Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 11
____________JÓLABLAÐ I Dýrínyrkja Pétur Sigurður Arj Gísli Kyrrðarskáld Líkindi með ljóðum eða bókmenntastefna? Furðu mikið af kveðskap er lagt í munn húsdýrum, fuglum og öðrum skepnum í íslensk- um bókmenntum. Hér verða nefnd fáein dæmi af handa- hófi. Væntanlega gera ein- hverjir bókmenntafræðingar því betri skil af hverju þessi árátta íslenskra dýra stafar, eða hvort hér er um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða. Stefán Jónsson, fyrrum þing- maður og þar áður fréttamaður, var að sögn eitt sinn að strjúka lín heima hjá sér, en hundur hans mændi ákaflega á hann. Stefán vissi vel, að þetta merkti, að hvutti vildi komast í göngutúr með húsbónda sínum. Stefán nennti ómögulega að arka út og hélt áfram að strauja. Hundurinn kastaði þá fram eftirfarandi stöku: Orðinn feitur eins og svín eldgamall og Ijótur, stirður við að strjúka lín Stefán spýtufótur. Þorsteinn Erlingsson varð vitni að viðskiptum hunds og drengs og varð úr því kvæðið Snati og Oli. Drengurinn lofaði öllu fögru, ef hann mætti máta háls- band hundsins. Þar kom sögu að hundurinn fékk ekki orða bund- ist og orti: Jæja þá í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma kæri minn kakan þín og jólin? Þorsteinn Erlingsson heyrði líka á tal fugla einu sinni og samdi um þau kynni ljóðið Hreiðrið mitt. Þar segir fuglinn: Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó efbörnin mín smáu þú lætur í ró, þú manst að þau eiga sér móður. Og ef að þau lifa þau syngja þér söng um sumarið blíða og vörkvöldin löng. Þú gerir það vinur minn góður. Ólaf H. Torfason, ritstjóra Þjóðviljans, dreymdi eitt sinn, að hann þóttist vilja aka bifreið sinni frá heimili að vinnustað, en þá kom í ljós að ófært var inngöngu í farartækið. Urmull smáfugla hafði gert sér hreiður í bílnum, í sætum, á gólfi og ekki hvað síst í gluggakistu aftur. Var um tvær tegundir fugla að ræða, starra og sólskríkjur. Ólafur reyndi að stugga við fuglunum með því að varpa steinvölum inn í bílinn. Þá skaust út úr honum sólskríkja og varpaði fram þessari vísu: Fuglavarpið virða ber þótt vondir séu og þverir. Sólskríkjan mun sitja hér sama hvað þú gerir. Starrarnir kunnu engar hend- ingar og varð sá draumur ekki lengri. Dreymanda tókst að hripa vísuna upp er hann vaknaði. Er ekki að undra þótt stirt sé kveðið fyrst í draumi var ort. í Heiðlóarkvæði Jónasar Hall- grímssonar syngur lóan talsverð- an texta. í fyrstu vísu segir svo: Snemma lóan litla í lofti bláu dirrindí undir sólu syngur: Lofið gæsku gjafarans grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. í fjórðu vísu segir lóan: Ég á bú í berjamó börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða. Eins og allir vita er talsvert um hagyrðinga í röðum sauðfjár, jafnvel á unga aldri. Um það vitn- ar þessi vísa þar sem hungraða lambið kvartar: Gimbillinn mælti og grét við stekkinn: Nú er hún móðir mín mjólkuð heima. Sárt ber ég svangan sumardag langan. Hrafnar yrkja líka vísur sem tengjast mat og mataræði. Hver kannast ekki við fréttahrafninn sem sagði: Ég fann höfuð af hrúti hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mér krummi nafni minn. Það er alkunna að skáld draga dám hvert af öðru og er stundum um bókmennta- stefnur að ræða. Nýlega upp- götvaðist að þrjú íslensk Ijóð- skáld teljast til svonefndra „kyrrðarskálda". Einkenni á kveðskap þeirra er að þau hafa öll orðið fyrir miklum áhrifum í kyrrviðri, annað hvort að kvöld- eða morgun- lagi, sem getur líka talist veru- leg lífsreynsla fyrir skáld í höfðuðborginni. Skáldunum er öllum dálítið kalt í Ijóðunum. Ljóð kyrrðarskálda þekkjast á því að þau hefjast á ljóðlínum sem fylgja þessari bragreglu: Á (kvöldi eða morgni) sem þessum. Fyrsta dæmið er frá Pétri Gunnarssyni 1973: eitt (kl.8) á kyrrum morgni sem þessum dvelur líf mitt á þræði eða blómstrar eins og bólstur bláminn út í