Þjóðviljinn - 19.07.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR
Svœðisútvarp Vestfjarða
Næstekki til
Suðurfjarða
Stefntað útsendingul. október. Svæðisút-
varpið staðsett á ísafirði. íbúar á Patreksfirði
Tálknafirði og í Bíldudal skildir útundan
Auðvitað á svæðisútvarp Ríkis-
útvarpsins á Vestfjörðum að
ná til sem flestra íbúa fjórðungs-
ins ef það á að geta staðið undir
nafni. En eins og málin standa í
dag munu sendingar þess aðeins
nást til ísaQarðarsýslna, ekki til
Barðastrandarsýslu út af tækni-
legum vandkvæðum, sagði Ulfar
B. Thoroddsen sveitarstjóri á
Patreksfirði.
Pann 1. október má búast við
að svæðisútvarp Vestfjarða fari í
loftið í fyrsta skipti og verður að-
setur þess í leiguhúsnæði á ísa- __
firði. Að sögn Hjálmars Vil-
hjálmsasonar fjármálastjóra
Ríkisútvarpsins mun væntanlega
verða ráðið í tvö og hálft stöðu-
gildi við svæðisútvarpið en ekki
hefur enn verið endanlega gengið
frá þeim málum. Sent verður út á
sendum Rásar 2 eins og gert er
fyrir austan og norðan og á með-
an er ekki hægt að hlusta á út-
sendingar rásarinnar að sunnan.
Að sögn Jóns Þórodds Jóns-
sonar verkfræðings hjá Pósti &
Síma þyrfti að setja upp nýjan
sendi í Stykkishólmi og litla
senda á hvern stað, Patreksfjörð,
Tálknafjörð og Bfldudal til að ná
útsendingum svæðisútvarpsins
frá ísafirði. Ef þessir sendar yrðu
settir upp tæki sendirinn í Stykk-
ishólmi við útsendingu frá ísa-
firði og endurvarpaði henni síðan
til þessara þriggja staða.
Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins
sagði að verið væri að skoða ýmsa
möguleika í þessu sambandi en
eins og málin stæðu í dag mundi
það kosta stofnunina mikið fé að
kaupa og koma þessum sendum
upp.
-grh
Heildaraflinn
Rúmlega miljón tonn
Fiskifélagið: Heildaraflifyrstu sex mánuði
ársins svipaður og ífyrra. Helmingi minni
rœkjuafli í júní 1989 en á sama tíma 1988
Heildarafli landsmanna fyrstu
sex mánuði ársins er rúmlega
ein miljón tonn sem er svipað og
hann var á sama tima í fyrra sem
var mesta aflaár sem komið hefur
i 1100 ára sögu landsins. Þá
reyndist heildaraflinn vera um
1,7 miljón tonn í árslok.
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Fiskifélags íslands um aflabrögð í
síðasta mánuði vekur athygli að
rækjuaflinn er helmingi minni en
hann varíjúníífyrra. Þá varhann
4.305 tonn, en aðeins 2.322 tonn í
júní 1989. Hinsvegar veiddist um
þriðjungi meira af grálúðu í júní í
ár en í sama mánuði fyrir ári þrátt
fyrir þær aflatakmarkanir sem
ákveðnar voru í upphafi ársins.
Heildargrálúðuaflinn í júní í ár
var 9.326 tonn en var í sama mán-
uði fyrir ári aðeins 6.389 tonn.
Þó að þorskaflinn í júní hafi
verið mun minni en fyrir ári, eða
19.220 tonn á móti 30.624 tonn-
um í júní í fyrra er heildarþorsk-
aflinn það sem af er árinu litlu
minni en hann var fyrstu sex mán-
uðina 1988, 206.335 tonn í ár á
móti 211.538 tonnum þá.
Þrátt fyrir þessi góðu aflabrögð
fyrstu sex mánuði ársins er ekkert
sem bendir til að seinni hluti árs-
ins verði eins. Mörg veiðiskip eru
langt komin með að veiða upp í
úthlutaðar veiðiheimildir og ekk-
ert sem bendir til að aukið verði
við þær frá því sem ákveðið var í
upphafi ársins.
-grh
Sinfóníuhljómsveitin
Nýti fjármagn betur
Nefnd sem gera átti úttekt á
rekstrarfyrirkomulagi Sin-
fóniuhljómsveitar Islands, telur
að endurskipuleggja þurfl rekstr-
arumsýslu hljómsveitarinnar,
með það að markmiði að nýta
betur það fjármagn sem varið er í
þennan þátt rekstursins.
Það er álit nefndarinnar að
framkvæma megi þessa endur-
skipulagningu án kostnaðarauka
miðað við núverandi ráðstöfun-
arfé samkvæmt fjárlögum.
Hljómsveitin þurfi að ná til fleiri
áheyrenda, t.d. með auknu sam-
starfi við skóla, vinnustaði og
með betri tengslum við ríkisút-
varpið. Húsnæði og aðstaða
hljómsveitarinnar er nú á þremur
stöðum, og telur nefndin
nauðsynlegt að Sinfóníuhljóm-
sveitin eignist afdrep á einum
stað. Það stuðli að vinnuhagræð-
ingu og auki tengsl starfsmanna.
