Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 6
BÆKUR Einar Már Guðmundsson UT UR HVUNN- DAGSLEIKANUM Einar Már Guðmundsson. Leitin að dýragarðinum. Sögur. AB 1988. Þessar átta smásögur Einars Más Guðmundssonar eru með ýmsum hætti í stílinn færðar. En þær eiga sér samnefnara í því flestar að segja frá einæði, frá á- stríðu eða hugmynd sem hefur læst klónum í manneskjurnar og tekið sér firnavald yfir þeim sem þær munu að öllum líkindum kikna undir. Svo mikið vald reyndar, að eins er víst að rammi sennileikans og hvunndags- leikans láti undan og furður ýmis- legar fari á kreik og hver hefur á móti því nú til dags? Þetta kemur strax upp í fyrstu sögunni sem heitir „Sending að sunnan“. Þar segir frá harkfalla- bálki sölumanns sem hefur fest sig í mjúku holdi Elsu, sem rekur vefnaðarvörubúð norður í landi, og má hann sig hvergi úr því helsi hræra. Nokkuð skondin saga reyndar um ástarinnar hlálega tortímingarafl. Næsta saga sver sig enn sterkar í einæðisætt en er samt hvunndagslegri einhvern- veginn og læst í hefð. Hún heitir „Malbikunarvélin“ og segir frá Jakobi sem eitt sinn var ráðu- neytisstjóri en situr nú við og skrifar endalausar endurminn- ingar sínar með fulltungi skrifara síns og óhugnanlegs minnis með- an börnin í götunni gera sig líkleg til að hrella úr honum líftóruna. Því Jakob er einn hinna mörgu manna sem eiga heima í smá- sögum og eru í styrjöld við fjandsamlegt mannkyn, í þeirri styrjöld eru margar orustur háðar - við ket og aðra óhollustu, við kvenfólkið, bókmenntirnar, leik- húsin og kommúnistana. í sögu sem þessari kemur það vel fram að Einari Má eru allir vegir færir í ritmennsku, en það er ekki þar með sagt að hann bæti nokkru við sína hæð í hverri atrennu. Með öðrum orðum sagt: sög- urnar eru misjafnar. Stundum reynist erfitt að finna í þeim púðr- ið eins og í sögunni „Þegar örlag- avindarnir blésu“. Þar segir frá hjónunum Nönnu og Nikulási sem reka vefnaðarvöruverslun og eru að aka inn í stórslys kvöld eitt með draugagang í sálinni og allt um kring og um þau næða vind- arnir eirðarlausu og yfir skína ör- lagastjörnur: Sæll vertu Heine- sen! En því miður tekst ekki sannfærandi sambúð milli mann- eskjunnar og upphafinnar og metnaðarmikillar umgjörðar sögunnar. Aftur á móti verður allt annað uppi í sögu sem leikin er á svipuðum nótum og heitir „Regnbogar myrkursins“. Vikt- or, ungur drengur, situr í tungls- ljósi á bryggjusporði í litlu plássi og yfir honum skína stjörnur sem eru honum meira virði en vinir og kannski heyrir hann rödd sem segir honum að stökkva í sjóinn og honum er með naumindum bjargað frá drukknun. Þessi atvik lifa með honum síðan, enn í dag líða öldurnar undir iljum hans og grænir straumar leika um hann. Hvers vegna? Einar Már smíðar gátukerfi og leysir úr því af ærn- um hagleik, hvað eftir annað er vikið til upphafsins og í hvert skipti bætt við tíðindum sem skýra málin og skerpa tilfinning- una. Drengurinn var á bryggj- unni að bíða eftir sjódauðum föður sínum. Söknuðurinn hafði tekið sér afl til að vekja hann upp frá dauðum, fá honum rödd og vilja, bækurnar sem drengurinn las - Hamlet í hasarblaðaútgáfu og Robinson Krúsó - sá honum bæði fyrir útskýringu á dauða föðurins og fengu honum