Þjóðviljinn - 23.01.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 23.01.1990, Page 5
Aldarminning Karítas Skarphéðinsdóttir F. 20. jan. 1890-D. 29. des. Baráttukonan á ísafirði á kreppuárunum hefði orðið 100 ára sl. laugardag, 20. janúar, ef hún hefði lifað. Eg er ekki hæfust til að skrifa minningargrein, en þar sem vinir hennar sem best þekktu hana eru flestir látnir, rekur hugur minn sem er hjá henni í dag mig til þess. Líf hennar var enginn dans á rósum. Foreldrar hennar bjuggu í Æðey í ísafjarðardjúpi þegar hún fæddist. Þau voru Petrína Ásgeirsdóttir frá Látrum og Skarphéðinn Hinrik Sigmunds- son fæddur í Vigur, en hann var skrifaður Elíasson af vissum ástæðum. Þegar Karítas var 9 mán. gömul lést móðir hennar og um tíma annaðist hana gömul kona, sem var þá í Æðey, en 3ja ára gömul eignaðist hún stjúpu. Skarphéðinn kvæntist Pálínu Árnadóttur sem var frá Hænuvík í Barðastrandarsýslu. Hjá þeim var hún barnsárin þar til hún var „lánuð” eins og þá tíðkaðist, en í Ögursókn ólst hún upp og talaði oft um Efstadal og Laugaból og ána sína í Lauga- dalnum. Ekki man ég hvað bær- inn hét sem hún var vinnuhjú á þegar hún var 17 ára, en þar hitti hún eiginmann sinn, sem einnig var vinnuhjú þar. Faðir minn, Magnús Guð- mundsson, f. 16. sept. 1869, d. 3. jan. 1959, var ekkjumaður, átti fjögur börn á lífi. Móðir mín sagði mér að hann hefði, stuttu eftir að þau kynntust, komið með trúlofunarhring handa henni og hún hefði ekki haft kjark í sér að hafna honum, enda verið óstjórnlega feimin og óframfærin þá, og hann 20 árum eldri. Hún gat ekki rætt þetta við neinn. Hann hafði víst farið til föður hennar og hjálpað honum til að byggja hús og þar með var sáttmálinn að giftingu gerður. Þau giftust sama ár 18. nóv. 1907 og bjuggu í Skötufirði til árs- ins 1916, að þau fluttu til Hnífs- dals en 1922 til ísafjarðar. Faðir minn lærði vélaviðgerðir í Hnífsdal og gerði við báta og fleira með einhverri sjómennsku þar, en stundaði smiðar og saumavélaviðgerðir á ísafirði. Hann var hagleiksmaður og óf ábreiður áður fyrr og var forsöng- vari góður. Stuttu eftir að ég fæddist hætti hann að vinna nema við saumavélaviðgerðir og fékk lítið fyrir. Þá fór móðir mín að vinna fyrir heimilinu, en faðir minn farinn að lýjast. Ég man eftir honum um sextugt í fyrsta lagi, en þá passaði hann hópinn og hjálpaði okkur við skóla- lærdóminn. Móðir mín sagði mér einhverju sinni, að hún hefði far- ið með honum á sjó þegar þau áttu heima í Hnífsdal, svo þá hef- ur hún verið búin að stunda sveitavinnu og sjómennsku eða kynnast því, en það átti nú ekki fyrir henni að liggja í framtíðinni. Nú var hún búin að eignast 10 börn og átta af þeim komust á legg, tvíburar dóu nokkurra daga gamlir. Börnin voru: 1. Svan- berg, f. 9. jan. 1909; 2. Petrína Sigríður, f. 5. okt. 1910; 3. Þor- steinn:4. Aðalheiður f. 3. okt. 1915; 5.