Þjóðviljinn - 24.01.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Blóð í Bakú
Upplýsingatæknin og samgöngurnar gerðu jörðina okkar
að þorpi. Orðið Bakú kallar nú ekki aðeins fram í hugann
olíu, siglingar og kavíar. Blóðug stræti þar setja hlutina
heima hjá okkur í samhengi. Gorbatsjov er í hættu. Sam-
staða risaveldanna getur hrokkið í baklás. Lýðræðisþróunin
í Austur-Evrópu lent í biðstöðu. Vinir okkar í Eystrasalts-
löndum hlusta áhyggjufullir.
Atburðirnir í Kákasushéruðum Sovétríkjanna undanfarið
eru einsdæmi í sögu þeirra og svipta gömlum ágreiningsefn-
um inn í nýtt Ijós nýrra tíma. Það sem nú hefur verið sagt og
gert var þó fyrirsjáanlegt og því er gagnrýnumargra heima-
manna á síðbúin viðbrögð Moskvustjórnarinnar að nokkru
réttmæt.
Að hluta birtast hér afleiðingarnar af mistökum í byggða-
stefnu Sovétstjórnarinnar. En fleira kemur til. Stalínstrú sú
sem boðaði að nýtt samfélag gæti hagrætt landamærum án
tillits til þjóðerna og málsamfélaga reyndist della eins og
annað. Hins vegar eru það beinharðari hlutir en þjóðerni,
tunga og trú sem nú syngur í.
Gorbatsjov hefur með nokkurra daga millibili þurft að fást
við óróa á pólum Sovétríkjanna, en það kom honum ekki í
opna skjöldu. Einmitt þessi héruð, Eystrasaltslönd og Kák-
asuslönd, eru einna viðkvæmust á stjórnsvæði Moskvu. Og
hafa löngum verið, einnig fyrir valdatöku bolsévikka og
kommúnista.
Óánægja sú og ágreiningur meðal íbúa Armeníu, Azer-
baijan og annarra landsvæða þar um kring á sér ýmsar
ástæður. Sumt af þeim lætur kunnuglega í eyrum úr ís-
lenskri umræðu um byggðamál og sjálfstæði landshlut-
anna. Sovéskir hagfræðingar hafa sjálfir bent á nauðsyn
þess að stórefla fjárhagslegt sjálfstæði ríkjanna og dreifa
valdi til þeirra.
Á óróasvæðum er oft reynt að negla þjóðernisbaráttu og
trúarbrögð sem orsakir. Þessari blekkingu hefur verið beitt
af hvað mestum þrótti í frásögnum frá Irlandi og Líbanon.
Um leið eru íbúar fjarlægra sveita stimplaðir sem illa þvegnir
öfgasinnar.
I Kákasuslöndum Sovétríkjanna býr hins vegar ósköp
venjulegt nútímafólk í þorpinu Jörð, sem er þreytt á því að
láta aðra segja sér fyrir verkum í stjórnmálum og skammta
sér fé. Það afneitar miðstýringu f rá stjórnstöðvum ríkisvalds-
ins, þykist sjálft hafa vit á sínum málum og vill fá að ráðstafa
sjálfaflafé. Tregðulögmálið í Kreml verður svo til þess að
spennan fær útrás gegnum kjarnmikla einstaklinga sem
hafa byggt sjálfsímynd sína og viljastyrk á grunni þjóðernis-
kenndar og trúarbragða. Þessum tækjum vitundarinnar má
samt ekki rugla saman við markmiðin á miðvikudögum
mannlífsins.
Andráin er eldfim núna. Sovétstjórnin hefur að vísu oft
áður sent öryggissveitir á vettvang þar sem ólga bullaði.
Allur heimurinn þekkir fortíð Kremlar. Ógnir ofsókna, órétt-
lætis, ofstjórnar og valdníðslu. En nú hefur dæmið snúist
við. Eftir blóðug átök setur þing Azerbaijan Gorbatsjov fors-
eta 48 klst. frest til að hörfa með vopnað lið sitt frá Bakú, ella
kosti það sambandsslit við Sovétríkin.
Bandaríkjastjórn hefur þegar brugðist af skilningi og
reynslu við sendingu herliðs til Azerbaijan með því að segja
að það sé „skylda hverrar ríkisstjórnar að halda uppi röð og
reglu og standa vörð um þegnana", eins og segir í tilkynn-
ingu frá Washington. Hitt er þó jafnvíst, að Gorbatsjov egnir
á sig nýtt Afghanistan með því að ögra Azerum lengi með
vopnavaldi. Eða sovéskt Belfast.
Gorbatsjov hefur gagnrýnt stjórnvöld á þessum slóðum
fyrir undanlátssemi við þjóðernissinna og að mynda að-
stæður, sem „andsovésk öfl“ færa sér í nyt. Vestræn ríki
styðja hins vegar viðleitni hans ti! að skapa stöðugleika
núna, leysa málin með viðræðum. Þau gera sér grein fyrir
þeirri miklu hættu sem stafar af óróanum. Þau eru því ekki
„and-sovésk“ í þessu máli.
