Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 1
Þessi unga stúlka lætur sér greinilega annt um fuglana á Tjörninni. Mynd: Jim Smart Reykjavík Gert út á húsnæðisvandann HeilbrigðiseftirlitReykjavíkuruppgötvarfyrirtilviljun 18 íbúðarherbergi á 3. hœð íiðnaðarhúsnœði. Húsnœðið án neyðarútgangs og reykskynjara og leigt skólafólki. Reyk frá kjötvinnslu á jarðhœð gœti lagt inn um glugga Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skrifaði byggingarfulltrúa borgarinnar bréf á miðvikudag þar sem honum er skýrt frá því að Heilbrigðiseftirlitið hafi komist að því að skrifstofuhúsnæði á ef- stu hæð hússins við Grensásveg 14 hafi verið stúkað niður í 18 íbúðarherbergi og leigt skólaf- ólki. Þvottaaðstaða í húsinu sé óf- ullnægjandi, hljóðeinangrun her- bergja ekki góð og eldvörnum kunni einnig að vera ábótavant. En engir reykskynjarar eru í húsnæðinu og enginn neyðarút- gangur. Eigandi húsnæðisins hyggst reka gistiheimili í þvi yfir sumarmánuðina. Oddur R. Hjartarson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirl- itsins sagði húsnæðið við Grens- ásveg vera eitt af þeim sem Heilbrigðiseftirlitið hefði fundið fyrir tilviljun. Um væri að ræða reglugerðarbrot þar sem leyfi byggingarnefndar þyrfti til breyttrar notkunar á húsnæði. Ef byggingarnefnd hafnaði því að þarna mætti vera íbúðarhúsnæði sæi eftirlitið til þess að leigu- starfseminni yrði hætt en ef bygg- ingarnefnd samþykkti breyting- arnar yrði farið yfir húsnæðið samkvæmt heilbrigðisreglugerð. Oddur sagði ýmsa galla vera á húsnæðinu og það uppfyllti ekki skilyrði til þess að þar mætti reka gistiheimili. Húsnæðisvandinn í Reykjavík væri mikill og Heilbrigðiseftirlitið myndi ekki reka út námsfólk sem ætti ekki í önnur húsa að venda, en allt benti þó til þess að þessi starfsemi á efstu hæðinni yrði að leggjast af. Byggingarnefnd hefur þegar gefið samþykki sitt fyrir því að kjötvinnsla hefji starfsemi sína á jarðhæð. Þegar hún tekur til starfa mun reyk frá henni vænt- anlega leggja inn um glugga margra svefnherbergja í húsinu. Hafa leigjendur áhyggjur af þessu og hafa kannað hvort leigu- sala þeirra beri skylda til að út- vega þeim annað húsnæði. Þeir fengu þau svör hjá einum emb- ættismanni borgarinnar að borg- in ætti engra hagsmuna að gæta í því að minnka framboð á leigu- húsnæði í borginni. Nokkrir nemendanna sem búa í húsnæðinu sögðu Þjóðviljanum að þeir hefðu leigt í gegnum auglýsingu í DV frá verktakafyr- irtækinu Verkprýði. Þegar þeir hefðu komið inn í húsnæðið í haust hefði breytingum verið ólokið og iðnaðarmenn við vinnu. Nokkur herbergjanna eru með gluggum fyrir ofan hurð sem eru óbirgðir þannig að helst þarf að slökkva ljós á gangi þegar einn fer að sofa og sögðust nemend- urnirítrekað hafa farið fram á tjöld fyrir gluggana en því hefði ekki verið sinnt. Þeir höfðu áhyggjur af brunavörnum hús- næðisins og bentu á að einungis eitt slökkvitæki væri á staðnum og það hefði síðast verið skoðað 1986. Á hæðinni fyrir neðan skóla- fólkið er billjarðstofa í um 1.100 fermetra sal án þess að þar sé nokkur brunaveggur eins og brunamálareglugerð gerir ráð fyrir. En samkvæmt henni má sal- ur ekki vera stærri en 550 fer- metrar án brandveggs. Nemendurnir greiða tvenns konar leigu fyrir herbergin eftir stærð þeirra. Einn nemandi er í 8 fermetra herbergi og greiðir fyrir það rúmar 16 þúsund krónur en fyrir stærri herbergin þarf að greiða 20 þúsund krónur. „Við eigum sjálf þessa sófa og mynd- irnar á veggjunum," sagði ein stúlkan en þeim hafði verið sagt að setustofa yrði í húsnæðinu. Verkprýði seldi Alvari Ósk- arssyni húsnæðið um áramótin og hann sagði Þjóðviljanum að hann hygðist reka gistiheimili í því yfir sumarmánuðina. Þótt Skeifan hefði verið hugsuð sem iðnaðar- hverfi væri alls konar starfsemi komin í hana. Það gæti varla skipt máli upp á mengun og annað frá kjötvinnslunni, hvort á efstu hæð hússins væri skrifstofuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði. Neyðarút- gangur kæmi þegar 4. hæðin hefði verið byggð ofan á húsið en þangað til væri eitt herbergi sem sneri að þaki viðbyggingar alltaf opið og til stæði að setja úðara í loftið. Alvar sagði samdrátt vera í sölu verslunar- og skrifstofuhúsn- æðis og því reyndu menn að finna því nýtt hlutverk. -hmp Litháen Sjálfstæði ekki Gorbatsjov Sovétleiðtogi úti- lokaði ekki í gær að Litháen gæti fengið sjálfstæði en það yrði að gerast eftir lögformlegum leiðum og með samkomulagi. Þetta er í fyrsta skipti sem Gor- batsjov gefur í skyn að Sovét- stjórnin geti hugsanlega fallist á sjálfstæði Litháen. Hann lýsti sig samt eindregið á móti því að Lit- háar lýstu einhliða yfir sjálfstæði og sagði að gera yrði laga- breytingar sem opnuðu leiðina fyrir aukinni sjálfsstjórn Sovét- lýðvelda og sjálfstæði. Talið er að Gorbatsjov vilji með þessu fá Litháa til að hætta við að rjúfa öll bönd við Sovétrík- in heldur vera áfram með þeim í laustengdu ríkjabandalagi. Leiðtogar sjálfstæðishreyf- ingar Litháa saka Gorbatsjov um útilokað blekkingar og lygar sem séu ætl- aðar fjölmiðlum á Vestur- löndum. Hann hafi engar fyrir- ætlanir um að veita Litháum sjálfstæði. Tillögur Gorbatsjovs um samningasviðræður og laga- breytingar feli í raun í sér að Lit- háar fái ekki sjálfir að ráða fram- tíð sinni. Reuter/rb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.