Þjóðviljinn - 26.01.1989, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 26.01.1989, Qupperneq 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verð- ur haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi, mánudaginn 30. jan- úar kl. 20.30. Ólafur R. Grímsson fjármála- ráðherra og Margrét Frí- mannsdóttir alþm. mæta á fundinn og ræða stöðuna í stjórnmálunum. Nýir félagar velkomnir. Fjöl- mennið. Stjórnin Alþýðubandalagið á Suöurlandi Þorrablót Þorrablót kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldið í félagsheimili Ölfusinga laugardaginn 4. febrúar og hefst klukkan 20. Miðaverð er krónur 1800 og þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist eigi síðar en 30. janúar til Ingibjargar í síma 34259, Björns s: 34389 og Inga s: 31479. Kjördæmisráð 20 ára afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins Drætti frestað fram yfir mánaðamót svo allir geti gert skil. Munið greiðslukortaþjónustuna í síma 91-17500. AB Hveragerði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hveragerði verður haldinn í hótel Ljósbrá, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Frímannsdóttir alþm. mætir á fundinn. Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. AB Hveragerði Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi verður haldið hjá Alþýðubandalaginu í Kóþavogi laugardaginn 28. janúarfrá klukkan 10-12 í Þinghóli Hamraborg 11. Valþór Hlöðversson bæjar- fulltrúi hellir uþþá könnuna. Ennfremur mæta þeir Pétur Már Ólafsson og Björn Ólafsson í morgunkaff- ið og taka þátt í umræðum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjómin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót Þorrablót Alþýðubandalags- ins í Kópavogi verður haldið laugardaginn 4. febrúar í Þinghóli Hamraborg 11. Hús- ið opnað klukkan 18 með óvæntri uppákomu en borð- hald hefst klukkan 20. Ræðu- maður kvöldsins verður Guð- rún Helgadóttiralþingismaður og forseti Sameinaðs Alþing- is. Veislustjóri verður Heimir Pálsson. Að loknu borðhaldi mun hljómsveitin Haukar Heimir Guðrún leika fyrir dansi. Miðaverð krónur 2500. Miðaþantanir og Uþþlýsingar hjá Lovísu í síma 41279 og hjá Birnu í síma 40580 á kvöldin. Miðar verða seldir miðvikudaginn 1. febrúar í Þinghóli frá klukkan 17 - 19 og frá 20,30 - 22. Tryggið ykkur miða tímanlega. Stjórnin. Félagsfundur ABR Minnihlutinn í Reykjavík - AA-flokkarnir Samvinna - samfylking - sameining? Stuttar framsögur flytja Álf- heiður Ingadóttir Birna Þórð- ardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 26. janúar klukkan 20.30. Félegar fjöl- mennið, hér eru mál sem þarf að ræða. Stjórnin AB Suðurlandi Opinn fundur Hveragerði Alþýðubandalagið á Suður- landi boðar til opins fundar í hótel Ljósbrá, Hveragerði, þriðjudaginn 31. janúar kl. 20.30. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra og Margrét Frím- Steingrímur Margrét annsdóttir alþm. mæta á fundinn, sem er sérstaklega helgaður málefnum garðyrkjubænda. Fjölmennið. AB-Suðurlandi Álfheiður Svanfríður Birna Kristín Galopið bréf til Guðmnar Helga frá gersamlega óbreyttum kontórista Þegar ég var menntskælingur varð ég fyrir þeirri lífsreynslu, að Jón Baldvin kenndi mér stjórnmála- og hagfræði, eða hvað hann nú kallaði pensúmið. Viðurkennist fúslega, að Nonni hefur oft haft betri hagfræði- nema, en ég bætti það upp með stjórnmálaáhuga. Lengi vel hélt ég að við Nonni værum sammála, eða þar til hann stal glæpnum frá Willy Brandt, og upplýsti okkur um það, að fertugur (og eldri) sósíalisti væri bara hlægilegur. Þar með gerði ég það, sem Bryndís gat ekki; ég skrúfaði fyrir ástina á Jóni. Þess í stað festi ég stjórnmálalegar ástir á öðrum þeim, sem ég hélt að stæðu hjarta mínu - sem og pólitískri vitund nær. Þar í flokki stóðst þú í eina tíð, Guðrún mín Helgadóttir, en nú hefur þú