Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Stöð 2 Samdráttur og óvissa Fjórir innlendir þættir hœtta entveir koma í staðinn. Björn G. Björnsson: Óvissuástand vegna nýrra eigenda Það eru alltaf einhverjar breytingar á dagskrá frá því sem auglýst er í Sjónvarpsvísi, enda er hann unninn tvo mánuði fram í tímann, en þættir Jóns Ótt- ars hafa fallið út einfaldlega vegna anna hjá sjónvarpsstjóran- um að undanförnu,“ sagði Björn G. Björnsson, dagskrárgerðar- stjóri Stöðvar 2, aðspurður um hvers vegna nokkrir innlendir þættir hefðu faliið úr dagskránni að undanförnu. Björn sagði að þarsem 30 mönnum hefði verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, flestum úr dagskrárgerð, stefndi í sam- drátt á slíku efni. „En það ríkir auðvitað ákveðið óvissuástand um þessar mundir því ekki liggur fyrir stefna nýrra eigenda. Við höfum því úr takmörkuðu fé að spila, rétt einsog alla tíð,“ sagði Björn. Óvenju miklar breytingar eru á innlendri dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir. Fjórir þættir hafa verið teknir af dagskrá; Áfangar, Kviksjá, Kynin kljást og Hringið- an, en í þeirra stað koma tveir þættir í febrúar, skemmtiþættirn- ir Það kemur í ljós og Borð fyrir tvo sem reyndar er í endur- skoðun. Björn sagði nýju þættina vera léttari og hæfa því betur í dimmasta skammdeginu og sagði slíkar breytingar hafa verið gerð- ar áður á þessum tíma árs. Þessir tveir nýju þættir eru auglýstir í Sjónvarpsvísi fyrir janúarmánuð, en áskrifendur þurfa að bíða fram í febrúar. -þóm Þættir Jóns Óttars Ragnarssonar sjónvarpsstjóra hafa fallið út úr dagskrá vegna anna sjónvarpsstjórans við að bjarga eignarhlut sínum í Stöðinni. Þessi mynd af útnefningu Jóns Óttars sem markaðsmanns ársins á Norðurlöndum birtist í síðasta Sjónvarpsvísi Stöðvar 2 en óvenjumikið hefur verið um breyting- ar á þeirri dagskrá sem þar er auglýst. Fiskvinnsla Góðærið ekki til launamanna Prátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi veriðflutt út eins mikið affiski né fengist jafn mikiðfyrir hann og á síðasta ári telja talsmennfiskvinnsl- unnar ekkert svigrúm til fiskverðs- né launahœkkana Talsmenn fiskvinnslunnar telja hvorki grundvöll fyrir teljandi hækkun fiskverðs né hækkun launa til fiskvinnslufólks þótt góðæri hafí ríkt í fískútflutningi á síðasta ári, bæði hjá Sölustofnun hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild Sambandsins. Að sögn Friðriks Pálssonar forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem með tveimur undantekningum hefur aldrei flutt út meiri fisk né fengið meira fyrir hann en á síðasta ári frá því árið 1942, hefur góðæri í fiskút- flutningi ekkert með afkomu fiskvinnslunnar að gera og þyrfti ekki endilega að koma fram í rekstri þeirra. Friðrik sagði fisk- vinnsluna ekki vera í stakk búna eftir stórfelld tapár til að greiða hærra fiskverð né hækka laun fiskvinnslufólks. Fyrst þyrfti að koma rekstri vinnslunnar í viðun- andi horf og það þýðir að hans mati að hún skili í það minnsta 7% hagnaði á ári. Þá hafi tap- reksturinn orðið til þess að við- haldi húsanna hafi meira eða minna verið frestað sem og nauðsynlegri fjárfestingu. Arnar Sigurmundsson formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva sagði að aflasamdrátturinn á þessu ári breytti núllstöðu fisk- vinnslufyrirtækja í mínus og því segði það sig sjálft að svigrúm til launahækkana væri lítið sem ekk- ert. Hið sama gilti um fiskverðið. -grh Loðna Mokveiði á miðunum Heildaraflinnfrá ára- mótum tœp 69 þús- und tonn Mokveiði var á loðnumiðunum út af Gerpi í fyrrinótt en þá fengu 40 skip alls 28.380 tonn. Þá til- kynnti einn bátur um 600 tonna afla í gær. Heildaraflinn frá ára- mótum er því orðinn tæp 69 þús- und tonn. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd var loðnan í smáum og dreifðum torfum á miðunum og fékk aðeins eitt skip 550 tonna kast en önnur skip fengu sinn afla í mörgum köstum. Engu að síður segja sjómenn loðnuna vera feita og góða. í gær var spáð stormi á miðun- um og því ekki líklegt ef spáin hefur gengið eftir að veiðiveður hafi verið á miðunum í nótt. Þau eru um 45-50 sjómílur út af Gerpi og því um 5-6 tíma stím fyrir flot- ann frá Austfjarðahöfnum á mið- in. -grh Leiðrétting Mu mistök urðu í Nýju Helg- arblaði í gær að myndir víxluðust á milli greina. Þannig var að mynd af Má Guðmundssyni efna- hagsráðgjafa fjármálaráðherra birtist í grein eftir Finnboga Jóns- son framkvæmdastjóra Sxldar- vinnslunnar í Neskaupstað en mynd af Finnboga í grein eftir Má. Þeir eru báðir beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Unglingadeild LH Þú ert í blóma Irfsins, fíflið þitt Nýtt leikritfrumsýnt íHafnarfirði íkvöld. Davíð PórJónsson: Sýn- ingin er hönnuð með það í huga að