Þjóðviljinn - 23.01.1990, Blaðsíða 9
FRETTIR
Aldraðir
brosa líka
Öldrunarráð íslands með ráðstefnu um viðhorftil
aldraðra. Sigurður Helgi Guðmundsson: Fordómar
ríkjandi í garð ellinnar
Oldrunarráð íslands stóð fyrir
ráðstefnu að Hótel Sögu um
viðhorf til aldraðra. Sigurður
Helgi Guðmundsson formaður
Öldrunarráðs sagði ráðstefnuna
ekki hvað síst hafa fjallað um for-
dóma gagnvart öldruðum. Það
væri kannski einkenni á okkar
tímum að setja aldraða á sérstak-
an bás og menn óttuðust gjarnan
ellina.
Sigurður Helgi sagði þennan
ótta að hluta til stafa að því að
menn ræddu ekki mikið um
ævina sem eitt samfellt skeið
heldur um ákveðinn þátt þess
fyrst og fremst. Fram undir þrít-
ugt væru menn að búa sig undir
að sinna einhverju ákveðnu starfi
sem lyki á tilteknum tíma, en
byggju sig ekki undir að þá væru
ef til vill 30 ár eftir af ævinni.
Það virðast vera ríkjandi for-
dómar varðandi ellina, menn líta
nánast á hana sem sjúkdóm,
sagði Sigurður Helgi. Ekki þyrfti
annað en líta á auglýsingar, sem
væru mikið ríkjandi í okkar
samfélagi, til að sjá að ekki væri
gert ráð fyrir öldruðum. Hvenær
sjáum við til dæmis tannbursta-
bros hjá öldruðum manni, hve-
nær sjáum við sápu eða sjampó-
auglýsingar með öldruðu fólki,
hvenær sjáum við auglýsingu þar
sem gert er ráð fyrir að aldraðir
fari í sólarlandaferð eða kaupi sér
föt?, sagði Sigurður Helgi. Það
væri fyrst og fremst stflað á einn
hóp sem litið væri á sem neytend-
ur, jafnvel þótt aldraðir væru
kannski stærsti neytendahópur-
inn þegar upp væri staðið.
Þetta sýnir okkur einfaldlega
að við útilokum aldraða og þá
hugsun að við eigum eftir að
verða eldri, að mati Sigurðar
Helga. Hann sagði áreiðanlega
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Akureyri
Félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn í Alþýðubandalaginu Akur-
eyri fimmtudaginn 25. janúar kl. 20 í Lárusarhúsi.
Fundarefni:
1. Undirbúningur framboðs.
2. Staða bæjarmála og kosningabaráttan.
3. Önnur mál.
Alþýðubandalagið ísafirði
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 28. janúar kl. 16 á
Hótel ísafirði.
Dagskrá:
1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga.
2. Önnur mál.
Félagar mætum öll. Stjórnin
Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis
Félagsfundur
Fólagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 27.
janúar kl. 14.
Dagskrá: Bæjarstjórnarkosningar í vor.
Uppstillingarnefnd
Miðstjórnarfundur
Sveitarstjórnarmenn serstaklega hvattir til að sitja fundinn
Boðað er til fundar í miðstjórn Alþýðubandalagsins dagana 9. -
11. febrúar 1990 í Þinghóli, Kópavogi. Nánari tímasetning verður
auglýst síöar.
Fundarins bíða mörg mikilvæg verkefni, en aðalefni nanss verða:
1. Stjórnmálaástandið.
2. Sveitarstjórnarmálefni
3. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Fundarboð og dagskrá verða send miðstjórnarmönnum í næstu
viku. Mikilvægt er að miðstjórnarmenn mæti sem best. Stjornin
AB Kópavogi
Þorrablót
Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í
Þinghóli Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar kl 19
Nánar auglýst síðar.
Laugardagsfundir ABR
Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur opinn umræðufund laugar-
daginn 27. janúar, kl. 11 að Hverfisgötu 105, efstu hæð
Atburðirnir í Austur-Evrópu og barátta sósíalista.
Málshefjendur:
Árni Bergmann, ritstjóri
Jórunn Sigurðardóttir, leikari
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir
Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður.
Umræðustjóri verður Ragnar Stefánsson,
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árni Bergmann
Jórunn Sigurðar-
dóttir
Sveinn Rúnar
Hauksson
Sigurður Helgi Guðmundsson formaður Öldrunarráðs (slands. Mynd: Kristinn.
rétt að tengsl aldraðra við fjöl-
skylduna hefðu minnkað með
breyttum þjóðfélagsháttum.
Þessu fylgdi sú hætta að við glöt-
uðum miklu af þeim verðmætum
sem framundir þetta hefði verið á
hendi þeirra eldri að miðla
áfram. Sigurður Helgi sagðist
ekki vera maður til að svara því
hvernig mætti snúa þessari þróun
við. En hann vonaði að við fynd-
um leið til þess okkar vegna og
líka vegna þeirra sem eldri væru,
svo þeir litu ekki á sig sem þiggj-
endur heldur aftur sem veitend-
ur. Ef sú leið fyndist ekki væri
hætt við að stór hluti af okkar
menningu glataðist.
