Þjóðviljinn - 26.01.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.01.1989, Qupperneq 7
Vestur-Pýskaland Böndin berast að fyrirtækjum Saksóknari telur að þrjú vesturþýskfyrirtœki hafi hjálpað Gaddafi að byggja efnaverksmiðju Vesturþýska lögreglan gerði í gær fyrirvaralaust húsleit í húsnæði þriggja þarlendra fyrir- tækja, sem grunuð eru um að hafa verið Gaddafi Líbýuleiðtoga hjálpleg við að koma upp efna- verksmiðju, og á heimilum 12 starfsmanna fyrirtækjanna. Síð- ar um daginn sagði Werner Botz, saksóknari er hefur málið með höndum, að við húsleitirnar hefðu fundist gögn, sem bentu eindregið til þess að fyrirtækin hefðu átt hlut að ólöglegum út- flutningi til Líbýu. Eitt fyrirtækjanna þriggja er Imhausen-Chemie í Baden- Wúrttemberg, en stjórnarfor- maður þess, Júrgen Hippenstiel- Imhausen, harðneitaði því fyrr í mánuðinum, þegar efnaverk- smiðjumálið kom á daginn, að fyrirtæki hans hefði þar nærri komið. Síðan hafa fréttamenn ekki náð í hann. Klaus Hesse, Helmut Kohl, sambandskanslari Vestur-Þýskalands - vont mál fyrir stjórn hans. tækniteiknari hjá Imhausen, skýrði þeim, sem hafa rannsókn málsins með höndum, svo frá í Tadsjikistan Næni 300 fonist Að sögn sovéskra talsmanna er vitað með vissu að 274 menn létu lífið af völdum jarðskjálftans, sem varð í fjallahéraði nálægt af- gönsku landamærunum í sovét- lýðveldinu Tadsjíkistan á sunnu- dagsnótt. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, sagði að verið gæti að fleiri hefðu farist, en þó ekki yfir 300. Áður hafði verið óttast að 1000 manns að minnsta kosti hefðu látið lífið er aurskriður, sem jarð- skjálftinn kom af stað, féllu á þrjú þorp. En síðan hefur komið í ljós að mörgum íbúa tveggja þorpanna tókst að forða sér. 207 fórust í þorpinu Sharora, enda skall aurskriða á því aðeins fá- einum sekúndum eftir jarð- skjálftann. Einnig varð mikið manntjón í þorpinu Okulibolo. Reuter/-dþ. s.l. viku að nokkrir starfsmanna fyrirtækisins hefðu farið til Líbýu til að hjálpa til við að byggja verksmiðjuna, sem er að Rabta suður af Trípólis. Hesse á einnig að hafa gefið upp að teikningar, sem vesturþýska ríkisfyrirtækið Salzgitter Industriebau lét í té, hafi verið notaðar við téðar fram- kvæmdir. Salzgitter hefur viður- kennt að hér sé rétt með farið, en talsmenn þess fullyrða að þeir hafi staðið í þeirri trú að byggja ætti umrædda verksmiðju í Hongkong. Botz saksóknari sagði enn- fremur, að lögregla hefði náð vörubíl hlöðnum skjölum, sem væntanlega eru málinu viðkom- andi, í Lahr í Baden. Er svo að heyra á orðalagi fréttar um þetta að þar hafi verið um að ræða til- raun til að koma skjölunum undan yfirvöldum. Svo sem alkunna er, telja Bandaríkjamenn að til standi að framleiða eiturgas í líbýsku efna- verksmiðjunni, en Gaddafi full- yrðir að þar verði ekkert fram- leitt skaðlegra en lyf. Málið komst í fréttirnar á nýársdag, er bandaríska blaðið New York Times hafði það eftir bandarísk- um embættismönnum, að verk- smiðja til að framleiða efnavopn væri í byggingu í Líbýu. Vestur- þýska stjórnin hefur sætt miklu ámæli fyrir það hve viðbragða- sein hún var í málinu, þrátt fyrir að leyniþjónusta hennar hefði fyrir mörgum mánuðum gefið henni upplýsingar sem bentu til .hlutdeildar vesturþýskra fyrir- tækja í framkvæmdum þessum. Reuter/dþ. Manndráp atvinna s Iran Eitur- smyglarar hengdir unnvöipum Teheranútvarpið skýrði svo frá í gær, að fyrr um daginn hefðu verið hengdir 16 menn, er fundn- ir hefðu verið sekir um að smygla inn í Iran næstum níu smálestum af heróíni, morfini og ópíum. Voru sumir mannanna líflátnir í Teheran, en aðrir í Varamin, bæ þar nálægt, og í Bakhtaran í vest- urhluta landsins. Um ein milj- ón manns af um 50 miljónum íbúa írans er sjúk af völdum eiturlyfja- og fíkniefnaneyslu, að því er stjórnvöld telja. Hafa þau því lýst yfir herferð gegn eiturl- yfjum og fíkniefnum og taka brotlega engum vettlingatökum, fremur en vænta mátti af þeim. Fyrir níu dögum voru 56 eiturlyfj- asmyglarar hengdir þarlendis og dauðarefsing liggur við ef maður er staðinn að því að hafa 30 grömm og þaðan af meira af her- óíni eða morfíni í fórum sínum. Eiturlyfjunum er einkum smygl- að inn í landið frá Afganistan. Reuter/-dþ. Guillermo Plazas Alcid, dómsmálaráðherra Kólombíu, komst svo að orði í vikunni að þar í landi væru manndráp orðin atvinnugrein og mætti segja að þeir, sem legðu þau