Þjóðviljinn - 23.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Týndi Bretinn Skipulagðrí leit hætt Hefur kostað miljónir króna Skipulagðri leit hefur verið hætt að breska ferðamannin- um sem lagði á Hvannadalshnúk á mánudag í síðustu viku. Heima- menn í Öræfum munu þó áfram fylgjast með svæðinu. A laugardag tóku 200 manns þátt í leitinni, bæði gangandi, á skíðum og í vélsleðum og snjóbíl- um. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig við leitarstörf á laugar- dag, auk þyrlu frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Leitarskilyrði voru ákjósanleg fram eftir degi og fundu leitar- menn dýnu sem talin er hafa ver- ið í eigu Bretans. Síðdegis fór veður að versna og var þá ákveð- ið að hætta skipulagðri leit, í sam- ráði við yfirvöld eystra. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, segir að kostnaður vegna leitarinnar hafi ekki enn verið reiknaður út, en ljóst sé að hann skipti miljónum króna. Þegar heimilisfólk á bænum Hofi í Öræfum hafði árangurs- laust reynt að fá Bretann ofan af fyrirætlan sinni, var lögreglan látin vita af ferðum hans. Lög- reglan taldi sig hins vegar ekki hafa leyfi til að stöðva hann. Að- spurður um hvort setja ætti strangari reglur um ferðir fólks upp á hálendið þegar sýnt þætti að það stefndi sér í voða, sagði Hannes Hafstein að sér fyndist það gefa auga leið. „Það er erfitt að setja ströng boð og bönn, en það er vissulega ástæða til að skoða þetta og stokka upp með hliðsjón af þessu máli,“ sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lags íslands. -gb Jafnréttisráð Nú er lag 19% sveitarstjórnarmanna konur. Engin kona kjörinn fulltrúi í 81 sveitarfélagi Jafnréttisráð hefur ákveðið að senda öllum hefðbundnum stórnmálasamtökum áskorun vegna komandi sveitastjórnar- kosninga í vor. Þar er skorað á stjórnmálasamtökin að veita kon- um veglegt brautargengi og stuðla að réttlátri skiptingu valda og áhrifa og betri nýtingu á færni og hæfileikum bæði kvenna og karla. í áskoruninni kemur fram að einungis um 19% sveitarstjórnar- manna séu konur, sem er laegsta hlutfall á Norðurlöndum. I 81 sveitarfélagi er engin kona kjör- inn fulltrúi og einungis í þremur sveitarstjórnum eru konur í meirihluta. „Þessa staðreynd er ekki hægt að skýra með þeim rökum að kjósendur hafni konum - þvert á móti. Það má með góðum rökum halda því fram að þeim hafi ekki verið veittur möguleiki á að kjósa konur,“ segir orðrétt í ályktun- inni. Bent er á að konur hafi ekki verið ýkja sýnilegar á framboðs- listum hefðbundinna stjórnmála- flokka og sjaldan verið í sætum sem hafa skipt sköpum. „Jafnréttisráð skorar á alla þá sem taka þátt í undirbúningi framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga að veita konum veglegt brautargengi og stuðla þannig að réttlátri skipt- ingu valda og áhrifa og betri nýt- ingu á færni og hæfileikum bæði kvenna og karla. Nú er lag!“ segir í lok áskorunarinnar. -Sáf Landhelgisgœslan Laxveiðibátar famir? Fundust ekki í eftirlitsflugi Gœslunnar við landhelgismörkin útaf Langanesi r Ieftirlitsflugi flugvélar Land- helgisgæslunnar TF-Sýnar í gær fundust ekki bátarnir tveir sem grunaðir hafa verið um að stunda ólöglegar laxveiðar skammt utan við landhelgismörk- in norðaustur út af Langanesi. Að sögn Leifs Bryde varðstjóra í stjórnstöð Gæslunnar sást fyrst til bátanna miðvikudaginn 17. janúar þar sem þeir virtust vera á ólöglegum laxveiðum. Sam- kvæmt Hafréttarsáttmálanum eru laxveiðar með öllu bannaðar utan lögsögu allra landa. Leif sagði enga leið að fullyrða eitt né neitt hvað um þá hefði orðið. í eftirlitsfluginu hefði að vísu verið allhvasst og vindur allt uppí 10 vindstig og því hafi radar vélar- innar kannski ekki unnið sem skyldi. Þegar fyrst varaðvart við þessa báta rétt utan við landhelgis- mörkin reyndust þar vera á ferð- inni bátarnir Brodal og Seagull. Samkvæmt dönskum lögum eiga þarlendir bátar að vera með ein- kennisstafina á síðunni en svo reyndist ekki vera með þessa tvo. Aftur á móti virtist sem nafnið Panama væri á öðrum þeirra sem benti til að hann væri skráður þar. Það er síðan spurning hvort umfjöllunin um ferðir bátanna og meintar laxveiðar þeirra hafi bor- ist til skipsstjórnarmanna og þeir því séð sitt óvænna og horfið á braut. _grh Þriðjudagur 23. