Þjóðviljinn - 18.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.01.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Fœreyjar Sjálfstæðis sinnuð stjóm Hefur á stefnuskrá sparnað, fœkkun fiskiskipa og breytingu heimastjórnar- laga Signar Hansen, formaður þingflokks Þjóðveldisflokksins - hann hafði forustu fyrir flokknum í löngum og ströngum stjórnarmyndunarviðræðum. Schultz - herskár að skilnaði. Efnavopn Framkvæmdir skulu stöðvaðar Schultz harðorður um efnaverksmiðju Gaddafis George Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi í Vín í gær að hann væri sannfærður um, að Lí- býumenn hyggðust framleiða eiturgas í efnaverksmiðju þeirri, sem þeir eru að byggja úti á eyði- mörk suður af Trípólis. Ráðherr- ann komst einnig að orði á þá leið, að Bandaríkin myndu einsk- is láta ófreistað til að hindra að verksmiðjan kæmist í gagnið. Schultz gaf í skyn, að manni eins og Gaddafi Líbýuleiðtoga væri ekki trúandi fyrir efnavopn- um, t.d. mætti ætla að hann léti hryðjuverkamönnum þau í té. „Ekki vil ég láta kasta á mig eiturgasi. Kærið þið ykkur um það?“ spurði ráðherrann. Hann fór ekki nánar út í það til hverra ráðstafana Bandaríkjamenn myndu grípa, til að koma í veg fyrir að verksmiðjan yrði full- byggð. Þetta er trúlega það síðasta, sem heimurinn heyrir frá Schultz, svo heitið geti, því að hann lætur af embætti á föstudaginn er Bush og hans menn taka við stjórn í Bandaríkjunum. Reuter/-dþ. Igær tókst að lokum að mynda nýja landstjórn í Færeyjum eftir langar og strangar samn- ingaviðræður, en kosningar til lögþingsins þar fóru fram 8. nóv. s.l. Að nýju stjórninni standa fjórir stjórnmálaflokkar, Fólka- flokkurinn, Þjóðveldisflokkur- inn, Kristilegi fólkaflokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn, sem hafa samanlagt 18 þingmenn af 32. Lögmaður í nýju stjórninni verður Jógvan Súndstein í Fólk- aflokknum, enda er sá flokkur sá stærsti þeirra fjögurra. í gær var ekki enn búið að kunngera nöfn annarra ráðherra, en reiknað er með að Jóngerð Purkhús, Þjóð- veldisflokknum, færi með fjár- mál, en það gerði hún einnig í síðustu stjórn. 1 landstjórninni eru sex menn og hafa Fólkaflokk- urinn og Þjóðveldisflokkurinn tvo ráðherra hvor, en Kristilegi fólkaflokkurinn og Sjálfstýrifl- okkurinn, sem eru smáflokkar, einn hvor. Nýja stjórnin hyggst ráða bót á efnahagsvanda Færeyja með sparnaðarráðstöfunum. f sjávar- útvegi stendur til að fækka fiski- skipum, þar eð talið er að helstu fiskistofnarnir á landgrunninu kringum eyjarnar séu nú svo of- veiddir að til vandræða horfi. Er jafnvel talið, að veitt sé 30% meira en góðu hófi gegni af þorski, ýsu og ufsa. Þá afla- minnkun, sem fækkun fiskiskipa hefur í för með sér, verður reynt að bæta upp með betri nýtingu. Fólkaflokkurinn er hægrisinn- aður en Þjóðveldisflokkurinn vinstrisinnaður, en þeir eiga það sammerkt að vera áhugasamari um fullveldi Færeyja en Jafnað- arflokkurinn og Sambandsflokk- urinn, hinir tveir stóru færeysku flokkarnir. Nýja stjórnin mun í samræmi við þetta beita sér fyrir breytingum á heimastjórnarlög- unum, þar á meðal því að Færey- ingar fái eigin vegabréf, að fær- Haft er