sama- stað á eyju úti á hafi. Þangað var Viktor að fara þegar hann stökk í sjóinn, en það mun enginn fá að vita nema hann. Ljóðrænn innileiki ereitt af því sem lyftir þessari draugasögu upp af síðunum. En oftar er það að Einar Már er kaldranalegur í fasi, staddur í vissri íronískri fjarlægð frá sínu fólki. Og best tekst hon- um upp í úthaldsgóðu dári og spéi sem veit samt vel af harmleiknum á bak við fáránleikann í ágætri sögu sem heitir „Austrið er rautt“. Þar segir frá ungum mönnum af kynslóð höfundar sjálfs, sem fljúga austur á land til að vekja vinnandi alþýðu af vit- undarsvefninum langa og fá sér vinnu í fiski til að vera í kallfæri við hina kúguðu stétt. Þeir hafa höndlað nauðsynlegan sannleika um framvindulögmál þjóðfélags- ins: „Sögulegar skyldur hvíldu á herðum okkar. Spurningin var ekki hvort við sigruðum heldur hvenær“. Og má nærri geta að ósigurinn er á næstu grösum og glottir herfilega framan í sextíu- ogátta kynslóðina. Vera má að við lestur slíkrar sögu fari einhverjir góðir menn hjá sér og segi sem svo: æ af- hverju eru þessir vinstrigaurar sífellt að hýða sjálfa sig og iðrast sinna synda? Væri þó nær að lofa Einar Má fyrir það, hve örugg- lega hann heldur utan um tvenn sannindi í þessari sögu. í fyrsta lagi er byltingaróþreyjan einna líkust brennivíni - ósigurinn var byggður inn í uppreisnarkynslóð- ina frægu vegna þess að hún not- aði pólitíkina eins og hvern ann- an vímugjafa til að stytta sér ham- ingjuleitina.í annan stað minnir sagan ágætlega á Karl gamla Marx sem ekki hafði mikla trú á því að hægt væri að láta Söguna (hér: pólitíska vakningu verka- lýðs) endurtaka sig. Endurtekn- ingin, sagði Marx j>amli, er farsi. Arni Bergmann ALITAF UNDIR SIÝRI Agnar Þórðarson Smásögur Agnars Þóröarsonar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út smásagnasafnið Sáð í sandinn eftir Agnar Þórðar- son í tilefni af sjötugsafmæli hans í fyrra. Flytur það níu sögur, og hafa þrjár þeirra ekki birst áður. Útgefandi kynnir höfund og bók þannig á kápu: Agnar Þórðarson er kunnastur af leikritum og skáldsögum, en er éinnig sérstæður smásagnahöf- undur. Sáð í sandinn er fyrsta bók hans þeirrar gerðar og flytur níu sögur ritaðar á löngu áraskeiði. Bera þær glöggan svip af leikri- tum höfundar, segja annars vegar frá yfirlætislausu hversdagsfólki og hins vegar grátbroslegum broddborgurum. Agnar rekur at- burðaþræði af hófsemi og alúð, en varpar gjarnan einkennilegri birtu á frásagnarsvið og söguper- sónur. Stundum beitir hann skopi og ádeilu, einkum þegar hann túlkar smæð þeirra sem hreykja sér og þykjast yfir aðra hafnir, en eru tæpir ef á reynir.“ ÉGER Hrafn Gunnlaugsson Reimleikar í birtunni Vaka-Helgafell 1988 Reimleikar í birtunni er „per- sónuleg tjáning kvikmynda- leikstjórans í ljóðum" segir á bókarkápu. Hvað sem yfirleitt má segja um sjálfumglaðar yfir- lýsingar útgefenda (eða höfunda) á þeim vettvangi er auðvelt að taka undir þessi orð. Sömuleiðis að Hrafn yrki um „mannlegar ástríður og eigin reynslu á mjög persónulegan hátt“. Hrafn Gunnlaugsson hóf feril sinn sem eitt af Listaskáldunum vondu sem fóru eins og storm- sveipur um landið á öndverðum síðasta áratug. Á þeim samkom- um var margt kveðið og mjög misvel eins og