Þá telur nefndin að fjölga þurfi
stöðum hljóðfæraleikara í 78-80
á næstu árum og rétt sé að tengja
þá fjölgun almennri endur-
skoðun á rekstri hljómsveitarinn-
ar, markmiði hennar og viðfangs-
efnum. Nefndin telur einnig rétt
að samstarf verði haft við fleiri en
einn aðila um þátttöku í rekstri
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, skipaði þessa end-
urskoðunarnefnd í mars síðast
liðnum. Guðrún Ágústsdóttir,
aðstoðarmaður ráðherrans, var
formaður nefndarinnar. Auk
hennar sátu í nefndinni, Elfa
Björk Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri RUV, Haukur
Ingibergsson, deildarstjóri, Sæ-
bjöm Jónsson, formaður starfs-
mannafélags Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og Runólfur Birgir
Leifsson, deildarstjóri.
-hmp
WARNING
ftESTRICTED AHEA - KEEP 0|
PERSOWEt 0MLT.tr ttíiS!
THIS f ACIHTY WiTHOUT r:r,
COMMANOíNG OFFiCER. U,S,
V ÖUY, AUTHORfJfo
ONLAWrUL TC mm
FEBMíSSiCN 0? THc
NAVCCMMSTA ICí
ALL PERSONNEL AND THE ?r<OPESTV UNDI« O
CONTROL WJTHIN THiS RESTFICTED AHEA ASS
SUÖJECT TO SEARCH.
aðvörun
„OYÍDKOMAWW^
) I.EITA"
.RANGB'-
Á sama tíma ogsjáv-
arútvegur er áfall-
andafœti á Suður-
nesjum hafa Suður-
nesjamenn lagtþeim
mun meiri alúð við
nýjan útveg: banda-
ríska herinn. Ein-
angrun hersinsfrá
þjóðlífinu kann að
vera nœrtœkt baráttu-
málfyrir herstöðva-
andstœðinga
Matarást á hemum
Margur hefur magann fyrir
sinn guð, segir íslenskt mál-
tæki sem á vel við um sambýli
landsmanna við bandaríska her-
liðið á Miðnesheiði. Allar götur
frá því að herinn skreið hér upp á
skerið yfir landgrunnið blautt
eins og segir í kvæði Böðvars
Guðmundssonar, hafa íslending-
ar haft ótrúlegt lag á að fá
eitthvað fyrir sinn snúð þar sem
herinn hefur verið annars vegar.
Stjórnvöld hafa sjaldnast farið
með í launkofa að vera Banda-
ríkjahers hér á landi gegni ekki
síður efnahagslegu hlutverki en
hemaðarlegu. Þegar syrt hefur í
álinn fyrir þjóðarskútuna hefur
ævinlega upp raust sína sami
kröfugerðarkórinn: „látum hel-
vítið borga“. Kröfur um lausn á
stað- og tímabundnum atvinnu-
vandamálum, um úrbætur í sam-
göngumálum eru notaðar til að
réttlæta veru hersins hér á landi
eins og nýleg dæmi úr þjóðmál-
aumræðunni bera gleggst vitni.
Þannig hafa menn tilhneigingu til
að líta á tilvist hersins eins og
nokkurskonar varahjól undir ís-
lenskt efnahagslíf sem grípa megi
til þegar illa árar.
Það heitirvístað
kunnaað búavel að
sínu
Eðlilega eiga landsmenn mis-
jafnlega hægt um vik með að færa
sér þessa framandi búbót í nyt.
Suðurnesjabyggðir em sýnu best
í sveit settar hvað þetta áhrærir og
þar eru áhrif hersetunnar á
mannlífið mest. Sveitarstjómar-
menn, verkalýðsforingjar og al-
menningur þar syðra hafa
kinnroðalaust gripið hvert það
tækifæri sem boðist hefur til að
búa að sínu eins og búmanna er
gjaman talinn háttur.
Byggðarlega, atvinnulega og
jafnvel menningarlega draga
Suðurnesjabyggðir dám af hern-
aðaruppbyggingunni á Keflavík-
urflugvelli. Öra íbúafjölgun á
Suðurnesjum á sjötta áratugnum
má beinlínis rekja til uppbygging-
arinnar á Vellinum. Þá fluttist
mikilll fjöldi manna til Suður-
nesja, enda nægt atvinnufram-
boð í hervinnunni. Á síðustu
árum hefur íbúafjölgunin á
Suðumesjum verið vel yfir lands-
meðaltali og það þrátt fyrir að
mjög hafi hallað undan fæti fyrir
hefðbundnum atvinnugreinum, -
fiskveiðum og vinnslu sjávaraf-
urða. Á sama tíma og samdrátt-
ur hefur orðið í undirstöðuat -
vinnugreinum hefur byggingar-
iðnaður verið með þeim mun
meiri blóma, en vaxtarmögu-
leikar hans hafa einkum verið
fólgnir í mannvirkjagerð fyrir
herinn.