Sigurður Helgi ságði ekki
nokkurn vafa á að Félag eldri
borgara skapaði vettvang fyrir
fólk til að tala saman og skemmta
sér saman. En það leysti ekki
tengslaleysið á milli þeirra öldr-
uðu og hinna yngri.
Öldrunarráð gerir á hverju
hausti áætlun um á hvað skuli
lögð áhersla á komandi ári. Með-
al verkefna eru ráðstefnur af því
tagi sem haldin var í gær. Öldrun-
arráð er samsett af margs konar
stofnunum og félögum eins og
Húsnæðisstofnun, Trygginga-
stofnun, Þjóðkirkjunni, Rauða
krossinum, Stéttasambandi
bænda, Alþýðusambandinu og
Forsœtisráðherra
byggðastefna
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur skipað tvær
nefndir um byggðamál. Önnur
nefndin á að gera tillögur um nýj-
ar áherslur og langtímastefnu í
byggðamálum á grundvelli
skýrslu sem Byggðastofnun
skilaði frá sér í aprfl í fyrra, með
það að markmiði að byggð dafni í
öllum landshlutum.
í tilkynningu frá forsætisráðu-
neytinu segir að nefndin eigi að
gera tillögur um aðgerðir sem
geti komið sem fyrst til fram-
kvæmda. Nefndinni er einnig ætl-
að að leita samstarfs við sem
flesta aðila, félagasamtök, stofn-
anir og einstaklinga sem'
hagsmuna eiga að gæta í sam-
bandi við byggðamál. í tillögu-
num skal lögð áhersla á sjálfstæði
sveitarfélaga, héraðs- eða
landshluta til að ráða þeim mál-
efnum sem þau hafa tök á. Jón
Helgason alþingismaður er for-
maður nefndarinnar.
Hin nefndin sem forsætisráð-
herra skipaði hefur það hlutverk
að gera tillögur um skipulag
Byggðastofnunar og fyrstu að-
gerðir í byggðamálum á grund-
velli skýrslu stofnunarinnar frá
því í apríl. Stefán Guðmundsson
alþingismaður er formaður
nefndarinnar.
-hmp
Vinnuveitendasambandinu. Sig-
urður Helgi sagði þessa aðila eiga
það sameiginlegt að þeir þyrftu
að horfast í augu við það sem
fylgdi hækkandi aldri. -hmp
Athugasemd
við Pétur
Það er auðvitað fjarri mér að
vilja gera Pétri Gunnarssyni upp
skoðanir. Þess vegna tók ég upp
orðrétt ummæli hans um íslensku
bókmenntaverðlaunin í DV 11.
janúar í grein minni hér í blaðinu
á þriðjudaginn og lét lesendum
eftir að meta að hve miklu leyti
hann ætti þau sjónarmið sem ég
deildi á þar. Hins vegar get ég
ekki séð annað en hann geri
skáldverkum hærra undir höfði
en fræðiritum þegar hann segir að
bókmenntalegt gildi verkanna
eigi að ráða úrslitum. Ef orðin
bókmenntalcgt gildi merkja
eitthvað sérstakt, eitthvað annað
en hvers konar gildi bóka, þá
hljóta þau að eiga við það gildi
sem einnkennir bókmenntir í
hinni þrengri merkingu, nefni-
lega skáldrit. Með því er sagt að
einhvers konar listrænt gildi
standi ofar fræðilegu gildi eða
hagnýtu notagildi. Þannig er
fræðiritum vissulega skipað skör
lægra en skáldritum, þótt auðvit-
að geti fræðirit líka haft listrænt
gildi.
Gunnar Karlsson
Starfslaun handa lista-
mönnum árið 1990
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa
íslenskum listamönnum árið 1990. Umsóknir skulu
hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhóli, 150 Reykjavík, fyrir 25.
febrúar n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun
listamanna.
í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind:
1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu.
2. Upplýsingar um náms- og starfsferil.
3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til
grundvallar.
4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða
þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins
árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunar-
launum menntaskólakennara.
5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1989.
6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé
ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna,
enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur
verkefni sínu.
7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri
starfslauna til úthlutunaranefndar.
Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1989
gilda ekki í ár.
Menntamálaráðuneytið,
18. janúar1990
ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 9
PÓST- OG
SÍMAMÁLA
STOFNUNIN
Útboð
Tilboð óskast í fullnaðarfrágang á nýbygg-
ingu Pósts og síma í Gufunesi. Um er að
ræða 370 m2 viðbyggingu við núverandi
fjarskiptastöð. Húsið er nú fokhelt og nær
útboð þetta til fullnaðarfrágangs að utan og
innan. Verkinu skal lokið 15. júlí 1990.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fast-
eignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti
5, 3. hæð gegn skilatryggingu kr. 20.000,-
Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýslu-
deildar Pósts og síma, Landsímahúsinu v/
Austurvöll fimmtudaginn 8. febrúar 1990 kl.
11 árdegis.
Póst- og símamálastofnunin