Þjóðviljinn - 24.01.1990, Blaðsíða 11
_______________LESANPI VIKUNNAR
Hellti uppá með annarri
og prjónaði með hinni
- Hvað crtu að gera núna Sig-
ríður?
- Ég er að vinna í Kvennaat-
hvarfinu og á Krabbameinsdeild
kvenna á Landspítalanum. Ég
vinn líka talsvert fyrir stéttarfé-
lagið mitt.
- Hvað varstu að gera fyrir 10
árum?
- Þá vann ég sem sjúkraliði á
Kleppsspítalanum og var for-
maður Sjúkraliðafélags íslands.
Auk þess var ég að ala upp dætur
mínar tvær.
- Hvað gerirðu helst í frístund-
um?
- Ég les talsvert og starfa að
félagsmálum.
- Segðu mér frá bókinni sem
þú ert að lesa núna.
- Ég var að ljúka við Snorra á
Húsafelli eftir Þórunni Valdi-
marsdóttur og er núna að glugga í
íslenskar nútímabókmennir eftir
Kristin E. Andrésson. Annars les
ég allt sem ég næ í, hvort sem það
eru íslenskar bókmenntir eða
dönsku blöðin.
- Hvað lestu helst í rúminu á
kvöldin?
- Ég les eiginlega alltaf í rúm-
inu, sofna helst aldrei án þess að
lesa aðeins áður. Það liggja alltaf
einhverjar bækur á náttborðinu
og frekar en að lesa ekkert les ég
þær aftur.
- Hver er uppáhaldsbarnabók-
in þín?
- Sagan af honum Nóa eftir
Loft Guðmundsson. Bæði las
mamma hana fyrir mig og svo las
ég hana sjálf. Ég dáðist mest að
því í þeirri sögu að það var í henni
kona sem hellti upp á kaffi með
annarri hendinni og prjónaði
með hinni. Síðan hef ég verið
meðvituð um þann eiginleika
kvenna að geta gert margt í einu.
Svo er það sagan eftir Jónas Hall-
grímsson um það þegar drottn-
ingin á Englandi fór yfir til Frakk-
lands.
- Hvers minnistu helst úr Bibl-
íunni?
- Ég man ekki eftir neinni sér-
stakri setningu úr Biblíunni en
mér hefur alltaf þótt einkennileg
setningin „Guð hjálpar þeim sem
hjálpar sér sjálfur“.
- Segðu mér af ferðum þínum í
leik- og kvikmyndahús í vetur.
- Ég hef því miður ekkert farið
í leikhús í vetur en ég ætla að sjá
Ljós heimsins, Höll sumarlands-
ins og Vernhörðu Alba. f bíó fer
ég sjaldan, seinast á Kristnihald
undir Jökli, þar áður á Atóm-
stöðina og þar áður á
Gaukshreiðrið 1976.
- Fylgistu með einhverjum
ákveðnum dagskrárliðum í út-
varpi og sjónvarpi?
- Nei, ekkert nema fréttum;
reyni að ná sjöfréttunum í Ríkis-
útvarpinu á kvöldin, hálfátta-
fréttum á Stöð 2 og áttafréttunum
í Sjónvarpinu, en hef lítið hlustað
á útvarp síðan Útvarp Rót datt
uppfyrir.
- Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
- Nei, ég kaus sjálfa mig þegar
ég var í framboði.
- Ertu ánægð með frammi-
stöðu þess flokks sem þú kaust
síðast?
- Nei, ég er mjög óánægð með
starf þess flokks. Ég tel hann hafa
svikið launþega í landinu og hann
virðist hvorki sinna náttúru-
vemdarsjónarmiðum, sem hann
gefur sig út fyrir, né standa sig
gagnvart hernum. Ég er sammála
því sem stóð í grein Ólafs Jóns-
sonar vitavarðar á Hornbjargi að
samþykktirnar frá síðasta flokks-
þingi væru það mesta „fátæktarp-
lagg“ sem flokkurinn hefur sent
frá sér, og hann á eiginlega ekki
skilið að vera kosinn aftur.
- Eru til hugrakkir stjórn-
málamenn og konnur?
- Ég hef ekki orðið sérstaklega
mikið vör við það hér á íslandi.
