Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ I Frumbirting á fertugu Ijóði Daníel Á. Daníelsson læknirá Dalvík orti kvæðið Vordagur af ákveðnu tilefni árið 1949. Hann var kvaddur til Ólafsfjarðar að gegna embættisskyldu sinni. Þá var ekki vegasamband milli bæj- anna en siglt fyrir Ólafsfjarðar- múla. Veður var ótryggt og báts- verj ar sluppu með naumindum heim til Dalvíkur aftur áður en voðaveður skall á. Hefðu þeir verið dálítið seinna á ferð væri enginn til frásagnar. „Sandur" sem nefndur er í fyrsta erindinu er Böggvistaða- sandur, en þar stendur Dalvík. Þetta er eina rímaða frásögnin sem snertir 50 ára læknisferil Daníels Á. Daníelssonar. Þess má loks geta að nýlega eru komn- ar út þýðingar hans á sonnettum Williams Shakespeares. VORDAGUfí (BROT) Þeir höfðu að bón minni hrundið úr vör. Við héldum út fjörðinn, með landi. Þó skel vaeri lítii, ei skriðurinn ör og skilaði hægan frá Sandi, mér áleiðis fleytti hún eitthvað á leið, að ynnist þar stund fyrir sjúkan er beið og leystist því léttar hans vandi. Úr veðraham risin skein víðáttan hvít og vængjunum heiðríkjan lyfti, sem tæmt hefði veturinn hríðanna hít og harðneskju grímunni svifti. En vor átti spöl eftir vegar síns enn, í vikunni kyrru sem endaði senn, og skammt var í árstíðaskifti. í suðri lék tíbrá við sóibráð um völl og sindruðu víkur og ögur. En glatt reis hvert leiti í glitraðri mjöll og glampaði sefaður lögur. Og frán var að líta hin fangvíða sveit, í fjarlægð og nálægð öll sólgyllt og teit sú fjallasýn - tröllkennd og fögur. En inneftir Sundinu lognaldan leið á Ijómandi hjaðninga ferðum. Og utar hún hóf sig, um barminn var breið, með blikið á mjúkvöxnum herðum. Er brast hún við ströndina, bráðlát og köld, við brattan og dökkleitan hamranna skjöld brá leiftri af sólgeislasverðum. Um útfjörðinn þvert lagði austrænan band með einstaka hnitandi kögri. í gáraða flatarins blágræna bland sá brimhvíta vængi á flögri. Allt hafið lá glitrandi - skuggsjáin skær með skraut sitt að útvörðum fjarðarins nær, að mynninu, Múla og Gjögri. Af skyndingu hillti upp fljótara far sem ferðbúinn sækja mig skyldi. í áttina til okkar ölduna skar og öslaði drekinn hinn gildi. - Um borð var mér lyft í hið barmháa skip. Til baka það snéri við herra síns grip, sem förinni flýta það vildi. Á hléborða sýn upp í hamrana gaf. Þar „hurðina rauðu" ég nefni. Á stjórn luktu fjarskanum himinn og haf. En Hvanndalabjörg fyrir stefni sér ypptu í hæð með sín þverhníptu þil sem þúsundir aldanna hefluðu til úr eldanna storknaða efni. Er Stígandi beygði á Ólafsfjörð inn í umgjörð svo nálægra fjalla, þar gnæfði hún væn þeirra geislaða kinn í ginnhvítum veðranna salla. - En óðum við nálguðumst áfangastað og enduðum seinasta spölinn í hlað, í „Hornið", sem héma þeir kalla. - Og aðgerðin lánaðist. Allt gekk í vil svo af því er frásögu lokið. Er eftirá miðaði öryggis til og áhyggjur burt höfðu fokið, við hresstumst í bragði - því heppnin var með. Öll hjálp, veitt og þökkuð, fer mjúklát um geð, sem þýtt sé um strengina strokið. Ei staldra ég lengur en geng niðrá garð. Þar gnoðin er búin til farar. Hér spegla sig fleyturnar, byrðing og barð og búnað frá húni til skarar. - í hafnánd er sóknarans hraðvaxni bær við höfn sem er grynnri í dag en í gær af innburði aðstreymins marar. - Af hnígandi sólu ber höfnin sitt glit, því hrönn liggur