Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ I Myndin erfráööru Níkeu-kirkjuþinginu 787, en þar varskurðgoðadýrkun fordæmd. Helgimyndum hefurfrá þeim tíma mátt sýna virðingu innan kaþólsku kirkjunnar, en óleyfilegt er að dýrka þær. Mikhail Gorbatsjov Sovét- leiðtogi lét sig ekki muna um það að nota titlana „Hans heilagleiki" og „Hinn heilagi Faðir“ í heimsókninni til Jó- hannesar Páls II páfa í des- emberbyrjun 1989. íslenskir þjóðkirkjumenn vöruðust þetta orðalag eins og heitan eldinn þegar páfi heimsótti ís- land 3. og 4. júní sama ár. „Heilagleika-titlar“ páfans vísa raunar fremur til embættisins en mannsins sem gegnir því. Og ekki veigrum við okkur að tala um Margréti drottningu þegar hún kemur hingað sú danska kona, þótt við viðurkennum enga drottningu yfir okkur. Skýringin á því hve Þjóðkirkj- an er smeyk við orðin heilagur og heilagleiki í þessu samhengi er sú staðreynd, að mótmælendakirkj- ur hafa fram til þessa tíma verið mjög fælnar við dýrlingana. Fors- endurnar eru þær að ekki megi upphefja dauðlega og breyska menn á þann hátt sem fjölmenn- asta kristna kirkjudeildin gerir. Á síðustu árum verður þó vart annarrar afstöðu hjá mótmæl- endum. Dæmi þess er undanþága sú sem Þorlákshafnarbúar fengu hjá biskupi íslands 1985 til að nefna kirkju staðarins Þorláks- kirkju, eftir að páfi hafði útnefnt Þorlák helga Þórhallsson vernd- ardýrling íslands. Mótmælendur hafna því annars yfirleitt alger- lega að kalla guðshús eftir fólki. Dýrlingar Það er algengur misskilningur að dýrlingar séu aðeins þeir sem hafa hlotið samþykki páfa og komist á opinbera dýrlingaskrá. Rómversk-kaþólska kirkjan lítur hins vegar svo á, að dýrlingar, eða helgir menn og konur, séu einfaldlega allir sem eru í eða komast í himnaríki. Þar af leiðir að urmull dýrlinga hlýtur að vera á ferð um alla jörðina í dag, frægðarlausir með öllu. Páfi getur svo samkvæmt kirkjuhefð og reglum gefið út ó- skeikulan úrskurð um að tiltekin persóna sé samkvæmt öllum þekktum heimildum og gögnum þegar komin til himnankis. Þetta þýðir að óhætt sé að heiðra per- sónuna sérstaklega, leita milli- göngu hennar í bænalífínu og taka hana sér til fyrirmyndar, vegna þess að hún hafi liðið písl- arvættisdauða og/eða lifað kristi- legu lífi á hetjulegan hátt. Á þessum lista eru nokkur þús- und nöfn manna og kvenna og venjulega er átt við það fólk þeg- ar talað er um dýrlinga. Núver- andi Rómarbiskup, Jóhannes Páll II, hefur útnefnt mun fleiri dýrlinga en fyrirrennarar hans. Dýrlingum er skipt í nokkra flokka, einkum játningadýrlinga og píslarvotta. Fyrstu dýrlingarn- ir voru allir píslarvottar. Heilagur Marteinn frá Tours (d. 397) var fyrsti dýrlingurinn sem ekki hafði liðið píslarvættisdauða. Út- breiðsla dýrlingadýrkunar jókst mjög þegar vinsælt varð að tigna sérstaka verndardýrlinga, manna, héraða, landa, atvinnu- greina og málefna. Lykilorðið um dýrlinga er hetjuskapur. Með því er átt við þolgæði eða stefnu- festu. Blessun Áður en nokkur er lýstur dýr- lingur þarf hann að hljóta bless- un. Blessaður/blessuð eru orð yfir útnefningu páfa vegna fyrir- myndarlífernis og starfs einstak- linga, eftir að jákvæð niðurstaða hefur fengist í