Þjóðviljinn - 26.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Miðstjórn ASÍ Einróma gegn launavísitölu Asmundur Stefánsson: Léttir ekki vaxtabyrðar almennings en torveldar samningsgerð. Birna Þórðardóttir: Hengingaról um háls verkafólki sú að kaupmáttur sé nú í lágmarki og samningaviðræður hefjist bráðlega. Þótt við ramman reip verði að draga sé útilokað annað en kaupmáttur vaxi og því stand- ist það ekki að nýja vísitalan sé skuldugu fólki til hagsbóta. í ályktun miðstjórnarinnar segir ennfremur: „Þá er óhjá- kvæmilegt að minna á að launa- vísitalan samkvæmt því frum- varpi sem kynnt hefur verið tekur ekki tillit til breytinga á vinnu- tíma og yfirborganir mælast að fullu í vísitölunni. Launavísitalan getur því hækkað á sama tíma og tekjur minnka vegna minni yfir- vinnu og minni yfirborgana.“ -ks. Frá miðstjórnarfundinum í gær. Frá v. Guðrún Ólafsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Ásmundur Stefánsson. Mynd Jim Smart Lánskjaravísitala SAL óttast um sinn hag Vill að fjármálaráðherra taki aföll tvímœli. Benedikt Davíðsson: Oheppileg aðgerð Sambandsstjórn almennra lff- eyrissjóða óttast um sinn hag vegna ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um að breyta útreikningi lánskj ar a vísitölu. í fréttatilkynningu minnir SAL ráðamenn á samninga frá því í desember siðastliðnum þess efnis að skuldir ríkisins við lífeyris- sjóðina vegna Húsnæðisstofnun- ar, fyrir fyrsta ársfjórðung 1989, skuli verðtryggðar með þeirri lánskjaravísitölu sem í gildi var við undirritun. Vill SAL að fjármálaráðherra eyði öllum vafa um þetta samn- ingsatriði. Komi hinsvegar í ljós að ríkisvaldið hyggist reikna vexti af eldri skuldum með nýju láns- kjaravísitölunni felur sambands- stjórnin „framkvæmdastjórn SAL að hafa forgöngu um laga- lega athugun á gildi umræddrar breytingar og láta þá á málið reyna fyrir dómstólum, ef þurfa þykir.“ Benedikt Davíðsson, stjórn- arformaður SAL, sagði þessa að- gerð ríkisstjórnarinnar afar óheppilega. Hann hefði talið að ekki væri hægt að breyta forsend- um lánskjaravísitölu með þessum hætti. Þetta væri ugglaust vafa- samt mjög út frá iagalegu sjónar- miði. „Viðskiptaráðherra réttlætir þessa breytingu m.a. með því að byggingavísitala hafi hækkað öllum að óvörum. Staðreyndin er sú að byggingavísitala hækkaði vegna þess að ríkisstjórnin hækk- aði vörugjald. Ráðherrann breytir mælikvarðanum eftir því sem honum hentar og slíkt heitir á ísiensku hentistefna.“ -ks. ísafjörður Deilt um íbúðir aldraðra Kostnaðarhlutdeild bæjarsjóðs vex úr2 miljónum Í66 miljónir. Bœjarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins skipaðisonsinnframkvæmdastjórasemseinnasat báðum megin samningaborðs Miðstjórnarmenn Alþýðusam- bands íslands sátu á rökstól- um í gær og ræddu þau boðuðu tíðindi úr búðum rfldsstjórnar- innar að innan skamms verði far- ið að reikna lánskjaravísitölu út með nýjum hætti. I stað þess að í forsendum hennar vegi fram- færsluvísitala 2/3 og byggingavís- itala 1/3 einsog verið hefur muni framfærsluvísitala vega þriðj- ung, byggingarvísitala þriðjung og kaupgjalds- eða launavísitala þriðjung. Er skemmst frá því að segja að miðstjórnin er samstiga í algerri andstöðu við þessi ný- mæli: „Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að tvöfalda vægi launa í láns- kjaravísitölunni,“ segir í upphafi ályktunar fundarins. Staðreyndin er sú, þótt margir átti sig ekki á því, að laun liggja að hluta til grundvallar bæði byggingar- og framfærsluvísitölu. Ef nýja vísi- talan verður að veruleika, segir Ásmundur Stefánsson, mun kaup vega 55 af hundraði við út- reikning hennar. Sem sé: hækki kaup um 10% hækkar vísitalan um 5,5%, hækki kaup um 10% hækkar miljónarskuld íbúðar- kaupandans í miljón og 55 þús- und krónur. Bæði Ásmundur og Birna mið- stjórnarmaður Þórðardóttir eru á sama máli um að nýmælin muni þyngja róður verkafólks í kjara- baráttunni. Ásmundur bendir á að hálfu erfiðara verði eftir en áður að sækja gull í greipar vinnuveitenda sem bæði sjái fram á að þurfa að greiða hærra kaup og hærri vexti af bankaskuldum fari verkalýðshreyfingin með sigur af hólmi. Birna tók svo djúpt í árinni að segja að ríkis- stjórnin hefði „brugðið henging- aról um háls verkafólki fyrir næstu kjarasamninga." Ásmundur segir í sjálfu sér rétt hjá ríkisstjórninni að hin nýja vísitala stuðli að því að saman dragi með kaupi og vöxtum, sé sú forsenda gefin að kaup haldist jafn lágt og verið hefur að undan- förnu. Staðreyndin sé hinsvegar Strandið Sjópróf ídag Innsigli á vínbirgðum rofin. Kostnaðarsöm olíuhreinsun