Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 5
Húsnœðisvandinn Hugleiðingar um úrbætur í fyrri greinum hefur verið fjallað um helstu vandamál sem við er að glíma í húsnæð- ismálunum. í lokagreininni er lýst þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram ný- verið til lausnar á hinum ýmsu þáttum húsnæöisvandans. Þar á meðal má nefna húsbanka, vaxtahækkanir, aukið hlutverk banka, breytt skattalög og verðbréf amark- að. Ráðgjafastöð Húsnæðismálastofnunar er ætlað það hlutverk að gefa persónulega ráðgjöf varðandi kaup á íbúðum. Ef stöðin fær sinnt þessu nýja hlutverki sínu, mun það jafngilda miklu forvarnarstarfi og koma í veg fyrir ótímabær kaup. Hér ræðir Jóhann Friðjónsson ráðgjafi við einn umsækjandann. Eitt nýstárlegasta innlegg sem hefur á síðustu mánuðum komið í umræðu um húsnæðismál er hug- myndin um húsbanka. Júlíus Sólnes hefur flutt á þingi frum- varp til laga um þessar lánastofn- anir. Þær hafa starfað um langan aldur í grannlöndum okkar. Margir fslendingar þekkja til þeirra í Danmörku. Þar er Kred- itforeningen Danmark með mikil umsvif. Húsbankar veita lán til húsnæðiskaupa. Fjármagns afla þeir með sölu skuldabréfa. Hug- mynd Júlíusar er að lífeyrissjóðir og aðrir lánasjóðir kaupi skuldabréf af húsbönkunum. Nágrannaþjóðir okkar hafa góða reynslu af húsbönkum. Hlutverk þeirra er að veita húsnæðislán á frjálsum markaði. Lánin bera markaðsvexti og eru því ekki niðurgreidd. Húsbankar kæmu af þeim sökum ekki í stað núverandi húsnæðislánakerfis heldur mundu starfa við hlið þess. Helsti ókostur þessarar hugmyndar er að erfitt verður að afla fjár til út- lána. Einnig er ljóst að vextir af lánum húsbanka væru mjög háir. Líklega um 10% miðað við nú- verandi ástand. Skiptibréfa- markaður Upphaflega veittu erlendir húsbankar ekki peningalán held- ur skiptu við húsnæðiskaupendur á skuldabréfum. Umsækjendur gáfu út skuldabréf með veði í eignum sínum. Húsbankarnir skiptu þeim síðan í „bankabréf". Bankabréfin eru mun traustari eign en almenn veðskuldabréf. Fyrir nokkrum árum komu fram hugmyndir um að gefa út ríkis- tryggð skuldabréf til að skipta á veðskuldabréfum við seljendur eða kaupendur eldri íbúða. Hug- myndinni var einkum ætlað að styðja átak til að lækka útborgun í fasteignaviðskiptum. í tillögum sem unnar voru fyrir félagsmála- ráðherra 1985 var rætt um verðt- ryggð skuldabréf með föstum vöxtum og 10 ára lánstíma. Hug- myndin naut takmarkaðs stuðn- ings þá en nú vilja ótrúlega marg- ir gera hana að sinni. Nýjustu hugmyndir um skiptibréfamark- að ganga þó mun lengra og felast í því að leggja algjörlega niður op- inber lán til kaupa á notuðum íbúðum og taka upp skipti á skuldabréfum í staðinn. Engin lán til að kaupa eldri íbúðir Sú hugmynd hefur verið sett fram að Byggingarsjóður ríkisins hætti að lána til kaupa á eldri íbúðum. í staðinn verði tekinn upp „skiptibréfamarkaður". Pessi hugmynd gengur það langt að í framkvæmd verður hún ólík þeim skiptibréfamarkaði sem áður var lýst. í raun er fjár- mögnun fasteignamarkaðarins með henni fengin verðbréfam- arkaðinum í hendur. Ríkissjóður veitir aðstoð sem felst í að prenta skuldabréf sem síðan verða versl- unarvara á markaði. Allt fjár- magn mun koma frá verðbréfa- sölum og bönkum. Verðbréfasal- ar hafa tekið hugmyndinni vel, enda mun hún auka viðskipti þeirra. Telja má víst að lífeyris- sjóðir hætti að lána sjóðfélögum sínum beint heldur kaupi af þeim „bankabréf“. Svipuð máli gegnir um bankaog sparisjóði. Húsnæð- iskaupendur verða af þeim sökum að langmestu leyti að reiða sig á verðbréfamarkaðinn. Skuldabréfin verða að hafa langan lánstíma. Þau munu af þeim sökum seljast með miklum afföllum. Það jafngildir mun hærri vöxtum en menn hafa átt að venjast á húsnæðislánum hingað til. Þessi hugmynd er nýstárleg og mun af þeim sökum höfða til