Lausn Gorbatsjovs gæti verið að stórefla með leiftursókn
sjálfsákvörðunarrétt hvers ríkis um eigin málefni. Það er það
sem fólkið vill. Tungan, þjóðernið og trúarbrögðin þurfa slíkt
svigrúm og munu við þau skilyrði ekki gera flugu mein.
ÓHT
Vinsælt efni
Margir voru sammála „Bif-
reiðaeiganda" og klippara í
Klippt og skorið í gær um auglý-
singar og vildu bæta við athuga-
semdum. Nú er Bifreiðaskoðun
íslands í eigu ríkisins að stórum
hluta, segja menn, en hvernig er
það, þurfa lesendur Þjóðviljans,
Tímans og Alþýðublaðsins ekki
að fara með bfla sína í skoðun?
Altént finnst Bifreiðaskoðuninni
hún ekki eiga erindi við þá sér-
staklega.
Einkafyrirtæki ráða auðvitað
hvernig þau „verja auglýsingafé
sínu“ eins og þar segir, en mörg-
um gremst þegar fyrirtæki í eigu
allra landsmanna auglýsa ein-
göngu í Mogga og DV. Til dæmis
er tekin söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva sem nú er mjög
á döfinni. Ríkisútvarpið eigum
við áreiðanlega öll og við viljum
lesa tilkynningar frá því í okkar
blöðum Iíka.
Þessu til nokkurs stuðnings
skal bent á könnun sem gerð var
fyrir skömmu meðal. lesenda
Þjóðviljans á því hvaða önnur
blöð þeir læsu. Þá kom í ljós að
70% þeirra keyptu ekki annað
blað. Og þó að þeir eigi kannski
að meðaltali færri bfla en Morg-
unblaðslesendur þá eru þeir
áreiðanlega jafnlistfengir.
Talandi um list. Klippara
finnst hræðilegt að heyra Mozart
leikinn á bak við auglýsingu um
skil launaseðla - og meira að
segja ruddalega klippt á hann
þegar hinn mikilvægi boðskapur
kemur.
Frjáls verslun
„Það flokkast undir örgustu
hræsni að ríkisstjórn Bandaríkj-
anna skuli biðja ríkisstjórnir ann-
arra landa að hætta útflutningi á
kókaíni en flytja sjálf út tóbak,“
er haft eftir yfirmanni bandarísku
heilbrigðisþjónustunnar, C.E.
Koop, í Information fyrir viku.
Ástæðan til þess að hann lét þessi
hörðu orð falla var sú að Banda-
ríkjamenn krefjast þess nú að fá
ótakmarkað leyfi til að flytja tó-
bak til Taílands. Og hann skýrir
mál sitt með þessu:
„Árið 1988 létust 2000 manns
af neyslu kókaíns í Bandaríkjun-
um. Á því ári drápu sígarettur
390.000 manneskjur ... Ég er
hræddur um að einhvern tímann
þyki þessari þjóð svona misnotk-
un á fríverslun jafnmikill skand-
all og öðrum þjóðum finnst hún
nú.“
Koop var raunar að hætta í
embætti og vegna þess að þetta
var síðasta ræðan hans þá sýndi
hann embættismönnum Hvíta
hússins hana ekki fyrirfram. Þeg-
ar farið var að ræða málið eftir á
ypptu embættismennirnir öxlum
og sögðu: „Við erum ekki að
biðja um neina sérþjónustu, við
viljum bara fá að keppa á
jafnréttisgrundvelli við innlent
tóbak ..." „Persónulega er mér
ekkert vel við sígarettur,“ segir
annar. „En við biðjum fólk ekki
um að reykja. Við erum bara að
reyna að komast inn á markað
sem þegar er fyrir hendi.“
Og ástæðan til þess er sú að
neyslan heima hefur hrapað, og
annars staðar á Vesturlöndum
líka - vegna þess að fólk hættir að
reykja eða deyr - og tóbaksiðn-
aðurinn þarf að fylla í skörðin.
Kröfu sinni til stuðnings vísa
Kanar í 301. grein verslunarlaga
frá 1974 þar sem segir að verði
bandarískar vörur beittar
hömlum á borð við tolla eða ann-
að sem gerir þær verr hæfar til
samkeppni þá geti Bandaríkja-
stjórn svarað með því að beita
Per Marquard Otzen teiknar
tóbaksneyslu
viðkomandi þjóð verslunar-
þvingunum (stundum nægir að
hóta þeim). Þetta er gert og það
ber árangur. Japan, Taiwan og
Suður-Kórea hafa öll beygt sig
undir vilja Bandaríkjamanna.
1988 voru amerískar sígarettur í
öðru sæti yfir mest auglýstu vörur
í japönsku sjónvarpi - „Þetta er
eins og sprengjuárásirnar í stríð-
inu,“ segir yfirmaður japanskrar
krabbameinsleitarstöð var.
Heima í Ameríku voru tóbaks-
auglýsingar hins vegar bannaðar
1971. Og nú er komið að Taí-
landi.