hœgt sé að ferðast með hana f aftari röðinni standa Þorsteinn Hauksson tónskáld, Birgitta Spur frá Listasafni Sigurjóns, Bergljót Jónsdóttir frá Islenskri tónverkamiðstöð, Þorkell Sigur- björnsson, Kolbeinn Bjarnason og John Speight tónskáld. Fyrir framan þau situr strengjakvartettinn. Kvöldstund með tónskáldi Enn stendur Listasafn Sigur- jóns Olafssonar fyrir nýjung í listalífí höfuðborgarinnar, að þessu sinni í samvinnu við Is- lenska tónverkamiðstöð. Nýjung- ina kalla þau „Kvöldstund með tónskáldi“ og verður hin fyrsta á þriðjudaginn kemur, 16. janúar kl. 20.30 í Listasafní Sigurjóns á Laugarnestanga. Á þessum kvöldstundum „Mynd“ eftir Gunnar Öm Mynd janúarmánaðar í Lista- safni íslands er eftir Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmann, unnin árið 1976 og heitir Mynd. Leiðsögnin mynd mánaðarins er ókeypis, fer fram í fylgd sérfræð- ings fimmtudaga kl. 13:30-13:45 og er safnast saman í anddyri. munu tónskáldin koma fram sjálf, kynna eigin verk og leyfa áhugafólki að skyggnast inn í tónsmíðaheim sinn. Þau segja frá einstökum verkum og tímabilum á ferli sínum og leika tóndæmi til skýringar ásamt öðrum tónlistar- mönnum. Fyrsta kvöldstundin er með Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann er afkastamikið tónskáld, hefur auk þess verið kennari allflestra tón- skálda og tónlistarmanna af yngri kynslóðinni og vinsæll kynnir nútímatónlistar í útvarpi. Strengjakvartett skipaður ímu Þöll Jónsdóttur, Guðrúnu Árna- dóttur, Móeiði Önnu Sigurðar- dóttur og Þórhildi Höllu Jóns- dóttur flytur Kaupmannahafnar- kvartett Þorkels og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari flytur verkið Kalais. Fleiri verk verða flutt af hljómböndum. SA Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt, heitir nýtt leikrit, sem Unglinga- deild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýnir í Bæjarbíói í Hafnar- firði í kvöld. Leikritið er eftir leikendur og leikstjóra þeirra, Davíð Þór Jónsson og er önnur sýning Unglingadeildarinnar, en hún var stofnuð í fyrra og setti þá upp leikritið Þetta er allt vitleysa Snjólfur undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Að sögn Davíðs Þórs þótti til- raunin með Snjólf lánast svo vel að ákveðið var að gera slíkar sýn- ingar að árvissum viðburði, enda þjónuðu þær bæði þeim tilgangi að vekja áhuga unglinganna á leiklist og þjálfa upp væntanlega félagsmenn í Leikfélagi Hafnar- fjarðar sem nýlega var endur- reist. í Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt er fylgst með Lillu frá getnaði til stúdentsprófs. Lilla er svosem ekki allt í öllu, hún er ósköp venjuleg stelpa, sem þrammar þessa venjulegu leið frá fæðingar- deild til stúdentsprófs. Inn í sögu hennar fléttast sögur af félögum hennar og bekkjarsystkinum, sem eru fulltrúar ákveðinna við- horfa eða hópa, það er staldrað við í skólastofum, spurninga- tíma, fermingarveislu og skóla- ferðalagi, auk þess sem fegurðar- drottning og ýmis stórmenni koma við sögu. Kynlíf Símadónar á kreiki Símadónar hafa að undanförnu hringt í fólk og sagst vera með kynlífskönnun á vegum kynfræð- slutímaritsins Bleikt & Blátt. Tímaritið er hinsvegar ekki með neina slíka könnun í gangi og hef- ur ekki í hyggju að gera slíka könnun. f fréttatilkynningu frá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur ritstjóra tímaritsins er fólk varað við þess- um upphringingum og sagt að til séu aðrar betri og faglegri aðferð- ir til að standa að slíkri könnun en að gera það símleiðis eða bréf- lega. - Við Steinunn Knútsdóttir, sem bæði erum félagar í Leikfé- lagi Hafnarfjarðar, byrjuðum á að vera með fjögurra vikna nám- skeið í október í fyrra, segir Da- víð Þór. - Þá stóð til að setja upp leikrit, sem væri þegar tilbúið, en við fundum ekkert sem okkur leist á. Því varð úr að við spunn- um þetta verk út frá ákveðnum hugmyndum sem ég var með um farsakenndan leik um þjóðfé- lagið og þá fullorðnu séð frá sjón- armiði krakkanna. Það sem ég var með í huga var að sýna þetta tvöfalda siðgæði sem þau búa við, þau eiga til að mynda að hegða sér eins og fullorðið fólk, en mega þó ekki það sem fullorðn- um leyfist, þeim er bannað að horfa á klámmyndir en er hins vegar frjálst að horfa á Rambó og aðrar ofbeldismyndir það sem blóðið flýtur í stríðum straumum. - Krakkarnir unnu síðan út frá þessum hugmyndum, mótuðu senur og persónur með spuna. Við byrjuðum á því á seinni hluta námskeiðsins, síðan fóru tvær vikur í að bæta við því sem vant- aði og ganga frá handriti. Útkom- an er þessi rúmlega klukkustund- ar langa sýning, sem ég stjórna eins og herforingi, - við höfum æft af fullum krafti síðan á milli jóla og nýárs. - Krakkarnir hafa sjálfir unnið 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.