Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 7
HÚS OG HÚSBÚNAÐUR Barnahúsgögn Breytast með bömunum Húsgögn fyrir yngstu börnin sem líka eru leikföng. Vönduö íslensk húsgögn sem raöa má upp á marga vegu Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar valin eru húsgögn í barnaherbergið. Það er til dæmis mikilvægt að húsgögnin séu í þeirri hæð að barnið geti auðveldlega nálgast hluti sem geymdir eru í hillum og skúffum án aðstoðar fullorðinna. Til að mögulegt sé að halda skikkanlegu skipulagi á hlutunum þurfa líka að vera til staðar góðar hirslur fyrir leikföngin og ekki er það verra að herbergið bjóði upp á breytingar því börn þroskast hratt og þarfir þeirra og hug- myndir um umhverfi breytast Eftir lauslega könnun á úrvali af húsgögnum í barnaherbergi virðist sem framleiðendur hafi þessi markmið í huga og oftar en ekki eru möguleikar á uppröðun og fyrirkomulagi fjölmargir. legar vörur að ræða því verðmun- urinn felst víðast hvar í mismun- andi gæðum og skilar sér því væntanlega í betri endingu. iþ Húsgagnalína frá Axis sem samanstendur af sjálfstæðum einingum sem raða má upp á ýmsa vegu. MIMILAHM Getum nú boðið þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæðu og milliliðalausu heildsöluverði beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn, meö Bondstec Innlendir framleiðendur fram- leiða flestir húsgögn sem henta fremur eldri börnum og ung- lingum en ýmis innflutt húsgögn eru til fyrir yngri börnin. og lækkið um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 14.950 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 Útileikföng Barnasmiðjan er ungt fyrirtæki sem framleiðir útileiktæki fyrir börn og hefur nýlega hafið inn- flutning á barnahúsgögnum frá Þýskalandi og Danmörku. Enn sem komið er hafa eigendurnir aðallega selt húsgögnin barna- heimilum en þau ættu ekki síður að henta á einkaheimilum. Hér er um að ræða húsgögn fyrir yngstu börnin sem gerð eru með það fyrir augum að hlutirnir geti í senn verið húsgögn og leikföng. Stólar, borð og skúffur eru til í stærðum fyrir börn allt niður í tveggja ára og margir mögu- leikarnir í uppröðun og samsetn- ingu. Létt færanleg skilrúm og púðar og dýnur ýmisskonar gefa möguleika á frumlega útfærðu leikrými. Eftir því sem næst verður kom- ist eru þrír íslenskir húsgagna- framleiðendur sem framleiða barnahúsgögn og eru flestir þeirra með húsgögn sem bjóða upp á ýmsa möguleika í samsetn- ingu og breytingum síðar meir eftir því sem hentar börnunum. Húsgögnin eru framleidd úr slit- sterkum efnum með það fyrir augum að þau þoli það hnjask og álag sem fylgir leikjum barna. Hjá Axis eru framleidd barna- húsgögn undir merkinu Maxis sem eru hönnuð af Pétri B. Lút- herssyni. Maxis samanstendur af rúmi, hillum, skrifborði, skáp- um, leikfangakössum, stól o.fl. Einnig eru framleiddar kojur, sem taka má sundur og nota sem sjálfstæð rúm síðar og uppsett rúm þar sem hægt er að nýta plássið undir því fyrir skrifborð, hillur eða annað. Trésmiðjan Viðja framleiðir húsgögn með áþekka eiginleika, mest úr hvítu harðplasti. Þau eru hönnuð af finnska hönnuðinum Ahti Taskinen. Tréborg í Hafn- arfirði hefur framleitt og selt barnahúsgögn með hefðbundnu sniði undanfarin 10 ár. Fólk setur oft verð fyrir sig þegar kem- ur að því að kaupa íslensk hús- gögn, þar sem þau eru oft heldur dýrari en ýmis innflutt húsgögn. En hér er ekki alltaf um sambæri- laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. jvrti-sf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.