpool 33 23 8 2 73-20 77 Man.United 35 18 12 5 58-35 66 Everton 35 10 10 7 48-22 64 Nott.For 33 18 9 6 50-29 63 QPR 35 18 8 9 43-33 62 Arsenal 35 16 10 9 51-33 58 Wimbledon 34 13 11 10 51-40 50 Coventry 35 12 11 12 42-49 47 Sheff.Wed 35 14 5 16 43-56 47 Southampt 36 11 12 13 45-48 45 Newcastle 34 10 13 11 44-47 43 Tottenham 37 11 10 16 35-45 43 Luton 31 12 6 13 46-45 42 Norwich 35 12 6 17 36-45 42 Chelsea 36 9 12 15 45-60 39 Derby 36 9 11 16 32-42 38 WestHam 34 8 8 13 33-45 37 Charlton 36 8 12 16 33-49 36 Porsmouth 35 7 12 16 30-55 33 Oxford 35 6 12 17 39-66 30 Watford .35 6 9 20 23-44 27 2.deild Millwall 40 22 7 11 66-47 73 Middlesbro 40 20 12 8 56-29 72 Blackburn 40 20 12 8 63-48 72 Aston Villa 41 20 11 10 66-41 71 Bradford 39 20 10 9 63-47 70 Crystal Pal 40 19 9 12 79-57 66 Leeds 40 17 10 13 57-49 61 Man.City 40 17 7 16 71-54 58 Stoke 41 16 10 15 48-54 58 Oldham 39 16 9 14 64-59 57 Ipswich 40 16 9 15 52-47 57 Swindon 38 15 9 14 68-54 54 Barnsley 39 15 8 16 56-54 53 Plymouth 37 15 7 15 60-56 52 Huil 39 13 13 13 48-54 52 Leicester 40 13 11 16 55-56 50 Birmingham .... 40 11 13 16 39-60 46 Shrewsbury 40 10 14 16 38-50 44 WBA ..40 12 8 20 45-62 44 Bournemouth... .38 10 9 19 49-62 39 Sheff.Utd ..40 11 6 23 41-72 39 Reading ...38 9 9 20 41-64 36 Huddersf ...39 6 9 24 38-87 27 Skotland Bikarinn Celtic-Hearts.............2-1 Dundee United-Aberdeen....0-0 Úrvalsdeild Morton-Rangers............3-2 Staðan Celtic ... 40 20 10 2 73-21 66 Hearts ... 39 21 14 4 70-29 56 Rangers ... 40 24 7 9 76-32 55 Aberdeen ...39 19 15 5 53-23 53 DundeeUtd ... ...39 14 13 12 44-40 41 Dundee ... 40 16 6 18 66-58 38 Hibernian ...39 10 16 13 34-39 36 Mortherwell.... ...40 12 8 20 32-52 32 St.Mirren ...40 8 15 17 38-59 31 Falkirk ...39 8 11 20 33-63 27 Dunfermline... ...39 7 9 23 36-77 23 Morton ...40 3 10 27 25-87 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.