Þjóðviljinn - 23.01.1990, Side 2
FRÉTTIR
Pjóðleikhúsið
Efri svölunum fargað
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fara að tillögum byggingarnefndar. Starfseminflyst
íHáskólabíó. Starfsmenn reikna úthvernig niðurskurði framlaga skuli mætt
Nú fer hver að verða síðastur
að kaupa sig inn á efri svalir
Þjóðleikhússins til að fylgjast
þaðan með leiksýningum á stóra
sviðinu. Húsinu verður lokað
eftir um það bil einn mánuð og
hafist handa við breytingar og
endurbætur. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra hefur
ákveðið að í því efni skuli farið að
tillögum byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins. Þar er m.a. gert ráð
fyrir að í húsinu verði aðeins ein-
ar svalir.
Gísli Alfreðsson Þjóðleikhús-
stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann að hann væri mjög ánægður
með ákvörðun menntamálaráð-
herra. „Ég er alveg sannfærður
um að þetta verður betri bygging
og að aðstaðan verði betri,“ sagði
hann.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
leggja um 350 miljónir króna í
breytingarnar. Vegna þeirra
verður stóra sviðið lokað fra-
mundir jól, þegar sýningar hefj-
ast að nýju. Leikarar Þjóðleik-
hússins verða þó ekki aðgerða-
lausir á meðan því verið er að
leggja lokahönd á samning um
leigu eins af þremur nýjum sölum
sem Háskólabíó er að ljúka við
að byggja. Sá salur tekur 335
manns í sæti. Gísli Alfreðsson
vonast til að sýningar geti hafist
þar í marsmánuði.
Gísli Alfreðsson sagði að
starfsfólki Þjóðleikhússins yrði
ekki fækkað vegna lokunar aðal-
sviðsins. „Hins vegar varð veru-
legur niðurskurður á framlagi til
leikhússins og við þurfum að
mæta honum. Hvort það þýðir
fækkun á starfsliði eða ekki,
liggur ekki ljóst fyrir. Við erum
að reikna og reikna til að skoða
hvernig við mætum þessum nið-
urskurði, svo hann verði okkur
sem léttbærastur,“ sagði Gísli.
Niðurskurðurinn á framlaginu
til Þjóðleikhússins nemur um
þriðjungi miðað við framlag
ríkisins á síðasta leikári.
Jóhann Sigurðarson, formaður
leikarafélags Þjóðleikhússins,
segir að leikarar hafi rætt
minnkandi fjárveitingar til húss-
ins sín í milli. Hann vill hins vegar
ekkert tjá sig um það þar sem
málið sé á viðkvæmu stigi, eins og
Umhverfismálaráðuneyti
Komið á fyrir mánaðamót
Alþingi kom saman í gœr eftir jólaleyfi
Þjóviljinn
Gátu-
verðlaun
Dregið hefur verið úr réttum
lausnum á jólakrossgátu Þjóðvilj-
ans og verðlaunamyndagátu, en
mikill fjöldi svara barst við báð-
um gátunum.
Aðalheiður Arnfinnsdóttir,
Einigrund 3, Akranesi, var sú
heppna í jólakrossgátunni. Hún
fær senda íslands handbókina,
sem Tómas Einarsson og Helgi
Magnússon ritstýrðu, en mynda-
stjóri var Örlygur Hálfdanarson.
Örn og Örlygur gáfu út.
Anna Björgvinsdóttir, Akur-
hóli II, Hellu, var hinsvegar sú
heppna í verðlaunamyndagát-
unni. Hún fær senda íslenska
orðsifjabók, eftir Ásgeir Blöndal
Magnússon, sem Orðabók Há-
skólans og Mál og menning gáfu
út.
Við óskum þeim Aðalheiði og
Önnu til hamingju og þökkum
öðrum þátttöku í leiknum. _Sáf
Alþingi íslendinga kom saman í Eitt stærsta málið sem þingið
gæreftirjólaleyfiþingmanna. mun afgreiða á fyrstu starfs-
Júlíus Sólnes er bjartsýnn á að umhverfismálaráðuneyti taki til starfa
um eða upp úr mánaðamótum. Mynd: Kristinn.
dögum sínum eru frumvörp um
umhverfismáiaráðuneyti. Júlíus
Sólnes verðandi umhverfismála-
ráðherra telur að ráðuneytið ætti
að geta hafið starfsemi sína um
eða eftir mánaðamót.