eftir orkumálaráðu- neyti Svíþjóðar og sovéskum embættismönnum að í undirbún- ingi sé viðskiptasamningur Svía og Sovétmanna um stórfelld jarð- gaskaup þeirra fyrrnefndu af þeim síðarnefndu. Hyggjast Svíar láta jarðgasið leysa kjarnorkuna af hólmi sem orkugjafa, en Svíar hafa sem kunnugt er ákveðið með þjóðaratkvæðagreiðslu að öll kjarnorkuver í landinu skuli hafa verið lögð niður árið 2010. Eins og er fær Svíþjóð nærri helming rafmagns síns frá kjarn- orkuverum, en hitt að mestu frá eyskur ríkisborgararéttur sé nán- ar skilgreindur og að kirkja eyjanna komist undir færeyska stjórn. Þá er íyrirhugað að land- helgisgæsla og slysavarnir verði færðar með öllu undir færeyska vatnsvirkjunum. Um 500 miljón- ir kúbíkmetra af jarðgasi er flutt inn árlega frá Danamörku. Nú hyggjast Svíar ekki einungis auka gasinnflutninginn frá Danmörku upp í miljarð kúbíkmetra árlega, heldur stefna þeir að því að flytja inn frá Noregi þrjá miljarða kú- bíkmetra af jarðgasi á ári og tvo miljarða frá Sovétríkjunum. Við- ræður við Sovétmenn um þetta eru sem sagt þegar hafnar og bú- ist er við að viðræður við Norð- menn um jarðgasinnflutning frá þeim hefjist í vikunni. Talið er að samningur um stjórn og að Færeyingar fái fullan ráðstöfunarrétt yfir auðlindum undir hafsbotninum innan 200 mflna fiskveiðilögsögu eyjanna. Vilmund Jacobsen, Þórshöfn/- dþ. þennan innflutning frá Sovétríkj- unum geti verið tilbúinn á miðju þessu ári og að innflutningurinn sjálfur hefjist árið 1993, að sögn sovéskra embættismanna. Miklar framkvæmdar þarf til að koma þessum stóraukna jarðgasinn- flutningi Svía í kring, þannig fyrirhuga þeir að leggja gas- leiðslu frá Sovétríkjunum yfir Finnland og undir botni Eystras- alts til Stokkhólmssvæðisins. Einnig er fyrirhugað að leggja gasleiðslu frá Noregi til Svíþjóð- ar. Reuter/-dþ. Svíþjóð Jarðgas í stað kjamorioi Innflutningur fyrirhugaður frá Noregi og Sovétríkjunum Súdan Landauðn af völdum stríðs og hungurs Líklegter talið að miljón manns hafi látist afvöldum hungurs og hernaðar íSuður-Súdan síðan 1983. Báðir stríðsaðilar beita hungrinu sem vopni í venjufremur grimmum ófriði, þar sem engirfangar eru teknir Súdan, stærsta land Afríku (2.5 miljónir ferkílómetra), hefur verið sjálfstætt ríki í 32 ár. Þar af hefur borgarastríð geisað þar í 20 ár. Yfirstandandi borgarastríð, sem enn er ekkert lát á, hefur ver- ið háð síðan 1983. Þetta ástand er enn ein áminn- ingin um það, hve vandræðaleg sköpunarverk flest Afríkuríki eru. í fæstum þeirra er fyrir hendi nokkuð, sem hægt er að kalla þjóðareiningu á evrópskan mæli- kvarða og vanþróun og neyð ausa olíu á elda sundrungar og illinda. Og jafnvel á afrískan mælikvarða er Súdan tiltölulega illa í stakkinn búið til að viðhalda sjálfu sér sem óskiptu ríki. Landið skiptist í stórum drátt- um í tvö gerólík svæði út frá trú- arbrögðum, menningu, atvinnu- lífi og efnahag. Mikill hluti íbúa Norður-Súdans er arabískumæl- andi og lítur á sig sem araba, þeir eru múslímar og hvað snertir at- vinnulíf, efnahag og menntun drjúgum betur á vegi staddir en sunnlendingar. Margir þeirra eru kristnir síðan á yfirráðatíð Breta, aðrir