Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Vínarborg Tímamót í samskiptum „austurs" og „vesturs" Nýr mannréttindasáttmáli og samkomulag um afvopnunarviðrœður Utanríkisráðherrar 34 ríkja Evrópu og Norður-Ameríku eru nú ýmist væntanlegir til Vínar eða komnir þangað þeirra erinda að undirrita samkomulag um mannréttindi og afvopnunarvið- ræður, sem náðst hefur eftir 27 mánaða viðræður á ráðstefnu téðra ríkja um öryggismál og samvinnu í Evrópu. Fulltrúar flestra þeirra ríkja, sem ráðstefn- una sátu, hafa fyrir satt að sam- komulag þetta marki tímamót í samskiptum Vesturlanda annars- vegar og Sovétríkjanna og Austur-Evrópuríkja hinsvegar. í samkomulaginu er kveðið á um, að í mars n.k. hefjist nýjar samningaviðræður með það fyrir augum að fækka í herjum þeim í Evrópu, er búnir eru svokölluð- í um venjulegum vopnum mannréttindaákvæðum sam- komulagsins eru aðildarríki þess hvött til að tryggja þegnum sínum m.a. ferðafrelsi, trúfrelsi og rétt til að hlusta á erlendar útvarps- stöðvar. Þá er hvatt til þess að fólki verði tryggt að einkabréf þess séu ekki opnuð né sími hler- aður, svo og að afgreiðslu ferða- leyfa sé flýtt. Eina hjáróma röddin gagnvart samkomulaginu var raust sendi- nefndar Rúmeníu, sem nú hefur verst orð á sér allra Evrópuríkja viðvíkjandi mannréttindum. Létu fulltrúar þess ríkis í ljós að það teldi sig ekki skuldbundið að hlíta þeim ákvæðum samkomu- lagsins, sem það væri ósammála eða væru „ófullnægjandi". Reuter/-dþ. Belgía 25.000 fórust Samkvæmt tilkynningu yfir- valda fórust um 25.000 manns af völdum jarðskjálftans mikla í Armeníu 7. des. s.l. Áður hafði verið talið að miklu fleiri hefðu farist. Um hálf miljón manna missti heimili sín. Ákveðið hefur verið að senda um 150.000 verka- menn frá öðrum hlutum Sovét- rfkjanna til að hjálpa lands- mönnum við uppbyggingarstarf- ið eftir náttúruhamfarirnar. Reuter/-dþ. Fyrrum forsætis- ráðhetra horfinn Var líklega rænt og hefur ef til vill verið myrtur Belgíska lögreglan leitaði í gær ákaft að Paul Vanden Bo- eynants, sem var forsætisráð- herra Belgíu 1966-68 og 1978-79, en hann er horfinn síðan um helg- ina. Var hann síðast þegar vitað var staddur í bílskúrnum heima hjá sér. Menn sem ekki kynntu sig hafa hringt og haldið því fram að samtök, sem ekki hefur heyrst af áður, hafi numið Vanden Bo- eynants á brott. Síðar var hringt og sagt að lík hans væri að finna í skógi nálægt Mons, en óvíst er enn talið hvort hann sé lífs eða liðinn. Vanden Boeynants er 69 ára og í flokki kristilegra demókrata. Árið 1986 var hann sekur fundinn um skattsvik og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, skil- orðsbundið. En hann er aðsóps- mikill og vinsæll og slapp furðan- lega vel frá því máli. Þegar hann hvarf átti hann yfir höfði sér nýja málshöfðun út af meintum mútum, honum viðkomandi, meðan hann var varnarmálaráð- herra á áttunda áratugnum. Efnaverksmiðja Líbýu Hægt að framleiða efnavopn Vesturþýska stjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að margumtöluð efnaverksmiðja í Líbýu, sem líkur eru taldar á að byggð hafí verið með hjálp vest- urþýskra fyrirtækja, hafi útbún- að sem geri mögulegt að fram- leiða þar efnavopn. Stjórnin hef- ur til þessa dregið í efa að svo væri. Líbýustjórn heldur því fram að ekki sé hægt að frameiða í verk- smiðjunni annað en lyf. Vestur- þýska stjórnin