Þjóðviljinn - 24.01.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Akureyri
Atvinnumálin í brennidepli
Um221 miljón verðurvarið tilfjárfestinga. Heimir Ingimarsson: Verðum að berjast með oddi
og egg gegn þeirri ískyggilegu þróun sem verið hefur í atvinnumálunum
Persónulega er ég hræddastur
við þá ískyggilegu þróun sem
verið hefur hér á Akureyri í at-
vinnumálunum og gegn þeirri
þróun þarf að berjast með oddi og
egg. Á meðan sitja menn nánast
með hendur í skauti og bíða eftir
því að reist verði álver hér við
Evjafjörðinn. í lok siðustu viku
voru 347 manns á atvinnuleysis-
skrá, 134 konur og 213 karlar.
Við höfum ekki enn formað
ákveðnar breytingatillögur við
fjárhagsáætlun meirihlutans í
bæjarstjórninni við seinni um-
ræðuna en þær munu vafalaust
taka mið af þessari óheillaþróun
og viðspyrnu við henni, sagði
Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins.
I gær fór fram fyrri umræða um
fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akur-
eyrar. Samkvæmt henni eru
heildartekjur bæjarsjóðs áætlað-
ar tæpir 1,3 miljarðar króna á ár-
inu. Útsvarstekjur er áætlað að
muni verða 744 miljónir króna,
rúmar 200 miljónir vegna að-
stöðugjalda, tæplega 270 miljónir
króna vegna skatta af fast-
eignum, tekjur af fasteignum eru
hins vegar áætlaðar um 42,6 milj-
ónir króna, ýmsar tekjur 17,1
miljón króna og aðrir skattar og
tekjur um 3,5 miljónir króna.
Af þessum tekjum verður að-
eins varið um 221 miljón króna til
fjárfestinga og þá er áætlað að
lántökur bæjarsjóðs vegna nýrri
lána verði um 140 miljónir króna.
Hins vegar er gert ráð fyrir að
afborganir af eldri lánum verði
um 200 miljónir króna. Rekstrar-
gjöld bæjarsjóðs á árinu eru áætl-
uð tæpur milj arður króna og sam-
kvæmt frumvarpinu mun verða
varið allt að 291 miljón króna til
félagsmála og til fræðslumála
rúmlega 165 miljónum króna.
Um 72 miljónum króna er áætlað
að verja til umhverfismála, yfir-
stjórn bæjarins mun kosta um 67
miljónir króna, kostnaðar vegna
gatnagerðar er áætlaður rúmlega
61 miljón króna og tæplega 60
miljón króna eiga að raenna til
menningarmála svo eitthvað sé
nefnt.
Seinni umræðan um fjárhagsá-
ætlun bæjarsjóðs Akureyrar fer
síðan fram eftir þrjár vikur og þá
kemur í ljós hvernig hún verður í
raun.
-grh
Lagning parkets á flennistórt gólfið er mikið nákvæmnisverk, en hér sést aðeins helmingur gólfflatar. Mynd: Jim Smart.
A
Iþróttahús Hafnarfjarðar
Opnað á úrslítaleik
Áhorfendastœði fyrir 2500-3000 manns. Birgir Björnsson: Stefnum að
því að opna fyrir leik FH og Vals
Við stefnum mjög stíft að því að
FH og Valur geti leikið í hús-
inu 7. aprfl og einsog staðan er í
dag gæti það orðið úrslitaleikur
ABR
íslandsmótsins," sagði Birgir
Björnsson forstöðumaður í-
þróttahúss Hafnarfjarðar í Kapl-
akrika aðspurður hvernig verk-
inu miðaði.
Bygging hússins hefur gengið
ágætlega og eru jafnvel líkur á að
húsið verði opnað í lok mars. Að
sögn Birgis verður hægt að koma
um 3000 áhorfendum fyrir án
teljandi þrengsla og alls verða
átta miðasölulúgur sem er tals-
vert meira en í Laugardalshöll.
Áhorfendabekkir verða við báð-
ar hliðar aðal keppnisvallar, en
hægt verður að draga þá inn og
mynda pláss fyrir tvo handknatt-
leiksvelli. Á milli þeirra verður
tjald og skapast þannig tvöföld
nýting á húsinu til æfinga.
Nú er unnið að lagningu park-
ets á gólf íþróttavallarins og er
áætlað að ljúka því seinni hlutann
í mars. Kostnaður við bygging-
una verður líklega um 160-170
miljónir króna.
-þóm
Breski ferðamaðurinn
Fannst látinn
Austur-Evrópa
ogbarátta
sósíalista
Atburðirnir í Austur-Evrópu
er yfirskrift fundar sem Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík efnir til
nk. laugardag, 27. janúar.
Þetta er opinn umræðufundur
en málshefjendur eru þau Árni
Bergmann ritstjóri, Jórunn Sig-
urðardóttir leikari og Sveinn
Rúnar Hausson læknir.
Eftir stuttar framsögur verða
fyrirspurnir og umræður og er
Ragnar Stefánsson umræðu-
stjóri.
Fundurinn er að Hverfisgötu
105, efstu hæð, og hefst kl. 11.