Það háir íslenskum stjórnmála-
mönnum t.d. mjög hvað þeir
þurfa alltaf að vera miklir félagar
og telja það meira atriði en að
virða skoðanir kjósenda sinna.
Ég sé t.d. enga sérstaka ástæðu til
þess að þetta fólk sitji saman við
skákborð eða briddsspil.
- Viltu nafngreina einhvern
hugrakkan stjórnmálamann?
- Sú kona sem mér hefur þótt
hugrökkust hér um langan tíma
er Guðrún Jónsdóttir fyrrverandi
borgarfulltrúi. Hún glaptist
aldrei á þessari yfirborðssýndar-
mennsku sem einkennir flesta ís-
lenska stjórmálamenn.
- Er landið okkar varið land
eða hernumið?
- Það er bæði hemumið og
selt, margselt.
- Nú eiga sér stað miklar
breytingar í Austur-Evrópu.
Hver ættu viðbrögð Vesturlanda
að vera?
- Að virða menningu þessara
þjóða og kannski að veita aðstoð
til þess að þær geti bjargað sjálf-
um sér án þess að verða að út-
flöttum Vesturlandabúum, en
þannig hefur eiginlega alltaf farið
þegar við höfum veitt „aðstoð“
okkar. Ég vona líka að fleiri
þjóðir en austan járntjalds þjóðir
eigi eftir að öðlast frelsi þannig að
þær fái að njóta sín, eins og þjóðir
í Afríku og Mið- og Suður-
Ameríku. Ég vil í því samhengi
minna íslendinga á að kaupa ekki
vörur frá Suður-Afríku.
- Hvaða eiginleika þinn viltu
helst vera laus við?
- Hvað ég dreg allt á langinn
og geri ekkert fyrr en á seinustu
stundu.
- Hvaða eiginleika þinn finnst
þér skrítnast að aðrir kunni ekki
að meta?
- Það er þegar ég tjái mig um
það sem mé finnst, þá finnst
mörgum ég vera snögg upp á
lagið.
- Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn?
- Besti matur sem ég smakka
er rjúpur. Þær era alltaf borðaðar
um jólin á mínu heimili og hafa
verið það eins lengi og ég man
eftir. Annars borða ég allan mat.
- Hvar myndirðu vilja búa
annars staðar en á Islandi?
- í Danmörku. Kannski vegna
þess að ég las einu sinni bókina
hans Björns Th. Björnssonar um
Kaupmannahöfn og svíf um í
anda þeirra gömlu íslendinganna
þegar ég hugsa til Danmerkur.
- Hvernig flnnst þær þægi-
legast að ferðast?
- Skemmtilegustu ferðir sem
ég hef farið voru þegar ég fór með
togurunum frá Reykjavík austur
á land í sveit í gamla daga. Þannig
að það hentar mér best að ferðast
með stóru skipi.
- Hvert langar þig mest til að
ferðast?
- Alveg síðan ég var stelpa hef-
ur mig langað til að fara til París-
ar. Ég hugsa að ég eigi ættir mín-
ar að rekja til Frakka eins og svo
margir Austfirðingar.
- Hvaða bresti landans áttu
erflðast með að þola?
- Það er nú nokkuð margt.
T.d. hvað hann kynnir sér illa
mál; veit stundum ekki einu sinni
í hvaða stéttarfélagi hann er.
Hvað hann lifir oft í svart-hvítri
mynd, hvað hann trúir á
glansmyndina og gerir sér litla
grein fyrir því að til er fátækt á
Islandi, vill kannski ekki trúa því.
- Hvaða kosti Islendinga
metur þú mest?
- Ég sé ekki að þeir hafi neina
kosti umfram aðrar þjóðir.
- Árið er alveg nýtt og alda-
mótin nálgast óðfluga. Hvaða
stefnu eigum við að taka?
- Fyrst af öllu vildi ég að her-
inn færi. En sú stefna sem við
höfum ennþá tækifæri til að taka,
er að ganga ekki í Evrópubanda-
lagið. Ef við gerum það þá erum
við endanlega búin að missa sjálf-
stæðið.
- Hefur þú trú á að við getum
það?
