Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 6
MINNING Ingveldur J. R. Pálsdóttir Fœdd4. ágúst 1904-Dáin30. desemberl989 í gær var jarðsungin frá Fossvogskirkju Ingveldur J. R. Pálsdóttir móðir mín, 85 ára að aldri. Hún fæddist að Hjallakoti á Álftanesi, en flutti til Reykjavík- ur níu ára gömul. Foreldrar hennar hétu Olöf Jónsdóttir og Páll Stefánsson. Móðir mín var fimmta í röð sjö systkina. Tvö af þeim eru nú eftirlifandi. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur var móðir mín í vist á ýmsum stöðum meðal annars hjá Ingibjörgu Ól- afsdóttur. En síðar lærði hún að sníða og sauma hjá systur Ingi- bjargar, Maríu Ólafsdóttur. Og það nýttist henni alla ævi. Eftir það fór hún að vinna á netaverk- stæði í Viðey. Síðan fékk hún vinnu á saumaverkstæði hjá Ála- fossi við sníðar og saumaskap. Árið 1936 þann 16. maí giftist hún föður mínum Aroni Ingi- mundi Guðmundssyni (lést 14. júlí 1974). Inni á heimilinu vann hún alla tíð eftir það. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru Guð- mundur kvæntur Sigríði K. Bjarnadóttur, Páll kvæntur Ingu Einarsdóttur, undirrituð gift Hauki F. Leóssyni, Óli Már kvæntur Kristínu Gunnarsdótt- ur. Barnabörn foreldra minna urðu þrettán talsins. Nefni ég þau ér í aldursröð. Inga Lára Hauksdóttir 26 ára, Sigríður Pálsdóttir 26 ára, Hildur Hauksdóttir 24 ára, Ingveldur Pálsdóttir 23 ára, Aron Hauks- son 22 ára. Einar Aron Pálsson (lést 17 ára í umferðarslysi þann 16. júní 1985), Hallfríður Ósk Ól- adóttir 20 ára, María Una Óla- dóttir 17 ára, Leó Hauksson 17 ára, Gunnar Aron Ólason 14 ára, Ragnhildur Guðmundsdóttir 14 ára, Aron Ingi Guðmundsson 9 ára og Haukur Már Hauksson 6 ára. Eina barnabarnabarnið heitir Gylfi Aron Gylfason 3 ára, sonur Hildar. Móðir mín var mjög lítillát kona og hógvær, bjartsýn var hún og létt í lund. Hún og faðir minn spiluðu gjarnan bridge í frístund- um við vini sína. Mikil hannyrða- kona var hún fram á síðasta dag. Hún saumaði og prjónaði flest föt á okkur krakkana í gamla daga. Til dæmis saumaði hún ferm- ingarkjólinn á mig og brúðarkjól- inn og oft saumaði hún kápur og kjóla á mig eftir að ég giftist. „Hvernig viltu hafa kjólinn Raggý mín,“ sagði hún oft. Og ég lýsti bara fyrir henni að morgni einhvers dags hvernig ég vildi hafa hann og síðan var hún búin með hann um kvöldið. Já, svona var mamma alltaf fljót að hlutun- um. Eins var þetta þegar barna- börnin komu í heiminn hvert á fætur öðru. Þá hófst hún handa við að prjóna og sauma á þau og hefur gert alla tíð síðan. Meira að segja prjónaði hún jólagjafir handa yngstu börnunum nú fyrir síðustu jól. Einnig er margt ann- að til eftir hana, t.d. klukku- strengir, veggmyndir, veggteppi, stóll, heklaðir dúkar, heklaðar gardínur, hekluð blóm á kjóla, prjónuð og hekluð herðasjöl og rúmteppi. Svona má lengi telja. Móðir mín og ég vorum trún- aðarvinkonur og ég er sannfærð um það að vinarstrengurinn slitn- ar ekki þótt leiðir skilji um stund. Verst þykir mér að hafa ekki ver- ið á landinu, þegar hún lauk þess- ari jarðvist daginn fyrir gamlárs- dag síðastliðinn. „Hve fús ég hefði, elsku mamma mín, lukt þinni brá við blundinn hinsta þinn, brjósti þér hnigið að í hinsta sinn og hinstum sonarkossi