-Sáf
Breski ferðamaðurinn sem tal-
ið var að ætlaði að leggja á
Hvannadalshnúk á mánudag í
fyrri viku fannst látinn í gær-
morgun. Lík hans fannst skammt
sunnan þjóðvegarins, eina 7-800
metra frá bænum Hofi í Öræfum
þaðan sem hann lagði upp.
Ákveðið var að hefja skipu-
lagða leit að manninum að nýju í
gærmorgun eftir að bakpoki í
eigu hans fannst um 200 metra
sunnan þjóðvegarins síðdegis í
fyrradag. Björgunarsveitarmenn
frá Höfn og heimamenn í
Öræfum voru rétt að hefja leitina
á þeim slóðum sem bakpokinn
fannst þegar þeir komu auga á
líkið.
Ýmislegt þykir benda til þess
að Bretinn hafi verið á niðurleið
frá jöklinum á fimmtudag og hafi
örmagnast í vonskuveðri sem var
á þessum slóðum. Er talið líklegt
i gær
að hann hafi einnig verið orðinn
rammvilltur þar sem hann fór yfir
þjóðveginn, frá bænum í átt að
sjónum.
Menn frá lögreglunni á Höfn
sóttu líkið síðdegis í gær og verð-
ur það sent til krufningar í
Reykjavík til að skera úr um dán-
arorsök. Bretinn hét Stephen Re-
ader, 25 ára, og lætur eftir sig
aldraða foreldra á Bretlandi.
-gb
Brottvikning
Beðið um
opinbera
rannsókn
Fyrrum starfsmaður
ríkisendurskoðunar
vill að skipaður verði
setusaksóknari
í málinu
Fyrrverandi fulltrúi í ríkis-
endurskoðun hefur farið þess
á leit við Óla Þ. Guðbjartsson
dómsmálaráðherra að skipaður
verði sérstakur setusaksóknari til
að rannsaka atriði tengd brott-
vikningu hans úr starfi snemma
árs 1984. Fulltrúinn fyrrverandi,
Ingi B. Ársælsson, telur ríkis-
saksóknara ekki hæfan til að ann-
ast rannsókn málsins, þar sem
embætti hans sé undir ríkisendur-
skoðun sett vegna fjármálalegs
eftirlits.
Þetta kemur fram í opnu bréfí
sem lögmaður Inga hefur sent
dómsmálaráðherra. Óli Þ. Guð-
bjartsson sagði í samtali við Þjóð-
viljann að svar við bréfi lög-
mannsins væri í smíðum í ráðu-
neytinu og yrði það hugsanlega
tilbúið í dag eða á morgun. Að
öðru leyti vildi hann ekki tjá sig
um málið.
Inga var vikið úr starfi um
miðjan janúar 1984 en hann hafði
þá unnið hjá ríkisendurskoðun í
27 ár. í aprfl sama ár var gengið
frá samkomulagi um bætur hon-
um til handa vegna brottvikning-
arinnar. í því fólst að Ingi fékk
greidd laun í ellefu mánuði sam-
kvæmt efri launaflokki stjórnar-
ráðsfulltrúa. Fyrir janúar og fe-
brúar 1984 fékk hann hins vegar
greidd laun samkvæmt lægri
launaflokki. Ingi hefur höfðað
mál gegn ríkisendurskoðun og
fjármálaráðherra fyrir bæjar-
þingi Reykjavíkur til að fá
leiðréttingu launa fyrir þessa tvo
mánuði, svo eftirlaun hans og líf-
eyrisréttindi miðist við hinn hærri
flokk. Hann hefur í höndum
óundirritað afrit bréfs sem hann
fékk afhent m.a. í viðurvist Al-
berts Guðmundssonar þáverandi
fjármálaráðherra, þar sem segir
að laun fyrir janúar og febrúar
skuli vera samkvæmt hinum efri
launaflokki. Lögmaður ríkisins
segir hins vegar ósannað að sam-
ið hafi verið um afturvirka launa-
hækkun fyrir þessa tvo mánuði.
Lögmaður Inga hefur ítrekað,
en árangurslaust, reynt að afla
sér upplýsinga um tilurð þessa
skjals, og því hefur verið farið
fram á opinbera rannsókn.
Halldór V. Sigurðsson ríkis-
endurskoðandi vildi ekkert tjá sig
um málið í samtali við Þjóðvilj-
ann, aðeins það að málið væri nú
fyrir bæjarþingi Reykjavíkur.
-gb
Sleipnir
Níu daga
vinnustöðvun
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
hefur boðað alls níu sólarhringa
vinnustöðvun í tveimur áföngum
á næstunni. Fjögurra daga vinnu-
stöðv-un verður frá miðnætti 31.
janúar og síðan fimm daga vinnu-
stöðvun frá 10. febrúar.
„Við teljum það áhrifaríkara
að skipta vinnustövuninni á
þennan hátt. Við munum að
sjálfsögðu viðhalda svipaðri
verkfallsvörslu og áður ef þörf
krefur,“ sagði Magnús Guð-
mundsson formaður Sleipnis í
samtali við Þjóðviljann. Hann
sagðist hafa átt von á einhverri
tillögufrá vinnuveitendum á sátt-
afundinum á mánudag, en svo fór
ekki. -þóm
Miðvikudagur 24. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3