-6. Guðmundur og Anna f. 3. júlí 1917; 7. Halldóra f. 24. júní 1918; 8. Skarphéðinn f. 16. febr. 1921; 9. Einar f. 4. júlí 1924 og ég 10. Pálína f. 25. júní 1926. Eftirlifandi erum við Einar. Þegar ég man eftir mér fyrst vann móðir mín oftast við fisk- vöskun í köldum hjöllum. Það fannst mér hræðilegt og napurt, þótt ekki væri ég eldri en 5-9 ára. Á sumrin fór hún norður í sfldar- söltun, en sendi strákana í sveit og mig til Reykjavíkur. Þegar ég var 5 ára misstu þau yndislega og fallega telpu, Halldóru, úr berkl- um. Þá var mikil sorg, hún var tæpra 14 ára og ári eftir veiktist Petrína, sem var um tvítugt, líka úr berklum. Næsta ár á eftir veiktist Þorsteinn af brjóst- himnubólgu sem batnaði fljótt og Einar var á spítala í eitt ár með kirtla bak við lungun. Við yngstu börnin fengum skarlatssótt. Það var skæður smitsjúkdómur og urðum við öll, móðir mín líka, að vera innilokuð í 6 vikur. Fólk kom þó nálægt glugga ef þurfti að tala við móður mína. Þá vorum við Einar 6 og 8 ára. Á haustin man ég eftir að ég elti hana stundum þangað sem hún vann í sláturhúsinu, en þang- að var ekki langt að fara. Eg minnist þess að sjá hana niðri í fjöru að losa úr vömbum og eitthvað að fást við innyflin. Þetta fannst mér ógeðfellt. Og hver skyldu launin hafa verið? Móðir mín var lágvaxin og grönn kona. Þegar hún var barn og unglingur var hún alltaf kölluð „Kæja litla”. Þegar hún vann við fiskvöskun gerði hún kröfur um betri vinnuskilyrði fyrir verka- fólkið. Þá varð hún allt í einu um- töluð kona. Hvað var hún þessi bláfátæka kona að standa upp og kvarta? Aðrir litu upp og litu á hana sem bjargvætt, þó aðallega konur í fýrstu, þær sem stóðu við hlið hennar við vöskukassana. Þær kölluðu hana hetju. Hún var ekki feimin lengur eða óframfærin. Hún var hörð og kannski bitur út í lífið og það hvernig var ráðsmennskast með fólkið. Ég leyfi mér að birta hér heillaskeyti frá Hannibal Vald- imarssyni og ASÍ, þegar hún varð áttræð 1970, en þar segir ýmislegt um hana og mættu margir vera ánægðir sem fengju slíkar ein- kunnir: „Innilegustu hamingjuóskir á áttræðisafmæli þínu. Brennandi áhugi þinn, réttlætiskennd og harðfylgi skipuðu þér í baráttu- sveit íslensks verkalýðs og þar hefur þú skipað rúmið sem full- trúi verkakvenna með mikilli sæmd um áratugi. Megi verka- konur framtíðarinnar, sem flest- ar, erfa eðliskosti þína og baráttuþrek og hugsjónaglóð. Persónulega þakka ég þér ríkj- andi og örvandi áhrif og árna þér heilla. Þá er mér einnig mikil ánægja að flytja þér hlýjar heilla- óskir og alúðarþakkir Alþýðu- sambands íslands fyrir baráttu þína og starf í íslenskri verkalýðs- hreyfingu.” Já, henni var þakkað og hún átti þakkir skildar. Hún var líka besta mamma sem ég get ímynd- að mér. Hún vann við fleira en að framantöldu. Hún mjólkaði kýr inni í Tungudal, plokkaði rækjur í Rækjuverksmiðunni á ísafirði, flutti svo til Reykjavíkur 1938 og gerðist þvottakona fyrir heldra fólkið þar. Ég fór aftur til ísa- fjarðar það haust til að ljúka barnaskólanámi, en þar bjó bróðir minn, Svanberg. Ástæðan fyrir því að móðir mín fór suður var, að bróðir hennar bað hana að rétta hjálparhönd ef hún gæti. Hann hafði misst konu sína af barnsförum og stóð þá einn uppi með barnið og föður þeirra Skarphéðin, 77 ára gamlan. En þetta var bara tímabundið, hún fór