margra sem vilja gjörbreyta „nýja“ kerfinu frá 1986. Því er haldið fram að „skiptibréfamark- aður“ hafi gefist vel við fjár- mögnun húsnæðislána erlendis. Nauðsynlegt er að menn bendi á frá hvaða löndum sú reynsla kemur. í mörgum grannlöndum okkar er verðbréfamarkaði, veðlánastofnunum og bönkum látið eftir að fjármagna markað fyrir notaðar íbúðir. Aðstæður þar eru hins vegar gjörólíkar því sem við eigum að venjast. Bankakerfið taki meiri þátt í húsnæðislánum Þeirri skoðun vex fylgi að bankarnir taki aukinn þátt í fjármögnun húsnæðislána. Fylg- ismenn þeirrar stefnu hafa það í huga að Byggingarsjóður ríkisins annist lánveitingar til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Aðrir verði að sækja sín lán til bankakerfisins. Þetta er hliðstætt því sem gerist víða erlendis. í Englandi lána bankar viðskipta- mönnum sínum til dæmis 80% til 90% af kaupverði íbúðarhúsnæð- is í 15 til 25 ár. Lánin eru óverð- tryggð með 12% vexti. Sjálfstæð- ismenn endurskoðuðu nýlega stefnu sína í húsnæðismálum. Hugmyndir þeirra ganga nú í þessa átt. Þeir eru fylgjandi stór- aukinni þátttöku bankanna í húsnæðislánum. Þjónusta bank- anna við húsnæðiskaupendur er afar frumstæð. Lánin eru veitt til skamms tíma. Þau eru lág, vextir eru háir og greiðslubyrði mikil. Ráðherrar húsnæðismála hafa freistað þess að fá bankakerfið til að breyta starfsháttum sínum. Það hefur lítinn árangur borið. Ef bankakerfið tæki við eins stóru hlutverki í húsnæðismálum og menn dreymir um krefst það mikilla breytinga í starfsháttum bankanna. Þeir þurfa til dæmis að fjórfalda framlag til húsnæðis- lána. Fyrirsjáanlegt er að erfitt verður að afla þess fjár sem þarf. Um það hefur verið rætt að líf- eyrissjóðir beini hluta af fjár- magni sínu til bankanna. Hús- næðislán íslensku bankanna til fasteignakaupa mundu sennilega bera 11% til 13% vexti miðað við núverandi horfur í vaxtamálum. Erlent lánsfjármagn inn í húsnæðiskerfiö Unnt er að útvega ódýrt erlent fjármagn inn í húsnæðislánakerf- ið. Það er mun ódýrara en innlent fjármagn. Erlendir húsbankar leita til dæmis víða að markaði fyrir fjármagn sitt. Kreditforen- ingen Danmark lánar fé til hús- bygginga í Þýskalandi og Belgíu. Stofnunin mundi vafalítið einnig lána fé til húsnæðiskaupa hér á landi ef leyfi fengist. Lánin eru gengistryggð með 12% vöxtum. Miðað við gengisþróun síðustu fimm ára jafngildir það 0,9% raunvöxtum. Það eru hagkvæm- ari kjör en nú gerast í verka- mannabústaðakerfinu. Fjárvönt- un húsnæðislánakerfisins mætti brúa tímabundið á þennan hátt. Einnig hafa verið settar fram hugmyndir um að erlendir hús- bankar ættu hluta í innlendum húsbönkum. Mikill ágreiningur er á milli stjórnmálamanna um töku erlendra lána. Erlendar skuldir landsmanna eru þegar orðnar risavaxnar og mörgum of- býður að bæta við þær. Hækkun vaxta á húsnæðislánum Nýlega skilaði nefnd sem starf- aði á vegum félagsmálaráðuneyt- isins tillögum að endurskoðun húsnæðislánakerfisins. Þessar til- lögur hafa verið kynntar opinber- lega. Nefndin leggur til að útlán- svextir Byggingarsjóðs ríkisins verði hækkaðir. Allir greiði sömu vexti og sjóðurinn þarf sjálfur að greiða af sínum lánum. Þessar Stefán Ingólfsson skrifar hugmyndir eru svipaðar tillögum vinnuveitenda og verðbréfasala. Þær njóta sennilega einnig stuðn- ings lífeyrissjóðanna sem sjá fram á umtalsverða vaxtahækk- un. Sífelit fleiri aðilar hafa krafist hækkunar á vöxtum Byggingar- sjóðs. Sennilega mun það hafa í för með sér að útlánsvextir Bygg- ingarsjóðs ríkisins hækki um 5% eða 6%. Vaxtahækkunin tekur til lána sem veitt voru 1986 og síðar. Einnig voru gerðar tillögur um að vextir hækki af lánum sem veitt voru 1984 og 1985. Lauslega áætl- að munu þessar vaxtahækkanir tvöfalda greiðslubyrði af opin- berum húsnæðislánum. Breyting á skattalögum Ýmsar leiðir þekkjast