Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 3
Sjómenn Fiskverð hækki um 15% Urgurmeðalsjó- mannna hversu seint gengur að ákveða nýtt fiskverð - Með hliðsjón af því að al- mennt fiskverð hefur ekki hækk- að nema um 4,9% á síðustu 18 mánuðum get ég tekið heilshugar undir kröfu forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins að núna þurfi fiskverð að hækka um 15%, segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands. í síðasta tölublaði Fiskifrétta segir Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ að fiskverð þurfi að hækka um 15% svo sjómenn haldi í þær launahækkanir sem orðið hafa í landi og til að útgerð- in fái eðlilegan hagnað eftir fjármagnskostnað og afskriftir. Én til að svo megi verða þurfi auðvitað að bæta afkomu fisk- vinnslunnar frá því sem nú er. En Guðjón A. situr sem aðalmaður sjómanna í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins sem heldur sinn 3ja fund um nýtt fisk- verð í dag. Að sögn Óskars Vigfússonar er urgur í sjómönnum hversu seint yfirnefndinni gengur að komast að niðurstöðu en núverandi fisk- verði hefur verið sagt upp frá og með morgundeginum 15. febrú- ar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur tími yfirnefndar hingað til farið í að kanna hinar ýmsu upplýsingar um stöðuna frá opinberum aðilum en minna far- ið fyrir kjarna málsins sem er nýtt og hærra fiskverð. -grh Veður Gróðurinn stendur sig Þrátt fyrir óvenjumikla vestan- átt að undanförnu hafa engar skemmdir orðið á trjágróðri á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Vilhjálms Sigtryggs- sonar hjá Sógræktarfélagi Reykjavíkur hafa trén staðið sig með prýði, og þær 400,000 plöntur sem gróðursettar voru í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur síðastliðið sumar hafa ekki látið umhleypingana hafa áhrif á sig, heldur dafna þær veL - eb FRETTIR Smáýsudrápið Nafnleynd sökudólga Sjávarútvegsráðuneytið: Boðar hertar aðgerðir á ýsumiðum syðra með aðstoð veiðieftirlitsmanna og Landhelgisgœslu. Rannsóknaskipið Dröfn á leið á miðin syðra með aðstoð veiðieftirllts- Við vitum nöfn þeirra báta sem hér eiga hlut að máli en gefum þau ekki upp. Við teljum að að- altilganginum sé náð með að vekja upp umræðu um málið og að menn sjái hversu fráleitt þetta er og að þetta komi ekki fyrir aft- ur, sagði Jón B. Jónasson skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. Sjávarútvegsráðuneytið boðar hert eftirlit með ýsuveiðum báta manna og Landhelgisgæslunnar eftir að upp komst um stórfellt smáýsudráp á miðunum þegar gámaýsa úr afla 20 Eyjabáta var skoðuð í Bretlandi í tveimur at- hugunum fyrir og eftir áramót. Algengt var að 60% - 70% af afl- anum væri undir 38 cm að lengd og dæmi voru um að 97% af afla báts hafi verið fyrir neðan þessi mörk. Til samanburðar má geta þess að Hafrannsóknastofnun lokar veiðisvæðum ef 30% af ýsu- aflanum er undir 50 cm að stærð. Að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar mun stofnunin ekki gera til- lögur til úrbóta til sjávarú- tvegsráðuneytisins fyrr en að rannsóknaskipið Dröfn hefur lokið leiðangri sínum á miðunum til að kanna dreifingu ýsunnar fyrir Suðurlandi með það fyrir Bjór er áfengi en ekki svaladrykkur. Þessari staðreynd vill Nefnd udfi átak í áfengisvörnum innræta þjóðinni. Mynd: Jim Smart. Áfengisneysla Sídrykkja óalgeng Rösklega helmingur