Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 2
____________________FRETTIR Vinstrihreyfing A-foimenn: rautt Ijós gegn hænsnahjörðinni Fjölsóttir formannafundir um helgina á Isafirði, Akranesi og Selfossi. Arangurinn afsamstarfinu sker úr umframhaldið. JBH: Hvaðseg- irðu um Jóhönnu sem formann? ÓRG: Jú, mætti athugaþað, -eða Guðrúnu Helga? Akranes á rauðu Ijósi á laugardaginn. Milli Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars sitja fundarstjórar og -starfsmenn: Óttar Proppé hafnarstjóri í Firðinum og fyrrverandi Þjóðviljaritstóri, Guðbjartur Hannesson forseti bæjarstjórnar á Skaga, Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins. Ámunda vantar hinsvegar... (Ljósm.: LV) Við erum ekki komnir til að sameina flokka. Við erum ekki einusinni hér í umboði flokkanna. Þessi ferð er farin til að varpa fram spurningum, til að eyða fordómum, til að heyra hvað þið hafið um þetta að segja. Hvernig flokkarnir tengjast í framtíðinni, - það fer mest eftir því hvort það sannast að flokkarnir geti unnið saman með árangri og af heilind- um. Sagði Jón Baldvin Hannibals- son meðal annars í upphafi fund- ar þeirra Ólafs Ragnars Gríms- sonar á Akranesi, -öðrum áfanga einstæðrar fundaferðar formann- anna tveggja um Iandið. Þeir héldu nú um helgina þrjá fundi, flugu til ísafjarðar á föstu- dag þvert á allar spár og héldu sögulegan fund um kvöldið á sögufrægum stað - í Alþýðuhús- inu, og voru þar um 250 Isfirðing- arsamankomnir. Á Akranesi bar fundinn á laugardag upp á sama tíma og Skagamaðurinn Sigurður Jónsson lék í beinni útsendingu gegn Liverpool, en Hótel Akra- nes var samt sneisafullt, - rúm- lega 150 mættir, og á Hótel Sel- fossi á sunnudagskvöld komu tæplega 300 Flóamenn að hlýða á formennina og ræða við þá. Þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar geta verið ánægðir með fullt hús og um 700 fundargesti yfir eina helgi. Þeir geta líka sett það í sinn sarp að fundirnir hafa verið fjörugir og skemmtilegir, fundarformið auðveldað um- ræður og gefið kost á hávaða í allar áttir, og þeir félagar sjálfir verið í góðu formi og sýnt á sér það sem með glotti útí annað mætti kalla pólitískan hjónasvip, - án þess þó að selja sinn flokks- lega frumburðarrétt. Og það sak- ar ekki að fundirnir hafa vakið gífurlega forvitni í samfélaginu, sem meðal annars kemur fram í mikilli umfjöllun rafmiðlanna nú um helgina. Þetta voru menn ekkert alltof vissir um fyrirfram. í báðum flokkum varð mjög vart óánægju með þetta framtak af pólitískum ástæðum, og fleiri en einum varð stíllega um og ó þegar Ámundi var kominn í spilið. En eftir þessa helgi standa formennirnir með pálmann í höndunum. Auk þess sem að framan er talið virðist þeim takast að koma til skila mál- efnalegu og táknlegu innihaldi um vinstri samvinnu og breytt pólitískt umhverfi heima og er- Iendis, og þeim hefur einnig tek- ist að nýta fundaferðina til sóknar í orustum dagsins, til dæmis í skæruhernaðinum milli ríkis- stjórnarinnar og bankastjóranna. Og til þess arna er auðvitað ekki verið að atast hvor í öðrum nema mjög mildilega. Á Akra- nesi, þarsem Þjóðviljamenn voru meðal fundargesta, hlupu for- mennirnir þar yfir á léttu brokki sem gaddavírsgirðingarnar eru hvað snúnastar á landamærum flokkanna, og lögðu í staðinn áherslu á það sem sameinar. Já, eöa Kjartan Dæmigert var um þetta svar Ólafs Ragnars við spurningu um álver í tilefni af harðri andstöðu Hjörleifs Guttormssonar og fleiri Alþýðubandalagsmanna við hugsanlegt annað Straumsvíkur- ver. Ólafur sagði fyrst dæmisögu af hinum launaða spámanni Landsvirkjunar um álverð, dokt- or King, sem hingaðtil hefði haft kolrangt fyrir sér í flestum spám: „meðal annars þetta hefur kennt mér að meta málin þegar þau liggja fyrir. “ Og taldi síðan í