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 V \ Samiö á næstunni Asunnudag hófust formlegar samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þannig er lokahrinan hafin í þeirri tilraun að scmja samkvæmt svokallaðri „núll-leið“ og má allt eins búast við að samningar takist um eða eftir næstu helgi. Takist það verð- ur ekki öll sagan sögð, því flestir telja það erfiðast að fá slíkan samning samþykktan hjá hverju verkalýðsfélagi fyrir sig. Það verður þó að ráðast, en í augna- blikinu verður að teljast mjög lík- legt að samið verði samkvæmt núlli enda þótt einhverjar kauphækkanir verði í þeim samn- ingum. Samningsaöilar hittast nú á hverjum degi í ýmsum vinnuhóp- um og eru helstu hópar á sviðum kaupmáttartryggingar, lífeyris- mála, vaxtamála og félagslegra atriða. Ekki er víst hvað þessir hópar munu starfa lengi en að- eins bjartsýnustu menn vonast eftir að ná samningum um næstu helgi. Engar kröfur hafa verið settar fram þótt vissulega liggi ljóst fyrir hverjar þær verði í stór- um dráttum. Eigi samningar að nást innan viku mega kröfur samningasaðila ekki vera ólíkar. „Ég hef sagt það hundrað sinn- um að ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn á að samið verði fljót- lega. Þetta verður að taka sinn tíma en okkar tilfinning er að það fari að nálgast þann tímapunkt þegar menn verða að segja af eða á í þessu sambandi,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ fyrir fundinn í gær. Óhætt er að telja að flestir séu sammála honum í því að samningar þurfi helst að nást innan tíðar. Skýr viðhorf Viðræðurnar fram að þessu hafa verið á könnunarstigi til að hægt sé að meta stöðu samnings- aðila. ASÍ hefur sett fram sín grundvallarviðhorf og hafa verkalýðsfélögin verið sammála þeim: að stöðva kaupmáttarfall- ið, tryggja kaupmáttinn með ör- uggum hætti og að tryggja at- vinnu og stöðugleika í atvinnulíf- inu. Einsog fram hefur komið virðist hægt að ná fram þessum markmiðum án teljandi kauphækkana, en ýmsar forsend- ur eru nauðsynlegar til að slíkt takist. Þá hefur ASÍ bent á að miklar kauphækkanir myndu ekki ná þessum markmiðum þar- sem slfkur samningur myndi kalla á gengisfellingu, áframhaldandi verðbólgu og ótrygga atvinnu. Þess í stað hefur verið stefnt að því að halda verðlagi lágu og eftirtaldar forsendur ættu að auka líkur á því: lægri vextir, stöðugt gengi, óbreytt búvöru- verð, aðhald í verðlagi opinberr- ar þjónustu og almennt verðlags- aðhald. Best væri að vextir lækkuðu við undirskrift samninga en óvíst er hvort bankarnir sættast á það. Hinsvegar hafa menn velt því fyrir sér (oft fremur í gríni en al- vöru) hvort meiri möguleikar séu á því nú þegar forseti ASÍ er einn- ig formaður bankaráðs næst stærsta banka landsins. Altént er það skilyrði af hálfu ASÍ að dag- setja þurfi áætlun um hvernig og hvenær nafnvextir lækki. Þeir eru nú um 30% og gera menn sér vonir um að hægt verði að lækka þá niður í 15% þannig að vaxta- greiðslur lækki um helming. Það virðist samt oft gleymast í þessari umræðu að raunvextir verða væntanlega þeir sömu en nafnvextir lækka þarna um leið og verðbólgan sem verður að telj- ast mjög eðlilegt. Báðir aðilar eru sammála um að halda gengi óbreyttu enda þótt laun hækki lítillega. Atvinnurek- endur treysta á að verðlag á fiski erlendis bæti þeim upp þann kostnaðarauka og einnig verð- bótina sem féll út um áramót. Á sama hátt mega ekki verða verulegar kostnaðarhækkanir við landbúnaðarframleiðsluna til að búvöruverð geti haldist óbreytt. Afnám uppsöfnunaráhrifa sölu- skatts og lækkun vaxta gefa möguleika á að nokkrar kostnað- arhækkanir geti orðið án þess að búvörur hækki. í vor hækkar áburður og hluta af verðhækkun sauðfjárafurða sl. haust var frest- að til september á þessu ári. Fari kauphækkanir yfir 3-5% verður hinsvegar illmögulegt að halda í BRENNIDEPLI Viðhorf ASÍ eru ákaflega skýr: að stöðva kaup- máttarfallið, tryggja kaupmátt og að tryggja atvinnu og stöðugleika í atvinnulífi. Aðhaldí verðlagsmálum er lykil- atriði, en