halda enn tryggð við afríska heiðni. f menningarefnum heyra þeir til „svörtu“ Afríku. Fjandskapurinn milli íbúa þessara tveggja svæða á sér gaml- ar rætur. Aður er Bretar lögðu undir sig Iandið 1898 var þræla- verslun ásamt með tilheyrandi mannaveiðum einn helsti at- vinnuvegur Norður-Súdana, og kom sú iðja einkum niður á þjóð- flokkunum í núverandi Suður- Súdan. Bretar bundu enda á það háttalag og meðan þeir réðu þar ríkjum undu sunnlendingar sín- um hag tiltölulega vel. En um skipti til hins verra fyrir þá er landið varð sjálfstætt. Eftir það réðu arabískir múslímar mestu og höfðu sunnlendinga útundan í flestu, enda er Suður-Súdan nú eitt af fátækustu og vanþróuðustu svæðum veraldar. Borgarastríðið leystist úr læð- ingi 1983 sökum ótta sunnlend- inga við vaxandi fylgi íslamskra bókstafstrúarmanna í norðri. Þeir síðarnefndu fengu því til leiðar komið það ár að Súdan- stjórn innleiddi íslamskan refsi- rétt í öllu landinu, en samkvæmt því lögmáli eru menn sem kunn- ugt er grýttir, handhöggnir eða hýddir opinberlega fyrir viss brot. En það er fleira sem barist er um. í suðri er allmikið í jörðu af olíu, og hana vill Súdanstjórn láta hreinsa í olíuhreinsunarstöð norðanlands. Súdanstjórn hyggst og í samvinnu við Egypta láta grafa sunnanlands um 200 kíló- metra langan skurð, með það fyrir augum að sjá landbúnaði Norður-Súdans og Egyptalands fyrir meira áveituvatni. Hætta er talin á að við skurðgröftinn þorni upp geysivíðlent fenjasvæði, sem hefur verulega þýðingu fyrir suðursúdanskan landbúnað og einnig loftslagið þar, vegna mik- illar uppgufunar. Gegn þessu öllu, sem og fyrir verulegri sjálfstjórn Suður- Súdans, berst Súdanskí þjóð- frelsisherinn, eins og uppreisnar- hreyfing sunnlendinga nefnist. Skæruliðar hafa mestan hluta landsbyggðarinnar þar á sínu valdi en stjórnarherinn heldur helst velli í stærstu borgum og bæjum. Þannig fer það gjarnan, þar sem skæruher hefur verulegt fylgi meðal almennings. Stríð þetta er háð af venju fremur mikilli grimmd að sögn og kváðu báðir aðilar hafa fyrir reglu að taka ekki fanga. Uppreisnar- menn fá stuðning frá Eþíópíu- stjórn, og Súdansstjórn styður á móti fjendur Eþíópíustjórnar í Eritreu og Tigray. Þessi stífudans á milli Eþíópíu og Súdans hefur nú staðið í hartnær þrjá áratugi. Borgarastríðið hefur ásamt þurrkum og flóðum valdið ein- hverri mannskæðustu hung- ursneyð síðustu áratuga. Að minnsta kosti 250.000 manns hafa dáið úr hungri í Suður- Súdan síðan 1983, og sumir telja að tala látinna af völdum hungurs og hernaðar sé komin upp í milj- ón. Báðir stríðsaðilar reyna að nýta hungrið sér til framdráttar. Stjórnarherinn hindrar matvæla- flutninga til svæða á valdi upp- reisnarmanna, í þeim tilgangi að svelta þá til uppgjafar, og upp- reisnarmenn reyna að hindra að matur berist til borganna, sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu. Um tvær miljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna stríðs og hungurs, og sumir telja að eyðilegging suðursúdanska sam- félagsins sé nú orðin slík, að spurning sé hvort það eigi sér við- reisnar von. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.