ró- legheitum upp þá fjóra þætti sem verða forsendur fyrir afstöðu Al- þýðubandalagsins: umhverfis- sjónarmið, rafmagnsverð, byggðasjónarmið, íslenskt for- ræði. JBH: En spurningin er hvort Hjörleifur lítur líka svona á þetta? ÓRG: Já, eða Kjartan! Það var einnig dæmigert að Jón Baldvin fór mjög rólega í svoköll- uð utanríkismál, skildi Natóræð- urnar eftir heima, og svaraði fyr- irspurn um atkvæðagreiðslurnar hjá SÞ með því að það væri ekki rétt að hann hefði breytt utan- ríkisstefnu íslendinga í ófriðvæn- lega átt: „Ég mœlist undan þvíað þetta mál verði blásið út sem dœmi um eitthvert kaldastríðs- hugarfar. “ Jón ítrekaði fyrri yfirlýsingar um stuðning sinn við Nató og sagði það sína skoðun að „varn- arliðið“ - einsog bandaríska set- uliðið er ennþá kallað á þessum stað í pólitík - væri enn nauðsyn- legt. Það kann hinsvegar að eiga að túlka sem ákveðna opnun hjá forystu Alþýðuflokksins að Jón er til í að ræða skilyrði fyrir brott- för þess: „þegar við höfum sannfœrst um að okkur stafi ekki ógn eða hœtta af ríki eða ríkja- samsteypu sem sé að seilast til á- hrifa á norðurslóðum. “ (Hvað með Bandaríki Norður-Ámer- íku? spyr svo fávís fundargestur í hljóði.) Þarna var líka spurt og svarað um bráðabirgðalögin og samn- ingabannið, matarskatt, stjórn- arslitin í haust, afstöðu Jóns Baldvins til Framsóknar („tökum Steingrím kannski rneð og höld- um einhvern fund á grænu ljósi“) og um skatta, - þar svaraði Jón Baldvin meðal annars og lét að því liggja að Ólafur væri að halda áfram þarsem hann hefði skilið við. Gatið í sínu skattaneti hefðu verið eignarskattar og skattar á fjármagnstekjurm, - en „um það mátti aldrei ræða við Sjálfstœðis- flokkinn“, -síðan fór Jón að skýra stefnuna á fingrum sér þangað til Ólafi fannst nóg kom- ið: „Heyrðu Jón, þú ert nú hœttur í fjármálaráðuneytinu. “ Hænsnahjörö í þingflokknum Rauður þráður frá upphafi fundarins til endis voru þung högg greidd þeim Valhallar- bændum, og öllu þyngri frá for- manni Alþýðuflokksins ef eitthvað var. JBH: Hvernig væri hér umhorfs ef við hefðum jafn- aðarmannaflokk með 40 til 45 prósent fylgi? Við megum ekki una því að frumburðarréttur vinnandi fólks á íslandi verði til frambúðar seldur Sjálfstæðis- flokknum. ÓRG: Matthías Á. Mathiesen gaf flugstöð, ákvað að bora í Ólafsfjarðarmúla og lofaði handboltahöll, - en gleymdi að gera ráð fyrir að borga reikning- inn. JBH: Sjálfstæðisflokkurinn var svo heillum horfinn að ekki einn einasti maður á ráðstefnu fiskvinnslunnar í Stykkishólmi í haust studdi tillögur Sjálfstæðis- flokksins. ÓRG: Nú er hægt að ýta Sjálfstæðisflokknum útaf borðinu og fylla í tómarúmið sem hann skilur eftir. Þetta tækifæri er söguleg ögrun. JBH: Það er hægt að gera samkomulag við Framsókn, en það var miklu al- gengara en hitt að samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel handsalað, hélt hreinlega ekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er slik hænsnahjörð, - þvflíkt stjórnleysingjarótarí, þar skortir forystu og verkstjórn. Frammar- arnir hinsvegar eiga það að þeir eru vel þjálfað fótgöngulið undir styrkri forystu. Og eigum vér þá enn eftir að segja frá orðræðum og orða- skiptum á Skaga um söluskatts- innheimtu, Sverri Hermannsson og stjórnarandstöðuna í banka- kerfinu (Ólafur Ragnar: Halda menn að Geir Hallgrímsson hafi breytt um lífsskoðun við að gerast Seðlabankastjóri?), reynslu Jóns Baldvins í Póllandi og fleira og fleira. Og gestalistanum verður líka sleppt, - nema hvað að Eiður Guðnason mætti á Skagafundinn og borgaði meira að segja í sjóð- inn þrátt fyrir fyrri efasemdaryf- irlýsingar. Það gerði hinsvegar ekki Skúli Alexandersson. Þegar Eiður var spurður um Skúla sagð- ist hann hafa séð Skúla í bíl á Mýrum. — Og í hvaða átt var hann að fara? -Ja, mér