á kaldar varir þrýst, en, - kveðja þá berst mér og dánarfregn þín!" (G.G.) En nóttina eftir birtist hún mér í dásamlegum draumi þar sem henni leið yndislega vel. Við Haukur, börnin okkar fimm, tengdasynir okkar Einar Ólafsson og Gylfi Sigfússon og barnabarnið okkar þökkum móður minni fyrir ánægjulegar samverustundir. Minningarnar um yndislega mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu eiga eftir að lifa í hugum okkar allra. Ég votta öðrum aðstandendum hennar dýpstu samúð. Ragnhildur Aronsdóttir Grímur M. Helgason deildarstjóri Fæddur 2. sept. 1927 - Dáinn 26. des. 1989 Það var mikið vond frétt sem barst starfsliði Landsbókasafns morguninn 27. des. s.l. að Grím- ur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar safnsins hefði látist kvöldinu áður, eftir upp- skurð. Var mörgum illa brugðið við þessa óvæntu andlátsfregn. Traust samstarfsmanna og virð- ingu átti hann ótvírætt; einn þess- ara einstaklinga sem mannskiln- ingur og hlýja stafa frá. Það var iíka óspart leitað til hans í hverj- um vanda. En það voru ekki síður gestir handritadeildar sem kunnu að meta alúð og hjálpsemi Gríms við lestur handrita þegar því var að skipta, því „margt sem er illa lest og aldirnar leifðu skörðu" er ekki síður þar að finna en í Árnasafni. Hann sparði enga fyrirhöfn í þágu gesta og margur hefur líka átt tíðförult í handritadeild á fund fræðimanna og skálda fyrri tíma, þar leynist mörg matarholan; margur á líka forfeður sem stund- uðu skriftir og söfnuðu efni af ýmsu tagi. Stundum var djúpt á þeim. Ekki voru þeir síður gleð- igjafar gestsins. Öryggi Gríms á sviði íslensks máls var vel kunnugt og þá ekki síður hve bóngóður hann var og þarf ekki að framhalda þeirri sögu. Grímur var nú einu sinni Kópavogsbúar- fundur um skólamál Viljiö þiö breyta einhverju í skólan- um. Komiö hugmyndum ykkar á framfæri við menntamálaráðuneyt- iö þriðjudagskvöldið 16. janúar kl. 20:30 í Félagsheimili Kópavogs, II. hæö. Menntamálaráðuneytið Svavar HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa eftirtaliö starfsfólk á heilsugæslustöðvar í Reykjavík, sem hér segir: Við Heilsugæslustöðina í Árbæ - meina- tækni í 50% starf, v/afleysinga, tímabilið 1. fe- brúar til 30. apríl 1990. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 671500. Við Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis- meina- tækni í 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 622320. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöövar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 22. janúar 1990. þeirrar manngerðar að liggja ekki á liði sínu ef náunginn baðst aðstoðar. Grímur var mikill iðjumaður í íslenskum fræðum. Hann gaf út Pontus rímur Magnúsar prúða o.fl., 1961,sem höfðu veriðverk- efni hans til iokaprófs frá Há- skóla íslands,og seinnaBlómst- urvallarímur Jóns Eggerts- sonar, 1976, fyrir Rímnafélagið. Þeir Vésteinn Ólason bjuggu til prentunar íslendingasögur með nútímastafsetningu. Og nú síðast voru það Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar sem Grímur var langt kominn að búa til prentunar ásamt Helga syni sínum. Þeir tóku við því eftir Óskar Halldórs- son, sem dó frá verkinu. Fyrir utan það sem nú var talið