Til þess að umhverfismála-
ráðuneytið geti orðið að veru-
leika þarf að samþykkja tvö
frumvörp sem liggja fyrir Al-
þingi. Það er von Júlíusar að Al-
þingi nái að afgreiða fyrra frum-
varpið seinnipartinn í þessari
viku eða í þeirri næstu, en það er
frumvarp um breytingu á lögum
um stjórnarráðið. Þannig segir
Júlíus að ráðuneytið ætti að geta
tekið til starfa um mánaðamótin,
hafið undirbúningsvinnu og ef til
vill ráðningu í störf. En það er
gert ráð fyrir því að í hinu nýja
ráðuneyti starfi um 10 manns, að
ráðherra meðtöldum.
Seinna frumvarpið sem liggur
fyrir þinginu er frumvarp um til-
flutning á verkefnum á milli ráðu-
neyta og segist Júlíus halda að
það ætti að geta fengið afgreiðslu
um miðjan febrúar. Töluverð
nefndavinna er að baki varðandi
það frumvarp en ekki er endan-
lega ljóst hvaða stofnanir heyra á
endanum undir umhverfismála-
ráðuneytið. Stjórn Hollustu-
verndar ríkisins hefur þó nýlega
skilað áliti sínu og samþykkti að
stofnunin yrði færð undir um-
hverfismálaráðuneytið. -hmp
Haustannarslit í Flensborg
Haustannarslit í Flensborgarskóla fóru fram laugardaginn 13. janúar
sl. í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnfirðinga. Þá voru brautsk-
ráðir 30 stúdentar og einn nemandi með verslunarpróf. Bestum árang-
ri á stúdentsbraut náði Selma Þórunn Káradóttir sem brautskráðist af
náttúrufræðibraut.
Þýðingar á
tölvuöld
Þýðingar á tölvuöld er yfirskrift
ráðstefnu sem Orðabók Há-
skólans og IBM á íslandi efna til á
morgun, miðvikudaginn 24. jan-
úar, í tilefni þess að rúmlega
fimm ár eru liðin frá upphafi sam-
starfs þessara aðila. Ráðstefnan
er haldin í framhaldi af málrækt-
arátaki því sem staðið hefur yfir
að undanförnu að frumkvæði
menntamálaráðherra. Ráðstefn-
an fer fram í AKOGES-salnum í
Sigtúni 3, og hefst kl. 10 árdegis
en lýkur kl. 16.45.
Fræðslukvöld um
Hjálparstofnunina
Sigríður Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar mun kynna starfsemi
stofnunarinnar og hlutverk henn-
ar, á fræðslukvöldi Kársnessafn-
aðar í Safnaðarheimilinu Borg-
um annað kvöld kl. 20.30. Þá
mun Magnús Torfi Óláfsson
spjalla um umbrotin í Austur-
Évrópu síðustu misseri og áhrif
kirkjunnar á þróunina þar, á
fræðslukvöldi miðvikudaginn 14.
febrúar. Allir eru hjartanlega
velkomnir að hlusta og taka þátt í
umræðum og þiggja kaffiveiting-
ar.
FBA-samtökin
Um síðustu áramót fluttu þær
deildir FBA-samtakanna
(Samtök fullorðinna barna alk-
óhólista), sem voru í Þverholti
20, í annað húsnæði. Þriðjudags-
deildin og fimmtudagsdeildin
fluttu í Langagerði 1 og hefjast
fundir sem fyrr kl. 21. Laugar-
dagsdeildin sem var í græna hús-
inu fellur niður en aðrar deildir
eru óbreyttar sem hér segir: Mið-
vikudagsdeildin kl. 21 í kjallaran-
um Fríkirkjuvegi 11 og sunnu-
dagsdeildin kl. 11 í félagsmið-
stöðinni í kjallara Bústaðakirkju.
