Þjóðviljinn - 23.01.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar
Litlar þúfur
Sjaldan hefur það verið augljósara í alþjóðamálum en
núna, hve litlar þúfur velta stórum hlössum. Þótt fólk hafi
langtímum saman verið úrkula vonar um að réttindamál
þess kæmust í framkvæmd, skapast skyndilega þær að-
stæður, að úr læðingi leysast feiknaöfl og heimurinn er að
kvöldi annar en hann var að morgni.
Við sjáum endrum og sinnum svona fyrirbæri hérlendis.
Árum og jafnvel áratugum saman höfðu menn með
heilbrigða réttlætiskennd td. bent á þá úreltu skipan dóms-
mála á íslandi, að sömu aðilar önnuðust rannsókn mála og
dóma í þeim. En einhvern veginn dróst að leiðrétta þetta, og
sumir héldu það næsta vonlaust.
En þá ók lögreglan á Akureyri yfir litla þúfu, sem velti
íslenska dómskerfinu. Jón Kristinsson var sakaður um um-
ferðarlagabrot, en stóð fyllilega uppi í hárinu á kerfinu. Hann
felldi sig hvorki við sakargiftir né málsmeðferð. Þúsundir og
tugþúsundiríslendinga, leikmennjafnt sem lögmenn, höfðu
að vísu viðurkennt óréttlætið, en látið það yfir sig ganga af
gömlum vana. Það þurfti síðan Mannréttindanefnd Evrópu
til að gefa íslensku framtaksleysi svo kröftugt olnbogaskot,
að gefin voru út í skyndi bráðabirgðalög á sakleysislegum
laugardegi, vegna þess að réttarkerfinu sló út, eftir að Jón
Kristinsson og EiríkurTómasson lögmaður hans höfðu knú-
ið fram úrslit í málinu.
Við íslendingar sitjum uppi með fleiri dæmi um hallæris-
legt kerfi og framkvæmdir, sem ekki eru í neinu samhengi
við þann raunveruleika og þær þarfir sem nútíminn leiðir af
sér. Og því miður vantar oft einurðina og stefnufestuna til að
bjóða stirðnuðu kerfi eða hugsanagangi birginn.
Gott dæmi um áherslur sem eru langt frá þörfum og
kröfum samtímans finnum við í stjórn Reykjavíkurborgar.
Barnafólk og aldraðir í Reykjavík eiga heimtingu á traustari
aðstöðu en núna býðst. Starfsmenn borgarinnar geta held-
ur ekki endalaust unað því að vera lægstlaunaðir af starfs-
mönnum bæjarfélaga. Reykjavík er rík og hefur efni á að
bjóða þegnum sínum og landsmönnum öllum þægilega að-
stöðu, tryggingu og traust.
Því miður hafa núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar
meiri áhuga á húsatertugerð en traustvekjandi úrlausnum.
Meðan sár vandi steðjar að þúsundum borgarbúa hafa
bakarar meirihlutans til dæmis hnoðað sér til gamans nokk-
ur sætabrauðshús.
Sætabrauðshúsin sem rísa í Reykjavík líta ágætlega út
eins og tertum sæmir. En þau eru of dýr. Reykvískt barna-
fólk sem sárvantar dagheimilispláss fyrir minnstu krakkana
hlustar forviða á tillögur Sjálfstæðismanna um að sturta 520
miljónum króna í Tjörnina á einu ári, en sletta 150 miljónum í
dagvistarheimilin. Og það sjá allir sem hugsa sig um, að
borg sem eyðir þrisvar til fjórum sinnum meira í ráðhús, sem
má bíða, heldur en í dagvistir, sem beðið er eftir, sú borg
tekur terturnar fram yfir traustið, útlitið fram yfir innihaldið.
Öldruðu fólki svelgist á við tilhugsunina um að Sjálfstæð-
ismenn skutli 300 miljónum í veitingahús í Öskjuhlíðinni og
200miljónumí bílageymslur.meðan lítið rætist úr húsnæðls-
vanda fullorðinna.
Sigurjón Pétursson hefur yfirburðaþekkingu á málefnum
Reykjavíkur. Hann hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir Alþýðubandalagið í nær tvo áratugi og er óumdeildur
forystumaður flokkanna sem mynda minnihluta hennar.