Nýtt opíumstríö
„Hver er munurinn á síga-
rettum og kókaíni?" spyr tafl-
enskur prófessor. „Hvorttveggja
veldur heilbrigðisyfirvöldum í
Bandaríkjunum miklum vanda.
Hvort tveggja er ávanamyndandi
og hvort tveggja veldur sjúkdóm-
um, örkumlum og dauða.“
Milliríkjadeilurnar vegna tó-
baks eru komnar á það stig að
þeim er líkt við ópíumstríðið fyrir
150 árum, þegar Englendingar
neyddu Kínverja til að opna
landamæri sín fyrir innflutningi á
ópíum sem framleitt var í bresku
nýlendunni Indlandi. Englend-
ingar áttu ekki neitt til að selja
Kínverjum frekar en Kanar hafa
nú til að selja Taflendingum -
nema þetta hættulega og vana-
bindandi efni, og þeir vísuðu líka
til hinnar heilögu fríverslunar.
Landsvæði sem notuð eru til
tóbaksræktunar verða sífellt víð-
áttumeiri, einkum í þriðja
heiminum. Svo þurfa þessi lönd
að flytja inn ávexti og grænmeti!
Vegna tóbaksræktunar eru
skógar felldir og land blæs upp.
Alþjóðabankinn gerir ráð fyrir
því að 12% af trjám sem höggvin
eru séu nú notuð til að þurrka
tóbak.
Borgarólund
í Víkurblaðinu á Húsavík er
svolítið annarskonar túlkun á ný-
legri könnun um búsetuóskir og
fólksflutninga á íslandi en við
höfum lesið annars staðar. Þar
segir:
„Reykjavíkurfjölmiðlar hafa
flestir slegið því upp að 20% íbúa
í tilteknum kjördæmum á lands-
byggðinni vilji endilega flytja
burt og þá helst suður. Hins vegar
séu íbúar á Stórreykjavíkursvæð-
inu alsælir á sínum stað og vilji
hvurgi fara. Þannig að menn sjá
fyrir sér sveitavarginn streyma
suður tugþúsundum saman, líkt
og hinar týndu kynslóðir fsraels
til Jerúsalem. ...
Staðreyndin er auðvitað sú, og
það má einmitt lesa út úr skýrsl-
unni ef vel er að gáð og í gegnum
sæmilega réttsýn gleraugu, að allt
stefnir í stórfelldan fólksflótta frá
Stórrey k j avíkursvæðinu....
Ætli það séu ekki svona 150
þúsund manns búsettir á áður-
nefndu svæði. Þetta þýðir að ef
1% íbúa vill flytja burt þá eru það
1500 manns ... Og ef 7% íbúa í
Reykjavík vilja gjarnan komast
burt, sem má með góðu móti lesa
út úr könnuninni, þá er það svona
svipaður fjöldi og vill flytjast af
landsbyggðinni og suður.
í könnuninni kemur einnig
fram, og það er ekki síst alvar-
legt, að um 16% íbúa höfuðborg-
arsvæðisins segjast vilja búa á
minni stað ... Það er sem sagt
stutt í að 16% vilji flytja burt úr
borginni a.m.k....
Og auðvitað er alveg ljóst að
óánægja Reykvíkinga kemur
ekki eðlilega fram í könnuninni,
hún er dulin og borgarbúar hafa
komið sér upp meðulum við
borgarólundinni. Annar hver
Reykvíkingur á sem sé sumar-
bústað, og uppfyllir þannig þrá
sína eftir lystisemdum lands-
byggðarinnar, og það eitt hefur
haldið aftur af mörgum þeirra að
bruna burt úr borginni og út á
land.
Málið er hins vegar það að
þéttbýli er orðið svo mikið í
sumarbústaðalöndum fyrir sunn-
an að menn færa sig úr einni
Reykjavík í aðra þegar þeir
bregða sér í sumarbústaðinn
sinn, þannig að þeir fá ekki
lengur landsbyggðarhvötum sín-
um fullnægt. Þetta mun skapa sí-
vaxandi streitu og ólund, sem að-
eins getur leitt til eins, það er
stórfelldra búferlaflutninga úr
borginni.
Þetta vandamál hefur mjög
lítið verið skoðað, og t.d. hér á
Húsavík eru bæjaryfirvöld alls
óviðbúin því að taka við þessum
1200 Reykvíkingum sem hingað
munu flytja á næstu 10 árum eða
svo. Þetta er mál sem menn ættu
að taka fyrir í kosningabaráttunni
sem framundan er.“
Er þetta næsti höfuðverkur
Davíðs?
SA
pJÓÐVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Simi: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Utgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FramkvœmdastjórhHallurPállJónsson.
Rltatjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Aðrlr blaftamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur
Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr),
Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), UljaGunnarsdóttir,
Ólafur Gíslason, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrtf atofuatjórl: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýalngaatjórl: OlgaClausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
BílatjórhJónaSigurdórsdóttir.
Utbrelðslu- og afgreiftalustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiftala: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaftur: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn:
Síftumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verft f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaft: 140 kr.
Áskriftarverft é mánufti: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. janúar 1990