Bílskúrsbanda-
kvöld í Vitanum
Félagsmiðstöðin Vitinn í Hafnar-
firði mun standa fyrir bílskúrs-
bandakvöldum næstu miðviku-
dagskvöld. Þegar hafa hljóm-
sveitirnar Júlíus og Ber að ofan
komið fram og voru undirtektir
frábærar. Hægt er að bæta við
hljómsveitum en upplýsingar
gefa starfsmenn Vitans í síma
50404.
Bandaríkin burt úr
Panama
Bandaríkin burt úr Panama er
yfirskrift umræðufundar sem
haldinn verður í húsakynnum
Pathfinder bóksölunnar að
Klapparstíg 26, annarri hæð,
annað kvöld kl. 20.30. Frummæl-
endur verða Högni Eyjólfsson,
vinnuliði á vegum Alþjóðlegra
ungmennaskipta í Nicaragua
1988, Kristina Björklund, sjálf-
boðaliði á Grenada 1982, Ólafur
Grétar Kristjánsson járniðnaðar-
Birting
Foimenn
í nýju Ijósi
Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins og
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins sitja fyrir
svörum á opnum umræðufundi
um ný stjórnmálaviðhorf, sem
Birting efnir til á Hótel Sögu í
kvöld.
Yfirskrift fundarins er „Kalda
stríðið búið - hvað tekur við?“ og
er ætlunin að ræða um splunkuný
stjórnmálaviðhorf á breyttum
tímum heima og erlendis einsog
segir í fréttatilkynningu frá Birt-
ingu.
Meðal umræðuefna eru ný
tækifæri og nýjar skyldur jafnað-
armanna eftir atburðina í Áustur-
Evrópu, samvinna félagshyggju-
afla og lýðræðissinna og fram-
boðsmál í Reykjavík. Afstaðan
til hersins og margt fleira sem
brennur á landsmönnum um
þessar mundir.
Fundurinn hefst kl. 20.30 í
Ársal Hótel Sögu og er Ævar
Kjartansson fundarstjóri.
-Sáf
Jarðgöng
Öflug
viðspyma
Héraðsnefnd ísafjarðarsýslu
fagnar mjög þeim hugmyndum
sem samgönguráðherra hefur
kynnt í ríkisstjórninni að flýta
gerð jarðganga á Vestfjörðum
um þrjú ár.
Jafnframt hvetur Héraðs-
nefndin ríkisstjórn og Alþingi til
þess að bregðast vel og skynsam-
lega við þessum hugmyndum og
vinna þannig Vestfjörðum það
gagn er skipta myndi sköpum
fyrir fjórðunginn. í ályktun Hér-
aðsnefndarinnar, sem send hefur
verið ríkisstjóm, Alþingi, sam-
gönguráðherra, fjárveitinga-
nefnd, þingmönnum kjördæmis-
ins og þingflokkunum segir „...
að aðgerð af þessu tagi væri ein
öflugasta viðspyrna gegn frekari
byggðaröskun á norðanverðum
Vestfjörðum sem hugsast gæti.“
-grh
maður og Þorkell Ingólfsson
vinnuliði á vegum Vináttufélags
fslands og Kúbu 1988. Almennar
umræður, sala bóka og vegg-
spjalda og kaffiveitingar. 50 kr.
fyrir námsmenn og atvinnulausa,
100 kr. fyrir aðra.
Lánskjara-
vísitalan
Lánskjaravísitala febrúarmánað-
ar er 1,26% hærri en í janúar.
Vísitalan umreiknuð til árshækk-
unar hækkaði því um 16,3% í síð-
asta mánuði, 17,9% síðustu 3
mánuði, 20,4% síðustu 6 mánuði
og 21,1% síðustu 12 mánuði.
Menningarsjóður
nýtist kvikmyndum
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands
skorar á menntamáíaráðuneytið
að breyta reglugerð þeirri er gild-
ir um úthlutanir úr Menningar-
sjóði útvarpsstöðva, þannig að
sjóðurinn nýtist sjálfstæðri ís-
lenskri kvikmyndagerð, og að
kvikmyndagerðarmönnum verði
gert kleift að sækja beint um
framlög úr sjóðnum.
2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 23. janúar 1990