Sigurjón benti á það í Þjóðviljanum sl. föstudag, hve mikið er
ógert í félagslegum verkefnum í Reykjavík. 1. febrúar leggur
hann ásamt öðrum fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn
fram breytingatillögur við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar. Þar fær fólk að sjá aðrar áherslur en Sjálfstæðismenn
fylkja sér um. Oddvitar Sjálfstæðismanna láta sér fátt um
finnast og sjá ekki ennþá litlu þúfurnar. En kjósendur átta sig
betur og betur.
KLIPPT OG SKORIÐ
Frjálst blað
í Nýju Helgarblaði á föstudag-
inn skrifar Þröstur Haraldsson
pistilinn „Pvert ofan í kennisetn-
ingar“ um franskt vikurit sem
gegnt öllum spám og markaðs-
könnunum gengur ákaflega vel.
Það vill lifa á lesendum sínum og
er dýrt í lausasölu til að lenda
ekki á klafa auglýsenda. Það
reynir ekki að bjóða áskriftir með
undirboðum eins og flestir aðrir
heldur finnst útgefendum ágætt
að athuga hvort lesendur ómaki
sig út í sjoppu eftir eintaki, því
það eru góðir lesendur. Svo held-
ur Þröstur áfram:
„Nú gætu lesendur haldið að
hér væri á ferðinni glanstímarit
með sögum af frægu fólki og
filmstjörnum, eða þá svæsið slúð-
urblað með blóðidrifnar forsíður
og langan slóða meiðyrðamála í
eftirdragi. En því er ekki að
heilsa. Fimmtudagstíðindi (svo
heitir ritið) eru alvarlegt og
gagnrýnið fréttablað sem vílar
ekki fyrir sér að taka fyrir flókin
samfélagsvandamál í löngum og
ítarlegum greinum. Algengt er að
sami málaflokkur fái 20-30 blað-
síðna umfjöllun. Menningarmál
taka mikið pláss í blaðinu sem er
oftast 160 blaðsíður að stærð.
Fréttir og fréttaumfjöllun er
samt plássfrekust og þar víkur
blaðið einnig frá hefðinni að því
leyti að það fylgir ekki ákveðnum
flokkum eða pólitískum megin-
línum. ... Blaðið á alls ekki að
vera hlutlaust en það á stöðugt að
koma á óvart, það á enginn að
geta sagt fyrir um það hvaða
stefnu Fimmtudagstíðindi taka í
ákveðnum málum. Þeir segja að
almenningur sé orðinn þreyttur á
þeirri sálrænu borgarastyrjöld
sem fjölmiðlarnir heyi úr skot-
gröfum sínum.“
Prentfrelsi
Raunverulega „frjálst" blað af
þessu tagi eigum við ekki á ís-
landi, enda markaðurinn lítill og
erfitt að vera engum háður. Stóru
blöðin eru stór fyrst og fremst í
krafti auglýsingatekna þó að þau
fái heilmikið inn í áskriftargjöld-
um. Litlu blöðin eru meira upp á
lesendur sína komin vegna þess
að tekjur eru litlar af auglýsing-
um. Morgunblaðið og DV hæla
sér af því að birta skoðanir af öllu
tagi og gera það, en stundum
dettur manni í hug að sumir þurfi
að bíða lengur en aðrir eftir birt-
ingu þar því bæði blöðin eru háð
velvilja auglýsenda.
Morgunblaðið hefur ekki alltaf
verið eins frjálslynt og það er
núna, og sjálfsagt hefur verið erf-
itt breytingaskeið hjá því meðan
það var að venja lesendur sína á
að sjá til dæmis greinar eftir óvini
frjálshyggju og hernaðarbanda-
laga á síðum blaðsins. En það er
stórt, og núna segja áreiðanlega
engir lengur upp Mogga þó að
grein birtist eftir komma eða við-
tal við herstöðvaandstæðing eða
ögrandi skopmyndir eftir Sig-
mund og Gísla Ástþórsson. Þetta
er, held ég, það sem ég öfunda
Morgunblaðið mest af.
Það er erfitt að gefa út blað sem
litlir hópar hafa slegið eign sinni
á. Hverjum og einum kemur allt
við sem stendur í því og tekur það
sem persónulega svívirðu ef
eitthvað er sem honum líkar
ekki: ef talað er við vitlausan
mann eða birt grein eftir mann
sem er á öndverðum meiði í hita-
máli. Og þegar hver áskrifandi
skiptir máli er verulega sárt að
taka á móti uppsögnunum sem
yfir kunna að dynja þann morg-
uninn. Þó er oftast nær verið að
skammast yfir ofurvenjulegri
blaðamennsku, einhverju sem
ritstjórn hefði ekki dottið í hug að
neinn fyndi hvöt hjá sér til að
skammast út af.