frostloftið. (Pétur Gunnarsson: Splunkunýr dag- ur, Heimskringla 1973). Næsta dæmi er frá Sigurði Pálssyni 1980, virðist vera ort fyrr en ljóð Péturs en birt löngu síðar: Ljóð frá sextíu og sex: (hluti) Á kyrru kvöldi sem þessu með regnvættum hljóðum dans- andi úti á götunni. Leiftrandi skuggum með þreytta og dimma grímu dagsins að baki. Kunnugt tóm. Á kyrru kvöldi sem þessu regnvættir í frosinni nútíð. Sigurður Pálsson: Ljóð vega menn, Mál og menning 1980). Síðasta dæmið að sinni er kom- ið frá Ara Gísla Bragasyni 1988. Hann reynir á þanþol formsins og breytir kyrrðinni í birtu: Á björtum morgni sem þessum fyrstu snjókornin höfðu gerst boðflennur um nóttina og hann sem þykist vera skáld hafði misst af öllu saman. (Ari Gísli Bragason: Orð þagnarinn- ar, útg. höfundur 1988). Hagyrðingur einn úti á landi orti þegar honum var kynnt þessi bókmenntastefna: Kyrrðarskáld í kulda og tómi kveða um reynslu sára. Sannast á þeim samanhljómi að stök er engin bára. aht Hefurðu tíma? Máttu vera að því? Hafa tíma til einhvers, þ.e. skipulagsatriði, niðurröðun við- fangsefna. Já, en það er eða getur verið dálítið meira þegar nýjar kröfur bætast við. Segjum t.d. að nánir aðstandendur þínir forfall- ist frá því að rækja sínar skyldur við lífið, þeas. þær skyldur, sem tilheyra daglegri umsýslan vegna svokallaðs brauðstrits og umsjá heimilis. Það er ekki óalgengt að forföll vegna heilsubrests eða aldurs herji á fólk, forföll sem valda því að verkhæfi hjaðnar eða hverfur, hugurinn staðnar eða hallast frá virkni þeirri, sem telst heilsu- samleg nauðsyn. Hefurðu tíma til að sinna að- standanda þínum, þegar svo er komið fyrir honum? Máttu vera að því að heimsækja hann? Eru kannski aðrar ástæður sem hamla þér frá að rækja skyldurnar? Ætt- rækni er misjafnlega sterk eins og raunar aðrar tilfinningar. Geturðu sett þig í spor þess eða þeirra, sem hindraðir eru frá eðli- legum samskiptum við annað fólk? Það getur verið hollt hverj- um manni að hugleiða hvernig hann myndi bregðast við, ef ein- semd væri heimagangur hans. Fjarlægðir í fjölbýlinu færa með sér sljóleika fýrir sannindum þeim að maður er manns gaman. Umhyggja fyrir framtíðinni, þ.e. ungum afkomendum sínum, draga hugann frá fortíðinni. Sannarlega er núið þýðingar- mest, það sem við lifum í þessari andrá, og það er þægilegt í skjóli þeirra sanninda, að láta fortíðina lönd og leið. Gamli bíllinn er látinn standa ef unnt er, þar sem honum var síðast lagt. En gildir það sama um foreldra eða aðra nána ættingja, sem hafa lagt grunninn að lífi þínu? Sannarlega er samvizka mín ekki of góð í þessu sambandi, en e.t.v. er það líka ástæða til að minna aðra á náunga sinn. Þeir eiga þakkir skildar sam- þegnar okkar, sem leggja sig fram um að heimsækja þá sem við einsemd búa, eða dvelja á stofn- unum, og eiga lítinn eða engan kost á umgengni við gamla starfsfélaga og kunningja. En þeir eru sorglega fáir sem sýna þennan vott mannkærleika. Þessar línur eiga ekki að vera dómur ef einhver vildi kalla þær því nafni, en þær eru aðeins smá- hugleiðing á allra sálna messu sem er eitt fjölmargra tækifæra til að gegnlýsa sjálfan sig, og hug- leiða hvort mannúð cg miskunn- semi, nærgætni og náungakær- leikur eigi nægilegt rúm í sálinni. Guðjón B. Baldvinsson form. Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja Verðkr. 1.875,00 ÖKHFORLflGSBIEK GRALLARASPÓAR 0G GOTT FÓLK eftir Guðjón Sveinsson. í bókinni eru sex stuttar sögur um lífið í sveitinni og þau mörgu ævintýri sem börn á aldrinum 10-14 ára upplifa þar. Ótrúlegustu uppátækjum er lýst og er ekki að efa að þeir sem dvalið hafa í sveit kannast við margt í frásögninni. Þetta er rammíslensk bók um börn uppalin í sveit og börn sem þar eru til sumardvalar. Guðjón Sveinsson er löngu þekktur af fyrri bókum fyrir lýs- ingar sínar á itfinu, þar sem giettni, " ' tra sarnan. Petur I 11 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.