Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 10
The Great Bangkok. (Mynd: Sól- veig) skrifarfrá Ástralíu Með ástralskri kveðju Reyndar er þetta sérstakt máltæki hér í Ástralíu (with an Australian wave) sem er not- aö um hreyfingu handarinnar sem reynir að slá burtu eitthvað af þeim óteljandi flugum sem fylla loftið og of- sækja fólk. Reyndar bíta þær fæstar, það eru moskítóflug- urnar sem eru skæðastar. All- ar þessar flugur - sem eru hvað flestar í sauðfjárræktar- héruðunum - margfaldast á hræjum sauðfjár sem rotna úti á víðáttunum. Ætli þær séu ekki um það bil miljón á mann! Að heimsækja andfætlinga Þaö er dálítið lengra en að skreppa bæjarleið að fara frá Reykjavík til Ástralíu og um margar leiðir að velja. Úr varð leiðin Kaupmannahöfn - Bang- kok - Sydney. Á vegi saklausra ferðamanna um flughöfnina í Kastrup varð kýr nokkur í fullri líkamsstærð - fjólublá og ljósbrún. Þessi furðu- lega kýr hreyfði höfuðið til og frá, deplaði augunum, sló halanum til, smjattaði og vantaði ekkert nema að hún talaði mannamál. Átti furðuskepna þessi að örva löngun manna í svissneska súkkulaðið Milka. Ekki var laust við smáfiðring í farþegum við að stíga upp í SAS vélina frá Kastrup vegna sprengjuhótana sem borist höfðu dagana á undan, en gerðar voru afar skynsamlegar varúðarráð- stafanir og tókst flugið til Bang- kok giftusamlega í alla staði. Um borð er reynt að stytta farþegum stundir á ýmsa vegu fyrir utan kræsingar í mat og drykk. f heyrnartólum er hægt að velja ýmsa tónlist, á stóru tjaldi sést landakort þar sem sýnd er leiðin sem flogin er, ásamt síbreytileg- um tölfræðilegum upptýsingum um hraða, hæð og fjarlægð frá brottfararstað, síðan er sýnd kvikmynd (sem orkaði eins og svefnlyf á undirritaða) og allt í einu er lent í Bangkok eld- snemma morguns. Söng- og leikkonan: Kylie Minog- ue. „Madonna" Ástralíu. (Mynd: Bob King) Áð í annarri veröld Bangkok, höfuðborg Thai- lands með 6 miljónir íbúa, er undarlegur hrærigrautur og eins og að fá reykinn af réttunum að stansa þarna aðeins í u.þ.b. 24 klukkustundir. Umferðin er slík að engu tali tekur og að aka þarna um í einum hinna fjölmörgu þrí- hjóla, opnu leigubíía, er eins og að leika í áhættumesta þættinum í hasarmynd. Óteljandi mótor- hjól, eiturspúandi vagnar, allt í einni kös og á mesta hugsanlega hraða og getur lesandi reynt að gera sér í hugarlund hvernig hann eigi að komast heill á húfi yfir götuna. Allt þetta mun ég gefa þér Einnig er hægt að taka annars as, ástralska flugfélaginu, áleiðis til Sydney. Tíu tíma flug er óneitanlega þreytandi þrátt fyrir gómsætan mat, ljúffenga drykki, sakamála- mynd (Alien Nation með James Caan og Mandy Patinkin) og tón- list. En glæsilegt tímarit sem segir ferðalangnum ýmislegt um þetta fyrirheitna land, vekur ótal spurningar og ferðalagið verður síst erfiðara en það vafasama fyrirbæri að taka tvo strætisvagna í bæinn í desember í Reykjavík með skiptimiða. Flugstjórinn bendir marglitum (í orðsins fyllstu merkingu) ferðahópnum á ljósadýrð hafnar- innar í Sydney og hina frægu óp- erubyggingu, skömmu fyrir Iend- ingu. Margir muna Sydney sem mið- stöð hátíðahaldanna 1988 þegar minnst var að 200 ár voru liðin síðan Bretar settust þar að þann 26. janúar 1788 og stofnuðu ný- lendu með því undarlega heiti New South Wales. Mörgum Áströlum þykir lítið púður í því að fagna slíkum atburði því að margt hefur breyst. Ástralía er ekki neitt fangelsi lengur og sú hugmynd er komin fram að miklu nær sé að halda upp á árið 1901 þegar nýlendur Ástralíu samein- uðust og urðu ein þjóð. 26. janú- ar er þó enn þjóðhátíðardagur Ástrala og þó e.t.v. einkum dag- ur Sydneyar. Þegar talið berst að Ástralíu detta mönnum helst í hug keng- úrur eða Krókódíla-Dundee (annað sjálf leikarans Paul Hog- ans). Að vísu er ný áströlsk stjarna farin að skyggja á þann fræga leikara, því söngvar og leikur hinnar ungu og fögru Kylie Minogue fer sigurför um hinn enskumælandi heim. Ef til vill kannast einhver lesandinn við lag hennar „I should be so lucky“ eða hefur séð hana leika í áströlsku sápuóperunni „Nágrannar" (Neighbours) sem hefur hlotið náð fyrir augum 20 miljóna áhor- fenda í Evrópu. Sem sagt eins konar „Madonna“ Ástralíu. En hvernig skyldi nú þessi borg vera, þar sem búa 3,6 miljónir manna, eða þessi þjóð sem talar ekki aðeins ensku heldur mælir á u.þ.b. 80 aðrar þjóðtungur? Með ástralskri kveðju heim. Kýrin í Kastrup. (Mynd: Sólveig) konar (og eins og við myndum segja „venjulega") leigubfla í Bangkok. Þeir eru næstum helm- ingi dýrari og í öllum tilvikum borgar það sig að semja um far- gjaldið fyrirfram. Mér kom það spánskt fyrir sjónir að þessir dýr- ari leigubflstjórar vildu endilega stansa í einhverri tollfrjálsri verslun sem þeir töluðu um og varð úr að ég samþykkti, enda vildu þeir helst ekki taka farþega að öðrum kosti. Lék mér nú mikil forvitni á að vita hvað þarna væri á boðstólum og hélt fast um budduna. - Reyndist þetta vera stærðar verslun á tveimur hæð- um. Á þeirri neðri var slíkt úrval »skartgripa, af skínandi gulli og gimsteinum, að ég hefi ekki séð annað eins nema þá helst á grísku eyjunni Santorini. Á þeirri efri var úrval af thailensku silki og alls kyns minjagripum. Þóttist ég góð að sleppa aðeins 20$ fátækari út úr þessu musteri sölumennsk- unnar. Myndir af brosmildu fólkinu, gullnum turnum Konungshallar- innar miklu og austrænu hofun- um líða um hugann þegar enn á ný er lagt snemma upp. í þetta sinn með Boeing 747 frá Quant- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 14. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.