Því sjaldnast er verið að úti-
loka neinar skoðanir. Allt birt-
ingarhæft aðsent efni er prentað
fyrr eða síðar, þó að plássið sé
smánarlega naumt. Nei, það sem
fólk reiðist er ekki að fá ekki skrif
sín birt heldur að blaðið skuli
birta skoðanir annarra! Sérhver
lesandi ætlast til að blaðið „hans“
sé honum sammála í öllum mál-
um, að minnsta kosti þeim sem
honum eru sérlega hugleikin, og
hann neitar jafnvel hneykslaður
ef honum er boðið að svara á
sama stað. Það átti bara ekki að
birta þessa firru!
Þetta óþol stafar af smæð og
nánd íslensks samfélags og er
meginástæðan til þess að rit-
stjórnir litlu dagblaðanna
dreymir stundum um að samein-
ast og búa til eitt stórt dagblað
þar sem þær væru ekki jafngróf-
lega troðnar undir hæl lesenda
þegar þær voga sér að birta
eitthvað sem háttvirtum lesend-
um fellur ekki. Og vissulega væri
gaman að geta státað af blaði eins
og Fimmtudagstíðindunun
frönsku.
Auglysinga-
bruðlið
Oft ofbýður manni bruðlið
þegar ábyrgir aðilar og jafnvel
opinberir eyða og spenna í lang-
ar, dýrar raðir auglýsingamynda
til að kynna nýja þjónustu eða
bara minna á þá gömlu, eða versl-
anir, fyrirtæki og happdrætti
segja frá nýjungum í leiknum
auglýsingum - án þess jafnvel að
gefa almennilegar upplýsingar
um það sem sagt er frá. Um eitt
nýtt dæmi skrifar „Bifreiða-
eigandi“ í lesendadálk DV fyrir
helgina:
„Maður sér nú auglýsingar frá
Bifreiðaskoðun íslands hf. þar
sem tveir fremstu gamanleikarar
þjóðarinnar fara á kostum við að
hvetja menn til að koma með
bifreiðir sínar í skoðun. Hvað
hefur gerst? Er Bifreiðaskoðun
íslands verkefnalaus, eða hvað?
Ég hélt að menn kæmu með
bifreiðir sínar til skoðunar eins og
áður og samkvæmt lögboðinni
skyldu þar um. Hefur eitthvað
breyst? Það hlýtur að vera sóun á
< almannafé að vera að auglýsa
Bifreiðaskoðun íslands hf. og
þjónustu hennar sérstaklega.
Ég get heldur ekki séð að þessi
auglýsing, sem gerð er af einni af
stærri auglýsingastofunum, höfði
neitt til bifreiðaeigenda. Jafnvel
þótt í gríni sé (hér eru allar aug-
lýsingar í gríni og hótfyndni, því
að íslendingar fást ekki til að
horfa á auglýsingar nema þær séu
„léttar og skemmtilegar“ eins og
þeir sjálfir!) er beinlínis verið að
hræða bifreiðaeigendur því að
þarna er gefið í skyn að bfll þeirra
verði nánst skoðaður í smásjá...“
Upplýsingagildið víkur fyrir
skemmtigildi og hálfgerðum
kjánaskap, og það er ekki í fyrsta
sinn.
Ástæðan til þess að klippari
skipti ævinlega við Alþýðubank-
ann og saknar nú vinar í stað var
ekki síst sú að hann auglýsti ekki í
sjónvarpi hvað hann væri góður
og traustur og allra landsmanna
og ynni með þér. Bankaauglýs-
ingarnar eru flestar góð dæmi um
upplýsingavana auglýsingar, og
þó væri vissulega þarft að upplýsa
fólk um hvernig það getur varð-
veitt fé sitt best. Ánnaðhvort eru
þær innihaldslítið skrum eða fal-
legar myndir af landslagi og dýr-
um (með leyfi að spyrja: nota
endur og aðrir fuglar banka?).
Það hlýtur að vera hægt að nota
þessa tugi og hundruð miljóna til
meira gagns fyrir notendur bank-
anna en þarna er gert - og hirði
aðrir sneiðina líka ef þeir þykjast
eiga hana. SA
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur
RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.),
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson
(íþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Sfmfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Á8kriftarverð ó mónuði: 1000 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. janúar 1990