það næstmeð lækkun vaxta, stöðugu gengi, óbreyttu verði á búvöru og opinberri þjónustu og almennu verðlagsaðhaldi búvöruverði óbreyttu og minnka þá möguleikar á hraðri nafnvaxtalækkun. Til greina kemur að setja al- gjöra verðstöðvun á opinber fyr- irtæki til að koma í veg fyrir hækkanir á töxtum þeirra, en þó telja stjórnvöld nokkrar hækkan- ir óhjákvæmilegar. Þá fóru ekki öll orkufyrirtæki að tilmælum iðnaðarráðherra um að fresta hækkunum sínum 1. janúar þar til niðurstöður fengjust úr kjaras- amningum. Almenn verðstöðvun kemur hinsvegar ekki til greina hjá vinnuveitendum. ASÍ telur því mjög brýnt að ákveðin trygg- ingarákvæði verði í samningum í ljósi þeirrar reynslu sem er af verðlagsspám og áróðri. Kaupmáttur lækkar Verkalýðshreyfingin setur fram mjög ákveðna kröfu um verðtryggingu launa í samningi sem felur í sér mjög litlar launa- hækkanir. Þarna ber mikið í milli samningsaðila, en atvinnurek- endur vilja alls ekki beina verð- tryggingu. Þannig er líklegra að í samningum verði svokölluð rauð strik en tveir valkostir eru í því sambandi: að kaup hækki fari verðlag yfir tiltekin mörk, eða að launanefnd ákvarði launa- breytingar að gefnum forsendum en hafi jafnframt auga með verð- lagsbreytingum. Þannig myndi nefndin hafa ákvörðunar- eða tillögurétt um aðgerðir gegn verðhækkun í stað þess að ákvarða einungis um launa- breytingar eftir á. En hvað má launafólk þá búast við miklum launahækkunum á árinu? Af ofansögðu er ljóst að þær verða ekki miklar en verka- lýðshreyfingin setur þó algert skilyrði fyrir einhverjum hækk- unum. Þriggja prósenta launa- hækkun þykir lang líklegust en með henni, föstu gengi, lægri vöxtum, óbreyttu verði á búvöru og opinberri þjónustu má gera ráð fyrir aðeins 5-5,5% verð- bólgu á árinu. Þannig yrði með- alkaupmáttur á árinu sá sami og hann var í desember 1989, en kaupmáttur í desember 1990 samt allt að 2% lægri en hann var í desember sl. Einnig hefur komið til tals að hækka laun um 5% og myndi kaupmáttur þá verða sá sami í desember á milli ára. Með slíkri hækkun yrði gengi ekki stöðugt og verðbólga jafnvel yfir 20% og því verður sú leið ekki farin. Nokkuð undarlegt er samt að heyra verkalýðshreyfinguna bera kaupmátt saman við þann sem var í desember sl. Á þeim tíma voru allir mjög óánægðir með hve mjög kaupmáttur hafði lækkað á árinu, en nú virðast menn sætta sig fyllilega við að jafnvel lækka hann enn frekar. Einsog fram hefur komið mun BHMR hljóta meiri kauphækk- anir á þessu ári en aðrir vegna samnings frá því í fyrra. Sam- kvæmt honum hækkuðu laun þeirra um 1,5% við áramót og eiga að hækka um sömu prósentu 1. maí. í júlí verður síðan sérstök leiðrétting á kjörum þeirra sem nemur 3-9% eftir því hvernig laun annarra hækka. Þriggja prósenta launahækkun er því vís þann 1. júlí ofan á hinar tvær og eru samningsaðilar mjög ósáttir við þá tilhögun. Enda þótt ASÍ hafi ekki tekið undir hugmyndir vinnuveitenda að setja beri lög vegna þessa samnings, hefur Ás- mundur Stefánsson sagt að hann sjái ekki neina forsendu fyrir meiri hækkunum háskólamanna en annarra á þessu ári. Forystu- menn BHMR telja það hinsvegar alls ekki koma til greina að rifta gildandi samningi. Hinsvegar mun BSRB hafa samráð við ASÍ um leiðir enda eru markmið sam- takanna í grundvallaratriðum þau sömu. Ögmundur Jónasson formaður BSRB telur það ekki koma til greina að rifta samningi BHMR. f viðræðunum hefur einnig ver- ið talað um lífeyrismál og þá sér- staklega tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjutryggingu. Einnig hefur verið rætt um að lækka skattprós- entu eða hækka persónuafslátt og að lækka virðisaukaskatt. Sumir telja þetta þó draumóra því ríkis- stjórnin hefur ekki jefið neitt vil- yrði í þessa átt. Ymis félgasleg mál hafa verið rædd, ss. um orlofs- og desemberuppbætur, fæðingarorlof og að tryggt verði að fólki sé ekki sagt upp að ást- æðulausu fyrir sjötugt. Þeirri vinnu er ekki lokið en einsog í viðræðunum í heild sinni, má bú- ast við að senn dragi til tíðinda. -þóm Farið yfir ýmis mál áður en fundir hófust í gær. Mynd: Jim Smart. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.