ekki aftur til ísafjarðar. Reykjavík var ekki orðin stór borg, það var svo að mér fannst hún lítið stærri en ísafjörður. í þá daga var þvegið á þvotta- bretti. Ég man eftir nokkrum heldri mönnum sem kallað var, þar á meðal var rektor Háskólans Pálmi Hannesson, sem móður minni líkaði vel að vinna hjá. Svo fór hún að þvo af breskum her- mönnum, það gaf af sér meiri peninga og hún gat verið heima. Hún var flutt í Skerjafjörð, Einar 1972 var kominn í Bretavinnu og ég var fárveik allan veturinn, .veiktist af berklum í sept. 1940. Þann vetur var sorg í hjarta for- eldra minna, en þá voru þau skilin. Sonurinn Þorsteinn, 26 ára skipstjóri í siglingum til Eng- lands, var skotinn niður með skip sitt í mars 1941 og systursonur hennar var stýrimaður, 23 ára. Þorsteinn bróðir ætlaði að gifta sig meðan þessi ferð var farin, en fékk ekki staðgengil. Petrína systir sem hafði útskrifast af hæli um sumarið eftir 9 ára veikindi, varð að fara aftur á hæli, nokkr- um dögum eftir fréttina. Ég sem var nýbúin að kyssa bróður minn bless var með peninga frá honum sem hann gaf mér að skilnaði og ég gleymi aldrei orðunum sem hann hvíslaði að mér - honum þótti vænt um litlu systur. Ég segi frá þessu vegna þess að í upphafi minntist ég á að líf móð- ur minnar var enginn dans á rós- um. En það var eins og hvert eitt áfall herti hana. í október 1940 fæddist stúlkubarn sem systir mín Petrína ætlaði að ala upp og gerði sér vonir um að geta lifað nokkur gleðileg ár með litla fósturdóttur. En móðir mín varð fósturmóðir þessa barns sem heitir Alda Stein, f. 16. okt. 1940, Tómas- dóttir. Hún kom 10 daga gömul til okkar en Petrína og móðir mín leigðu saman. Það fóru í hönd erfiðir tímar fyrir móður mína næstu árin, það vissi ég, því ég var einn bagginn, þótt ég reyndi að vinna um tíma 1942, en veiktist alltaf aftur. Þá kom afi til hennar 81 árs og þá voru synir hennar og fleiri „í kosti” hjá henni og mikið að gera. Hún gat aldrei sest nið- ur, að mér fannst, stóð alltaf í eldhúsinu, átta manns í mat og eldhúsið var óskaplega lítið og kytra inn af sem við þrjár sváfum í. Ég veit ekki hvenær móðir mín svaf, þó sváfum við alltaf saman þar til ég varð 15 ára gömul. Hún sagði mér síðar að hún hefði ekki þolað við í því húsi sem hún var að reyna að kaupa um þær mund- ir. Ég man eftir því, þegar við vorum lítil, að hún lagðist upp í rúmið sitt, svona framaná í öllum fötum til að svæfa okkur þrjú eða til að vera með okkur og fór með þulur eða las fyrir okkur þar til svefninn lokaði brám, en þá sváf- um við tvö börnin hjá henni. Þeg- ar ég var á Vífilsstöðum 1943 andaðist Petrína systir mín og fékk ég að sitja hjá henni um næt- ur, stund og stund, og halda í höndina á henni þar til hún lést. Það sumar lést dóttir hálfsystur minnar. Um það leyti flutti móðir mín suður á Álftanes, féick sér þrjár kýr, hest og hænsni. Þar leið henni betur með barnið og gamla manninn og soninn Einar, sem hjálpaði með heyskap, en hann undi ekki við það og móðir mín varð enn að breyta um. Þarna á Tröð sá ég hana hamingjusama, þegar barnabörnin komu í