svikið mig, sem og aðra bláeyga, með því að mæla því bót, að laun og bitlingar ráðherra og þingmanna séu þau sem þau eru. Þú segir, að þið séuð búin að vinna margfalt fyrir þessu. Ekki ætla ég að efast um það, en minni á hitt, að flokkurinn sem þú ert kosin fyrir, hefur fleiri skjólstæðinga að umsorga, sem líka vinna fyrir kaupinu sínu og gott betur, og það kaup er ekki nema brot af launum þínum. (Jafnrétti, hvað?) Þú segir, að ís- lenska þjóðin geti ekki verið svo skyni skroppin, að vilja láta þing- menn sína éta pulsur úti á götu og búa í kytrum á erlendri grund, - virðingar íslands vegna. Jæja. Það er nú svo með virðingu ís- lands, að ég held það breyti sára- litlu hvort kjörnir eða sjálfskip- aðir fulltrúar hennar snæði á Ritz eða MacDonalds, - hvort þeir búa á forsetasvítum eða í KFUM- kytrum. Ég trúi því, að það sé allt annað sem heldur uppi áliti ann- arra þjóða á okkur. Gott ef ekki er dálítið horft með aðdáun á þá, sem halda aftur af sér, þegar þeir eru að spila með peninga þjóðar sinnar. Og ef ég leyfi mér að vera virki- lega grimm, þá held ég það sé einmitt ágætt að búa ekki of vel að opinberum starfsmönnum á flakki sínu um allar trissur, næg er nú ásóknin í utanlandsferðir samt. Spurning hversu margir yrðu yfirleitt eftir hér heima, til að sinna verkum sínum, ef enn yrði bætt við risnur, laun og dag- peninga. Nema það væri ekki svo galið að losna við ykkur öll til útlanda, - það væri bara dálítið dýrt. Auðvitað er hér skrifað í ýkj- ustfl, en það er vegna þess, að stfllinn á ummælum þínum í DV 19.1. er alveg ótrúlega ýktur (til hægri), og ólíkur því sem ég taldi þig venjulega viðhafa. Auðvitað þurfa íslendingar að fara utan og fylgjast með, en margt má þar skera niður sem algeran óþarfa, pjatt og bruðl. Dæmi (ef sönn eru): - Hvers vegna fá makar ráð- herra dagpeninga þó þær/þeir tosist aftan í til útlanda? Hver bauð þeim? Eða ber að skilja það svo, að ráðherrar séu ósjálf- bjarga erlendis, séu þeir þar makalausir. Eru hér á ferðinni forvarnaragerðir landlæknis, svo ég segi ekki meira? - Af hverju þarf Vigdís að fara að jarða Hirohito? Dugir ekki að senda samúðarskeyti? - Því í ósköpunum fá sumir ráðherrar frímiða á Ólympíuleik- ana? Hvaða þjóðþrifamál leysa þeir undir kúrekahöttunum? - Er full nauðsyn að senda all- an þennan fjölda fólks á hvaða smáráðstefnu sem vera skal? (- Þeir sem eru betur að sér í fjármálum ríkisins geta vafalaust bætt við þennan lista). - Og hvar og hvenær fær al- þýða manna að sjá einhvern ár- angur af öllu þessu brölti? Nú er búið að viðurkenna af flestum, að samdráttur sé í aðsigi í íslensku þjóðfélagi. Við, sem erum venjulegt launafólk (óbreyttir kontóristar!) erum hrædd með því, að nú þurfi að draga saman seglin; lækka laun, minnka opinbera þjónustu. En hvergi fáum við að sjá hið opin- bera skera í nokkru niður sín út- gjöld, a.m.k. til persónulegra þarfa gæðinga sinna eða fánýtra gæluverkefna. Þetta er dálítið svekkjandi, að ekki sé meira sagt, en þó tekur steininn úr, þeg- ar þeir, sem við héldum samherja okkar í lífsins ólgusjó, taka upp málsvörn stéttaróvinarins. Það er fyrir neðan virðingu þína, Guð- rún og fyrir ofan skilning minn, að slíkt geti gerst. Reykjavík 24. janúar 1989 Hanna Lára Gunnarsdóttir FLOAMARKAÐURINN ísskápur til sölu ITT ísskápur, stór og mjög vel farinn til sölu. Upplýsingar í síma 30227. Ibúð óskast 2ja herbergja íbúð óskast til leigu. Tvennt fullorðið í heimili. Upplýs- ingar í síma 32101. Pelsar til sölu Hálfsíður pels nr. 12 og síð pels- kápa nr. 12 til sölu. Upplýsingar í síma 32101. Til sölu Pressa-stansari, skatthol, sófa- borð, frístandandi hillur, svefnbekk- ur, Ijós og lampar, bastgardínur, tekkspegill, vinnuborð 1,20x1.40 til sölu. Verð frá 200-1500 kr. Upplýs- ingar í síma 36767. Til sölur er Takkaharmonikka, sem ný, skíði, lengd 