Síðustu árin hefur fjöldi ís-
lendinga í þjónustu hersins verið
u.þ.b. eitt þúsund manns, eða
sem nemur um einum hundrað-
asta af mannafla á vinnumarkaði.
Ef einungis er litið til Suðumesja
má gera ráð fyrir að hlutur her-
vinnunnar nemi um fjórtán af
hundraði af ársverkum á svæðinu
sem jafngildir um 800 ársverkum.
Af þessu má ljóst vera að mikill
fjöldi fjölskyldna á Suðurnesjum
í BRENNIDEPLI
hefur lifibrauð sitt beint af þjón-
ustu við herinn. Þar með er ekki
öll sagan sögð. Talsvérður fjöldi
verslana og fyrirtækja í þjónustu,
að ógleymdum sveitarfélögunum
sjálfum, hafa beint og óbeint hag
af veru hersins. Hermenn og
venslalið þeirra sækir þjónustu
og verslun í allnokkmm mæli til
byggðarlaganna á Suðurnesjum,
einkum Keflavíkur og Njarðvík-
ur, og sveitarsjóðir hafa hag af,
ýmist beint af seldri þjónustu við
herinn eða óbeint í formi álagðra
gjalda á atvinnustarfsemi og
þjónustu í þágu hersins.
Eftir því sem samfléttun herlífs
og atvinnulífs er meiri og lang-
vinnari, þeim mun kirfilegar em
hnýttir þeir hagsmunaþræðir sem
á milli liggja og fleiri eiga hag sinn
óbeint hernum að þakka. Þetta
hefur síðan áhrif á pólitíkina og
sveitarstjórnarmenn og þing-
menn Suðurnesja hafa æ ofan í æ
kallað á auknar hemaðarfram-
kvæmdir í því augnamiði að
bægja aðsteðjandi vanda í at-
vinnumálum frá. Um leið hafa
þeir séð sér leik á borði og keypt
sér frið fyrir kjósendum fram yfir
næstu kosningar. Forysta verka-
lýðshreyfingarinnar hefur notað
vallarvinnuna sem nokkurs kon-
ar skiptimynnt fyrir áframhald-
andi völdum og áhrifum.
Setjum herinn
í „sottkví“
í þá hart nær fjóra áratugi sem
herseta Bandaríkjamanna hefur
verið við lýði hér á landi hafa
Suðurnes orðið æ fastari á klafa
hemámsins. Þótt daglegt líf íbúa
Suðumesja sé á ytra borðinu í
fæstu frábrugðið lífi íbúa annarra
landshluta, velkist enginn Suður-
nesjamaður í vafa um að svæðið á
mikið undir hernum komið. Það
þarf því varla að koma neinum á
óvart að málflutningur her-
stöðvaandstæðinga hefur ávallt
hlotið næsta lítinn hljómgmnn á
Suðurnesjum og herstöðvaand-
stæðingar í sveitarstjórnum verið
misjafnlega áfjáðir í að leggja
pólitíska framtíð sína að veði
fyrir herstöðvaandstöðuna.
Hins vegar mega menn ekki
láta sér sjást yfir þá staðreynd að
þótt mikill hluti Suðurnesja-
manna hafi lagt ástfóstur við her-
inn er það vart annað en matar-
ást. Hástemmdum hugsjónum
um vestræna samvinnu er ekki til
að dreifa, nema þá helst til hátíð-
arbrigða. í þessu eru kannski
sóknarmöguleikar herstöðva-
andstæðinga fyrst og fremst
fólgnir.
Oft á tíðum hefur það viljað
einkenna afstöðu margra ágætra
herstöðvaandstæðinga að ekki
megi vekja máls á möguleikum á
áfangasigrum í herstöðvamálinu.
Ríkisstjómarþátttaka flokka sem
hafa ljáð herstöðvaandstöðunni
máls er ekki sögð réttlætanleg
nema fullur sigur vinnist - annað
eru svik við málstaðinn. Afstaða
grundvölluð á valkostunum allt
eða ekkert er í hæsta máta óraun-
sæ, ekki síst á þeim tímum þegar
andstaðan við herstöðina hefur
átt i vök að verjast og þingstyrkur
herstöðvaandstæðinga næsta tak-
markaður. Vilji herstöðvaand -
stæðingar samfylkja með öðrum
en sjálfum sér er þeim nauðugur
sá kostur að freista þess að koma
á pólitískri samstöðu með þeim
sem næstlengst vilja ganga.
Einn slíkur áfangasigur í her-
stöðvamálinu og sá sem kannski
er ekki hvað síst mikilvægur er
einangrun hersins frá þjóðlífinu.
Þar með væri fótunum kippt
undan nærtækri réttlætingu
margra fyrir veru hersins. Og það
sem ekki væri verra, þá lykjust
væntanlega upp augu margra
fleiri en Suðumesjamanna fyrir
því að herinn sé aðskotahlutur en
ekki snar þáttur af íslensku þjóð-
lífi.
Kannski að nú sé lag.
-rk
Miftvlkudagur 19. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3