Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 4
BÆKUR Hvað gerðist í Vetrar- stríðinu? Antti Tuuri: Vetrarstríðið. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Setberg 1988. Ég hef það fyrir satt, að finnsk- ar skáldsögur um tíma heimsstyrjaldarinnar síðari fjalli svo til allar um Framhaldsstríðið svonefnda. En þá er átt við það, að finnski herinn slóst í för með þeim þýska í herförinni gegn Sovétríkjunum 1941. Aftur á móti hafi næsta fáir skrifað í al- vöru um Vestrarstríðið sem Finn- ar háðu einir við Rússa veturinn 1939-1940, þegar sovéska stjórn- in krafðist breytinga á landamær- unum og Finnar töldu víst að nú ætti að innlima þá eins og Eystra- saltslöndin. Ekki gott að vita hve vel menn muna eftir þessu stríði nú, og þó hafa íslendingar líklega aldrei tekið þátt í neinu stríði af jafnmikilli ástríðu og tilfinninga- hita og einmitt Vestrarstríðiinu. Ekki barasta vegna þess að Finn- ar voru sessunautar okkar við Norðurlandaborðið, ekki heldur vegna þess að þeir voru Davíð að glíma við rísann Golíat, heldur fyrst og fremst vegna þess að nú hrikti í skilningi manna og mati á Sovétríkjunum: gat öreigaríkið hagað sér gagnvart smáþjóð eins og hvurt annað heimsveldi? Út af þessu datt forysta nýstofnaðs Sósíalistaflokks i tvennt og það ’j munaði minnstu að þetta blað 1 hér, Þjóðviljinn, frysi í hel í stríðshörkunum. f skáldsögu Antti Tuuris er lítt komið inn á pólitískt baksvið stríðsins, en þá er brugðið á skyn- samlegt ráð: sendiherra Finna, Anders Huldén, ritar eftirmála þar sem hin pólitísku tíðindi eru rifjuð upp og mun ekki af veita. Skáldsaga Antti Tuuris, sem íslendingar hafa þegar kynnst að nokkru af sögu hans „Dagur í Austurbotni“ er einskonar heimildarskáldsaga. Það er þó ekki flett upp í endurminningum diplómata eða öðrum skjölum sem sagnfræðin helst nærist á, heldur í minni þeirra sem tóku þátt í þessu stríði. Sagan er lögð í munn óbreytts hermanns úr austurbotnum, Marttis, og í hon- um kemur saman það sem höf- undur hefur heyrt af vörum gam- alla hermanna þegar hann dró saman sinn efnivið. Sagan fylgir stríðinu frá fyrsta degi til hins síð- asta, víkur aldrei frá vígvellinum, lesandinn er við hana bundin hvíldarlaust eins og Martti við byssu sína og skotgröf. Einstaka persónur draga ekki að sér at- hygli, gera sig ekki breiðar: segja má að sagan hafi tvær persónur - hermanninn og stríðið. Og þá þann hermann sem er hvorki hetja né andhetja heldur eins og samnefnari þeirra ósköp venju- legu manna sem hvorki lyftast í mikla hrifningu yfir stríðinu né fyrirlíta hernað en líta einna helst á stríð sem verk sem vinna verð- ur, ekki verður undan vikist, hvað sem líður fáránleika þess, háska og blóði. Má vera að lesendur sakni í þessari bók skáldlegra tilþrifa í lýsingum á heljargrimmd stríðs- ins, eða spennu sem tengist af- rekum eða fjölskrúðugs persónu- safns. Antti Tuuri hefur svo frá sagt sjálfur, að hann taki mið af frásögn gamals hermanns sem hann kynntist og tókst að af- greiða allar uppákomur, hlá- Antti Tuuri legar, hörmulegar, smáar, afdrif- aríkar, í einni og sömu tónteg- und. Höfundur tók þann kost að fylgja þessu