unglinga neytir áfengis. Hver verða áhrifbjórsins á drykkjuvenjur íslendinga? Samfelld drykkja dag eftir dag er tiltölulega óalgeng hér- lendis, en magn áfengis því meira þegar þess er neytt. Körlum virð- ist tamara að neyta áfengis heima á kvöldin en konum. Þetta kom fram á opnum fundi um áfengisvarnir sem haldinn var í heilbrigðis- og tryggingaráðun- eytinu í gær, þar sem nefnd um átak í áfengisvörnum kynnti nið- urstöður rannsókna á neyslu áfengis bæði hér á íslandi og er- lendis. Niðurstöður úr könnun sem Gallup gerði dagana 13.-17. jan- úar sl. fyrir heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og Nefnd um átak í áfengisvörnum, sýna m.a. að drykkja er jafnari og algengari meðal karlmanna, og algengari meðal fólks í þéttbýli en dreifbýli. Rösklega helmingur allra unglinga á aldrinum 15 - 19 ára neytir áfengis eða 55,2% af þeim sem spurðir voru. Úrtak könnunar Gallups var valið af Reiknistofnun Háskólans úr Þjóðskrá Hagstofunnar. Alls svöruðu 682 eða 78,2% af upp- hafsúrtaki. 11,4% neituðu að svara. Tilgangur könnunarinnar var að meta nokkra þætti áfengis- ATVR Bjór lækkar en steik vín hækka Léttvínhœkka um 7%-10%, sterkvín umll%-14% ogtóbakum 15,3%. Bjór og léttvín verða hlutfallslega ódýrari en sterk vín. Inn- lendur bjór á innan við 100 krónur og erlendur á 100-115 krónur Afengi og tóbak hækkaði í verði í gær. Ýmsar algengar teg- undir rauðvíns og hvítvíns hækk- uðu á bilinu 7% - 10% en sterk vín frá 11% - 14%. Að undan- skildu brennivíninu sem hækkaði um 30%. Tóbak hækkaði að meðaltali um 15,3%. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að tekin hafi verið upp ný stefna í verðlagningu á áfengi, tó- baki og bjór. Þessi stefna felur í sér að verð á bjór mun verða lægri en tilkynnt hefur verið og létt vín munu lækka í hlutfalli við sterk vín. Þessi nýja verðstefna mun að nokkru koma til fram- kvæmda nú þegar en áhrifa henn- ar mun síðan gæta í æ ríkari mæli í framtíðinni. Breytingin mun hafa það í för með sér að verð á venju- Íegri dós af erlendum bjór mun verða á bilinu 100 -115 krónur en innan við 100 krónur á venjulegri dós af innl. bjór eftir 1. mars. Með þessari stefnubreytingu er gerð tilraun til þess að hafa áhrif á neysluvenjur í samræmi við ríkj- andi viðhorf í heilbrigðismálum og breyttar áherslur víða um heim varðandi hollustu og lifnað- arhætti. Eftir þessar hækkanir kostar það 62 þúsund krónur á ári að reykja pakka af sígarettum á dag og 120 þúsund krónur fyrir hjón. Venjulegur Winston hækkar úr 145 krónum í 170. Pakki af London Docks vindlum úr 204 krónum í 260 og Half and Half píputóbak úr 207 krónum í 240. Brennivínið hækkar úr 1000 krónum í 1300, vodka úr 1450 krónum í 1640, viskí úr 1710 krónum í 1950, raúðvín úr 780 í 860 krónur og hvítvín úr 580 í 630 krónur. , -grh augum að loka þeim svæðum sem smáýsan heldur sig. Nú þegar er allstórt svæði lokað syðra frá Meðallandsbugt og vestur á Al- viðru. Jakob sagði að ef vart yrði við smáýsu áfram yrði að stækka lokaða svæðið. „Við höfum heyrt- allskyns sögur um smáfiskadráp en þetta er í fyrsta sinn sem það er óyggj- andi á borðinu," sagði Jakob Jak- obsson. -grh mála áður en bjórsala hefst í landinu, og auðvelda þannig mat á þeim áhrifum sem bjórinn hefur á þessa þætti síðar meir. Áætlað er að gera aftur svipaða könnun síðar á árinu. „Tekjur af bjórsölu verða