- Já, ég hef trú á því. Ég held
að í hjarta sínu vilji íslendingar
ekki vera hernumdir. Ég verð
líka að treysta því að það sé til sú
skynsemi hjá fslendingum að þeir
vilji ekki hafa yfir sér yfirþjóðlegt
vald einsog yrði í Evrópubanda-
laginu. Innganga í það þýddi að
íslendingar hefðu eitt atkvæði á
móti fjölda annarra.
- Hef ég gleymt einhverri
spurningu?
- Þú hefur gleymt að spyrja
hver sé uppáhaldsbókin mín.
- Hver er uppáhaldsbókin þín?
- Atómstöðin. Mamma sagði
mér að lesa hana þegar ég var tólf
ára og skýrði hana út fyrir mér.
Ég tel að hún ætti að vera skyldu-
lesning með skýringum hennar.
Guðrún
þlÓÐWIUINN
FYRIR 50 ÁRUM
Stjómir Bandaríkjanna og Jap-
ans mótmæla yfirgangi Breta á
höfunum. Skip hlutlausra þjóða
hvergi óhult með farþega, farm
og póst fyrir afskiptum breskra
herskipa. HugleiðingarÖrvar-
odds; Mikið má fjandanum fara
fram i hræsninni, þangað til hann
lærir aö lesa biblíuna eins og Al-
þýðuflokkurinn stefnuskrá sína.
I PAG
24. febrúar
miðvikudagur. 24. dagur ársins.
Sólarupprás (Reykjavík kl. 10.32
-sólarlagkl. 16.49.
Viðburöir
Verkalýðsfélag ísafjarðarstofn-
að 1932.
PAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúða vikuna
19.-25. jan. 1990er(BreiðholtsApó-
tekl og Ápóteki Austurbæjar.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 fridaga). Siðarnefnda apötekið er
. opiðákvöldin 18-22 virkadagaogá
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
' Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur...........sími 4 12 00
Seltj.nes...........sími 1 84 55
Hafnarfj............sími 5 11 66
Garðabær............sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavik...........sími 1 11 00
Kópavogur...........simi 1 11 00
Seltj.nes...........sími 1 11 00
Hafnarfj............sími 5 11 00
Garðabær............sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspítallnn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
allnn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadeild Borgarspitalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsimi vaktlæknis 985-23221.
Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
v 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknarjímar: Landspítallnn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-t8,
og eftir samkomulagi. Fæðingardelld
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og ettir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsu verndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavfk: alladaga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RK(. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum.Simi 687075.
MS-félagið Álaiidi 13. Opið virka dagafrá
kl. 8-17. Siminner 688620.
Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur-
götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, ;
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími21500,símsvari.
Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
'23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: 8.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Slmi
21260 allavirka dagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema.erveittísima 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
> fimmtudögum kl. 17.00-19.0Q.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91-
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
23. jan. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandarikjadollar.............. 61.16000
Sterlingspund................ 100.60800
Kanadadollar.................. 51.93000
Dönskkróna..................... 9.26320
Norskkróna..................... 9.30330
Sænsk króna.................... 9.84230
Finnsktmark................... 15.22340
Franskurfranki................ 10.54850
Belgískurfranki................ 1.71300
Svissneskur franki............ 40.23680
Hollensktgyllini.............. 31.81360
Vesturþýsktmark............... 35.85310
Itölsklíra..................... 0.04817
Austurriskursch................ 5.09560
Portúg. Escudo................ 0.40750
Spánskurpeseti................. 0.55320
Japansktyen.................... 0.41846
(rsktpund..................... 95.07000
KROSSGÁTA
Lárótt: 11ævis4vitt6
kúga7fjötur9þraut12
eins 14grein 15kaðall
16sterkju 19vegur20
gagnslaus21 staura
Löðrótt: 2 þreytu 3
hrogn 4 blót 5 fundur 7
messuskrúði8tala10
spilið 11 skoða13liðug
17ellegar18form
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárótt: 1 Æsir 4 sorg 6
uni7foss9góma12
plagg14lóa15nám16
kelta 19staf20æðra
21 niðri
Lóðrótt: 2 svo 3 rusl 4
Sigg5röm7fælast8
spakan10ógnaði11
aumkar13afl17efi18
tær
Miðvikudagur 24. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN r SÍÐA 11