Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 3
BÆKUR Ólafur: „í viðskiptum gengur lífið einfaldlega út á það að græða peninga.“ Mynd - Jim Smart. gengur lífið einfaldlega út á það að græða peninga. Madurinn hefur ekki breyst að ráði Hvernig finnst þér Friðrik vera tákn nútímamannsins? - Ég held að mikið af þessum hugleiðingum hans gætu átt við mann í annarri stöðu og öðru landi. Hann gæti þess vegna verið kennari við barnaskóla á fslandi eða unnið í frystihúsi. t>að er ekki bara í heimi alþjóðaviðskiptanna sem sú siðfræði sem við ólumst upp við í æsku gildir ekki lengur. Heimurinn er orðinn minni, við fáum samdægurs fréttir af því sem gerist hinumegin á hnettin- um, og það er fátt sem kemur fólki á óvart. Maður frá Seyðis- firði sem fer í fyrsta skipti út fyrir landsteinana verður til að mynda ekkert undrandi þegar hann sér píramídana í Egyptalandi. Hann hefur oftar en einu sinni séð þá á myndum. - Hraðinn hefur aukist, á nú- tímamanninum skella alls konar tilboð og kröfur sem kynslóðirn- ar á undan þekktu ekki til, og það leiðir til þess að það er los á fólki. Það er svo margt sem togar í, fleira en ný siðfræði sent ér að bítast um genin, og ég er ekki viss um að við ráðum við þessar breyttu aðstæður. Þó heimurinn hafi breyst mikið á skömmum tíma hefur maðurinn ekki breyst neitt að ráði. A saga Friðriks einhverja stoð í raunveruleikanum? - Nú vinnið þið báðir hjá japönskum risa í Bandaríkj unum... - Þetta er allt tilbúningur. Meira að segja veðurfar. Hins- vegar hefði ég ekki getað skrifað bókina ár. þess að hafa verið í þessu starfi. Eins og Friðrik ferð- ast ég mikið, og þó ég sé ekki að fást við sömu hluti og hann innan fyrirtækisins var ég alltaf eins og á veiðum eftir einhverju sem ég gæti notað í söguna. Síðastliðið ár hef ég varla setið fund án þess að hafa í huga að ég sé að skrifa bók. - En bókin snýst ekki um fyrir- tækið, heldur uppgjör Friðriks Jónssonar við sjálfan sig og heim- inn. LG Ólafur Jóhann Ólafsson: Friðrik Jónsson er hugsaður sem tákn nú- tíniamannsins Markaðstorg guðanna heitir rsta skáldsaga Ólafs Jóhanns lafssonar, sem fyrir tveimur árum vakti athygli jólaflóðsles- enda með smásagnasafninu Níu lyklar. Ólafur hefur reyndar einn- ig vakið athygli fyrir að starfa hjá japanska risanum Sony í Banda- ríkjunum og hafa menn mikið velt fyrir sér hvernig framkvæmda- stjórn hjá Sony samræmdist rit- störfunum, - en að því er vænt- anlega hægt að komast við lestur bókarinnar. Aðalpersóna hennar, Friðrik Jónsson, á það sameiginlegt með Ólafi að vera íslendingur og að starfa fyrir japanskt stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Friðrik er Vesturbæingur og nam guðfræði við Háskóla íslands áður en hann brá sér vestur um haf með fram- haldsnám í huga. í upphafi bók- arinnar er Friðrik um fertugt, hefur starfað lengi við fyrirtækið og er giftur bandarískri konu.; Hann hefur lent í klandri, sem, erfitt virðist fyrir hann að snúa sig út úr, og verður til þess að hann fer að velta fyrir sér lífi sínu og tilveru, hver hann sé og hvað hann sé eiginlega að gera. Hugleiðingar um tilgang og takmark lífsins - Það er hægt að lesa bókina á tvennan hátt, - segir Ólafur. - Þegar ég skrifaði hana hafði ég í huga að mér finnst stefna rithöf- unda eiga að vera að skrifa bækur sem þeir myndu treysta sér til að lesa sjálfir ef einhver annar hefði skrifað þær. - Það er þannig hægt að lesa bókina sem spennusögu um þessi vandræði sem Friðrik lendir í og tengjast störfum hans hjá fyrir- tækinu. Það er hægt að láta sér nægja yfirborðið, fylgjast með sálrænni spennu hans og hvernig hann reynir að snúa sig út úr vandanum. Hann fer víða, sagan gerist á þremur stöðum í Banda- ríkjunum, á íslandi og í Tókíó, því Friðrik ferðast bæði á vegum fyrirtækisins og eins verður hann að bjarga sér úr klandrinu. - Saman við spennusöguna hef ég fléttað hugleiðingar hans sem ættu að geta skilið eitthvað eftir hjá lesanda sem vill kafa undir yfirborðið og velta slíku fyrir sér. Vegna klandursins fer Friðrik að hugsa um hluti sem hann hefur ekki leitt hugann að árum saman, það rifjast