aldrei það miklar að þær vegi upp á móti skaðseminni,“ sagði Óttar Guðmundsson yfirlæknir hjá SÁÁ. Nýir útgjaldaliðir sem bjórdrykkjan kallar á hafa ekki verið taldir með í heildarkostn- aði. Þar er átt við aukna lög- gæslu, hugsanlega nýja áfengis- tengda sjúkdóma og slys af völd- um ölvunaraksturs. Nær undantekningalaust teng- ist ofbeldi af ýmsum toga áfeng- isneyslu. Til þess að fá einhverja hugmynd um hversu tengdur þessi þáttur er áfengisneyslu var spurt hvort menn hefðu á sl. ári orðið vitni að átökum eða rysk- ingum sem rekja mætti beint til áfengisneyslu. Alls svöruðu 26,2% þessu ját- andi en 72,9% neituðu. Mjög mikill munur var á þessu eftir aldri svarenda. 51,8% úr aldurs- hópnum 15-24 ára svöruðu þessu játandi. Skoðanakönnunin sýnir ennfremur að byrjunaraldur á - fengisneyslu hefur farið lækkandi, allt niður í þrettán ár. Áfengis- neysla er hjá öllum aldurshópum mun meiri í þéttbýli en dreifbýli. Það sem menn óttast mest við til- komu bjórsins er að byrjunarald- ur lækki og sídrykkja aukist. „Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að bjór er áfengi en ekki svaladrykkur," sagði Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppsspítalanum. ^ Rafmagnleysi Sjávar- seltu um að kenna - Það er óhætt að segja að á- sfandið er æði viðkvæmt, við erum með mikinn viðbúnað hér, þannig að við vonum að rafmagn- ið detti ekki út eins og gerðist á sunnudaginn, sagði Birgir Guð- mannsson stöðvarstjóri dreifi- stöðvar Landsvirkjunar á Geithálsi í samtali við Þjóðviljann í gær. Það var sjávarselta sem lagðist á tengivirki Landsvirkjunar við Geitháls í vestanáttinni á sunnu- dag sem orsakaði rafmagns- leysið. En stór hluti landsmanna þurfti að búa við rafmagnsleysi í allt að fimm tíma síðdegis á sunn- udag vegna þessarar bilunar við Geitháls. Að sögn Birgis var á- standið allgott fram undir fjögur en fór þá skyndilega versnandi, þannig að mannskap á Geithálsi tókst ekki að koma í veg fyrir að rafmagnið slæi út. Hann sagði að ekki hefði verið þorandi að sprauta vatni á einangrarana eins og oft væri gert við þessar aðstæð- ur þar sem nokkurt frost var á Geithálsi á sunnudaginn. Birgir sagði að lítið væri hægt að gera til að koma í veg fyrir svona uppákomur. Erfitt væri að verja tengivirkið seltunni. En hann sagði að tekið yrði í notkun nýtt tengivirki við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar í haust, en það yrði allt innanhús þannig að öryggi myndi aukast til muna með tiikomu þess. í gær sló út öllum þremur virkj- unum við Sog vegna bilunar í tengivirki við írafoss með þeim afleiðingum að taka varð raf- magnið af Áburðarverksamiðj- unni og Keflavíkurflugvelli. ______________________^sg Vernd Nýr órói Ingibjörg Björnsdóttir, félags- fræðingur, hefur hætt störfum þjá Vernd fyrirvaralaust, en hún veitti heimili Verndar að Laugar- teig forstöðu eftir að Jóna Gróa Siguröardóttir hrakti fyrrverandi húsvörð úr starfi í nóvember. Á skrifstofu Verndar fengust þær upplýsingar að Ingibjörg hefði hætt fyrirvaralaust fyrir viku. Jóna Gróa vísaði á Ingi- björgu þegar hún var spurð hversvegna hún hefði hætt. Þá upplýsti hún blaðamann um að enginn hefði verið ráðinn í stað Ingibjargar. Ingibjörg vildi ekkert tjá sig um málið og sagðist ekkert hafa við Þjóðviljann að ræða. Þriðjudagur 14. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.