sýndist hann vera á báðum áttum! Skúli á sér lagsbræður í þing- mönnum krata á Vestfjörðum sem hvorugur mætti á Isafjarð- arfundinn, en Margrét Frímanns- dóttir, eini A-þingmaðurinn á Suðurlandi, var hinsvegar hrókur alls fagnaðar í Hótel Selfossi á sunnudagskvöld. Það er of snemmt enn að gera meira en draga upp fyrstu hugs- anlegu pólitísku afleiðingarnar af fundum formannanna. Ljóst er orðið að þeim hefur tekist að ná mikilli athygli og góðri fundar- sókn, sem þegar lægir óánægju. Hvað verður veit enginn enn, allra síst þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, - en það er ljóst að þessi táknlega samstaða skuld- bindur formennina og þarmeð flokkana í stjónarsamstarfinu. Rúllar snjóboltinn áfram? Hvor ykkar verður varafor- maður í nýja flokknum? JBH: Hvorugur. En hvað segirðu um Jóhönnu sem formann? ÓRG: Það má athuga það, - eða Guð- rúnu Helga? Sjón er sögu ríkari. Næstu fundir eru í Eyjum á fimmtudags- kvöld, á Höfn föstudagskvöld, í Neskaupstað á laugardag og í Allanum á Akureyri á sunnudag. -m ÖRFRÉTTIR Almar Grímsson formaður Krabba- meinsfélagsins og Þórunn Svein- björnsdóttir formaður Sóknar við undirritun samningsins. Sókn borgar rannsoknina Starfsmannafélagið Sókn hef- ur gert samning við Krabba- meinsfélagið um þátttöku í kostnaði við krabbameinsleit meðal félagskvenna. Sókn greið- ir þann kostnað sem konur þurfa að öðru jöfnu að greiða sjálfar, en það gjald er nú 550 kr. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar segir skipulega leit að krabbameini í leghálsi og brjóst- um verðugt verkefni og stjórn fél- agsins telji rétt að nota hluta af ráðstöfunarfé sjúkrasjóðs félags- ins til forvarnastarfs. Hjón fórust í bílslysi Fullorðin hjón úr Hafnarfirði létu lífið á laugardag, er bifreið þeirra fór út af 30 metra háum vegkanti við Brynjudalsá í Hval- firði. Slysið varð skömmu eftir hádegi og var mikil hálka á vegin- um. Bifreiðin fór fram af 30 metra háu bjargi og lenti á hvolfi í sjónum. Hjónin voru ein í bif- reiðinni. Þau hétu, Sverre Helgi Valtýsson, fæddur 1923, og Nanna Sigurðardóttir, fædd 1922, til heimilis að Ölduslóð 22 í Hafnarfirði. Hvernig tónlistaruppeldi? Hvernig væri tónlistaruppeldi á íslandi best fyrir komið, er yfir- skrift ráðstefnu um tónlistar- fræðslu sem menntamálaráðu- neytið gengst fyrir nk. laugardag. Á ráðstefnunni sem haldin verð- ur í Borgartúni 6, og hefst kl. 10 árdegis verður m.a. fjallað um listuppeldi, stöðu tónmenntar- og tónlistarfræðslu í skólum landsins og kynnt verður samþætt starf í tónlistar- og grunnskóla. Pétur í stjórn húmanista Pétur Guðjónsson formaður Flokks mannsins var kjörinn einn af 6 varaforsetum nýrra alþjóða- samtaka Húmanista sem stofnuð voru í Florens á Ítalíu fýrr í þess- um mánuði. Alls sóttu rúmlega 9 þúsund manns stofnfund samtak- anna þar af 75 frá íslandi. For- maður nýju samtakanna var kjör- inn Alafonso Argiolas, formaður flokks húmanista á Ítalíu. Engin hækkun á húsaleigu Viðskiptaráðuneytið hefur á- réttað að samkvæmt gildandi bráðabirgðalögum er óheimilt að hækka endurgjald fyrir afnot af fasteignum, þar á meðal húsa- leigu, til febrúarloka nk. Gildir þetta jafnt þótt í leigusamningum standi að húsaleigu megi breyta t.d. samkvæmt verðbótahækkun húsaleigu er Hagstofa íslands til- kynnir, byggingavísitölu og lánskjaravísitölu eða með hlið- sjón af hækkunum á kostnaðar- liðum. Afríkukvöld hjá AFS Peter Paul, kennari frá Ghana er nú staddur hérlendis á vegum AFS, alþjóðlegu skiptinemasam- takanna, en hann mun kenna í framhaldsskólum hér fram á vor. f kvöld kl. 20.30 segir hann frá Ghana í máli og myndum, í Þrótt- heimum v/Holtaveg, ásamt Þor- varði Árnasyni kennara sem var við kennslustörf í Ghana sl. ár. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.