sérstakri rannsókn á lífi þeirra og sýnt hefur verið fram á að amk. tvö kraftaverk hafi gerst fyrir þeirra tilverknað eða milligöngu. Eftir blessun er heimilt að tigna slíka einstaklinga á heimaslóðum eða í heimalandi þeirra á takmarkaðan hátt í helg- isiðum. Skilyrði og aðferð Opinber dýrlingur er látinn einstaklingur sem hefur hlotið „sérstaka, óskeikula og óbreytanlega“ útnefningu páfa fyrir gott líferni sitt og starf. Nauðsynlegur aðdragandi er ná- kvæm rannsókn á högum og lífi dýrlingsins og að amk. tvö krafta- verk megi tengja honum, nema hann hafi verið píslarvottur, þá þarf þess ekki. Dýrlingi má sýna lotningu og virðingu í helgisiðum kirkjunnar og leita aðstoðar hans og milligöngu í bænagerð. Fjöldi píslarvotta var sjálfkrafa tekinn í dýrlingatölu. Verndardýrlingur Látinn einstaklingur sem hlotið hefur svipaða útnefningu páfa og að ofan greinir um opin- bera dýrlinga, en aðeins er tign- aður á viðkomandi svæði, innan viðkomandi starfsstéttar osfrv. Þorlákur helgi Þórhallsson hlaut 1984 viðurkenningu páfa sem verndardýrlingur íslands. María mey / Maríudýrkun María guðsmóðir er æðst allra dýrlinga. Samkvæmt kenningum Rómversk-kaþólsku kirkjunnar var hún getin og fædd án erfða- syndar, hún var hrein mey alla ævi og fór strax til himna eftir dauðann. María mey er tignuð með sérstökum hætti innan Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og fólk leitar til hennar um milli- göngu og styrk í bænum sínum. Maríudýrkun er í grundvallarat- riðum frábrugðin Guðsdýrkun. Aðrir dýrlingar Fjöldi óþekkts fólks sem er verður þess að komast í tölu helgra manna og kvenna. Þessa fólks er minnst á Allraheilagramessu. Margir dýr- lingar hafa einnig verið heiðraðir á ákveðnum svæðum, án þess að hljóta löggildingu í Páfagarði. Svo var um Þorlák helga í 786 ár og í hópi þeirra er enn Jón helgi Ögmundsson á Hólum og fleiri Norðurlandadýrlingar. 442 íslenskar dýrlinga-kirkjur Frá 1171 hefur þurft löggild- ingu páfa (,,kanóníseringu“) til að manneskja sé tekin í heilagra manna tölu. í ítarlegum, prent- uðum handbókum eru um 2500 dýrlingar, en píslarvottaskrár telja amk. á 5. þús. manns. Ekki er í raun vitað um heildarfjölda opinberra dýrlinga, því dýrlinga- Hvað er heilagleiki Og hvemig stjómar „Hinn heilagi Faðiru? skrár frá fyrri tíð telja mörg þús- und manns,eru um margt ófull- komnar og óljósar og stöðugt í endurskoðun. Stór hluti dýrlinga er úr röðum presta, biskupa og klausturfólks. Sérhver dýrlingur á sinn messu- dag. Rómversk-kaþólskar kirkj- ur eru alltaf helgaðar nafn- greindum dýrlingum. Upplýsing- ar eru til um nafndýrlinga 442 ís- lenskra kirkna. Heimildir um þetta efni eru m.a. í Fornbréfa- safni og í Kristnisögu Jóns Helga- sonar, biskups. Tignun eða dýrkun dýrlinga er í grundvallaratriðum frábrugðin Guðsdýrkun. Dulia er grískt al- þjóðaorð yfir þá tignun eða dýrk- un sem sýnd er dýrlingum og er frábrugðin að eðli og innihaldi Guðsdýrkun. Dýriingatal Listi yfír fólk sem hefur verið útnefnt dýrlingar. Ekki er til neitt eitt endanlegt dýrlingatal sem nær yfir alla þá sem nefndir hafa verið helgir menn og konur. Sér- stök stjórnardeild í Páfagarði annast opinbert dýrlingatal