fyrir sig, væru metnir á við t.d. lækna, blaðamenn og lögfræðinga. Ráðherrann sagði þetta í tilefni þess, að í s.l. viku var 12 manna rannsóknarnefnd á vegum dóms- yfirvalda strádrepin í héraði um Kaþólskur byggingaverka- maður var skotinn til bana af tveimur mönnum i gær, er hann var að vinnu sinni í Lisburn, um 25 kflómetra suður af Belfast. Talið er að öfgasinnaðir mótmæl- endur hafi verið þar að verki. í s.l. viku drápu öfgasinnaðir mótmælendur ungan kaþólikka í miðborg Belfast, er hann var þar að störfum í verslun í eigu móður sinnar. Talið er að menn þessir báðir hafi verið drepnir til hefnda eftir landbúnaðarverkamann 175 kílómetra norður af höfuð- borginni Bogotá. Var nefndin þar vegna fjöldamorða, sem fyrir skömmu höfðu verið framin á þeim slóðum. Talið er að „dauða- sveit“ á vegum hers eða lögreglu hafi ráðið lögfræðingana af dögum. Um 16.000 manns voru drepnir í Kólombíu s.l. ár, þar af að minnsta kosti 3600 af pólitísk- um orsökum. Reuter/-dþ. mótmælendatrúar, sem liðsmenn írska lýðveldishersins (IRA) skutu til bana fyrir augum vin- stúlku hans, kaþólskrar. Óttast er nú að hefndardráp milli trú- flokkanna séu að verða faraldur, eins og borið hefur við áður síðan óöldin Jrarlendis hófst fyrir 20 árum. A þeim tíma hafa næstum 3000 manns verið drepnir í viður- eign IRA annarsvegar og mótmælenda og breska hersins hinsvegar. Reuter/-dþ. Norður-írland Hefndardráp á víxl Tveir kaþólikkar drepnir til hefnda eftir mótœlanda IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins: 30. jan. Þök og þakfrágangur. Námskeið ætlað byggingamönnum bæði meisturum 4. febr. og sveinum 30-40 kennslustundir. Virka daga kl. 15-19, laugardag kl. 8.30-16. 6. -10. febr. Steypuskemmdir. Námskeið ætlað iðn- aðarmönnum, verkfræðingum og tækni- fræðingum í byggingariðnaði. 60 kennslu- stundir. Dagl. kl. 9-15.30 7. -11. febr. Gluggar og glerjun. Námskeið ætlað húsasmiðum. 18 kennsiustundir 7., 8. og 9. febr. kl. 16-20, 11. febr. kl. 9-12. 13. -15.febr.Hljóðeinangrun. Námskeið ætlað iðnað- armönnum, nönnuðum og öðrum áhuga- mönnum. 18 kennslustundir. Dagl. kl. 13- 17. Verkstjórnarf ræðslan: 30. jan. Öryggismál. Farið yfir ábyrgð stjórn- enda, viðhald öryggismála, gott húsnæði, kostnað vegna slysa o.fl. Námskeiðið er haldið á Vesturlandi. 3. febr. Stjórnun breytinga og samskipta- stjórnun. Fjallar um stjórnun breytinga, starfsmannaviðtöl, hegðunarvandamál, virkni starfsmanna o.fl. 6. febr. Innkaupa- og lagerstjórn. Skipulapning innkaupa og lagerstjórnunar, mat a lág- marksbirgðum, birgðaskráning, just-in- time kerfið o.fl. 10. febr. Tíðniathuganir og hópafköst. Farið yfir hvernig meta má afköst hópa, hagræð- ingu vinnustaða, afkastahvetjandi launa- kerfi o.fl. 15. febr. Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar, hlutverk verkstjóra, hugmyndaleit og mat hugmynda, þróun frumgerðar og mark- aðssetning. 17. febr. Multiplan-forrit og greiðsluáætlanir. Farið yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennt að nota MULTIPLAN, greiðsluáætlanir o.fl. Námskeiðið er hald- ið á Akureyri. 17. febr. Verkefnastjórnun. Farið er yfir undir- stöðu verkefnastjórnunar, hlutverk verk- efnisstjóra, undirbúningur og skipulag helstu verkefna o.fl. Rekstrartækni: 30. jan. Stefnumótun - skapið fyrirtækinu bjartari framtíð. 1. febr. Námskeið ætlað stjórnendum er bera ábyrgð á rekstrarlegri afkomu fyrirtækja. 16 kennslustundir. 6.-11. febr. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Nám- skeið ætlað þeim sem hyggjast stofna fyr- irtæki, hafa þegarstofnaðfyrirtæki. Einnig haldið sérstaklega fyrir konur. 9. febr. Staðlar - betri samkeppnisaðstaða. Mikilvægi staðla fyrir fyrirtæki í útflutningi, lækkun framleiðslukostnaðar, bætt gæði o.fl. 14. febr. Strikamerki. Námskeið ætlað mönnum sem hafa umsjón með umbúðum í dreifingar- og framleiðslufyrirtækjum, prenturum og umbúðahönnuðum. Önnur námskeið: í febr.lok Ál og álblöndur - vinnsla, hönnun og efnisval. (2 dagar) Námskeið ætlað verk- og tæknifræðing- um og öðrum sem fást við efnisval tengt hönnun og vöruþróun. 23. febr. Val og innkaup á stáli. Námskeið ætlað verk- og tæknifræðingum og öðrum sem fást við stálinnkaup. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma 68 7000. : GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Fimmtudagur 26. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.