liggja margar ritgerðir eftir Grím, í Árbók Landsbókasafns og hér og hvar í tímaritum og ársritum. Þegar söfn og safnastofnanir utan Reykjavíkur bar á góma var hann mjög hlynntur þeirri við- leitni, taldi það mundi glæða áhuga heimamanna á þekkingu um heimahagana og framar öllu bjarga frá glötun handritum og ýmissi þekkingu og verðmætum gamla tímans. Engin þörf væri að safna öllu til Reykjavíkur. Þessa viðleitni studdi hann með ráðgjöf og heimsóknum, enda oft leitað til hans í þessum efnum. Þessi afstaða Gríms var honum lík. Hann hugsaði um gagn fræðanna fyrir land og þjóð, því í hverju héraði væru fjölfróðir ein- staklingar um mannlíf og við- burði löngu liðins tíma. „Handritasafn Landsbóka- safns er langstærsta safn íslenskra handrita í heiminum" og er allt að heita má frá seinni öldum, rúm- lega 14 þúsund númer, sem segir ekki mikið því margt númerið er í raun margfalt og alltaf berst deildinni talsvert af handritum á hverju ári. Grímur og Lárus H. Blöndal, forveri hans á stóli, sáu um útgáfu 3. aukabindis af Hand- ritaskrá Landsbókasafns og 4. aukabindi í umsjá Gríms var langt komið til undirbúnings prentunar þegar hann lést. Hann vék líka oft að nauðsyn þess að endurskoða fyrstu bindin (PEÓl) sem er aðkallandi; við rákum okkur tíðum á það. Það er skarð fyrir skildi í Landsbókasafni við skyndilegt fráfall Gríms M. Helgasonar deildarstjóra. Hann var einstak- lega þægilegur samstarfsmaður, glöggur, jafnlyndur, stutt í gam- anið, þó langt í frá skaplaus. Við- brögð starfsmanna safnsins við andlátsfregninni sögðu sitt. Þakka ber samstarfið í handrita- deild í 20 ár og einu betur með jafn ágætum mannkostamanni og Grímur var. Við Sjöfn sendum konu hans, Hólmfríði Sigurðardóttur, börn- um þeirra, aldraðri móður og venslafólki innilegustu samúðar- kveðjur. Nanna Ólafsdóttir Guðjón B. Baldvinsson Fœddur 26. júlí 1908 - Dáinn 6. janúar 1990 Einn af ötulus'.u forgöngu- mönnum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Guðjón B. Bald- vinsson, er látinn. Hann átti drjúgan þátt í stofnun BSRB árið 1942 og átti sæti í stjórn samtak- anna í yfir þrjá áratugi eða lengur en nokkur annar. Um skeið var Guðjón formað- ur samtakanna og um tíma var hann einnig starfsmaður þeirra. Guðjón var baráttumaður, fylginn sér, og heill í störfum. Síðustu árin helgaði hann krafta sína kjaramálum lífeyrisþega og hafði forgöngu um stofnun Sam- bands lífeyrisþega ríkis og bæja árið 1980 og var formaður sam- bandsins til dauðadags. í því starfi kynntumst við sem yngri erum GuðjóniB. Baldvinssyni og fór þar ekki á milli mála hver eld- hugi var þar á ferð. Hann miðlaði reynslu og þekkingu og vann mál- stað sínum fylgi með rökum og ótrúlegri þrautseigju. Ég ætla ekki hér að rekja fé- lagsmálasögu Guðjóns B. Bald- vinssonar en hún tengist órjúfan- legum böndum sögu BSRB og reyndar baráttusögu íslensks launafólks. Þeir eru ófáir bæði í okkar sam- tökum og annars staðar í þjóðfé- laginu sem notið hafa góðs af verkum Guðjóns og það er verð- ugt verkefni fyrir hreyfingu ís- lensks launafólks að halda merki hans á lofti. Fyrir hönd BSRB votta ég minningu Guðjóns B. Baldvins- sonar virðingu og aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.