upp fyrir honum margt sem hann hélt að hann hefði gleymt, og hann fer að hugleiða tilgang og takmark lífsins. Tákn nútíma- mannsins Eru þessar hugleiðingar hans að einhverju leyti sprottnar af siðferðilegum ástæðum? Uppgj- öri prestlærðs manns við við- skiptaheiminn? - Nei, guðfræðingurinn í hon- um skiptir ekki svo miklu máli. Ég efast um að Lútersguð eigi miklar taugar í Friðrik. Hann lendir þarna í mjög erfiðum hlutum, en það er fremur af hugsunar- eða kæruleysi, en af ásetningi. Það er í rauninni auðveldara að leiðast út í slík vandræði en gera það ekki í þeim heimi sem hann lifir og hrærist í. En þegar svo er komið eru mór- ölsk, eða siðfræðileg átök eðlileg, það er að segja ef menn hafa ein- hvern móral á annað borð. - Þetta er mikið frekar upp- gjör manns sem hefur alist upp við einföld og skýr siðalögmál fyrirstríðsþjóðfélagsins. Þó hann sé alinn upp eftir stríð er hann mótaður af fyrirstríðskynslóð- inni, og þegar einföld siðalögmál hennar mæta andstöðu sinni í heimi alþjóðaviðskipta fara gen- in að togna í honum. Hlutir sem hann hefur kannski gleymt á meðan allt lék í lyndi rifjast upp fyrir honum, hann hefur einfald- lega lent í þeirri stöðu að muna ekki eftir ýmsu sem hann þykist trúa á og treysta, en sem hann man svo eftir þegar hann lendir í vandræðum. Friðrik er þannig ekki bara tákn fyrir sjálfan sig og þá stöðu sem hann er lentur í, heldur hugsa ég hann sem tákn nútímamannsins. / hörðum heimi peninganna Er ekki bakgrunnur Friðriks heldur óvenjulegur fyrir mann sem stendur í viðskiptum? - Nei, alls ekki, en ég held að menn af hans tagi sé sérstaklega að finna í alþjóðaviðskiptum. Hér á landi eru það bara við- skiptafræðingar sem stunda við- skipti, og kannski er þar komin skýringin á því hvernig við stönd- um okkur. í alþjóðaviðskiptum koma menn úr ýmsum áttum, og hafa margvíslega reynslu, til dæmis eru samstarfsmenn mínir doktor í heimspeki, eðlisfræðing- ur og óperusöngvari, og sjálfur er ég eðlisfræðingur og bókmennta- maður. - Þessi margvíslega reynsla sem menn hafa nýtist þeim þegar þeir lenda í heimi peninganna. Viðskiptafræðinga skortir oft víddir til að eiga við þær aðstæður sem koma upp, því þeir eru pró- grammeraðir á einfaldan hátt. Menn sem hafa verið í listum, vís- indum eða húmanisma bregðast á annan hátt við þeim frumstæðu aðstæðum sem alltaf koma upp þegar verið er að græða peninga, en þeir sem lært hafa bókfærslu. - En þegar menn lenda í þess- um aðstæðum hlýtur spyrningin um hvað þeir vilji ganga langt alltaf að vakna. Heimur pening- anna er harður og hlífðarlítill, og hver og einn hlýtur að verða að samræma það sem hann gerir sínu uppeldi, bakgrunni og sið- fræði, sætta þær aðstæður sem hann lifir og hrærist í því sem i hann hefur lært, og þeirri siðfræði sem hann lærði í æsku. Hug- leiðingar Friðriks Jónssonar eru þannig mjög eðlilegar. Mann- eskjan vill gjarnan hafa einhvern æðri tilgang, en í viðskiptum Að bregðast við hjarta- sjúkdómum IÐUNN hefur sent frá sér fyrstu bókina í nýjum bókaflokki um heilbrigðismál sem nefnist Heilsuvernd hcintilanna. Þessi bók er eftir breska lækninn Chandra Patel og nefnist Bókin um hjartasjúkdóma. Þetta er handbók, skrifuð af sérfræðingi eftir kröfum nútímans. Hún fjall- ar um forvarnir gegn hjartasjúk- dómum, meðferð við þeim og hvernig sigrast megi á þeim, bæði með hefðbundnum og nýstár- legum aðferðum. Lýst er starf- semi hjartans og helstu orsökum hjarta- og kransæðasjúkdóma. í bókinni er einnig að finna hag- nýta ráðgjöf um sjálfshjálp og styrkingu þess lækningamáttar sem býr í einstaklingnum sjálf- um. Guðsteinn Þengilsson læknir hefur þýtt bókina og skrifar for- CharvdraPatel HEILSUVERND HEIMIIANNA HJARTA- SJÚKDÓMA Hagnýt leiösiign um forvamir pg meðferö KX.ÍNN mála. Þar segir meðal annars: „I bókinni er, eins og titillinn ber með sér, fyrst og fremst rætt um sjúkdóma hjarta- og æðakerfis- ins. En eins og áður var minnst á, varðar sú umfjöllun manninn í heild. Þess vegna á bókin erindi til allra, sem vilja bæta heilsu sína með hollum lifnaðarháttum.“ Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.