1,40, skór, bindingarog hvítir skautar nr. 36. Allt mjög gott. Einnig lítill svefnstóll. Selst allt á hálfvirði. Upplýsingar í síma 685331. Vantar þig tíma í hljóðstúdíói? Þá skaltu lesa þetta! Af sérstökum ástæðum eru til sölu 150 timar í góðu 12 rása, digital hljóðstúdíói. Innifalið í verðinu er tæknimaður og gilda tímarnir til 1. nóvember nk. Tímarnir seljast á al- veg ótrúlega góðu verði. Upplýs- ingar í síma 33301 á daginn og 10154 á kvöldin, Guðmundur. Líflaust hár? Skalli? Vöðvabólga? Offita? Hrukkur? Sársaukalaus og skjótvirk hárrækt með akupunktur, rafmagnsnuddi og laser, viðurkennt af alþjóða læknasamtökum. Vítamíngreining, orkumæling, ofnæmisprófun, and- litslyfting, svæðanudd, megrun. Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Hágæða snyrtivörur, GNC og BANANA BOAT, úr kraftaverkajurt- inni Aloa Vera. Komdu og fáðu ókeypis upplýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. HEILSUVAL, Laugavegi 92, við Stjörnubíóplanið, sími 11275. Silver Cross barnavagn til sölu. Lítur mjög vel út. Upplýsing- ar í síma 687838 í dag og næstu daga. 2ja-3ja herbergja íbúð óskast Erum 3 í heimili og vantar íbúð ná- lægt Kennaraháskólanum. Skilvís- um greiðslum og reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upp- lýsingar í síma 688601 í kvöld og föstudagskvöld. Herbergi til leigu sem geymsla undir búslóð og ann- að. Upplýsingar í síma 79446 á kvöldin. Bernina saumavél í sæmilegu ásigkomulagi til sölu á hálfvirði. Upplýsingarísíma21835. Einstaklingsrúm Til sölu hvítlakkað einstaklingsrúm frá IKEA. Stærð: 1,05x2 m. Spring- dýna fylgir. Hvorttveggja sem nýtt. Verð kr. 12.000. Upplýsingar í síma 54572 á kvöldin. Tanzaníukaffið fæst aftur Upplýsingar í síma 675809. Atvinna óskast Ég er ungur og reglusamur maður og mig vantar vinnu. Margt kemur til greina. Er með bílpróf. Upplýsingar í síma 12007 og 72353. 3 ódýrir bílar til sölu MMC Galant ’77, heillegur og góður bíll. Skoðaður ’88, verð 50 þús. Dai- hatsu Charade ’80,3 dyra, verð 25- 30 þús. Cortina 1600 '71, verð 20 þús. Skoðaður '88. Upplýsingar í síma 45196. Óska eftir ísskáp og þvottavél ódýrt eða gef- ins. Upplýsingar í síma 45196. Til sölu rafmagnsorgel Yamaha FC 20 2ja borða með fót- bassa og trommuheila. Verð kr. 25.000. Upplýsingar í síma 43492. Barnavagn Til sölu Emmaljunga barnavagn. Selst ódýrt. Sími 37482. Sá sem ók framan á bíl á horni Nesvegar og Kaplaskjóls- vegar kl. 7 að kvöldi sl. sunnudags er vinsamlega beðinn að hafa sam- band við Hannes Tómasson í síma 18070. íbúð óskast 4 manna fjölskylda óskar eftir 3ja herbergja íbúð helst í Vesturbæn- um eða á Seltjarnarnesi. Upplýs- ingar í síma 77339. Ódýrt eða gefins Þvottavél og strauvél til sölu fyrir lítið eða ekkert. Upplýsingar í síma 38785. Dagmamma í Fossvogi getur bætt við sig börnum. Aldur og tími samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar í síma 31884. Tónlistarnema bráðvantar hljómflutningstæki í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 30227. íbúð óskast Starfsmann Þjóðviljans vantar 2-3 herbergja íbúð fyrir 1. mars. Upp- lýsingar í síma 681333 og 14567, Þorgerður. Einstæðar mæður athugið! Mig vantar meðleigjanda að góðri 3 herbergja íbúð. Er sjálf með lítinn strák. Upplýsingar í síma 39536. Unglingaskrifborð úr eik með 2 skúffum, 110x55 sm, til sölu. Upplýsingar í síma 621689. Lítið skrifstofuherbergi óskast í miðbæ Reykjavíkur. Upp- lýsingar í síma 30055 á daginn og 51817 á kvöldin. Bassi til sölu 4 strengja Aria Pro rafmagnsbassi til sölu. Upplýsingar í síma 10342. Tanzaníukaffið fæst aftur Upplýsingar í síma 675809. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá 9.30-10.30. Guðríður Jóels- dóttir, med. fótaaðgerðasér- fræðingur Borgartúní 31, 2. h.h., sími 623501. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.