fordæmi - m.a. vegna þess að hann vildi komast sem lengst frá þeim „finnsku Tarsansögum" sem reyfarahöf- undar hafa saman sett um stríðið. Þar með setur höfundur sig undir strangan aga, sem óneitan- tega reynir stundum á þolrifin í lesandanum. En þessi sami agi skilar líka mörgu merkilegu og eftirminnilegu. Ekki síst um við- brögð manna við lífsháskanum: hér skal bent á lok þriðja kafla þar sem hermenn á leið í stríðið verða að hlæja að hverju sem væri vegna þess að þeir vita að ekki munu allir snúa heim aftur. Eða þá á þann sljóleika sem er ein uppspretta hetjuskapar og fær sveitarforingja til að skjóta Rússa standandi þar sem hann mun sannarlega skotinn í tætlur sjálfur: „honum var sama um allt“. Eða þá fáránleikann sem verður fljótt sjálfsagður hlutur í þeirri skrýtnu súpu sem heitir hernaðarnauðsyn: tökum dæmi af brúnni í Kiviniemi sem finnskiP tæknimenn smíðuðu og Rússar reyndu mikið að hitta og tækni- liðið finnska eyðilagði svo sjálft þegar Rússar voru hættir árásum (byrjun tólfta kafla). En best kemur styrkur hinnar sérstæðu „jafnaðarstefnu“ í stíl fram þegar lýsa skal hinum átak- anlegustu atvikum. Eins og þegar sögumaðurinn Martti verður fyrir þeim ósköpum að missa bróður sinn með þessum hætti hér: „Áður en við komum að varð- stöðinni, hvarf bróðir minn fyrir beygju, skórnir hans hurfu í beygjunni og í sama bili kvað við gríðarlegur hvellur. Ég stökk á fætur og hljóp þangað. Sprengju- varpa hafði hitt beint í gröfina og sprengjan fallið á bakið á Paavo bróður og sprungið þar sem hann skreið eftir botninum á hlaupagröfinni. Hann lést sam- stundis. Mittið á honum var al- gjörlega horfið og hafði tæst út um botn og veggi á hlaupagröf- inni. Fæturnir og neðri hluti búksins var heilt og efri hlutinn fyrir ofan brjóstið. Mér féllust hendur. Mig langaði mest til að reyna að setja hann saman, en ég sá strax á staðnum að það vantaði svo mikið að afgangurinn passaði engan veginn. Að það væri ekki hægt að fá hann heilan aftur.,.“ Pessari sterku afneitun á upp- gosi tilfinninganna, sem hlýtur að leiða huga fslendings að okkar fornum sögum, er svo áfram fylgt eftir til hins ítrasta - einnig þegar kemur að lýsa hugarfari í garð óvinarins: „Ég fór inn í jarðhýsið. Enginn strákanna gat sagt neitt við mig, og ég settist á kojubríkina, á koju Paavos bróður og hugsaði sem svo að afstaða mín til Rússa væri nú þannig að það væri engin leið að koma henni í samt lag, hvernig sem reynt væri. Mér fannst það þvílíkt tiltæki hjá þeim að drepa bróður minn með sprengivörpu.“ Sá sem þýðir texta um hernað á okkar öld á íslensku hlýtur að lenda í mörgum vanda, en ekki verður betur séð en Njörður P. Njarðvík leysi þær þrautir af vandvirkni og skynsemi - um leið og hann virðir sem vert er hljóm- inn í frásögn hins finnska her- manns sem brýnir ekki raustina á hverju sem gengur. Árni Bergmann Málsvöm fyrir Axlar-Bjöm? Spjall við Úlfar Þormóðsson um sögulega skáldsögu hans, „Þrjár sólir svartar" Úlfar Þormóðsson hefur skrif- að og gefið út sögulega skáld- sögu sem hann nefnir „Þrjár sólir svartar". Hún greinir frá tíðindum á16.og 17. öld ogteygirsig einn- ig til