til að greiða niður vexti af húsnæðis- lánum. Þeirri hugmynd sjálfstæð- ismanna vex fylgi að gera það í gegnum skattakerfið. Samtök launþega eru ekki hlynnt því að vextir séu greiddir niður á þenn- an hátt. Benda þau á að loforð um skattalækkanir hafi ekki reynst haldgóðar fyrir launþega. í nefndaráliti sem félagsmálaráð- herra kynnti nýlega er mælt með því að vaxtahækkun verði mætt með vaxtafrádrætti í skattakerf- inu. Nefndin skýrir hugmyndir sínar með dæmum. í þeim er ekki gert ráð fyrir að skattalækkunin vegi upp hækkun vaxta. Miðað við dæmin mun meðalfjölskylda tapa 60-90 þúsund krónum á ári. Hvort í þessu felst tillaga að stefnumótun á eftir að koma í ljós. Þó er ljóst að erfitt verður að sannfæra húsbyggjendur um að úrbætur í skattamálum muni vega upp hækkun raunvaxta. Aukin ráðgjöf í desember síðastliðnum var gerð afar mikilvæg breyting á húsnæðislögunum. Nú verður unnt að veita umsækjendum per- sónulega ráðgjöf varðandi hina fjárhagslegu hlið kaupanna. Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnun- ar er ætlað þetta hlutverk. Ef stöðin fær sinnt þessu nýja hlut- verki sínu mun það jafngilda miklu forvarnarstarfi og koma í veg fyrir ótímabær kaup. Álag á Ráðgjafarstöð vegna fólks sem þegar er komið í greiðsluerfið- leika hefur hins vegar verið svo mikið að til þess að valda þessu nýja hlutverki mun hún þurfa mikinn stuðning. Ef bankarnir auka húsnæðislán sín eða að hús- bankar verði stofnaðir, kallar það einnig á aukna ráðgjöf. Bankarnir veita ekki ráðgjöf enn sem komið er. Ef til vill breytist það. Ný lög um fasteignasölu tóku gildi um síðustu áramót. Samkvæmt þeim er upplýsinga- skylda fasteignasala aukin. Reynslan á eftir að leiða í ljós hvort þar verður á breyting. Þá er tímabært að upp komi hlutlausir aðilar sem veiti fólki fjárhagslega ráðgjöf varðandi húsnæðiskaup. Félagslegar íbúöir Með hækkandi vöxtum og minnkandi kaupgetu fá félags- legar íbúðir aukna þýðingu. Ekki er ósennilegt að árlega þurfi að byggja eða kaupa allt að tvöfalt fleiri félagslegar íbúðir en gert hefur verið undanfarinn áratug. Það mun kalla á ekki minna en 1000 miljón króna aukið framlag úr ríkissjóði á ári til félagslegra íbúða. Félagslegar íbúðir munu því fá aukið mikilvægi eftir vaxta- hækkanirnar. Nokkur fjölmenn félagasamtök hafa myndað samtök sem þau nefna „Húsnæð- ishópurinn Þak yfir höfuðið". Hópurinn hefur sett fram mótað- ar hugmyndir um byggingu fé- lagslegra íbúða. í honum eru meðal annars fulltrúar náms- manna, aldraðra og leigjenda. Þessir hópar búa við sívaxandi húsnæðisvanda. Má vænta þess að mikið heyrist frá „húsnæðis- hópnum" á næstu misserum. Lokaorð Sá er þessa grein ritar treystir sér ekki til að spá fyrir til hvers endurskoðun húsnæðismála muni leiða að þessu sinni. Ljóst er að ekki er lengur unnt að taka á afmörkuðum þáttum húsnæðis- mála einum sér. Líta verður á all- an húsnæðismarkaðinn sem eina heild. Hækkun vaxta mun til dæmis hafa í för með sér aukna ásókn í félagslegar íbúðir og vöntun á leiguíbúðum. Af þeim sökum verður að mæta vaxta- hækkun með auknum fram- kvæmdum í félagslega kerfinu. Enn skortir ráðamenn nauðsyn- lega yfirsýn. Þeim reynist erfitt að greina aðalatriði frá aukaat- riðum. Af þeim sökum er mikil hætta á því að ennþá einu sinni verði tekin kollsteypa í húsnæð- ismálum. í „nýja“ húsnæðiskerf- inu var að finna margar góðar hugmyndir. í þekkingarleysi og fljótfærni hafa menn gert þær að engu. í stað þess að þoka málum til betri vegar sköpuðu þeir ný vandamál. Enn eru uppi hug- myndir um allsherjarlausnir. Nú eru þær af öðrum toga. Framtíðin mun ráðast af því hvort menn hyggjast enn fara úr einum öfg- unum í aðrar eða leita hljóðlátari leiða. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur Föstudagur 6. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.