kirkj- unnar. Auk þess að bæta á skrána hefur hún einnig fram á þennan dag látið taka út af henni ýmsa dýrlinga sem ónógar upplýsingar eru um. Skjaldarmerki páfa, lyklar Péturs postula og Tiara-kórónan. Jó- hannes Páll II erfyrsti páfinn sem hefur neitað að bera Tiara- krýningartáknið. Páfarnir og páfaríkió Páfi Eiginlegt hlutverk og embætti páfa er að vera biskup Róma- borgar. Litið er þannig á hann sem arftaka Péturs postula, fyrsta biskups í Róm, og þar með stað- gengil Krists á jörðinni. Um leið hefur hann erft þau völd sem Jes- ús Kristur fól Pétri og lesa má um í Nýja testamentinu. Því var lýst yfir á 1. almenna Vatíkankirkjuþinginu 1870 að Páfínn sé óskeikull „ex cathedra“ („af biskupssstóli“), það er að segja í trúarlegum efnum og hef- ur endanlegt framkvæmdavald og lögsögu í öllum málefnum kirkjustarfseminnar. Undir páfa heyra allar presta- og klausturreglur, stofnanir og skólar Páfagarðs og kirkjunnar, allir vígðir menn og konur kirkj- unnar, sendiherrar og sendiboð- ar. Páfa til aðstoðar stjórna í hans nafni og umboði kardínálar og aðrir embættismenn Páfaráðsins (Kúríunnar, sjá það orð). Páfi ríkir ævilangt, en við lát hans kýs kardínálasamkundan nýjan páfa. „Andpáfar“ nefndust 37 nafn- greindir menn sem á 3. - 15. öld gerðu tilkall til páfastóls eða sátu á honum án þess að rétt væri stað- ið að kjöri þeirra samkvæmt kirkjurétti. Páfakjör Kardfnálar undir 80 ára aldri, að hámarki 120 talsins, kjósa nýj- an páfa beinni kosningu á lokuð- um kjörfundi í Sixtínsku kapell- unni, og eiga að koma saman ekki fyrr en 15 dögum eftir og ekki síðar en 20 dögum eftir lát páfa. Kjósa má tvisvar fyrir há- degi og tvisvar eftir hádegi og enginn verður páfí nema sá sem fær2/3 hluta atkvæða + 1 atkvæði af öllum greiddum atkvæðum. Með samhljóða samþykkt geta kardínálarnir gripið til annarra reglna, ef páfakjör gengur treg- lega: 1) Með því að velja 9-15 kardín- ála til að sjá um kjörið; 2) Með því að breyta kosningar- eglum þannig að einfaldur meirihluti + 1 atkvæði dugi til að ná kjöri; 3) Ef aðrar aðferðir duga ekki, með því að láta kjósa milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði hlutu í síðustu kosning- unni. Þegar kosningu er lokið skal brenna atkvæðaseðlana og af hvítum reyknum á fólk í grenn- dinni að geta séð hvað gerst hef- ur. Kosningareglurnar um að kjörið skuli vera í höndum kar- dínála eru frá 1059, reglan um 2/3 hluta atkvæða frá 1179 og um ein- angraðan kjörfund frá 1274. Dæmi eru um að páfí hafi verið kjörinn samstundis með lófataki eða hyllingu andartaksins, án nokkurra kjörfundarreglna. Forseti kardínálasamkund- unnar spyr viðkomandi að loknu kjöri hvort hann taki kosningu. Játi hann því og hafi þegar verið vígður biskup, er hann samstund- is orðinn biskup Rómar og páfi og lýsir því yfir hvaða páfanafn hann kýs sér. Kardínálarnir heita honum síðan fyrst hlýðni, áðuren sá elsti í hópi djákna- Dýrlingar og páfar bera innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar titilinn heilagur eða helgur. En hvað þarf til þess að öðlast svona lagað sæmdarheiti? Oghverterstjórnskipulag Páfaríkisins og Rómarkirkjunnar? 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.