samtímans áður en lýkur. Aðalpersónur eru hinn frægi manndrápari Axlar-Björn og sonur hans Sveinn skotti, al- ræmdur landshornaflakkari - báðir týndu þeir lífi fyrir böðuls hendi. í stuttu spjalli er Úlfar, sem áður hefur gefið út fjórar skáld- sögur, að því spurður, hvers vegna hann kjósi sér Axlar-Björn og hans tíma að viðfangsefni. Mér finnst að fræðimenn hafi verið helst til feimnir við þetta tímabil fyrst eftir siðaskipti, segir Úlfar. Auk þess tel ég að skrá- setjarar, annálaritarar fyrri tíma hafi ekki verið áreiðanlegri en gengur og gerist í dag. Líkast til hafa þeir verið verri vegna sinnar lélegu upplýsingar - og því fer utangarðsmaðurinn enn verr út úr allri umfjöllun hjá þeim en efni standa til. Eina ástæðu skal ég nefna í við- bót: á sínum tíma töldu margir, ekki síst lögmenn, að aðfarir frænda míns Þórðar Björnssonar í Spegilmálinu svonefnda eigi sér ekki hliðstæðu fyrr en langt aftur í öldum. En þar finnum við fyrstu guðlastara sem dæmdir eru. Hall- dór Finnbogason sem fyrir kemur í íslandsklukku Halldórs Laxness er dæmdur fyrir sitt guðlast 30-40 árum eftir að Sveinn skotti er tek- inn af-en Sveinn erm.a. sakaður um guðlast. Ertu m.ö.o. að rétta hlut Axlar-Bjarnar? Ég er kannski að reyna að bregða öðrum sjónglerjum á forna tíð en fólki hefur verið skaffað hingað til. Síðar getur hver og einn leiðrétt mína túlkun eftir því sem honum finnst rétt- ast. Hvaða skýringu gefur þú á morðum Axlar-Bjarnar? Við því er ekkert stutt svar til. En ég hefi með í sögunni bæði forneskju og áhrif umhverfis og skapbresti, allt i bland. Málfarsvandinn Fannst þér ekki erfitt að setja saman sögulega skáldsögu sem fer nálægt íslandsklukkunni í tíma? Svo sannarlega. Ekki barasta málfarslega heldur og í aldarfars- lýsingu. Enda vill maður síst lenda í því að vera að tyggja upp eftir öðrum. Ég er þó að hugga mig við það að ég er um hundrað árum fyrr á ferð með mitt fólk en sögur fara af Jóni Hreggviðssyni og menn hafa ekki skrifað margar skáldsögur frá þessum tíma. Anna frá Stóruborg sker þetta tímasvið, en Jón Trausti leysir sín málfarsvandamál allt öðruvísi en ég. Éggeri ráðfyrir þvíað égdetti öðru hvoru í ýmsar gryfjur, en ég vona að mér hafi samt tekist að búa til sæmilega sannferðugt mál- far, sem tekur meir mið af stíl þjóðsögunnar heldur en skjölum tímans sjálfs - annálsbrotum og embættisbréfum. Og nútíminn Hvers vegna skrifar þú loka- kafla úr nútímanum? í fyrsta lagi má ekki gleyma þeirri eilífðarhringrás sem tilver- an er. f öðru lagi er ég ekki sáttur við drýldni nútímaíslendinga sem skammast sín fyrir fortíð sína. Ýmis stórmenni okkar aldar eru beinir afkomendur þessa fólks, Axlar-Bjarnar og Sveins skotta - en þegar að þeim er komið hætta menn að láta rekja ættir sínar fyrir blygðunar sakir. Engin ástæða til að fólk komist upp með það enda getur það ekkert að því gert hvernig það varð til úr ætt- anna blandi. Svo er annað: hvenær koma arfgengir þættir fram - í öðrum, þriðja eða tuttgasta lið? Maður veit ekki hvenær hann brestur á... ÁB Úlfar Þormóðsson: Maður veit aldrei hvenær hann brestur á..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.