gengur; fæst reyndist víst lífvænlegt úr hófi fram af því sem listaskáldin báru á borð. En í þessum mislita hóp voru líka nokkrir sem maklega hafa brotist til áhrifa á íslenskum menningarökrum; Þórarinn Eld- járn, Sigurður Pálsson og Pétur Gunnarsson. Tíminn lék flesta aðra grátt eins og honum er svo gjarnt; kannski fóru þeir að vinna í póstinum eða við pylsusölu og eru hér með úr sögunni. Hrafn gaf út tvær ljóðabækur, fyrst komu „Ástarljóð“ og „Graf- arinn með fæðingartangirnar" fylgdi í kjölfarið. Um árabil var hljótt um hann sem ljóðskáld enda kölluðu önnur viðfangsefni á athyglina. Reimleikar í birtunni er í hæsta máta persónuleg ljóðabók, - í þeim skilningi að flest ljóðin fjalla um sálarangist höfundar- ins, efann, ástina og einsemdina. Fyrsta ljóð bókarinnar, Frum- sýning, er sótt beint í reynslu- heim höfundarins; það er ort að kvöldi þess dags sem kvikmyndin Hrafninn flýgur var frumsýnd. Það hefst svo: Langt er síðan hann gekk út á vegleysurnar Nú getur hann ekki munað hvernig það er að vera glaður Samt brosir hann vandlega við gestunum og tínir fram viðeigandi hlátra Og í næsta ljóði við, Hemlarnir hafa gefið sig, er sama tilfinning uppi á teningi Hrafns: Ég er alltaf undir stýri og stíg í botn þótt ég spyrni á móti og fleygi mér örmagna í faðm þinn Sjaldan örlar á lýrik í ljóðum Hrafns, þau líkjast meira spuna; þar sem stórbrotnar tilfinningar brotna of oft á stórkallalegum lausnum. Ljóðin eru opinská, sumstaðar nánast ofsafengin úr hófi fram. Ég hygg að ekki hefði sakað að rifa seglin lítillega og jafnvel láta lesandanum eftir að draga eigin ályktanir. Einlægni er tvíeggjað vopn; of mörg stór orð geta svo hæglega eytt áhrifum Hrafn Gunnlaugsson hennar. Dæmi um Ijóð sem gengur prýðilega upp er Spör- fugl, enda tíðkast þar ekki hin breiðu spjótin: regnið á þekjunni fellur inn í höfuð mitt ég man þá daga er ég lá einn í heyinu út í hlöðu og spörfugl raiin á bárujárninu nú renn ég viðstöðulaust niður þekjuna og það eru þrjátíu og níu hæðir niður á malbikið Reimleikum í birtunni fylgir greinagerð höfundar, að beiðni útgefanda, þar sem greint er frá tilurð kvæðanna, hvenær þau voru ort og af hvaða tilefni. Flest urðu til á stopulum næðisstund- um í kringum kvikmyndagerð Hrafns - á stundum efa og ein- semdar, þegar leikstjórinn er aleinn og spurningar ásækja hann eins og draugar. Kvæðin eru líka fyrst og fremst persónulegar vang- aveltur kvikmyndahöfundar, ekki ljóðskálds. Spyrja má hvaða nauðsyn knýi að slík heilabrot séu gefin út; því er til að svara að fyrir ákveðinn hóp eru þau forv- itnileg. Og ýmislegt er líka vel gert og alls góðs maklegt. Ljóð Hrafns eru öðru fremur vitnisburður um hvað knýr hann áfram í listsköpun sinni; það er ekki ytri hvatning, vegtyllur og lófaklapp heldur þörfin til að ganga á hólm við sjálfan sig, leita uppsprettunnar í sálardjúpinu myrka. Egill Eðvarðsson skreytir Reimleikana með klippimyndum þar sem aðallega er notast við ljósmynd af Hrafni Gunnlaugs- syni. Sama ljósmyndin er birt sextán sinnum. Þrátt fyrir að' endurtekningar geti tvímælalaust þjónað listrænum tilgangi bæði í ljóðum og kvikmyndum höfða myndir Egils ekki til mín. Hrafn Jökulsson 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.