hefur nú fyrir- skipað rannsókn til að komast að raun um, hvort fyrirtækið Imhausen-Chemie í Baden- Wúrttemberg og fleiri vesturþýsk fyrirtæki hafi aðstoðað Líbýu- menn við að byggja verksmiðj- una, sem er um 80 kílómetra Gaddafi Líbýuleiðtogi - sagður geta framleitt eiturgas ef hann vilji. suður af Trípólis, höfuðborg Lí- býu. Reuter/-dþ. Hlakkað yfir drepnum manni Menn úr írska lýðveldishern- um (IRA) svokallaða skutu 25 ára gamlan landbúnaðarverka- mann til bana á sunnudagsnótt í Ballintra í írska lýðveldinu, ná- lægt landamærum Norður-ír- lands. Sá sem var drepinn hét Harry Keyes og hafði áður verið varamaður í norðurírsku lögregl- unni. Hann var með vinkonu sinni, 19 ára gamalli, er hann var drepinn. Drápsmennirnir hróp- uðu og æptu af fögnuði að dráp- inu loknu. Charles Haughey, for- sætisráðherra frlands, hefur for- dæmt verknaðinn með hörðum orðum. Reuter/-dþ. Ráðist á mótmælafund Tékkóslóvakísk lögregla réðist í gær með kylfum, táragasi og vatnskanónum á um 500 manns, sem safnast höfðu saman á Vens- islásstorgi í Prag í minningu þess, að 20 ár eru liðin frá því að ungur stúdent, Jan Palach, brenndi sig þar til bana í mótmælaskyni vegna innrásar Varsjárbanda- lagsríkja í Tékkóslóvakíu 1968. Er þetta annan daginn í röð, sem lögreglan þar í borg fer þannig að, því að á sunnudag dreifði hún af fullri hörku um 4000 manna mótmælafundi á sama stað. Að minnsta kosti 10 manns voru handteknir á fundinum í dag, þar á meðal Vaclav Havel, leikrit- ahöfundur, og fleiri félagar í sam- tökunum Carta-77. Reuter/-dþ. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Umræður um uppeldis- og fjölskyldumál Fullltrúar úr starfshópi á vegum Alþýðubandalagsins mæta á umræðufund að Kirkjubegi 7, Selfossi, mánudaginn 23. janúar kl. 20.30. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í stefnu- mótun flokksins um uppeldismál, skólamál, dagvistarmál og fleira er snertir þennan málaflokk. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði ABH, í Skálanum, Sfrandgötu 41, fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi og félagar í meiri- hlutaráði kynna drög að fjárhagsáætlun fyrir Hafnar- fjarðarbæ 1989. Aríðandi er að allir nefndarmenn ABH og aðrir fé- lagar mæti á þennan fund. Heitt á könnunni. Formaður Magnús Jónsson Alþýðubandalagið á Suðurlandi Þorrablót Þorrablót kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldið í félagsheimili Ölfusinga laugardaginn 4. febrúar og hefst klukkan 20. Miðaverð er krónur 1800 og þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist eigi síðar en 30. janúar til Ingibjargar í síma 34259, Björns s: 34389 og Inga s: 31479 Kjördæmisráð Neskaupsstaður Aðalfundur ABN Alþýðubandalagið í Neskaupsstað heldur aðalfund miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Hjörleifur Guttormsson ræðir þingstörf og landsmálin. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórn ABN. Israel Shamir að linast? Ifyrstasinn hefur hann gefið ískyn að viðrœður á alþjóðlegri ráðstefnu við óvini ísraels komi til greina afhans hálfu, enda þrýstingurinn mikill frá Bandaríkjamönnum og fleirum Athygli vakti um daginn er Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, gaf í skyn að til greina gæti komið af hans hálfu að ræða við fjandmenn ísraels (þ.e.a.s. Frelsissamtök Palestínu, PLO) á alþjóðlegri ráðstefnu um deilur þess ríkis og araba. Af- staða Shamirs í þessu efni er þó greinilega tvíræð og því óvíst hvert framhaldið verður. Sjálfur sió Shamir úr og í þegar hann lét sér umrædd ummæli um munn fara. Hann sagðist ekki trúa á „ráðstefnur eða svoleiðis," en bætti við að hann hefði ekki á móti viðræðum við araba undir umsjá Sameinuðu þjóðanna. Að- alatriðið væri að koma viðræðum af stað. Fréttaskýrendur halda því sumir fram, að Shamir hafi við þetta tækifæri í raun tekið undir tillögu þá um alþjóðlega ráð- stefnu, sem Shimon Peres, leið- togi ísraelska Verkamanna- flokksins og höfuðandstæðingur Shamirs í þarlendum stjórnmál- um, lagði fram 1987, en Shamir hafnaði þá eindregið og taldi í kosningabaráttunni s.l. ár næst- um jafngilda landráðum. Að- stoðarmenn Shamirs, sem fengu það verkefni að útskýra afstöðu hans við fréttamenn, voru jafnvel enn tvíræðari en hann sjálfur og heldur neikvæðari. Þeir kváðu Shamir í engu hafa hvikað í and- stöðu sinni við alþjóðlega ráð- stefnu, en tóku þó fram að hann myndi einskis Iáta ófreistað til að koma í gang samningaviðræðum. Hvað sem tvíræðninni líður er ljóst að í bráðina er ísraelsstjórn að linast í andstöðunni við al- þjóðlega ráðstefnu og beinar við- ræður við PLO. Meginástæðan er efalaust alþjóðlegur þrýstingur, einkum frá Bandaríkjunum, að- alhjálparhellu ísraels sem það getur síst án verið. Bandaríkin hafa nú sem kunnugt er tekið upp beinar viðræður við PLO og Vestur-Evrópuríkin hafa gerst samtökunum vinsamlegri eftir að þau viðurkenndu tilverurétt ísra- els. Bretland, sem í utanríkismál- um stendur Bandaríkjunum að jafnaði næst stærri Evrópuríkja, hefur þannig hafið viðræður við Arafat PLO-leiðtoga. Þegar þannig er komið finnst Shamir og hans mönnum óþægi- legt að vera þeir einu, sem for- dæma tillögur um alþjóðlega ráð- stefnu, að frátöldum harðlínu- mönnum meðal Palestínumanna og valdhöfum írans. Stjórnmálin í ísrael sjálfu skipta líka miklu máli í þessu sambandi. Fyrir kosningarnar gat Likudbandalag Shamirs átt á hættu að tapa at- kvæðum til flokka á hægri kantin- um, ef hann slakaði hið minnsta á harðlínuafstöðu sinni, en nú ersá háski úr sögunni í bráðina. Heimildarmenn, sem vel þekkja til mála í ísrael, eru að vísu sumir helst á því, að Shamir sé jafn fjarri skapi og áður að samþykkja alþjóðlega ráðstefnu og beinar viðræður við PLO. Hann hafi aðeins slegið þessu fram til að draga úr þrýstingnum erlendis frá, og sérstaklega þó frá Bandaríkjunum, um að skipta um afstöðu í þessu máli, sem svo örlagaríkt er viðvíkjandi framtíð ísraels. Shamir sé engu síður frá- hverfur því en áður að setjast að samningaborði við PLO. Árabar þeir, sem hann taki í mál að ræða með, séu eftir sem áður Hússein Jórdaníukonungur og fulltrúar Palestínumanna í Vesturbakka- héruðum og Gaza, að því til- skildu að þeir teljist óháðir PLO. Þótt svo kunni að vera er svig- rúm Shamirs í þessu takmarkað. Hann þarf Verkamannaflokks- ins, sem hlynntur er alþjóðlegri ráðstefnu, við til að stjórna með sér, og ísrael er svo mjög upp á hjálp frá Bandaríkjunum komið að það hefur varla efni á til lengd- ar að standa afdráttarlaust uppi í hárinu á Bandaríkjastjórn í þessu máli. Ogísraelskir harðlínumenn hafa sýnt það að þeir geta kúvent - það gerði Begin þegar hann samdi við Egypta á sínum tíma. -dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.