heim- sókn, því hún hafði farið á mis við það að geta einhvern tíma sest niður með þau, sem hún þó hefði haft yndi af, en þau voru þá orðin stór þau elstu, en yngstu eltu hana á röndum. Þegar faðir hennar dó 1947 gerðist hún ráðskona í sveit, með fósturdótturina Öldu 7 ára. Ég var þá á Vífilsstöðum. Svo flutti hún í Hafnarfjörð, var þar í 10 ár í fiskvinnu og til Reykjavíkur 1960. Hún var þar í fiskvinnu, utan eitt ár, þar til hún fór á DAS 1964. Alda bjó með henni alla tíð til 1962, en þá átti hún dreng, 1 árs og ég telpu hálfu ári eldri. Þessi börn elskuðu hana mikið, því hún gaf þeim umhyggjusemi og ást. Þau Tómas og Karítas yngri minnast hennar oft og þá með þakklæti og gleði, að hafa átt hana fyrir ömmu, því hún var svo barngóð, enda passaði hún þau bæði í heilt ár og við Alda unnum úti 1961-62 og leigðum allar sam- an. Karítas dóttir mín hafði mest af henni að segja (af barna- börnunum), því við fórum í hverri viku og stundum oftar til hennar og hún stundum ein. Móðir mín var alltaf svo glöð þeg- ar við heimsóttum hana og hvað hún var glöð að sjá mig komna í mína eigin íbúð og hvað hún hlakkaði til að sjá Karítas ferm- ast. Já, hún var glaðlynd að eðlis- fari og oft gamansöm. Við Alda fengum hana stundum til að spila við okkur „Manna” eða „Olsen Olsen”, þá var oft skellihlegið og gert að gamni sínu. Þar til hún fór á Hrafnistu hafði hún algjörlega hugsað um sig sjálf, en ákvað að fara þangað vegna þess að minnið var farið að svíkja hana. Á Hrafnistu undi hún sé vel. Hún var þakklát fyrir það sem var gert fyrir hana þar og var ánægð með herbergisfélaga sinn, Sús- önnu, en þær lágu svo hlið við hlið á sjúkradeild að síðustu. Marga góða og trygga vini eignaðist rnóðir mín elskuleg, þar á meðal gömlu, góðu félagana í verkalýðshreyfingunni og í kvæðamannafélaginu, sem hún minntist oft á. Þar bar hæst Jón klæðskera á ísafirði og Karlinnu, sem bæði reyndust henni ógleymanlega vel, ekki hvað síst þegar veikindi barna hennar steðjuðu að, og svo voru það Sæmundur og Ríkey, Halldór Ól- afsson frá Gjögri, Kristín Björns- dóttir og yngra fólkið allt, sem of langt yrði upp að telja. Síðari árin voru það Jón og Halla í Hafnar- firði og Andrés Valberg, en þau voru í kvæðamannafélaginu. Það hefur verið skrifað áður um móður mína, en ekki í þessum anda, sem skiljanlegt er, heldur um félags- og stjórnmálalegu hliðina, bæði í afmælis- og minningargreinum og þar er að nefna m.a. Æviminningabók Menningar og minningarsjóðs kvenna, V. Eldri börn Karítasar, Svan- berg, Aðalheiður og Skarp- héðinn giftust og áttu börn, en þau dóu öll snögglega rúmlega sextug að aldri. Við Einar eigum börn, en búum ein. Alls urðu barnabörnin 14. Svona var nú lífshlaup móður minnar. Ég sem hafði mest af móður minni að segja og sat hjá henni eins mikið og ég mögulega gat síðustu daga lífs hennar, veit að það var tekið vel á móti henni í himnesku lífi, því hún var sátt við lífið og dauðann. Blessuð sé minning hennar. Pálína Magnúsdóttir Ég heíti DODDI Eg er meyja SJÁUMST í DANSHÖLLINNI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.