Sjópróf í strandmáli danska kaupfarsins Mariane Danielsen hefjast í dag kl. 10. Dómsforseti verður Sigurður H. Stefánsson héraðsdómslögmaður. Yfirvöld á Suðumesjum voru þögul sem gröfin þegar þau vom innt eftir gangi rannsóknarinnar á orsökum óhappsins í gær. Orð- rómur var hins vegar á kreiki um að skipverjar hefðu rofið lög- sagnarinnsigli vínbirgða sinna en slíkt er sem kunnugt er með öllu óheimilt fyrr en skip hefur siglt út úr landhelgi. í gær var síðustu smurolíulítr- unum dælt upp úr Mariane. Að sögn Jóns Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra í Grindavík, hefur verið afar kostnaðarsamt að hreinsa skipið olíu. Ljóst væri að bæjaryfirvöld myndu krefja tryggingarfyrirtæki útgerðarinn- ar um bætur „... fyrir vinnu við að koma í veg fyrir stórfellt tjón“. Því yrði ennfremur gertiað eyða vegsummerkjum en það ér kunn- ara en frá þurfi að segja að strandflak er til mikillar óprýði. Og lík Mariane marar afar nærri mynni Grindavíkurhafnar. -ks. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Deilur hafa staðið á milli bæj- arsjóðs ísafjarðar og fram- kvæmdastjómar Samvinnufélags um byggingu íbúða fyrir aldraða, um kostnaðarhluta bæjarins við bygginguna. Bæjarstjórn sam- þykkti árið 1985 að verða eignar- aðili að byggingunni og átti fram- lag bæjarins að felast í eftirgjöf á gatnagerðargjöldum og var metið á bilinu 1-2 miljónir. Fram- kvæmdastjórn Samvinnufélags- ins segir eignarhlut bæjarins hins vegar vera um 66 miljónir, en bæjarstjórn sættir sig ekki við hærri hlut en 40 miljónir. Allt frá því að bærinn sam- þykkti að gerast aðili að Sam- vinnufélaginu, hafa samningar ekki tekist á milli hans og Sam- vinnufélagsins. En framkvæmdir hófust við byggingu 42 söluíbúða og þjónustubyggingar, sem stendur á milli Hlífar I og Hlífar II, en þar eru leiguíbúðir fyrir aldraða sem bærinn rekur. For- sendur bæjarsjóðs fyrir aðild vom að framkvæmdasjóður aldr- aðra fjármagnaði 80% bygging- arkostnaðar. Á eina almenna félagsfundin- um sem haldinn hefur verið í Samvinnufélaginu var kosin þrig- gja manna stjórn. í henni áttu sæti Guðmundur H. Ingólfsson, þáverandi bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Ágúst Guð- mundsson og Snorri Hermanns- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, og var hann formaður. Árið 1985 óskaði stjórnin eftir því að ráðinn yrði framkvæmdastjóri og samþykkti bæjarstjórn að Hall- dór Guðmundsson, forstöðu- maður Hlífar I, tæki við þeirri stöðu, en hann er sonur Guð- mundar H. Ingólfssonar. í kosn- ingunum 1986 varð Halldór síðan bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokk- inn. Að sögn Smára Haraldssonar, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, bárust litlar upplýsingar til bæjarsjóðs um framkvæmdir og kostnað. í maímánuði 1987 komst bæjarstjórn fyrst að því að framkvæmdasjóður aldraðra muni ekki greiða nema 35% byggingarkostnaðar í stað 80% og í febrúar 1988 barst bréf frá Halldóri, þar sem hlutur bæjar- sjóðs var sagður vera 16-17 milj- ónir. Þá var skipuð viðræðunefnd við stjórn Samvinnufélagsins en þær viðræður báru engan árang- ur. Stjórn Samvinnufélagsins sagði hlut bæjarsjóðs meiri en bærinn gat sætt sig við, sem fólst í því að kostnaðurinn við kjallara byggingarinnar væri allur bæjar- ins. Halldór varð formaður bæjar- ráðs árið 1987 og hélt áfram að vera framkvæmdastjóri Sam- vinnufélagsins og sat því báðum megin borðs í þessu máli. Hann átti einnig að vera formaður bæjarráðs 1988 en flutti þá um vorið úr bænum. í nóvember 1988 kom skýrsla frá innkaupadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins um stöðuna. Þá kom í ljós að fjárhagsstaða fé- lagsins var miklu verri en áætlað var, og vantaði um 142 miljónir í reksturinn og hlutur bæjarins var sagður vera 66 miljónir. Bæjar- stjórinn á ísafirði fékk eftir þetta lögfræðilegt álit á því hver gæti orðið lágmarkshlutur bæjar- sjóðs, og í áliti Andra Árnasonar lögfræðings segir að hann sé 40 miljónir. Stjórn Samvinnufélags- ins hafnar þessu og stendur fast við að hlutur bæjarins sé 66 milj- ónir, en Smári segir bæjarstjórn vera einhuga í sinni afstöðu. Á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag var afstaða bæjar- stjórnar ítrekuð og lögð áhersla á að samningar næðust sem fyrst. Smári segir bæjarsjóð ósköp ein- faldlega ekki geta tekið meira á sig en umræddar 40 miljónir, þótt málið sé bæði erfitt og viðkvæmt leyfi fjárhagsstaða bæjarsjóðs ekki hærra framlag. Því verði að brúa bilið öðruvísi en með fram- lagi hans. - hmp I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.