kyrr sem í dosi. En garðarnir móka í lygnunnar lit svo lúðir af seltunnar vosi. Hver sigla er lóðrétt en bograndi bök. - Nú breiðir sig forsælan hljóð yfir vök með þreytu og þokka í brosi. En fyrr en ég stigi af bryggju um borð þá bar þar að sendimann fráan. Frá kunningja gömlum hann kvaðst með þau orð að kæmi ég snöggvast að sjá hann. Ég hafði ei lengi af högum hans frétt. í heimsókn til öldungsins brá ég mér rétt, - úr minni skal tíminn ei má hann. Við átt höfðum dvöl, fyrir árum, um vor, á annari strönd og deilt geði. Víst lútum vér dulinni leiðsögn, hvert spor. Nú lá hann hér veikur á beði en kvaddur var ég og hans kominn á fund - og kallfærið: eilítil vitjunar stund sem líðandi síðdegið léði. Hans upplit var garplegt. Og enn var það hýrt þótt andbyr það mætt hefði svalur og dráttunum fjölgað, þá dýpkað og skýrt sá dráttvísi ellinnar falur. Hans viðmót var létt, hann var Ijúfur sem barn, um líðan og horfur á spaugsyrði gjarn hinn hári og níræði halur. Ég fjöiyrði ekki um heilsufar hans af hrörnun og sjúkleika markað, ei heldur um ævi hins marghaga manns er mikill í raun hafði þjarkað við haf sitt og land - og þau harðleikin títt, og hafði í búskapnum sparað sig lítt, loks torfærur tímans þar slarkað. Að andstæðum samtímans orðfár hann vék og ófriðarblikunum gráu: hve stórveldið ágengt og lagið sér lék að lýðfrjálsu þjóðinni smáu. Þó lifði hans bjartsýni liðinn hans dug, ei leyndi sér þegar hann mælti sinn hug hvað sjónir hans uggandi sáu. En stundin sem gafst okkur horfin var hratt og húmið var tekið að falla. Við kvöddumst. í skyndi til skips mér ég vatt. Og skyggður lá sær milli fjalla er farkostur minn út úr höfninni hélt. Svo hafði til þessa um förina vélt það lán er mér lét hana alla. Hér vafðist að súðinni voðfelldur sjór, því vorblíðan auðsýndi gæðin og hennar það var hvernig fjöllunum fór í fölvanum þögnin og hæðin. Og bjarminn í vestrinu lækkandi leið. Með landsteinum fram okkar trilluhorn skreið við fannhlíðar dökkleitu flæðin. Um Æðarsker vóð fram af Ófærugjá, þar endaði landskjólið mjúka og kviknuðu bylgjur svo kænunni brá og kári lét faldana rjúka. En heimleiðis út fyrir Hámúlann dró, þá hægði og inn kom á lygnandi sjó - varð hljótt allt frá ströndu til hnjúka. Að hölluðum degi varð hálfrokkið kveld, en hýrnaði, tendraði mána og kveikti á boganum eld eftir eld og alskreytti loganum frána. A hafið og firðina breiddi það blik en blekkti í skorninga, gljúfur og vik, á fannirnar felldi það gljána. Sú dýrð stóð ei lengi - hún dokaði vart og dapur varð kvöldblærinn stillti. Þar Ijós huldust öll með sitt Ijómandi skart og loftið með gráma sig fyllti. - Við lentum. Og brátt stóð ég heima við hlið en hretið á stéttina forskyggnið við með haglsnarpa tána sér tyllti. Og vetrarins gjöll varð svo hlakkandi há. Eitt hretið sem kennt er við páska með skruggum og ofanhríð skollið var á. - Úr skugguðum harðviðris gáska í Ijósið og skjólið ég leitaði inn. Og léttbrýnn mér fagnaði hópurinn minn sem heimtur ég væri úr háska. Svo hvikul er tíðin. Þann heiðskíra dag við hugðum á vorinu bestan, f austrinu runninn með bjartasta brag og blíðan í vestrinu sestan. En mósku dró yfir - eitt moldbyljar strik. Það minnti á nýgefin loforð - og svik. Það veður skall höggsnöggt á - vestan. D. Á. Daníelsson 1949 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.